Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 8
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Tíu laxar veiddust á opnunardaginn
í Grímsá í Borgarfirði á miðvikudag,
sem hlýtur að teljast gott þótt það
jafnist ekki á við fjörutíu laxa veisl-
una fyrsta veiðidaginn í fyrra.
Birgir Gunnlaugsson setti í fyrsta
laxinn, þar sem hann kastaði í Lax-
foss að sunnanverðu. Félagi hans
kastaði flugunni fyrstur, norðan við
fossinn undir Miðbergi, en reisti
ekki fisk þótt búið væri að sjá þar
nokkra. Þá kom Birgir sér fyrir á
fossbrúninni og kastaði fyrst léttri
flugu, án árangurs, en þegar hann
greip stöngina með sökkendanum
og hálftommu túpuflugu á, þá þurfti
ekki mörg köst. Lax hrifsaði flug-
una í hvítfyssinu og skömmu síðar
landaði Birgir 62 cm hæng. Hann
kastaði aftur og í fyrsta kasti tók
falleg 80 cm hrygna fluguna og var
gefið líf, eins og reglur í Grímsá
kveða á um en þar ber að sleppa
laxi yfir 69 cm.
Auk fimm fiska úr Laxfossi feng-
ust fiskar í Strengjum, Þingnes-
strengjum og Lambaklettsfljóti.
Mest tveggja ára laxar
Fyrsta holl sumarsins í Miðfjarð-
ará lauk veiðum um hádegi í gær
og var Rafn Valur Alfreðsson
leigutaki hæstánægður með út-
komuna.
„Við fengum þrjátíu laxa á
þessar sex stangir á tveimur
og hálfum degi, þetta var
rosalega flott,“ sagði hann
og bætti við að í gærmorgun
hefði fyrsti smálaxinn veiðst.
Fram að því höfðu allir fisk-
arnir verið 80 til 90 cm langir;
fallegir og vel haldnir stórlax-
ar. Laxar hafa veiðst í Vesturá,
Austurá og Miðfjarðaránni sjálfri.
„Ég fékk fisk í Kambsfossi í
Austurá í morgun en í Vesturá hafa
enn ekki veiðst fiskar ofan við Hlíð-
arfoss; Hlíðarfoss og Kerfoss gáfu
marga,“ sagði hann.
Það var kalt og hvasst í Miðfirð-
inum og ekki síður við Vatnsdalsá
en þar veiddi opnunarhollið 12 laxa,
80 til 90 cm langa. Hólakvörnin gaf
flesta en þrír fiskanna veiddust á
efra laxasvæðinu, í Forsetahyl,
Nónhyl og Efri-Ármótum, og er það
góðs viti fyrir framhaldið.
Fyrsti lax sumarsins í Mýrarkvísl
í Reykjahverfi veiddist á miðviku-
dag, 88 cm hængur. Laxárnar eru
opnaðar hver af annarri þessa dag-
ana, í dag meðal annars Víðidalsá
og Fitjá og Ytri-Rangá.
„Við fengum þrjátíu laxa –
þetta var rosalega flott“
Góð opnun í Miðfirði Tíu fyrsta daginn í Grímsá Tólf vænir úr Vatnsdalsá
Morgunblaðið/Einar Falur
Tog við fossinn Birgir Gunnlaugsson glímir við fyrsta lax sumarsins í Grímsá, en hann tók við Laxfoss.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
Der Spiegel hefur fram til þessaverið ákaft stuðningsblað Evr-
ópusambands og hugsjóna því
tengdra og nálgast stöðu RÚV hvað
það varðar. En síðustu misseri hef-
ur gætt þar meira
raunsæis og hrein-
skilnislegrar um-
ræðu. RÚV hefur
staðið sig betur og
lætur engan bilbug
á sér finna.
Síðasta stórfyrir-sögn hins alþjóðlega vefrits út-
gáfunnar er: Hvernig evrópska elít-
an týndi heilli kynslóð.
Feitletraði undirkaflinn er þessi:„Evrópusambandið er í mikl-
um erfiðleikum. Ekki aðeins er
sameiginlega myntin í molum og
mörg ríki svæðisins í fjárhags-
legum dauðateygjum heldur sjá
ungir Evrópubúar ekki lengur að
Evrópusambandið geti orðið þeim
til framdráttar. Milljónir þeirra
fylla strætin og krefjast framtíðar.“
En það eru ekki aðeins vormennEvrópu, unga kynslóðin, sem
efast. Einn helsti hugsuður ESB,
Jacques Delors, 85 ára gamall, hef-
ur áhyggjur af sameiginlegu mynt-
inni. En ekki aðeins það. Tíðarand-
inn hefur breyst að hans mati.
Delors segir að vandinn sé tví-þættur. Fyrri krísan snúi að
myntinni, en seinni krísan sé sýnu
alvarlegri: Hún snýst um tilgang.
Hann spyr sig: „Kæra Evrópubúar
– borgararnir og hin pólitíska elíta
þeirra – sig nokkuð lengur um
þetta sögulega verkefni um Evr-
ópusamband?“
Á Íslandi situr ríkisstjórn meðþað sem sitt heilagasta verk-
efni að ná um borð á þriðja farrými
hins evrópska Títanik áður en það
rekst á borgarísjakann.
Jacques Delors
Úr takti við
tíðarandann
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað
Vestmannaeyjar 10 skýjað
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Stokkhólmur 15 skúrir
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 16 skýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 18 léttskýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 23 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 30 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 21 skúrir
Chicago 21 alskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:57 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:11 23:49
„Opnunarhollið fyllti næstum fyrstu síðuna í veiðibókinni, veiddu rúm-
lega 20 laxa,“ sagði Jóhannes Oddsson veiðivörður í Langá á Mýrum í
gær. Þá voru bændur að safnast í hús, en þeir veiða nú tvær vaktir áður
en veiðihúsið verður formlega opnað.
Jóhannes sagði bara góðar fréttir vera af opnuninni, enda fallegt vatn
í ánni, Langavatn fullt, það boðar góða vatnsstöðu í sumar, og fiskur
þegar búinn að dreifa sér vel. „Við náðum að flytja stóra hrygnu í klak-
hús en meira en helmingur fiskanna sem veiddust reyndust tveggja ára
fiskar,“ sagði hann. Þar á meðal komu fjórir stórir á fjallsvæðinu svoköll-
uðu.
„Strengir eru ekki að gefa megnið af aflanum eins og stundum í opn-
un – þessi byrjun veit á gott.“
Lax stekkur í Skuggafoss í Langá.
„Þessi byrjun veit á gott“
GÓÐ BYRJUN Í LANGÁ OG LAXAR BÚNIR AÐ DREIFA SÉR