Morgunblaðið - 24.06.2011, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
Með trega sest
ég niður og rita niður örfá orð
til að minnast frænda míns sem
nú er horfinn yfir móðuna miklu
eftir stutt og erfið veikindi.
Minningarnar um mætan mann
eru margar og skemmtilegar
sem eiga eftir að hlýja manni
um hjartarætur um ókomna tíð.
Garðar var glaðvær, skemmti-
legur og hjartahlýr maður sem
ávallt var gott að sækja heim.
Garðar var yngstur af fjórum
bræðrum og í gegnum tíðina
hafa margar góðar og skemmti-
legar sögur verið sagðar af
þeim bræðrum; augljóst var að
þeir voru grallarar miklir, og
ein af mínum uppáhaldssögum
var sagan af Stínu ráðskonu.
Stína var ráðskona á heimili
þeirra bræðra en ekki svo vin-
sæl svo vægt sé til orða tekið en
einn morguninn þegar móðir
þeirra kemur fram voru þeir
bræður með mynd af Stínu og
handsnúna hakkavél. Þegar
þeir voru spurðir hvað þeir
væru að gera var svarið, við er-
Garðar Karlsson
✝ Garðar Karls-son fæddist í
Reykjavík 25. nóv-
ember 1942. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 8. júní 2011.
Útför Garðars
fór fram frá Há-
teigskirkju 20. júní
2011.
um að hakka hana
Stínu. Já, þeir
bræður fundu sér
ávallt eitthvað
skemmtilegt til
dundurs og létu sér
aldrei leiðast.
Garðar var afar
stoltur af sínum
nánustu og naut
þess að upplýsa
okkur hin um okk-
ar hag og afrek,
þannig hefur maður náð að
fylgjast vel með þeim sem mað-
ur hittir sjaldan. Hann hafði
einstaka ánægju af veislum,
einkum ef hann gat hitt ætt-
ingja í leiðinni, líkt og bræður
hans, og að veislu lokinni þegar
komið var að kveðjustund þá
var farið yfir hvenær næsta
mögulega veisla yrði. Ekki var
það einungis að honum þótti svo
gott að borða heldur vegna þess
að hann hafði einnig mikinn
áhuga á að fylgjast vel með
þeim ættingjum sem hann hitti
sjaldnar, sérstaklega þeim sem
ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.
Garðar var flugvirki og mikill
tónlistarmaður og í gegnum tíð-
ina hefur hann spilað með all-
nokkrum hljómsveitum. Það var
mikil upplifun fyrir litla frænku
að eiga svo „frægan“ frænda
sem spilaði í hljómsveitum. Það
var því gríðarleg spenna þegar
til stóð að frændi minn og fjöl-
skylda komu í heimsókn vestur
í Ólafsvík, á árum áður, ekki
bara vegna þess að hann var
„frægur“ hljómsveitargaur
heldur líka vegna þess að hann
hefur ávallt, líkt og hans bræð-
ur, verið með svo góða nærveru
og því einstaklega gott að vera í
kringum hann. Um tíma spilaði
hann einn á skemmtara og söng
á skemmtunum. Þegar ég og
mín fölskylda bjuggum vestur á
fjörðum, kom Garðar eina helgi
og spilaði á bæjarpöbbnum.
Hann notaði tækifærið og heim-
sótti frænku sína í leiðinni, mik-
ið þótti mér vænt um það. Garð-
ars verður sárt saknað en
minningin um þennan öðling
mun lifa um ókomna tíð.
Elsku Þura, Viðar, Agnes,
Jón, Rannveig og fjölskyldur,
ég bið Guð að gefa ykkur styrk
á þessari erfiðu stundu og í
framtíðinni.
Helga Karlsdóttir og
fjölskylda.
