Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Alltaf ódýrast á netinu Þú færð alltaf hagstæðara verð á flugfelag.is Þjórsárdalur ber þess merki að eiga erfiðan nágranna, því Hekla hefur margoft leikið bæði byggð og gróður þar illa. Nánast öll byggð í dalnum eyddist í fyrsta stóra gosinu eftir landnám, árið 1104. Vikur og hraun setja svip sinn á landslagið en í dag er dalurinn hins- vegar vel gróinn og fegurðin einstök í samspili hrauns, gróðurs og fossa. Gjáin í Þjórsárdal er til dæmis dásamleg vin í jaðri hálendisins og einstök upplifun að ganga um þar sem tært vatnið fossar fram af iðjagrænum brekkum inn um úfna hraun- kletta. Í mynni dalsins liggur Þjórsárdalsskógur þar sem liggja stígar og skógarvegir sem gaman er að ganga um. Heimsókn í Þjóðveldisbæinn gefur forvitnilega innsýn í húsakynni Íslendinga til forna og að sama skapi áhuga- vert að skoða fyrirmynd hans, fornbýlið Stöng sem Hekla lagði í rúst. Þjórsárdalurinn geymir margar perlur og þar er hægt að una sér daglangt og gistimöguleikar eru ýmsir, m.a. tjaldsvæði í sjálfum dalnum. Þjórsárstofa í Árnesi veitir allar upplýsingar um ferðalög og þjónustu í Þjórsárdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háifoss Innst í Þjórsárdal fellur einn hæsti foss landsins, réttnefndur Háifoss, um 122 metra milli þröngra kletta. Fossinn er sérstaklega fallegur í síðdegissólinni. Frá Háafossi er frábært útsýni út yfir allan Þjórsárdalinn. Einstakar perlur í Þjórsárdalnum Tröllaskaginn er stórbrotið svæði á Norðvesturlandi þar sem ný tæki- færi til ferðamennsku sköpuðust eft- ir opnun Héðinsfjarðarganga, í októ- ber 2010. Göngin tengja Siglufjörð og Ólafsjörð, með viðkomu í eyðifirð- inum fagra Héðinsfirði. Með tilkomu ganganna hefur opn- ast nýr hringvegur um Tröllaskag- ann, sem er um 249 kílómetra langur út frá þjóðvegi 1 og býður upp á skemmtilegt ferðalag þar sem fjöl- margt er að sjá og gera á leiðinni. Frá Skagafirðinum liggur leiðin um Sturlungaslóðir að Hjaltadal, þar sem keyra má heim að Hólum, einum merkasta sögu - og menning- arstað landsins. Næsti viðkomu- staður á leið út skagann er einn elsti verslunarstaður landsins, Hofsós. Þar er að finna fjölda gamalla húsa, að ógleymdu Vesturfarasetrinu. Sundlaugin á Hofsósi þykir líka ein sú myndrænasta á landinu. Næstur er Siglufjörður, nyrsti kaupstaður á Íslandi. Óvíða eru tengslin við undirstöðuatvinnuveg Íslendinga nánari en í þessari fyrr- um höfuðborg síldveiðanna í N- Atlantshafi og tilvalið að rifja þau ævintýri upp með heimsókn í Síld- arminjasafnið. Frá Héðinsfirði voru samgöngur erfiðar og byggð lagðist þar í eyði á síðustu öld. Um fjörðinn liggja fagrar gönguleiðir sem krefj- ast ekki lengur mikillar fyrirhafnar eftir að göngin opnuðu. Bæjarstæði Ólafsfjarðar er sér- staklega fallegt inn á milli 1000 metra hárra fjalla. Bæði þar og í ná- grannabænum Dalvík er fjölbreytta afþreyingu að finna, s.s. golf og hvalaskoðun, sjóstangaveiði og fjall- göngur. Frá Árskógssandi, í Dalvík- urbyggð, eru svo daglegar siglingar út í Hrísey á Eyjafirði. Þá eru ónefndar allar litlu perlurnar sem leyna á sér á ferð um Tröllaskagann. Tröllaskagahringurinn Héðinsfjarðargöng Grunnkort: LMÍ Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Hólar Sauðárkrókur Akureyri Hrísey 82 76 1 Hofsós Morgunblaðið/Einar Falur Siglufjörður Séð út á fjörðinn frá Síldarminjasafninu sem er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Paradísin á Tröllaskaga opnari en nokkru sinni Skannaðu kóðann til að sjá heima- síðu Þjórsárstofu Þjórsárstofa Hjálparfoss Vin í eyðimörkinni. Tvöfaldi fossinn í Hjálp er svipmikill. Þjórsárstofa Þjóðveldisbærinn Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var ákveðið að gera eftirlíkingu af þjóðveldisbæ. Rústirnar að Stöng voru fyrirmynd. Þjórsárstofa Búrfell Svæðið umhverfis Búrfell hefur mikið verið grætt upp. Þjórsárstofa Gjárfoss Gjá í Þjórsárdal er einstök náttúruperla sem seint gleymist. Þjórsárdalur Helgarferðin | Áhugaverðir áfangastaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.