Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
✝ Anna ErlaClausen fædd-
ist á Eskifirði 23.
mars 1931. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 18. júní
2011. Erla var
næstyngst átta
barna hjónanna
Herdísar Jónatans-
dóttur, f. 25. maí
1892, d. 31. júlí
1969 og Ingolf Rögnvald Klau-
sen, f. 18. júní 1888, d. 1. júlí
1968. Systkini hennar sem látin
eru voru Ellen Friðrikka, f.
1914, d. 2004, Jóhann Þorgeir, f.
1917, d. 1998, Kathinka Emilía
Margrét, f. 1919, d. 2011, Herdís
Ragna, f. 1924, d. 2007. Eftirlif-
andi eru Jónatan Sólmundur, f.
1927, Arnheiður Dröfn, f. 1929
og Alrún Sigurbjörg, f. 1933.
Hinn 23. desember 1959 gift-
ist Erla Arngrími Gíslasyni, f.
25. júní 1929, d. 19. október
2005. Þau eignuðust fimm börn:
Þau eru: 1) Þórdís, f. 30. október
inmaður Jónas Ásgrímsson, f.
1964, búsett á Hafralæk í Að-
aldal. Börn þeirra eru Kristín
Ósk, f. 1984; Hafsteinn, f. 1990;
Helga Sigrún, f. 1996. 5) Brynja,
f. 14. janúar 1964, eiginmaður
Sigurður Hálfdanarson, f. 1963,
búsett á Hjarðarbóli í Aðaldal,
sonur þeirra er Benedikt, f.
1989. Fyrir átti Erla einn son,
Ingolf, f. 29. apríl 1952, eig-
inkona hans er Sigríður Stef-
ánsdóttir, f. 1951. Hann ólst upp
hjá foreldrum Erlu á Eskifirði.
Erla fluttist ung til starfa í
Reykjavík. Þar kynntist hún
Arngrími og flutti með honum
til Húsavíkur 1953. Þau hófu bú-
skap á Borgarhóli þá um haustið
og bjuggu þar í sjö ár. Árið 1960
keyptu þau sér húsið að Mar-
arbraut 9b og þar bjuggu þau í
tæp 50 ár. Síðustu árin bjó Erla
að Garðarsbraut 83. Fyrstu bú-
skaparárin var Erla heimavinn-
andi húsmóðir eins og algengast
var um sjómannskonur. Þegar
börnin voru uppkomin vann
Erla við þrif og ræstingar með-
an heilsan leyfði.
Útför Erlu fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 24. júní 2011
kl. 14.
1953, eiginmaður
Stefán Jón Bjarna-
son, f. 1948, búsett í
Njarðvík. Börn
þeirra eru: Hafrún
Ösp, f. 1971; Bjarni
Jakob, f. 1976, sam-
býliskona Jóna
Hrund Ósk-
arsdóttir, f. 1975,
þau eiga einn son,
Stefán Jón; Berg-
lind Arna, f. 1983,
eiginmaður Kristinn Örn Agn-
arsson, f. 1983, þau eiga eina
dóttur, Kristbjörgu Önnu. 2)
Örn, f. 26. desember 1956, eig-
inkona Kristín Magnúsdóttir, f.
1954, búsett á Húsavík. Börn
þeirra eru Magnea Dröfn, f.
1973, eiginmaður Sigurður
Helgi Ólafsson, f. 1971, þau eiga
fimm börn, Ólaf Örn, Þóru
Kristínu, Sigrúnu Lilju, Örnu
Dröfn og Kötlu Dröfn; Arn-
grímur, f. 1978. 3) Sigrún, f. 23.
júlí 1959, búsett á Húsavík, dótt-
ir hennar er Erla Ýr, f. 1978. 4)
Huld, f. 14. janúar 1964, eig-
Elsku Anna Erla Clausen.
Nú ert þú komin til Agga og
þið getið tekið til við göngu-
túrana ykkar á grænum grund-
um Guðs.
Ég veit að árin síðan Aggi dó
hafa verið þér erfið um margt og
veikindin síðustu vikur og mán-
uði hafa tekið sinn toll. En stríð-
inu er lokið og ég bið að nú líði
þér vel með Agga og öðrum vin-
um þínum í nýjum heimkynnum.
