Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. mann við því að hlusta á veðurspána núna því það á að vera tveggja stiga frost og snjókoma hérna. Við erum ekki í hremmingum þannig séð, en maður verður ósköp þunglyndur af þessu.“ Að Arndísarstöðum í Bárðardal er svipaða sögu að segja af sprettuni. Þar hefur fé þó verið sett upp á heiði en kýr eru enn á húsi á fullum fóðr- um. „Það er ekkert fyrir þær að bíta, en við ætlum nú samt að sleppa þeim aðeins svo þær fái að fara eitthvað út,“ segir Þuríður Sveinsdóttir bóndi. „Við erum samt heppnari en sumir því við fengum nóg af heyi í fyrra, en við eigum ekki hey handa þeim í margar vikur í viðbót.“ Síðastliðin ár hefur korn verið ræktað á Arndísarstöðum og gengið vel en Þuríður segir að nú hreyfist það lítið og óvíst með uppskeruna. Í Eyjafirði hófst sláttur á sumum bæjum um 20. júní og um svipað leyti var byrjað að sleppa fé. Að sögn Birgis á Gullbrekku eru þessi verk nú um 10-14 dögum seinna en venjulega. „Þetta er ekki mikið sem menn eru að slá, þeir eru að taka ein- hverja toppa sem komnir eru á undan, snemm- sprottnar nýræktir,“ segir Birgir. Hann segir þó of snemmt að segja til um áhrif þessa tíðarfars á haustið og veturinn. „Menn tala um að heyfengur verði lítill. Það fer allt eftir því hvað menn bíða það lengi af sér að byrja að heyja og auðvitað dregst seinni sláttur og verður lítill sem enginn ef ekki fer að hlýna og koma væta. Þetta verður allt að haldast í hendur, bara eins og blómin í stofunni.“ Það haustaði snemma hjá bændum þetta vorið  Herðir að í óvenjulegu tíðarfari  „Maður verður ósköp þunglyndur af þessu“ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kuldi Sauðfé gefið í skjóli við Heiðarbót í Reykjahverfi í gærkvöldi. Fé kemst ekki á afrétt fyrir snjó og gróðurleysi og mjög hefur gengið á hey . Þá eru bændur svartsýnir á heyskap í sumar. FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Bændur eru ýmsu vanir en fólki bregður auðvitað við að fá svona þegar það er orðið góðu vant. Það þýðir samt ekkert annað en að draga lífsandann í takt við tíðarfarið, þessu verður ekki breytt,“ segir Birgir H. Arason, bóndi á Gullbrekku og formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði. Þrálát kuldatíð það sem af er sumri hefur gert bændum víða um land erfitt fyrir, einkum norðan- lands og austan. Vegna lítillar sprettu og kals í tún- um hefur þurft að halda skepnum á hálfu eða fullu fóðri sem útheimtir mikla vinnu. Einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það svo að það „haustaði snemma í vor“, því enda þótt sumarsólstöður séu liðnar og daginn aftur tekið að stytta gætir enn næturfrosts í sumum sveitum. Því hafa tún sem komu illa undan vetri haft lítið færi á að ná sér á strik. Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtakanna, segir mjög strembið fyrir bændur að takast á við þetta. Ástandið sé alvarlegt norðan- og austanlands, en aðstæður jafnframt erfiðar annars staðar á landinu líka. „Þetta tíðarfar er óvenjulegt og teygir sig alveg suður í Borgarfjörð. Það herðir að, en annars eru bændur mjög magnaðir í því að bregðast við í svona árferði. Þetta er óvenjulegt, en þetta er ekki óþekkt. Svo framarlega sem við fáum ekki snjókomu aftur.“ Óar við spá um snjókomu og frost Að sögn Haralds kemur betur í ljós um miðjan júlí hvort stórtjón hefur orðið og til hvaða ráðstaf- ana verður hægt að grípa. Búast megi við því að bændur sem þurfi bætur úr Bjargráðasjóði verði ívið fleiri en venjulega. „Við vitum að það verður minni heyfengur og örugglega verða lömbin eitt- hvað léttari líka, það er alveg ljóst. Þetta er óvenju- mikið en Bjargráðasjóður er til þess að taka á svona tjónum og hefur ágæta burði til þess.“ Greina mátti þreytu hjá þeim bændum sem Morgunblaðið ræddi við enda hefur tíðin gert vinnu þeirra margfalt erfiðari. „Að vissu leyti finnst manni maður ennþá vera í sauðburðarstörfunum, við erum enn að gefa fénu,“ segir Hildur Stefáns- dóttir, bóndi á Holti í Þistilfirði. Lítill gróður er í úthaga og fé í öllum tún- um ennþá að sögn Hildar. „Við er- um búin að sleppa einhverjum út fyrir en þær hanga bara í gróður- vinjum því fjalldrapi er ekki far- inn að springa út nema bara rétt hérna heim undir byggð.