Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Rafhitun Varmadælur loft/loft, loft/vatn Til upphitunar húsa og fyrir potta Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði • s. 565 3265 • fax 565 3260 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is Allt til rafhitunar FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,8% fyrir árið 2012. Heildarverðmætið verður tæplega 4.400 milljarðar króna. Heildarmat íbúðarhúsnæðis á öllu landinu hækk- ar jafnframt um 9% og verður tæp- lega 2.900 milljarðar króna. Þjóð- skrá Íslands birti í gær fasteigna- matið fyrir árið 2012 sem miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2011 og er nú ennfremur í fyrsta skipti birt á vefnum. Breytingar á fasteignamatinu eru mjög mismunandi milli landsvæða og jafnframt getur verið blæbrigða- munur innan sömu hverfa. Heildarfasteignamat á höfuðborg- arsvæðinu hækkar um 6,3% og mesta hækkunin á landinu er á Norðurlandi vestra, 11,9%, en minnsta hækkunin er á Austurlandi, 2,8%. Fasteignamatið í öðrum lands- hlutum er jafnframt eftirfarandi: Á Suðurnesjum hækkar það um 4,3%, Vesturlandi um 9,6%, Vestfjörðum um 9,9%, Norðurlandi eystra um 9,4% og Suðurlandi um 9,9%. Fasteignaverð í grónum íbúða- hverfum Reykjavíkur hækkar jafn- framt umfram meðaltal á höfuðborg- arsvæðinu. Mest hækkar það í Vesturbænum vestan við Bræðra- borgarstíg um 14,9% og í Hlíðunum um 9,4%. Þorsteinn Arnalds, aðstoð- arframkvæmdastjóri mats- og hag- sviðs Þjóðskrár, benti jafnframt á við kynningu fasteignamatsins í gær að matið hækkaði minna á „þenslu- svæðum“ á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á við um hverfi þar sem mikið er af hálfbyggðum húsum og óseld- um eignum eftir efnahagshrunið árið 2008, til dæmis í Úlfarsárdal, þar sem matið hækkar um 5,4% og í Kórahverfinu í Kópavogi sem hækk- ar um 4,2%. Í Akrahverfinu í Garða- bæ lækkar fasteignamatið jafnframt um 0,2%. Fasteignamat íbúðarhúsa á jörð- um og öðru íbúðarhúsnæði í dreifbýli breytist að jafnaði mun meira en mat á öðrum eignum árið 2012. Það staf- ar aðallega af þeirri ástæðu að að- ferðir við mat á þessum eignum voru verulega endurbættar fyrir þetta nýjasta mat. Matsreglur fyrir allt landið hafa nú verið endurskoðaðar í samræmi við lögin sem tóku gildi ár- ið 2009 um fasteignamat. Af þessum sökum er hlutfallsleg hækkun á fast- eignamati íbúðarhúsnæðis mun meiri í sveitarfélögum í dreifbýli en mörgum öðrum. Lýsandi dæmi fyrir þessa þróun eru Helgafellssveit, þar sem fasteignamat hækkar um 72,6%, Ásahreppur, sem hækkar um 47%, og Húnavatnshreppur og Súðavíkur- hreppur sem hækka um 28,6% og 21,1%. Bætt og betri vinnubrögð Fasteignamarkaður hefur jafn- framt tekið við sér í ár eftir að hafa bókstaflega gufað upp í kjölfar efna- hagshrunsins. 800 kaupsamningar voru gerðir á fyrsta ársfjórðungi árið 2009, 1.000 á sama tímabili árið 2010 og 1.300 á fyrsta ársfjórðungi árið 2011. „Það er ljóst að breytingin milli ára er mjög mismunandi milli sveit- arfélaga og jafnframt eftir eignum. Þar sem nú er komin sú regla á að birta matið svona snemma hafa sveitarfélögin nægan tíma til að íhuga það vel hvort þau vilja breyta álagningargrundvöllum eða ekki,“ segir Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hann segir mjög mikilvægt að sveitarfélögum gefist nú lengri tími til viðbragða en áður. „Hér áður fyrr kom matið fram þegar sveitarfélög áttu að vera búin að ljúka sinni áætl- unargerð. Þetta eru mjög bætt og breytt vinnubrögð.