Ég vil í nokkrum orðum rifja
upp kynni okkar sem staðið hafa í
rúm 40 ár. Ófáa kaffibollana þáði
ég hjá þér á Bakkanum, sem var
fastur áningarstaður í göngu-
túrnum á laugardagsmorgnum,
fyrst með Hafrúnu Ösp og síðar
Bjarna Jakob, meðan við bjugg-
um á Húsavík. Frábær heima-
bakstur mun alltaf koma í hug-
ann þegar nafn þitt verður nefnt.
Carbonade var líka eitt af því
sem ég hafði aldrei heyrt nefnt
þegar við kynntumst, en varð
fljótlega samnefnari fyrir þig,
Bakkann og sunnudagshádegi.
Hæfileikar þínir til að búa til og
framreiða frábæran mat gáfu
bakstrinum ekkert eftir. Það var
alltaf jafn gott að koma til ykkar
og ógleymanlegt hvað þið studd-
uð vel við okkur og börnin okkar
á fyrstu búskaparárum okkar.
Það mun heldur aldrei gleym-
ast að eftir að við fluttum frá
Húsavík, var það nánast heilög
skylda að láta þig vita með góðum
fyrirvara, ef við ætluðum að
koma „heim“ og það varð að
liggja ljóst fyrir klukkan hvað við
kæmum í bæinn. Kvöldmatur,
hádegismatur eða kaffi varð að
vera tilbúið á borðum þegar við
mættum og það var alltaf eins og
við værum að koma í stórafmæli
eða fermingarveislu. Fastir liðir í
mat voru svið, hangikjöt og ein-
hver steik.
Þá var líka alltaf boðið upp á
saltfisk og mjólkurgraut með
slátri fyrir mig. Ekki get ég
minnst þín án þess að nefna að
svuntan þín var alltaf á sínum
stað, drifhvít og hrein, eða þann
ótrúlega hæfileika þinn að hafa
alltaf allt hreint og fágað í kring-
um þig. Það var sama hvenær
komið var til þín, það sá aldrei
ryk eða óhreinindi á nokkru, jafn-
vel þó leitað væri með logandi
ljósi.
Það var líka ótrúlega gaman að
geta aðstoðað ykkur við ýmis
smáverk utan húss sem innan og
ekki síður að gantast við þig og
slá á létta strengi. Við gátum oft
og tíðum átt í orðahnippingum
um ótrúlega hluti og málefni, en
alltaf var það með yfirbragði
gríns og gamans.
Ég bið góðan Guð að styrkja
og styðja alla aðstandendur í
sorg og söknuði. Ég vil þakka
starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga alúð og góða að-
hlynningu síðustu vikurnar. Erla
mín, þakka þér fyrir allt og allt.
Þinn einlægur tengdasonur og
vinur,
Stefán Jón.
Elsku amma Erla, við þökkum
þér fyrir allt.
Nú þegar kveðjustund er
runnin upp reikar hugurinn aftur
og margar góðar stundir koma
brosinu til að brjótast fram í
gegnum tárin.
Ævi þín var ólík okkar. Flest
fullorðinsár þín varstu heima-
vinnandi húsmóðir sem tók þá
stöðu alvarlega. Þar komu þeir
mannkostir sem þú hafðir í mest-
um metum best í ljós, enda hafð-
irðu þá til að bera í ríkulegum
mæli sjálf: dugnaður og þrifnað-
ur. Dagurinn var tekinn snemma
og morgunverður útbúinn fyrir
alla sem í heimilinu voru hverju
sinni. Smurðar voru allar mögu-
legar gerðir af brauði með mis-
munandi áleggjum og öllu snyrti-
lega raðað á föt á borðið. Þá tók
við tiltektin og þvottarnir þar til
farið var að matbúa fyrir hádeg-
isverðinn. Maturinn varð að vera
kominn á borðið á slaginu 12!
Þannig leið dagurinn að þér féll
sjaldnast verk úr hendi. Þvotta-
vél kom ekki á heimilið fyrr en
eftir að tvíburarnir fæddust,
fimm börn í heimili – það er okk-
ur óskiljanlegt hvernig þú fórst
að áður. Alltaf skipti þó mestu
máli að allir og allt væri hreint,
gólfin svo bónuð að hægt var að
spegla sig í þeim og handklæðin
svo mjúk að maður hefði getað
sofið í þeim.
