Morgunblaðið - 08.07.2011, Side 2

Morgunblaðið - 08.07.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Eins og sjá má kostaði það töluverð átök að landa þessum væna laxi úr Víðadalsá, en með að- stoð Eggerts Skúlasonar tókst Rögnvaldi Guð- mundssyni það að lokum. Veður hefur verið nap- urt á Norðurlandi undanfarna daga – hitastigið var um 6 gráður í Víðidal í gær þegar ljósmynd- ara bar að garði. Veiði hefur verið umtalsvert minni á Norðurlandi en síðustu ár, en þau voru raunar talin mjög góð. »14 Enginn má við margnum Morgunblaðið/Einar Falur Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í utanríkismálanefnd, segir að það komi sér verulega á óvart að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála- nefndar, skuli ekki hafa orðið við bón Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að halda fund í nefndinni vegna ummæla utanríkisráðherra um að Ísland þurfi ekki á undanþágum að halda í sjávarútvegsmálum, í samningaviðræðunum við ESB. „Mér finnst með ólíkindum að ekki skuli vera orðið við þessari beiðni og að menn geri sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Það er alveg skýrt í þingskapalögunum að utan- ríkismálanefnd hefur það verkefni að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar í utanríkismálum,“ sagði Ólöf í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólöf benti á að nefndarálit meirihluta utanríkismála- nefndar sem samþykkt var 2009 hefði verið meðhöndlað sem leiðarvísir fyrir ríkisstjórnina í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Þessi orð utanríkisráðherra um að við þurfum ekki á undanþágum að halda, virðast alls ekki vera í samræmi við það sem kemur fram í meirihlutaálitinu. Og vitanlega er það eðlilegt að utanríkismálanefnd sé upplýst um það hvað utanríkisráðherra hafi átt við með þessum orðum sínum. Það er mjög brýnt mál, einmitt nú, þegar efnislegar viðræður eru að fara að hefjast,“ sagði Ólöf. Ólöf sagði að það skipti engu máli, þegar vísað væri til þess að fundur hefði verið haldinn í utanríkismálanefnd ör- fáum dögum áður en óskað var eftir fundi, því ummæli utanríkisráðherra hefðu ekki verið komin fram þegar sá fundur var haldinn. Orð ráðherra í ósamræmi við álit meirihluta nefndar  Ólöf Nordal vill fund í utanríkismálanefnd hið fyrsta Ólöf Nordal Nýr þáttur, Á heimsleikana með Annie Mist, hefur göngu sína á www.mbl.is í dag. Fylgst verður með An- nie Mist Þóris- dóttur og ferð hennar á heims- leikana í crossfit í Los Angeles í Bandaríkjunum um næstu mán- aðamót. Þangað heldur hópur Ís- lendinga og keppir í bæði ein- staklings- og liðakeppnum. Annie Mist lenti í öðru sæti á heimsleik- unum í fyrra og í fyrsta sæti á Evrópumótinu í crossfit sem fram fór í byrjun júní. Hún þykir því sigurstranglegur keppandi á heimsleikunum í ár en hún hefur vakið mikla athygli fyrir vel- gengni sína í íþróttinni. Í fyrsta þættinum kynnast áhorfendur An- nie Mist og aðkomu hennar að crossfit-íþróttinni. Annie Mist á heimsleikana Annie Mist Skannaðu kóðann til að horfa á fyrsta þáttinn Fyrsti keppnisdagur Íslandsmótsins í svif- flugi fór fram í gær, en flogið er frá Hellu. Svokölluð startlína er við Gunnarsholt, en þaðan er keppendum gert að fljúga upp að Ísakoti ofan við Búrfell, yfir Miðdalsfjall og þaðan aftur á Hellu. Svifflugnefnd Flug- málafélags Íslands stendur fyrir mótinu, sem fer fram annað hvert ár. Til stóð að keppt yrði í fyrra, en þá þurfti að aflýsa mótinu vegna eldgoss. Um helgina mun gestum á Hellu fjölga allnokkuð, en þá fer Flugkoma Flugmálafélagsins fram. Svífa á vængjum loftsins Baldur Jónsson er elsti keppandinn að þessu sinni, 72 ára gamall, en hann hefur stundað svifflug allt frá árinu 1954. Hann hefur einkaflugmannspróf á vélknúnar flug- vélar, en tekur svifflugið fram yfir það. „Það er engin spurning, þetta er miklu skemmtilegra,“ segir hann og vitnar í Agn- ar Kofoed-Hansen, aðalhvatamanninn að lendinga til þess að hljóta svonefnda Gull-C viðurkenningu Alþjóðaflugmálafélagsins (FAI) undir lok áttunda áratugarins. Þá flaug hann 300 kílómetra langt yfirlands- flug, frá Sandskeiði austur að Leiðólfsfelli í Skaftártungum og til baka. Vilja sjá yngri iðkendur íþróttarinnar Baldur á auk þess fleiri afrek að baki en segir metin algjört aukaatriði. „Flugið er al- veg frábært, og unga fólkið ætti að koma meira. Þetta róar hugann og heldur and- anum ungum,“ segir hann. „Útlitinu sjálf- sagt líka!“ Að öllu gamni slepptu segir hann þó mikinn vilja standa til þess að fá yngri iðkendur í greinina, til þess að taka við kefl- inu af þeim sem eldri eru. „Þeir voru að tala um það að meðalaldurinn væri hár í morgun þegar við vorum að byrja að fljúga. Þá sagði ég hvort þeir vildu kannski að ég drægi mig í hlé til þess að meðalaldurinn lækkaði,“ segir Baldur og hlær. einarorn@mbl.is bara. En þú ert háðari veðri en hinir,“ segir hann. Baldur hefur náð góðum árangri á löngum svifflugferli, en hann var fyrstur Ís- stofnun Svifflugfélagsins árið 1936, sem sagði svifflugið göfugustu íþrótt sem til væri. „Menn svífa bara á vængjum loftsins, og það er ekkert hljóð – eins og fuglarnir Svifflug göfugasta íþróttin sem til er  Elsti keppandinn á Íslandsmótinu í svifflugi kominn á áttræðisaldurinn  Hefur flogið svifflug í 57 ár og segir það mun skemmtilegra en vélknúið flug  Hvetur yngra fólk til að spreyta sig Morgunblaðið/RAX Lentur Baldur situr hér í vél sinni á Haukadalsmelum. Með á myndinni er Arnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.