Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 9

Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Á fundi borgarstjórnar í Reykjavík 21. júní síðastliðinn þurfti að gera hlé á fundi eftir að Hanna Birna Krist- jánsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, krafðist þess að forseti borgarstjórn- ar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, ávítti Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Dag B. Egg- ertsson, formann borgarráðs og borgarfulltrúa fyrir Samfylkinguna, vegna brota á 6. gr. siðareglna kjör- inna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Las minnispunkta úr dagbók Á fundi borgarstjórnar voru til umræðu breytingartillögur þar sem deilt var um aðkomu meiri- og minni- hluta í borgarstjórn að tillögum. Í umræðunni var meirihlutinn gagn- rýndur fyrir að vinna ekki tillögurn- ar í meira samráði við minnihlutann. Fyrir hönd meirihlutans svaraði Dagur B. Eggertsson gagnrýninni svo að minnihlutinn hefði sagt sig frá störfum úr stjórnkerfisnefnd. Krafð- ist minnihlutinn þá gagna sem studdu þessa staðhæfingu. „Ég fór í ræðustól og sagði að ég hefði engin formleg gögn en á sameiginlegum fundi stjórnkerfisnefndar og borgar- ráðs hefði ég tekið niður minnis- punkta í eigin dagbók þar sem fram kom orðrétt hvað borgarfulltrúar sögðu. Með því að lesa það upp braut ég siðareglur,“ segir Björk Vilhelms- dóttir um fundinn. Dagur B. Eggertsson á hins vegar að hafa brotið siðareglur með því að vitna í minnispunkta starfsmanns. Augljóst brot á reglum 6. gr. umræddra siðareglna kveð- ur á um trúnaðarskyldu kjörinna fulltrúa. Þar segir meðal annars að kjörnir fulltrúar skuli virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráð- um Reykjavíkurborgar. „Það var augljóst í þessu tilviki að um væri að ræða brot á siðareglun- um sem og samþykktum borgar- stjórnar. Ég vakti athygli forseta á því,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir. „Ef borgarfulltrúar fylgja ekki þessum reglum er það forseta að úrskurða hvernig brugðist skuli við því. Rétt er að taka fram að eng- inn ágreiningur var um hvort regl- urnar hefðu verið brotnar eða ekki,“ segir Hanna Birna. Hún segist vona að borgarfulltrúar séu meðvitaðir um siðareglurnar en allir fulltrúar undirgangast þær með undirskrift. Björk segist ekki hafa ætlað brjóta reglurnar á vísvitandi hátt en segir að umræðan hafi verið orðin hörð og henni hafi þótt ástæða til að styðjast við umrædd gögn. „Mér finnst þessi ágreiningur kalla á end- urskoðun á reglunum. Það er alvar- legt þegar hægt er að segja eitt á lok- uðum vettvangi en svo allt annað á opinberum vettvangi,“ segir Björk. Hún leggur áherslu á að mikilvægt sé að fólk geti tjáð skoðanir sínar frjálst á lokuðum fundum en ekki megi nýta sér slíkan trúnað í póli- tískan leik, líkt og hún upplifði. Forseti borgarstjórnar ákvað í kjölfar fundarhlés að ávíta ekki borgarfulltrúa. „Málin voru leyst á lokuðum fundi forsætisnefndar í sátt og samlyndi. Ég áminnti borgarfull- trúa að gæta orða sinna þegar fund- ur hófst á ný,“ segir Elsa Hrafnhild- ur Yeoman, forseti borgarstjórnar. Hún telur siðareglurnar mikilvægar og að þær beri að virða en ekki sé þörf á að breyta reglunum. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar. Siðareglur brotnar í harðri umræðu  Trúnaður skal ríkja um það sem fram fer á lokuðum fundi Morgunblaðið/Ernir Borgarstjórn Á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur 21. júní kom fram krafa um að borgarfulltrúar yrðu ávíttir fyrir brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Siðareglur » Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg voru sam- þykktar á síðasta kjörtímabili. » Allir kjörnir fulltrúar undir- gangast siðareglur með undir- skrift sinni og lýsa þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi. Ljósmynd/Hávarður Tryggvason Hávarður Tryggvason ætlar að hjóla hring um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða, tæplega 700 km vegalengd, til styrktar Grensásdeild og átak- inu „Á rás fyrir Grensás.“ Hann lagði af stað frá Ísafirði á miðvikudag og hefur ferðin gengið vel. „Ég tileinka ferðina frænda mínum, Kristjáni Pét- urssyni, en hann lamaðist ungur,“ segir Hávarður en hægt er að fylgjast með leiðinni á www.depill.is/grensas. Upplýsingar um reikning átaksins eru á www.grensas.is. Hjólar hring um Vestfirði Átak Hávarður hjólar hring um Vestfirði til styrktar Grensásdeild. Stutterma- bolir Fleiri gerðir og litir Sendum í póstkröf u Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán-fös 12-18 og laugd 12-17 S O H O M A R K E T FULL BÚÐ AF NÝJUM SUMARVÖRUM BLÚNDU AÐHALDSTOPPAR 3.450 kr. Blúnda að framan og aftan. Litir: svart og húðlitur Stærðir: S–XXL SÍÐ AÐHALDSSAMFELLA 5.990 kr. Til í svörtu, hvítu og húðlit. Opin skrefbót. Blúndulíning á skálmum. Stærðir: S/M, L/XL, 1X/2X vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Útsalan hefst í dag Sjósetning lítils kafbáts fór fram í gærmorgun um tíu sjómílur suður af Grindavík. Báturinn mun á næstu fimm mánuðum sigla rúm- lega fjögur þúsund kílómetra leið til Kanaríeyja. Tilgangurinn er að mæla ýmsa eiginleika hafsins á leiðinni eins og seltu og hitastig sem nýtast mun við hafrannsóknir. Vísindamennirnir sem standa að verkefninu eru staddir hér á landi á vegum fyrirtækisins Teledyne Gavia í Kópavogi sem er syst- urfyrirtæki Teledyne Webb í Bandaríkjunum sem framleiddi kafbátinn. Að sögn Arnars Stein- grímssonar, sölu- og markaðs- stjóra Teledyne Gavia, mun kaf- báturinn koma upp á yfirborðið á u.þ.b. átta klukkustunda fresti og hafa samband við þá sem að verk- efninu standa og gefa upp stað- setningu sína. Þá gefist einnig tækifæri til þess að breyta stefnu hans ef þörf krefur, t.d. vegna óheppilegra hafstrauma. Afar sparneytinn Aðspurður segir Arnar að kaf- báturinn, sem nefnist Webb Gli- der, sé knúinn af rafhlöðu og sé afar sparneytinn á þá orku. Hann vegur um 40 kíló og er gerður úr léttum en sterkum efnum. Þess má geta að kafbáturinn fór árið 2010 frá New Jersey í Banda- ríkjunum og til Spánar í hlið- stæðum tilgangi og tók sú ferð sjö mánuði. Kafbátur til Kanarí- eyja á 5 mánuðum  Aflar upplýsinga um seltu og hita Ljósmynd/ Teledyne Gavia Langferð Kafbáturinn sjósettur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.