Morgunblaðið - 24.06.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
SAMSUNG MINI
27.900 kr.
SAMSUNG GIO
39.900 kr.
SAMSUNG ACE
54.900 kr.
siminn.is
2.620 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
3.620 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
4.870 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
Símalán-afborgun: Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN INNEIGN
*Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa eftirstöðvunum vaxtalaust á allt að 12 mánuði. Greiðslugjald er 295 kr./mán.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
6
7
2
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
verið úthlutað 33 milljónum kr. sam-
kvæmt samgönguáætlun og umferð-
aröryggisáætlun Alþingis til að
halda uppi umferðareftirliti á þjóð-
vegum landsins í sumar. Þetta aukna
umferðareftirlit stendur yfir frá júní
fram í september.
Á vef ríkislögreglustjóra segir að
um sé að ræða aukið umferðareftirlit
til viðbótar því hefðbundna sem emb-
ættin halda úti hvert í sínu umdæmi.
Í eftirlitinu sé lögð sérstök áhersla á
hraðakstursbrot og notkun bílbelta.
Fram kemur að við skiptingu fjár-
magnsins á milli lögregluembætta
hafi verið stuðst við svokallaða svart-
blettagreiningu Vegagerðarinnar.
Þar komi fram hvaða vegir séu taldir
hættulegri en aðrir og því geti verið
meiri slysahætta á þeim vegum þeg-
ar ekið sé yfir hámarkshraða.
Lögð sé áhersla á að tryggja sem
best löggæslu á þjóðvegum landsins,
ekki síst þar sem um miklar vega-
lengdir og varasamt landsvæði sé að
ræða.
Aukið eftirlit á þjóðvegum
Morgunblaðið/Júlíus
Það var glatt á hjalla í Árbæjarsafni í gær er Félag
eldri borgara í Reykjavík og Heimilisiðnaðarfélagið
efndu til Jónsmessugleði. Kórsöngur, lúðrablástur,
dans, harmonikkuleikur og fjöldasöngur lífguðu upp á
kvöldið og þjóðlegir búningar settu mikinn svip á sam-
komuna, auk þess sem þjóðbúningur herra var sýndur.
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðlegt á Jónsmessu í Árbæjarsafni
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, segist mjög vantrúaður á að sú
lækkun sem átti sér stað í gær á olíu-
verði sé komin til að vera. Algengt
verð á bensíni var í gærkvöldi um
232 krónur.
„Við erum búin að sjá undanfarnar
vikur að bæði verð á hlutabréfum og
hrávörum hefur aðeins verið að gefa
eftir,“ segir Hermann og bendir á að
þetta sé oft og tíðum árstíðabundið.
Markaðurinn eigi það til að gefa eftir
á sumarmánuðum. Sú óvissa sem
ríkjandi er um efnahagsástand Evr-
ópu og Bandaríkjanna er einnig til
þess fallin að stuðla að breytingum í
verði. „Ég er þeirrar skoðunar að ef
horft er til sumars, þá sé ekki von á
meiri lækkun á olíu.“
Hermann segir stöðuna í raun ein-
falda og vísar til þess að áframhald-
andi vöxtur sé í notkun á olíu en lítill
sem enginn vöxtur sé í framleiðslu.
„Þegar þessir tveir kraftar takast á,
þá verður afleiðingin alltaf hærra
verð, þótt það komi tímabundin
hræðsla í markaðinn.“
Að sögn Hermanns þarf lítið til að
olíuverð hækki á nýjan leik, slíkt
gæti allt eins gerst strax eftir helgi.
„Um er að ræða gríðarlega mikið af
fjármagni í heiminum sem er at-
vinnulaust. Þ.e.a.s. menn fá enga
innlánsvexti í bönkum og leita því
allra leiða til að ávaxta féð. Lítil
ástæða er til að ætla að hlutabréfa-
markaðir rísi mikið meira en þeir
hafa gert,“ segir Hermann og bætir
við að tækifærin séu því á sviði gjald-
eyris- og hrávörumarkaða.
Eingöngu tíma-
bundin lækkun
Telur að um sé að ræða stutt skot
sem snöggt getur tekið breytingum
Mikil eftirspurn eftir olíu sem
og aukinn hagvöxtur í Asíu, eru
t.a.m. orsakavaldur að hækk-
andi olíuverði í heiminum. „Á
meðan gamli heimurinn er að
gefa eftir þá er Asía að taka
við,“ segir Hermann Guðmunds-
son. Batinn í hagkerfi Banda-
ríkjanna sé fremur lítill og hæg-
ur í bland við erfitt ástand í
Evrópu, slíkt valdi mönnum
áhyggjum sem leiði af sér
aukna óvissu á mörkuðum, seg-
ir Hermann.
Hægur bati
AUKIN EFTIRSPURN