Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 3
M-ið, m.siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja Meira Ísland B arcode Scanner SAMSUNG GALAXY S 79.900 kr. SAMSUNG GALAXY S II 109.900 kr. Ómissandi ferðafélagi Hafðu með þér frábæran síma á ferðum þínum um landið í sumar og gerðu hverja stund að algjöru ævintýri. Hvort sem þú ferð í fjallgöngu, útilegu, veiði eða golf þá er rétti síminn ómissandi ferðafélagi. Upplifðu meira Ísland með Símanum! 6.953 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 9.453 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN Stærsta 3G net landsins FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Ég hélt að það væri allt að hrynja inni hjá mér þegar þetta gerðist,“ segir Jóhanna Bjarn- þórsdóttir, íbúi í Heiðarbrún í Bolungarvík. Hún var heima hjá sér í gær þegar grjóti rigndi yfir hús í fjórum götum vegna sprengingar í efnisnámu Ósafls í hlíð Traðarhyrnu. Efnið er ætlað í gerð snjóflóðavarna fyrir bæinn. Jóhanna segir að hraðinn á grjótinu hafi ver- ið mikill. Steinar á borð við golfkúlur gerðu göt á nýtt bárujárn á þakinu og hnefastórir steinar boruðust langt ofan í grassvörðinn í garðinum. Afleiðingarnar voru svipaðar á mörgum öðrum lóðum. Sums staðar var grjótið þó mun stærra, allt upp í 15 kíló að sögn annars viðmælanda. Sá sagði að þetta hefði verið líkast því að eld- gos væri hafið. Sjónarvottar sögðu grjótið hafa flogið í 200 til 300 metra hæð áður en það kom aftur niður, nánast lóðrétt. Magnið var líka gríðarmikið, svo mikil mildi þykir að ekki hlaust mannskaði af. Enginn slasaðist vegna þessa, enda flestir að heiman þegar þetta gerðist, um miðjan dag. „Það er mikil heppni að enginn hafi verið úti þegar þetta gerðist,“ segir Jóhanna Bjarnþórsdóttir. Að sögn varðstjóra hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Vestfjörðum urðu tólf eða þrettán hús fyrir drífunni. Rúður brotnuðu í að minnsta kosti tveimur húsum og klæðningar fóru illa. Vinnueftirlitið mun kanna tildrög óhappsins en að sögn lögreglu var sprengju- sérfræðingurinn með öll tilskilin leyfi og reyndur í slíkum störfum. Þetta er fjórtánda skiptið sem sprengt er í námunni og hefur svip- að verklag verið notað. Ekki voru notaðar mottur til að hefta efnið í gær, en þær hafa raunar ekki heldur verið notaðar í hin þrettán skiptin, en þá hefur allt gengið vel. „Við hörmum þetta óhapp og þykir þetta mjög leiðinlegt. Við erum búnir að fara yfir verklagið og hvernig við munum vinna í fram- tíðinni. Við munum ganga í þau hús þar sem skemmdir urðu, heilsa upp á fólk, hreinsa til í görðunum og um skemmdir á húsum vísum við á tryggingafélagið okkar, sem er VÍS,“ segir Leó Jónsson, verkfræðingur hjá Ósafli. Hann segir allt hafa gengið vel í hin þrettán skiptin sem sprengt hefur verið. Öryggið á oddinn eftir þetta Leó segir það viðtekið verklag að nota ekki mottur þegar sprengdar eru svona sneiðar út úr hlíð. Þær séu notaðar þegar efni sé sprengt upp á við, til dæmis þegar skurðir eru sprengd- ir. Hann segir þó að þar sem þetta hafi gerst einu sinni geti það gerst aftur. Því verði ekkert sprengt meira fyrr en búið er að útvega mottur til að hylja allt svæðið. Þar að auki verði bor- munstri sprengiefnisins breytt. Fram til þessa hafa fjórar raðir af sprengi- efni verið boraðar inn í bergið með 2,5 metra millibili og svo sprengdar fjórar sneiðar úr í röð. Sú ysta fyrst og sú innsta síðast. Í gær hafi orðið fyrirstaða í ystu sneiðinni og hún ekki gefið eftir. Þá var engin leið fyrir innri sneiðarnar nema upp og þess vegna fór efnið upp í loft en ekki til hliðar. Elías Jónatansson bæjarstjóri sagði eftir fund bæjartæknifræðings með Ósaflsmönnum í gærkvöldi að skýring- ar þeirra væru trúverðugar og ekki verði annað séð en að þeir hafi ráð til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Hann er ánægður með við- brögð Ósafls við óhappinu. „Það er greinilegt að fyrirtækið ætlar sér að taka mjög fast á þessu máli og afgreiða það eins vel og hægt er. Ég finn mikinn vilja til að vanda sig og gera þetta vel.“ Elías telur því að hagsmuna íbúa og húseigenda á svæðinu verði gætt í framhaldinu. Grjótregn í íbúðahverfinu  Starfsmenn Ósafls munu ganga í hús, hreinsa lóðir og tryggingafélag verktakans taka á skemmdum  Íbúi í Heiðarbrún hélt að húsið væri að hrynja þegar hnefastórir hnullungar sprengdu göt á þakið Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Hnullungur Þessi steinn lenti á einu húsanna. Margir mun stærri lentu í görðum og á húsum. FRÉTTIR 3Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 „Ég var búin að vera þarna áður með fleira fólki, að skynja náttúruverur sem voru ekki glaðar með rask á jörðinni; að ekki hefði verið beðið um að þær flyttu sig. Þær voru leiðar yfir því, það var okkar skynjun. Mig langaði mikið til þess að þarna yrði beðist afsökunar,“ segir Vigdís Kristín Steinþórsdóttir. Hún kveðst geta skynjað skilaboð frá huldufólki. Hún var fyrir vestan í vikunni að halda Kærleiks- daga á Núpi í Dýrafirði. Við Óshlíð hafi hún og tvö önnur skynjað ósætti álfa vegna Óshlíðarganga. „Ég fékk prestinn í Bolungarvík og tvo menn frá Ósafli til að koma,“ seg- ir hún. Óskað hafi verið eftir fulltrú- um bæjarstjórnarinnar, en þeir hafi ekki komið. Vigdís segist vonsvikin yfir því. Segir hún að við athöfnina hafi hún og önnur skyggn kona heyrt þyt í fjallinu og svo hafi grjót hrunið þar. Það hafi þær túlkað sem samþykki. Eftir slysið í gær sé hún hugsi hvort þær hafi rangtúlkað skilaboðin. Agnes Sigurðardóttir sóknar- prestur staðfestir að hafa farið með bæn við athöfnina í fyrradag, sem fram fór í Ósvör. Báðu álfa afsök- unar í fyrradag HULDUFÓLK ÓSÁTT VIÐ RASKIÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.