“ Hildur segir þau í raun vera í biðstöðu í von um betri tíð. „En svo óar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þegar við komum í Breiðafjörðinn, tók steininn úr,“ segir Erpur Snær Hansen líffræðingur. Hann segir að ljóst sé að þar er um algert hrun að ræða, líkt og gerst hefur á Faxa- flóa. Erpur hefur undanfarnar vik- ur kannað ástand lundavarps um landið ásamt Marinó Sigursteins- syni og tveimur breskum sjálf- boðaliðum. Lundavarp telst vera í góðu lagi í Grímsey, Drangey, Lundey á Skjálfanda, Vigur í Ísa- fjarðardjúpi og í Grímsey á Stein- grímsfirði. Við athugun á lundavarpi í Breiðafirði kom í ljós að einungis var að finna fjögur egg í 40 lunda- holum í Elliðaey. Þar af voru þrjú þeirra orðin köld og má því segja að einungis hafi verið um að ræða eitt egg. „Það er eins og 90 prósent þeirra hafi ákveðið að slaufa þessu, það er mjög dapurt um að líta hér,“ segir Erpur og bendir á að ljóst sé að sílaskortur sé víðar en við strendur Vestmannaeyja. „Þetta er að versna, það er það sem er að gerast. Sílaskorturinn er að breiðast út. Það er eins og ástandið nú sé mun verra en það var í síðasta hlýindaskeiði á árunum 1930 til 1960. Það hefur ekki hrunið svona rosalega áður,“ segir Erpur. Misgott ástand varplendna Lundavarp er að sögn Erps í ágætu standi fyrir norðan sökum þess að fuglinn kemst þar í loðnu. „Heildarmyndin á landinu er óþekkt fyrir austan eins og er. Við búumst þó við að það verði slæmt þar. Faxaflói og Breiðafjörður er við núllið. Við eigum eftir að skoða Ingólfshöfða og Papey, sem klikk- uðu alveg í fyrra, og við reiknum með að það gerist aftur,“ segir Erp- ur. Útlitið sé mjög slæmt í Vest- mannaeyjum og svo virðist sem lundinn ætli ekkert að verpa þar. Erpur bendir á að 25 prósent af lífmassa sjófugla í Norður- Atlantshafi halda sig hér á landi. „Fólk kveikir kannski ekki alveg á perunni, fjórði hver fugl á Íslandi er lundi.“ Hópurinn er lagður af stað austur á land og stefnan sett á Borgarfjörð eystri. Því næst er áformað að kanna varp við Ingólfs- höfða en Erpur segist vonlítill um góða útkomu þar. „Ég reikna með að það sé allt í steik þar. Það passar þá við þessa mynd sem er að koma í ljós.“ Aðeins einn lundi á eggi í Elliðaey Morgunblaðið/Eggert Hrun Lundavörp hafa víðsvegar um landið brugðist. Við athuganir hefur komið í ljós að vörp við Faxaflóa og Breiðafjörð standa einna verst.  Í Breiðafirði er um að ræða algert hrun í lundavarpi  Líffræðingur segist vonlítill um góða útkomu varplendna á Ingólfshöfða og í Papey  Sílaskortur er útbreiddara vandamál en talið var í fyrstu Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af kuldatíðinni fremur en bændur. „Þetta er ekki nema svipur hjá sjón, maður sér bara miklu, miklu minna af ferðafólki,“ segir Einar Sigurðsson hjá Arctic Travel. „Við erum orðin ansi leið á þessu. Ég var nú með hóp af fólki á hestum í gær hér uppi á heiðum og ég man ekki eftir því að hafa séð svona lítinn gróður á þessum tíma í 20 ár að minnsta kosti,“ segir Einar. Almennt virðist sem erlendir ferðamenn láti veðrið ekki aftra sér, en ekkert sést hins vegar til ís- lenskra ferðamanna, sem láta veðrið oft ráða og elta sólina. „Við höfum ekki séð mikla sól og varla komið sumar ennþá,“ segir Anna Gunnarsdóttir hjá Gljúfra- stofu í Ásbyrgi. Nýting tjaldstæða þar fylgir mjög sólinni að sögn Önnu, og kuldatíðin hefur ekki verið mjög vænleg til útilegu. „Það er búið að vera mjög kalt og snjóaði, það var allt hvítt hérna eitt miðnættið í kringum 10. júní.“ Heimamenn úlpuklæddir Á gestastofunni hafa aðsóknar- tölur hins vegar aðeins lækkað lítil- lega miðað við sama tíma í fyrra. „Við sjáum breytingar á gestakom- um en ekkert rosalegar. Það eru færri en í fyrra en samt er margt er- lent ferðafólk sem kemur og er bara mjög ánægt þó það sé kalt.“ Erlingur Thoroddsen hjá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn segir að herbergi hjá honum séu bókuð með löngum fyrirvara og þeir ferðamenn skili sér allir. Hins vegar sé miklu minni lausaumferð og lítið líf á göt- unum, utan heimamanna „og þeir eru bara úlpuklæddir“. Annars seg- ist Erlingi helst fljúga í hug vísa sem hagyrðingurinn Egill Jónasson á Húsavík kvað eitt sinn á hörðu vori: Fénaðurinn fer úr hor - fölna strá og brotna greinar. Þakki drottni þetta vor, þeir sem skilja hvað hann meinar. Ferðamenn tregari til að láta sjá sig þegar sólina vantar Morgunblaðið/RAX Dettifoss Erlendir ferðamenn. Kalskemmdir eru víða miklar í túnum norðan- og austanlands og úthagi auk þess seinn til að gróa. Bændur eru víða orðnir heylitlir enda hefur gjafatími dregist á landinn. Slætti hefur seinkað um allt að tvær vikur og ekki útlit fyr- ir góðan heyfeng. Á mörgum túnum hefur reynst erfitt að laga skemmdir vegna bleytu, en þó kemur fram á vef Búgarðs, ráðgjafarþjónustu í land- búnaði á Norðausturlandi, að mörg hundruð hektarar af túnum hafi verið unnir upp og sáð í þá. Bændur eru hvattir til að nýta allar slægjur og dæmi eru um að fyrningum sé miðlað á milli bæja. Að sögn Har- alds Benediktssonar hefur það alltaf bjargast þar sem hey fer að skorta. Þótt útlit sé fyrir áframhaldandi kulda allra næstu daga er þó enn ekki útséð um að vöxtur taki við sér ef tíðin skánar. Mikið kal í túnum og lítið eftir af heyi BASL HJÁ BÆNDUM Í KULDATÍÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.