Það er ýmislegt sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
Garðars afa míns, en það sem
helst stendur upp úr er nafnið
mitt. Nafn mitt er einnig Garð-
ar en foreldrar mínir nefndu
mig eftir honum. Vegna þess
mun hann alltaf eiga sérstakan
stað í hjarta mínu, aðskilinn frá
öllum öðrum. Á vissan hátt
finnst mér það vera skylda mín
að lifa mínu lífi fyrir hann og
gera hann eins stoltan af mér
og mögulegt er. Það er nánast
eins og að sál hans hafi flætt
inn í hjarta mitt og sagt mér að
ég þurfi að halda minningu hans
á lofti og heiðra afa minn.
Afi minn var einn af yndileg-
ustu, bestu, fyndnustu og ein-
lægustu mönnum sem ég hef
hitt. Mín uppáhalds minning
sem minnir mig á kímnigáfu
hans var fyrir u.þ.b. tíu árum
þegar ég var í heimsókn á Ís-
landi. Við vorum á leiðinni heim
til afa og ömmu, við vorum að
koma úr útilegu og stoppuðum í
sjoppu svo að fólk gæti farið á
klósettið. Þegar ég og afi löbb-
uðum inn sagði afi: „Hvað er
þetta kallað á ensku? Taking a
leak, right?“ Af einhverjum
ástæðum hefur þessi minning
fest sig í huga mér, kannski af
því að mér fannst mjög fyndið
að heyra þessa amerísku slettu
koma frá honum.
Síðasta skiptið sem ég sá afa
minn var þegar hann og aðrir
úr fjölskyldunni komu hingað
til Seattle til að vera viðstödd
útskriftina mína í júní 2010.
Það gerði mig mjög hamingju-
saman að afi gat komið til
Seattle til þess að deila þessari
sérstöku stund í mínu lífi með
mér og mér þótti mjög vænt
um að fjölskyldan kom til þess
að sjá mig verða að manni. Ef
ég ætti að lýsa afa mínum
myndi ég segja að hann hafi
verið hreinn og beinn. Ég hef
aldrei kynnst manni sem var
meira ekta heldur en afi minn.
Ég elska afa minn með öllu
mínu hjarta og ætla að leggja
mig allan fram við að gera mitt
besta í lífinu til þess að heiðra
minningu hans.
Hvíldu í friði, Garðar afi, ég
elska þig af öllu hjarta.
Litli Garðar.
Elsku amma, þeg-
ar ég hugsa um þig þá er brosið
þitt það fyrsta sem ég sé fyrir
mér. Brosið þitt sem mætti mér
alltaf þegar ég kom í heimsókn til
ykkar afa. Og hvað þér fannst
gaman að dekra við mig. Þú send-
ir afa gjarnan inn í eldhús til að ná
í stóra skál af ís með nóg af súkku-
laðisósu. Síðan settist ég niður
með ykkur og sagði ykkur fréttir
af því sem var að gerast í lífi mínu
og þið hlustuðuð full áhuga. Þú
fylgdist vel með okkur barnabörn-
unum þínum.
Minningarnar eru margar um
þær stundir sem við höfum átt
saman, en þær sem eru mér kær-
Auður Jónsdóttir
✝ Auður Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 21. októ-
ber 1926. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 9. júní
2011.
Útför Auðar fór
fram frá Háteigs-
kirkju fimmtudag-
inn 23. júní 2011.
astar eru þegar við
öll fjölskyldan vor-
um saman. Þér þótti
svo skemmtilegt
þegar við vorum öll
saman á hátíðisdög-
um, í sumarhúsinu
eða bara svo lengi
sem við sátum öll
saman við matar-
borðið og töluðum
hvert í kapp við ann-
að og glatt var á
hjalla.
Þú lést mann trúa því að maður
gæti náð öllum sínum markmiðum
ef viljinn væri fyrir hendi. Að það
væri ekkert fjall of hátt til að klífa
það. Enda hefur ekkert okkar
hætt því verkefni sem við höfum
tekið að okkur. Hreinskilni, já-
kvætt hugarfar og heiðarleiki er
það sem ég hef lært af þér. Og þú
fékkst mig til að skilja að svo lengi
sem maður hefur þetta efst í huga
sér ásamt því að hafa fjölskyldu
sína í kringum sig þá hefur maður
öðlast gott veganesti í lífinu. Það
virkaði hjá þér og því mun ég
einnig lifa með þetta að leiðarljósi.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, amma mín.