“ Heildarmat hækkar um 6,8%  Heildarverðmæti fasteigna á Íslandi verður 4.400 milljarðar árið 2012  Breyt- ingar mjög misjafnar milli landsvæða  Framkvæmdastjóri SÍS lofar vinnubrögð Fasteignamat » Við endurreikning fast- eignamats er tekið mið af verðþróun einstakra eigna. Mismunandi verðþróun getur helgast af fjölmörgum þáttum, t.d. staðsetningu eignar og margvíslegum eiginleikum hennar. » Við endurmatið árið 2009 var nokkur fjöldi íbúðareigna áfram metinn samkvæmt matsaðferð frá árinu 2001. Þetta mat hefur nú verið leið- rétt og það leiðir til þess að fasteignamat í ýmsum sveitar- félögum í dreifbýli hækkar óvenjulega mikið. Dæmi um breytingar í einstökum sveitarfélögum Dæmi um breytingar íbúðarmats á höfuðborgarsvæði Stykkishólmur +23,6% Stykkishólmur +23,6% Rangárþing Eystra +17,2% Hveragerði +2,7%Vogar +1,1% Skagafjörður +12,1% Akureyri +8,5% Fljótsdalshérað +2,9% Vesturbær, vestan Bræðraborgarstígs +14,9% Hlíðar +9,4% Bryggjuhverfi +3,6% Grafarvogur (Hamrar, Foldir, Hús) +7,9% Úlfarsárdalur +4,5% Ártúnsholt/Höfðar +13,9% Neðra-Breiðholt +3,9% Kópavogur - Vesturbær +10,4% Kópavogur - Kórar +4,2%Garðabær - Akrahverfi –0,2% Hafnarfjörður +7,9% Meðaltal á höfuðborgarsvæðinu +8,9% Heimild: Þjóðskrá Íslands Morgunblaðið/Ómar Hús Víða á höfuðborgarsvæðinu standa mörg hálfkláruð mannvirki frá uppsveiflutímanum. Þau lækka fasteignamat hverfanna sem þau standa í. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrradag rúmlega tvítug- an mann eftir að skotvopn fannst við húsleit í Hafnarfirði. Við hús- leitina fannst heimagerð byssa og 22 kalíbera skotfæri, ásamt lít- ilræði af fíkniefnum. Fram kemur í tilkynningu að lög- reglan telji hugsanlegt að skot- vopnið hafi verið notað til að vinna skemmdarverk á ökutæki á Sel- tjarnarnesi í síðustu viku. Þá segir hún að á staðnum hafi einnig fund- ist gögn sem tengist ætluðum með- limum vélhjólahópsins Hells Ang- els. Sá sem var handtekinn er grunaður um að tengjast hópnum, segir á vef lögreglunnar. Heimagerð byssa fannst við húsleit Ljósmynd/Lögreglan Grjótkrabbi var merktur í fyrsta sinn í Hvalfirði í byrjun júní. Merk- ingarnar eru samstarfsverkefni nokkurra útgerðaraðila og rann- sóknastofnana til að átta sig á stofn- stærð. Grjótkrabbinn er ný tegund við Ís- land. Rannsóknir benda til þess að hann hafi borist hingað frá sínum náttúrulegu heimkynnum við aust- urströnd Norður-Ameríku með kjöl- festuvatni skipa. Hans varð fyrst vart í Hvalfirði árið 2006 og hefur fengist nokkuð víða við Vesturland síðan þá. Hann getur orðið nokkuð stór en hámarks-skjaldarbreidd karldýra er á mörgum svæðum talin vera um 14 cm og er krabbinn nytj- aður nokkuð í upprunalegum heim- kynnum sínum, að því er segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Notuð voru hefðbundin örvamerki en vandkvæði við merkingar á krabbadýrum eru að merkin duga yfirleitt ekki nema að næstu skel- skiptum. Því gefa merkingarnar ein- ungis upplýsingar um skamm- tímafar. Grjótkrabbi merktur í Hvalfirði Um 250 keppendur hafa skráð sig til leiks á fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir keppendur 50 ára og eldri. Fleiri munu bætast við því í sumar greinar er hægt að skrá sig á keppnisdegi. Mótið er haldið á Hvammstanga og hefst í dag. Keppt er í ýmsum greinum. Þátt- taka er mest í golfi, botsía og pútti. Keppt er í frjálsum íþróttum, sundi og hestaíþróttum, að ógleymdum starfsíþróttum sem skapa lands- mótum UMFÍ sérstöðu. Ungmennafélag Íslands heldur landsmót og unglingalandsmót. Nefnd sem stjórn Ungmennafélags Íslands og Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra stofnuðu lagði til að efnt yrði til þriðja landsmótsins, fyr- ir iðkendur íþrótta sem orðnir eru fimmtugir. Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga tók að sér að halda mótið með stuttum fyrirvara. „Það þarf mörg handtök en allir eru svo viljugir og jákvæðir að það hálfa væri nóg,“ segir Flemming Jessen verkefnisstjóri en í gær var verið að leggja lokahönd á undirbúning. helgi@mbl.is Flestir í golf, botsía og pútt Morgunblaðið/Eggert Golf Margir eldri borgarar stunda golf og hyggja á þátttöku í golfkeppninni á Hvammstanga. Myndin er frá unglingalandsmótinu í Borgarnesi í fyrra.  Fyrsta lands- mót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri á Hvammstanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.