Þú varst endalaust að spilla
okkur á alla vegu sem þér datt í
hug og við gátum beðið um. Mat-
seðlarnir voru alveg eftir okkar
höfði, hvert með sína sérrétti:
fiskibollur í brúnni sósu handa
Hafrúnu, grjónagrauturinn fyrir
Bjarna og rabarbarasúpan með
hornum fyrir Beggu. Það sama
átti við um kökurnar: karamellut-
ertan fyrir Hafrúnu, frostingur
handa Bjarna og Begga fékk
tígla. Þá var líka spilað við Haf-
rúnu, farið með Bjarna niður á
bryggju og Begga fékk að fara í
heimsóknir.
Þegar þú hófst störf utan
heimilis fannst okkur gaman að
heimsækja þig í vinnuna. Haf-
rúnu fannst svakalega fyndið að
amma hennar ynni á elliheim-
ilinu, en byggi ekki þar eins og
flestar aðrar ömmur. Bjarni og
Begga þóttust hjálpa til við skúr-
ingarnar í kaupfélaginu. Það er
ekki laust við að Begga þykist
ennþá kunna réttu handtökin við
þrifin frá þeim tíma. Begga var
samt duglegust að taka út vöru-
úrvalið meðan þú þreifst og varð
svo að fá að fara í búðina á opn-
unartíma næsta dag og kaupa
það sem hún hafði fallið fyrir
kvöldinu áður.
Okkur þótti leitt að þú gast
ekki umgengist litlu barnabarna-
börnin þín fyrir sunnan eins mik-
ið og þú hefðir viljað, en reyndum
að bæta upp fyrir það með mynd-
um. Alltaf spurðirðu hvort það
væri ekki að styttast í næstu
heimsókn.
Litlu börnin hafa líka beðið um
að fara norður á Húsavík til lang-
ömmu alveg frá því þau byrjuðu
að tala og spyrja mikið hvar þú
sért núna. Það verður skrýtið
fyrir þau að koma norður næst,
en við munum halda minningu
þinni á lofti og tryggja að þau,
rétt eins og við, muni minnast þín
út ævi sína.
Elsku amma, þakka þér fyrir
alla umhyggjuna og eftirlætið –
góða ferð og við biðjum fyrir
bestu kveðjur til afa.
Þín barnabörn,
Hafrún, Bjarni og Berglind.
Erla Clausen
✝ Katrín Þórð-ardóttir Wal-
lace var fædd 9.
september 1931.
Hún lést í Banda-
ríkjunum 13. nóv-
ember 2007. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Marin Guð-
jónsdóttir hús-
móðir, f. 19. ágúst
1905 í Framnesi í
Vestmannaeyjum,
d. 3. mars 1983 og Þórður Ellert
Guðbrandsson bifreiðastjóri, f.
26. desember 1899 í Reykjavík,
d. 21. febrúar 1997. Systkini
Katrínar eru: Magnea Katrín, f.
27. júní 1923, maki Bragi Ás-
2009. Hann er jarðsettur í
viðhafnarkirkjugarði látinna
hermanna í Washington. Þau
eignuðust tvo drengi: a) John
Thor lögfræðingur og dómari í
Logan, Ohio, f. 21. okt. 1955,
kvæntur Nancy Marie, f. 27. okt.
1959, þeirra drengir eru Alex-
ander Thor nemi, f. 6. sept. 1989
og Nathan Thomas nemi, f. 17.
nóv. 1993. b) Thor Thomas,
varaforseti upplýsingakerfa hjá
Biogen í Bandaríkjunum, f. 3.
febr. 1959, kvæntist Melissa
Amy, f. 4. mars 1960, d. 28. jan-
úar 2009.
Katrín var fædd í Reykjavík
og ólst upp í Vesturbænum. Hún
fluttist ung til Bandaríkjanna og
bjó þar á ýmsum stöðum en
dvaldi samt langdvölum á Ís-
landi.
Útför Katrínar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 24. júní
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
björnsson, f. 2. maí
1929, Haraldur
Guðbjörn, f. 16 júlí
1925, maki Ragna
Pálsdóttir, f. 16 maí
1925, Lína Guð-
laug, f. 27. júlí
1927, maki Kjartan
Sveinn Guðjónsson,
f. 2. sept. 1925,
Guðbrandur Kjart-
an, f. 19. mars 1929,
ókvæntur, Guð-
mundur Jón, f. 15. júní 1930,
maki Halldóra Sigurðardóttir, f.
24. mars 1936.
Katrín giftist 5. febrúar 1955
Robert T. Wallace liðsforinga, f.
4. júní 1930 í Boston, d. 15. mars
Orð
milli vina
gerir daginn góðan.
Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal)
Í dag fer fram útför mágkonu
minnar, hún lést í Bandaríkjun-
um fyrir fjórum og hálfu ári síð-
an. Hennar ósk var að fá að
hvíla hér heima á Íslandi.
Ég kynntist henni Kötu þegar
ég giftist bróður hennar árið
1954.
Á þessum langa tíma er
margs að minnast. Það sem
stendur upp úr eru samt ferða-
lögin sem við fórum í, stundum
öll fjölskyldan, ferðin vestur að
Haga, það var yndislegur tími.
Við fórum líka öll saman í Mið-
fjarðará og þar fengu þeir báðir,
Bob og Johnny, sinn fyrsta lax.
Við misstum svolítið af henni
þegar hún giftist til Bandaríkj-
anna 1955, manni sínum, Robert
T. Wallace sem hún hafði kynnst
í sendiráðinu hér heima. Þau
bjuggu til skiptis þar ytra og
hér heima. Robert er látinn.
Á þeim árum sem hún bjó í
Bandaríkjunum bjó hún á mörg-
um stöðum, þar á meðal á Hawaí
í 7 ár. Sá tími var í sérlegu uppá-
haldi hjá henni. Hún kom heim
eftir þá dvöl og var hér í tvö ár á
meðan Bob var í Víetnam. Þá
bjó hún með strákana hjá for-
eldrum sínum, Guðrúnu og
Þórði á Sporðagrunninum. Þar
var oft glatt á hjalla.
Þau komu og fóru í gegnum
árin en þegar hún var úti var
hún mjög dugleg að skrifa okkur
og senda myndir svo við vissum
alltaf hvað var að gerast og hvar
hún var.
Við keyptum saman sumarbú-
staðarlóð í Grímsnesinu, komum
okkur upp sínum hvorum bú-
staðnum og þar áttum við góðan
tíma saman.
Fyrir 5 árum komu þau heim
og bjuggu hér hjá okkur í mán-
uð. Þá var Kata orðin veik og
Bob líka, við vissum öll að þetta
var síðasta heimsóknin þeirra til
Íslands.
Við Guðmundur erum þakklát
fyrir að hafa getað haft þau
þann tíma og fyrir allar góðu
stundirnar í gegnum árin.
Já, margt er hér ósagt en
minningin lifir, við vorum ekki
bara mágkonur við Kata heldur
mjög góðar vinkonur. Og í gegn-
um tíðina var alltaf mikið skraf-
að og hlegið.
Við Guðmundur þökkum fyrir
góða tíma. Guð fylgi strákunum
þeirra.
Halldóra Sigurðardóttir.
Mínar fyrstu minningar um
Kötu frænku eru jafn ljúfar og
þær voru alla tíð. Hún var mér
alltaf svo góð. Þegar ég var barn
sendi hún mér jólagjafir sem
voru svo sérstakar, Barbiedúkk-
ur sem ekki voru til á Íslandi,
jólasokka og skraut sem sást
ekki hér, margir hlutir sem ég á
ennþá og eru í sérstöku uppá-
haldi. Og sælgætið … hvítir og
rauðir jólabrjóstsykurstafir.
Allt var spennandi sem kom frá
Ameríku, svo þegar þau komu
til landsins var spennandi að
koma til ömmu og afa og hitta
þau, Kötu, Bob, Johnny og Thor.