Kveðja,
Sævar Vídalín Kristjánsson.
Elsku amma. Núna er tilveran í
húsinu okkar í Barmahlíðinni ekki
sú sama og þegar þú varst hér.
Það vantar þig. Í þau 18 og hálft ár
sem ég hef lifað og búið í Barma-
hlíðinni, eins og þú sagðir alltaf,
gat ég komið til ykkar afa hvenær
sem mér hentaði. Þú sast þá gjarn-
an annaðhvort inni í stofu að
prjóna, sauma út eða inn í sjón-
varpsherbergi að horfa á sjón-
varpið með öðru auganu og skoða
bók með hinu.
Alltaf þegar ég kom inn og
heilsaði þér kom þetta stóra, geisl-
andi bros á þig og þú heilsaðir mér
svo innilega. Svo kallaðir þú á afa
og baðst hann um að gefa mér ís,
súkkulaði eða eitthvað annað góm-
sætt sem var á boðstólum hverju
sinni. Oft þegar ég var að kaupa
mér nýja flík eða skó og var í ein-
hverjum vafa um hvort þetta færi
mér nógu vel og mamma var ekki
nógu sannfærandi skottaðist ég
bara niður til þín og spurði þig. Þú
hafðir alltaf svo næmt auga fyrir
því hvað var flott og hvað ekki.
Elsku amma, mér fannst þú svo
falleg, þú geislaðir alltaf og á
gömlum myndum má sjá hversu
smekkleg þú varst, alltaf svo
smart til fara. Þegar við skoðuð-
um myndaalbúmin þín saman
fékk ég að heyra sögu við hverja
mynd. Mín uppáhaldssaga var við
ljósmyndirnar frá Finnlandi en
þangað fórstu til að sýna fimleika
með flottum hópi Ármenninga. Já,
amma, það eru ekki fáar minning-
arnar sem við eigum saman, þú og
ég. Við bjuggum jú í sama húsi.
Við ferðuðumst saman í sumar-
húsið þitt á hverju sumri. Við
borðuðum oft saman. Þú hlustaðir
á mig spila og æfa mig á fiðluna og
píanóið. Við vorum báðar miklir
sælkerar eins og afi kallaði okkur
réttilega. Uppáhaldsliturinn þinn
að prjóna úr var rauður, rauður
fyrir ástina sem þú sýndir og
veittir mér og öllum öðrum í fjöl-
skyldunni.
Elsku amma, minning þín mun
alltaf vera í hjarta mér og ég
sakna þín. Við skildum hvor aðra
vel og stundum gat einfalt bros
sagt allt sem segja þurfti í sam-
skiptum okkar.
Þín dótturdóttir,
Ásdís Vídalín
Kristjánsdóttir.
Elskulega amma mín er farin
frá okkur og vil ég með nokkrum
orðum minnast hennar og þakka
henni fyrir allan þann tíma sem
við áttum saman. Hún amma mín
var einstaklega góð og falleg kona
í alla staði. Ég naut þeirra forrétt-
inda að alast upp við hlið ömmu og
afa. Þau áttu heima á litlum bæ
rétt fyrir utan þorpið sem var allt-
af spennandi að heimsækja hvort
sem maður hjólaði, labbaði eða fór
á bíl og ég tala nú ekki um að fá að
gista sem maður gerði mjög oft.
Amma vissi allt og miklu meira en
það, að leita til hennar með eitt-
hvað var mjög auðvelt því maður
fékk alltaf svör. Sögur kunni hún
heilan helling af, sönnu sögurnar
var alltaf skemmtilegast að hlusta
á. Amma hugsaði vel um allt og
alla sem í kringum hana voru,
hvort sem það voru dýr eða menn.
Ég man eftir því hvað hún átti
flottar kindur, allar svo hreinar og
snyrtilegar. Svona kindur sé ég
ekki á öðrum bæjum og horfi ég
nú vel í kringum mig á ferð minni
um landið. Krummi fékk líka að
njóta góðvildar hennar.
