Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þú ert ekki maður á meðal manna ef þú kannt ekki að planka. Plank- fyrirbærið, sem virðist vera að skjóta rótum hér á landi, er í raun vinsæll leikur víðsvegar um heim- inn en leikurinn gengur út á það að leikmaður leggst á magann á einhverjum undarlegum eða óvenjulegum stað, með andlitið á grúfu og hendur meðfram síðum með lappirnar og tærnar beinar. Plankið er síðan skýrt einhverju nafni og því deilt á netinu. Face- book-síða hefur verið stofnuð í kringum leikinn á Íslandi sem ber nafnið Icelandic Planking Comm- unity. Þar er hverjum sem er kleift að hlaða inn mynd með sínu planki. Alls konar skemmtilegar myndir hafa komið inn á síðuna af fólki sem gerir ótrúlegt plank. Hins vegar er lögð áhersla á að fara varlega þar sem sumt plank getur verið varasamt. Plankaði í miðjum þætti Fjölmiðlafólk er einnig farið að taka plankið til sín. Í Morgun- blaðinu 14. júní sl. birtist til að mynda skopmynd eftir Helga Sig þar sem mönnum misheyrðist að planka fyrir að banka. Þá plankaði Sigmar Guðmundsson, fréttamað- ur í Kastljósi, á kynningarborði Kastljóssins í miðjum þætti. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hef- ur nú einnig tekið þátt í þessari nýjung hér á landi og plankaði á miðju biljarðborði í vinnunni. Þeg- ar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans og spurði um plankið hló hann dátt enda getur þessi list, eins og sumir vilja kalla það, verið afar kómísk. „Það er svo gaman að gera eitthvað sem enginn á von á að maður gerir,“ sagði Björn Ingi. „Eftir að maður fór að taka eftir því að það væru farnar að birtast slíkar myndir þá ákvað maður að taka þátt í fjörinu og slá á létta strengi.“ Björn Ingi segir að á vinnustað sínum sé fullt af hressu fólki sem sé búið að reyna ýmislegt við að planka, hans plank var þó frumlegasti plankið. Að- spurður hvort hann ætli sér að planka í sumar svarar hann: „Það getur vel verið. Ég hugsa bara að það sé þannig að allt sem getur fengið fólk til að brosa, líða vel og gera eitthvað skemmtilegt í hvers- dagsleikanum sé af hinu góða. Ef það að planka gerir það að verk- um að fólk hefur gaman af, þá er það hið besta mál. Ég held að okkur Íslendingum veiti ekki af því að slá á létta strengi,“ sagði Björn Ingi. Plankið góð viðbót í hversdagsleikann  Íslendingar hafa fengið nýtt æði, að planka  Björn Ingi Hrafnsson plank- aði á biljarðborði Vinnuplank Björn Ingi sló heldur betur í gegn þegar hann plankaði á biljarðborði í vinnunni. Hópplank Hópur af fólki kemur sér fyrir á þessum glæsilegu tröppum og plankar í blíðviðrinu. Feðgaplank Plankið er fyrir alla á öllum aldri, svo er víst.Ömmuplank Amma er í góðu formi og kann líka að planka. Sveitaplank Plankið kemur manni til að brosa. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fyrir þá sem ekki vita er Liveproj- ect.me íslensk heimasíða, þar sem hver og einn getur hlaðið inn myndum eða myndböndum með nettengdum síma sínum inn á síð- una og þannig deilt augnablikinu með öðrum. Live Project hefur verið að færa sig upp á skaftið frá því að hug- myndin var prufukeyrð í fyrra á Iceland Airwaves og hefur nú gert samning við Hróarskeldu. Þetta þýðir að gestir Hróarskeldu geta hlaðið inn á síðuna upplifun sinni af hátíðinni. Þetta er stórt skref og mikið gleðiefni fyrir aðstandendur síðunnar, sem og alla sem vilja hlaða á síðuna myndum og mynd- böndum. Ekki er þetta heldur verra fyrir þá sem ekki komast á hátíðina og geta þá upplifað fjörið í gegnum netið. „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta kom í hús fyrir um mánuði, að við fengum þann heiður að vera opinber útsendingarsíða hátíðarinnar,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, einn aðstandenda síðunnar. „Núna erum við að und- irbúa fyrir hátíðina og erum að taka upp íslenskar hljómsveitir sem fara ekki á Hróarskeldu og ætlum að kynna Live Project með því. Við erum að taka upp til dæmis Berndsen, Endless Dark og fleiri. Það verður því skemmtilegur und- irbúningur í gangi fram að sunnu- degi, þá förum við í loftið.“ Strákarnir ætla að fylgjast vel með íslenskum hljómsveitum á Hróarskeldu en þeir verða á bak við tjöldin og reyna að stela ein- hverjum tónlistarmönnum í spjall. „Já, við verðum þarna bakdyra- megin á hátíðinni og reynum að fiska einhver skemmtileg viðtöl. Síðan getur vel verið að einhverjar hljómsveitir taki sig sjálfar upp og komi sér á framfæri í gegnum síð- una.“ Benedikt segir að hver og einn beri ábyrgð á sínu efni en ef sett er inn óviðeigandi efni verður það tek- ið út. „Þetta er bara svona eins og á YouTube. Þar geturðu sett hvað sem er inn, en ef það er eitthvað sem er skaðlegt fyrir sjón annarra verður það bara tekið út. Það sama gildir hjá okkur. Enginn þarf því að hafa áhyggjur af einhverjum typpamyndum,“ segir Benedikt og hlær en man síðan eftir Naked Pa- rade, eða nöktu skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á Hróars- keldu. „Það gæti mögulega farið fyrir brjóstið á einhverjum.“ Forritið sem notað er fyrir síð- una er hægt að nálgast á liveproj- ect.me og er það fyrir bæði iPhone- og Android-síma. Gáski Hróarskeldu beint í æð í ár Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sniðugir Frá vinstri: Benedikt Freyr Jónsson, legókarlinn (sem á að vera Arnar Yngvason) og Hörður Kristbjörns- son eru aðstandendur síðunnar ásamt Daníel Frey Atlasyni sem er staddur erlendis.  Live Project vex hratt og stefn- ir hátt  verður opinber útsend- ingarsíða Hróars- kelduhátíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.