Þá var hlaupið upp og niður
stigana, frá háalofti og niður í
kjallara með vélbyssur sem gáfu
frá sér hljóð og sverð sem dugðu
lítið á móti strákum í hermanna-
fötum. Þeir töluðu bjagaða ís-
lensku sem fór af þeim eftir
nokkra daga og þá gátu þeir rif-
ist og slegist við okkur hin og þá
voru þeir ekki eins framandi.
Ekki var síður spennandi að
fara upp á Völl í herstöðina þar
sem Bob vann, fara í Officera-
klúbbinn að borða framandi mat
eins og pizzur og hamborga sem
ekki voru til á Íslandi í þá daga.
Svo fórum við í útilegur sam-
an, ferðuðumst um allt land og
vorum í tjöldum. Það var mikið
keyrt en þegar leið að kvöldi var
tjaldað þar sem var lækur og
pláss fyrir allavega tvö tjöld,
það voru tjaldstæði þess tíma.
Svo var tendraður varðeldur úr
spreki sem við krakkarnir fund-
um til á meðan þau fullorðnu
tjölduðu og elduðu mat. Um
kvöldið sátum við svo við eldinn
og grilluðum sykurpúða og
sungum skátasöngva.
Í einni af þessum ferðum voru
keyptar sumarbústaðalóðir í
Grímsnesinu sem þessar tvær
fjölskyldur byggðu bústaði á,
fyrst mínir foreldrar en svo þau.
Á þessum tíma og síðar þegar
árin færðust yfir tengdumst við
Kata vináttuböndum sem voru
mikið meira en venjuleg
frænkutengsl. Henni fannst hún
eiga svolítið í mér og var það
gagnkvæmt. Hún sagði síðar að
ég væri dóttirin sem hún aldrei
eignaðist, mér þótti mjög vænt
um að heyra það.
Svo síðustu árin þegar ljóst
var að hún var orðin lasin þá
vildi hún koma sínum málum á
hreint hér heima og seldi íbúð-
ina en sumarbústaðurinn var
henni hjartans mál og hann vildi
hún að yrði áfram í fjölskyld-
unni svo hún eftirlét hann son-
um sínum og mér. Já, gjafirnar
hennar Kötu hafa alltaf verið
stórkostlegar. Í hennar minn-
ingu hef ég hugsað vel um bú-
staðinn og umhverfi hans og í
Trínukoti hef ég átt yndislegar
stundir.
Ég hafði verið henni og þeim
hjónum innan handar með þá
hluti sem þau þurftu aðstoð við
og taldi það ekki eftir mér,
henni hefur eflaust fundist ég
eiga inni hjá sér fyrir þau verk
en það var ekki þannig. Kata
hefur alltaf átt sérstakan sess í
minni fjölskyldu og ég sakna
hennar.
Stundum liðu árin á milli þess
að hún kom heim, eins er það
núna, en nú er hún komin til að
vera. Hún mun nú hvíla með for-
eldrum sínum um ókomna fram-
tíð þar sem hún átti alltaf skjól
og vísan stað.
Á ferðalögunum í gamla daga
tengdumst við systkinabörnin í
vináttu sem hefur haldist, og
vona ég að það haldi þó fjarlægð
skilji okkur að.
Thor, John, Nancy, Alex og
Nathan, minningin um frábæra
konu lifir í hjörtum okkar.
Agnes Þóra
Guðmundsdóttir.
Katrín Þórðar-
dóttir Wallace
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVEINN JÓNSSON,
Höfða,
Akranesi,
andaðist fimmtudaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudag-
inn 28. júní kl. 14.00.
Eiríkur Sveinsson, Hildur Eðvarðsdóttir,
Jón Sveinsson,
Jenný Una Sveinsdóttir,
Halldór Páll Jónsson,
Sveinn Unnar Sigurbjörnsson,
Valur Sigurbjörnsson
og afabörn.
✝
SIGRÍÐUR INGJALDSDÓTTIR
sjúkraliði,
Bólstaðarhlíð 44,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi, deild B-4,
laugardaginn 18. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Hertha W. Jónsdóttir,
Gunnar Harðarson.
✝
Elskuleg móðir mín,
RAGNHILDUR EIRÍKSDÓTTIR,
Brekkubyggð 23,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum í Hafnarfirði laugar-
daginn 18. júní.
Útförin hefur farið fram.
Eiríkur Arnar Harðarson.