Já, hún amma var gull af manni
og ég á eftir að sakna hennar mik-
ið. Með kveðjuorðunum vil ég
þakka henni fyrir allt, líka fyrir
hönd barna minna sem voru svo
heppin að fá að kynnast henni.
Elsku amma mín, megir þú hvíla í
friði.
Þín dótturdóttir,
Linda Hlín.
Með nokkrum línum langar
mig að minnast ömmu á Gileyri.
Kærar þakkir, elsku amma mín,
fyrir að taka á móti mér opnum
örmum og leyfa mér að vera hjá
ykkur afa á Gileyri á sumrin. Mér
fannst gott að koma og alltaf var
nóg að gera á Gileyri. Gefa heim-
alningunum, líta til með æðar-
varpinu, sækja eggin til hænsn-
anna og gefa þeim kartöflur, gefa
kindunum brauðbita því þeim
þótti það afskaplega gott og best
fannst þeim að fá rúgbrauðið við
hliðið á leið sinni niður í fjöruna.
Kvöld eitt sáum við tófu en hún
var að koma yfir þúfurnar úti við
Kristín Guðbjörg
Ingimundardóttir
✝ Kristín Guð-björg Ingi-
mundardóttir
fæddist í Gerði á
Barðaströnd 8. apr-
íl 1919. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni, Patreksfirði,
14. júní 2011.
Útför Kristínar
fór fram frá
Tálknafjarðar-
kirkju 23. júní
2011.
kartöflugarð. Ég
hræddist gaggið í
henni en þú sagðir
að hún væri miklu
hræddari við okkur
því tófur hefðu ofsa-
lega gott lyktarskyn
og fyndu lykt af
okkur langa leið.
Við röltum þá niður
túnið í átt að varp-
inu og tófan sneri
við í átt til fjalls og
ég sá hana aldrei meir.
Ég fékk að fara með þér þegar
þú varst að sprauta kindurnar á
bæjunum í kring. Þú varst alltaf
með verkefni og þegar stund
gafst leystir þú krossgátur og
varst snillingur í því. Ég man
þegar kindurnar störðu á eftir
kunnuglegum bílnum, þegar þú
keyrðir mig út í laug þar sem ég
lærði að synda. Stundum var ég
að slæpast eftir sundið með
krökkunum úr þorpinu og einu
sinni bauð ég öllum að Gileyri í
kaffi til þín. Og auðvitað tókstu
vel á móti öllum púkunum í stóra
eldhúsið þitt, sem virðist reyndar
miklu minna í dag. Sögur þínar
um álfa og tröll urðu ljóslifandi
og seinna kom ég með dætur
mínar að Gileyri og þú sagðir
þeim einnig sögur. Ég hugsaði
oft um að mæta næst með upp-
tökutæki en lét aldrei verða af því
að ná þessum gersemum á band.
Ég man kvöldkaffitímana –
heitt Nesquik með kringlu,
„drekkutímana“ – brauð með
mysingi eða mysuosti og borða
mysinginn beint úr dósinni með
skeið. Þið afi drukkuð ekki mikið
kaffi, helst þegar þið fóruð til
borgarinnar, eða eins og afi kall-
aði það, að fara af bæ. Kálfabland
var ykkar drykkur heitt vatn með
mjólk. Ég man eftir drulluköku-
bakstri við gilið, þröstunum með
hreiðrið sitt í trénu í garðinum,
gula túninu með miklu og háu
grasi og sóleyjabreiðu sem mað-
ur lagðist í og horfði á himinn –
skýin breyttu endalaust lögun
sinni í ýmsar kynjaverur. Í minn-
ingunni er einfaldlega alltaf sól á
Gileyri.
Skrítið með lífið, það er öruggt
þegar við fæðumst að við munum
deyja og innst inni þá hef ég vitað
í nokkurn tíma að þú færir fljót-
lega til afa, í sólina með derhúf-
una sem þú baðst mig um á sjó-
mannadaginn sl., þar sem sólin
væri svo sterk og afa vantaði
húfu til að skýla augunum sínum
– samt er maður ekki tilbúinn. Ég
veit að afi hefur tekið á móti þér í
heiðríkjunni og þið getið verið
saman. Guð blessi ömmu mína og
minningu hennar.
Þín
Kristín Guðbjörg.
Látinn er Ómar
Árnason, kennari,
stjórnarmaður og fram-
kvæmdastjóri HÍK og síðar
starfsmaður KÍ. Ég starfaði
með honum liðlega áratug í
HÍK. Það vakti strax athygli
mína hve lipurlega hann leysti
úr einföldum og snúnum erind-
um ýmist elskulegra eða ofur-
æstra hringjenda hvort sem um
var að ræða þann fimmtánda
eða nítugasta þess dags.
Með Ómari kynntist ég því
Ómar Árnason
✝ Ómar Árnasonfæddist í
Reykjavík 9. apríl
1936. Hann lést á
St. Jósefsspítala 11.
júní 2011.
Útför Ómars fór
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 22.
júní 2011.
fyrirbæri sem
menn hafa kallað
límheila. Minni
hans var nákvæmt
– þótt ég muni
aldrei að hann hafi
fullyrt neitt í þá
átt. Nei – hann
sagði ævinlega
heimildir á tiltekn-
um gulnuðum blöð-
um. Og – hann
vissi ævinlega hvar
þau gulnuðu blöð var að finna.
Og – það koma ævinlega í ljós
að allt sem þau geymdu hafði
Ómar einmitt sagt.
Mörgum finnst þeir hafa
svarið – en koma því ekki fyrir
sig. Svo var ekki með Ómar
Árnason. Hans minnisúrvinnsla
var hnökralaus. Hann fann allt
strax á sínum minnisdiski – og
allt í því samhengi.
Ómar var maður hinnar
glöggu yfirsýnar – sem ekki
tók aðeins til aðalatriða heldur
einnig til hinna fjölmörgu
smærri atriða. Þegar á samn-
ingafundi voru ræddar hug-
myndir um breytingar á launa-
eða starfskjörum varð þras-
staðan aldrei svo kröpp að
hann gæti ekki dregið fram
hinar ýmsu afleiðingar og
árekstra sem af þeim myndu
leiða. Og – þegar aðrir við-
staddir sáu ekki samhengið
brást það ekki að það kom öll-
um í koll síðar.
Ómar var sóknþungur samn-
ingamaður. Hann átti ætíð
fleira ónefnt þegar eitt hafði
fengist fram og var aldrei hætt-
ur að þrýsta á til hagsbóta ein-
stökum félagsmönnum sem
brotið hafði verið á eða heildar-
innar í kjarasamningum. Hann
kunni að doka við, bíða færis og
jafnvel að setja tiltekið mál í
lengri bið – en ekki að gefast
upp. Málið var komið upp á
samningaborðið um leið og nýtt
tækifæri gafst.
Væri Ómar upptekinn var
einboðið að fresta samninga-
fundi.
Starf fyrir stéttarfélag er
enginn rósadans. Félagsmönn-
um þykir sjálfsagt að fram ná-
ist ýtrustu kröfur – og alltaf
eru samningar hörmulegir þeg-
ar þeir eru kynntir. Þá segir
það sitt um stöðu Ómars í hug-
um félagsmanna HÍK að meðan
hann gaf kost á sér í stjórn fé-
lagsins var hann ávallt endur-
kjörinn með einna flestum at-
kvæðum.
Fyrir aldarfjórðungi spurði
ég hvort hann ætti annað
áhugamál en kennslu og bar-
áttu fyrir bættum kjörum
kennara. Hann hugsaði sig um
eitt andartak – en svaraði svo
neitandi.
Það var eitt af því frábæra
sem ég hef upplifað að kynnast
og starfa með Ómari Árnasyni.
Kæra Hrafnhildur, börn, niðjar
og vinir Ómars, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gísli Ólafur Pétursson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt
á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar