Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Endurskoðun laga um almannatrygg- ingar stendur nú yfir. Miklar vonir eru bundnar við þessa endurskoðun, þar eð núgildandi lög eru á margan hátt orðin úr- elt. Tekjutengingar eru orðnar alltof miklar og nauðsyn- legt að afnema þær eða draga úr þeim að verulegu leyti. Þegar nýsköpunarstjórnin kom almannatryggingum á fót ár- ið 1946 að kröfu Alþýðuflokksins voru lögin mjög góð og innleiddu kerfi almannatrygginga, sem var eins og það gerðist best í grann- löndum okkar. Ólafur Thors, for- sætisráðherra nýsköpunarstjórn- arinnar, lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð og fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hafa almannatryggingar á Íslandi dregist verulega aftur úr al- mannatryggingum í hinum nor- rænu löndunum. Tryggingarnar eru ekki fá- tækraframfærsla Hugsunin á bak við almanna- tryggingarnar var í upphafi sú, að almannatryggingarnar væru eins og hverjar aðrar tryggingar. Menn greiddu til þeirra meðan þeir væru í vinnu en fengju síðan greitt frá þeim, ef slys eða veik- indi bæru að höndum og þegar þeir yrðu að hætta að vinna vegna aldurs. En með því að auka stöð- ugt tekjutengingar í kerfinu og láta greiðslur úr lífeyrissjóðum skerða trygg- ingabætur hafa al- mannatryggingar verið að þróast í átt til fátækrafram- færslu. Það var ekki meiningin, þegar tryggingunum var komið á fót. Þegar ákveðið var 1. júlí 2009 að láta greiðslur úr lífeyr- issjóðum skerða grunnlífeyri datt stór hópur eldri borgara út úr kerfinu og fær í dag engan lífeyri frá almannatrygg- ingum enda þótt sá sami hópur hafi greitt til almannatrygginga alla starfsævina. Það er ótækt. 5.210 eldri borgarar urðu fyrir tekjuskerðingu vegna þessa. Áður töldust greiðslur úr lífeyrissjóði ekki til tekna við útreikning grunnlífeyris. En frá 1. júlí 2009 teljast þær til tekna við þann út- reikning. Það verður að leiðrétta þetta og hverfa aftur til þess ástands sem var fyrir 1. júlí 2009. Að mínu mati eiga allir eldri borg- arar rétt á grunnlífeyri. Lífeyrissjóðir verði viðbót við almannatryggingar Það er krafa samtaka eldri borgara, að afnumin verði skerð- ing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Landssamband eldri borgara og Félag eldri borg- ara í Reykjavík vilja, að þessi leið- rétting verði gerð sem fyrst. Gera má þessa leiðréttingu í áföngum, til dæmis í tvennu lagi. Það var aldrei meiningin, þegar lífeyr- issjóðirnir voru stofnaðir, að þeir yrðu til þess að skerða trygg- ingabætur almannatrygginga. Þeir áttu að verða viðbót við al- mannatryggingar. Nú er það svo, að sá sem fær t.d. 50 þúsund krón- ur á mánuði úr lífeyrissjóði verður að sæta því, að tryggingabætur hans séu skertar um nákvæmlega sömu upphæð, þ.e. 50 þúsund á mánuði. Þessi maður fær því ekk- ert meira í lífeyri samanlagt en sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyr- issjóð. Af þessu sést út í hvaða ógöngur kerfið er komið. Þá er skerðing tryggingabóta aldraðra vegna atvinnutekna alltof mikil. Það verður að auka frítekjumark vegna atvinnutekna. Það er lág- mark, að það sé 100 þúsund á mánuði, en helst þyrfti það að vera 150 þús. á mánuði. Það á ekki að refsa ellilífeyrisþegum, sem vilja vinna. Einnig þarf að auka veru- lega frítekjumark vegna fjár- magnstekna. Frítekjumarkið er hlægilega lágt í dag (98 þúsund á ári). Eðlilegt væri að eldri borg- arar gætu átt nokkurt sparifé í banka án þess að það ylli skerð- ingu tryggingabóta. Spurning er einnig hvort ekki ætti að hafa ákveðna upphæð sparifjár í banka skattfrjálsa. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Stjórnvöld eiga að stuðla að því að aldraðir geti lifað með reisn á síðasta hluta ævi- skeiðs síns. Ekki á að refsa öldruðum fyrir að vinna og spara Eftir Björgvin Guðmundsson » Það verður að hverfa aftur til þess ástands sem var fyrir 1. júlí 2009. Að mínu mati eiga allir eldri borgarar rétt á grunnlífeyri. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Ógnir og átakasvæði í alþjóðakerfinu hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hagmunir Bandaríkjanna hafa færst til annarra heims- álfa og því ekki pólitískur vilji til að taka þátt í sam- eiginlegum vörnum Evr- ópu í sama mæli og áður. Í kjölfarið hefur Evrópa þurft að axla meiri ábyrgð á sínum öryggis- og varn- armálum. Þetta á einnig við um Ísland. Brotthvarf bandaríska hersins og breyttar áherslur NATO kalla á nýtt hagsmunamat. Í kalda stríðinu var náin samvinna á milli Norðurlandanna á sviði öryggis- og varnarmála. Danmörk, Noregur og Ís- land gengu í NATO meðan Svíþjóð og Finnland aðhylltust hlutleysisstefnu. Á yfirborðinu leit út fyrir að þjóðirnar væru klofnar og stefndu í þveröfuga átt. Staðreyndin var sú að þau voru sam- einuð í að halda hinu svokallaða „nor- ræna jafnvægi“. Í því fólst að halda sig í fjarlægð frá átökum stórveldanna og forðast átök við þau. Þessi sameiginlega afstaða leiddi til óformlegs öryggis- samfélags, þar sem ríkin höfðu ávallt hagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Norrænu ríkin í NATO stóðu vörð um pólitískan stöðugleika á svæðinu. Þau vísuðu oft til norrænnar samstöðu þegar staða Finnlands var rædd á vettvangi NATO. Pólitískur þrýstingur Sovétríkj- anna á Finnland hefði óhjákvæmilega aukist ef Danmörk og Noregur hefðu fallist á varðveislu kjarnorkuvopna og viðveru Bandaríkjahers. Í tvípólakerfi kalda stríðsins stóðu Norðurlöndin að mörgu leyti betur að vígi en ríki Mið-Evrópu, þar sem þeim tókst að mestu leyti að komast hjá átökum stór- veldanna. Í dag eru öryggis- og varnarhagsmunir Norður- landanna samtvinnaðir Evrópu. Þau hafa í gegnum tíðina varið takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og lagt áherslu á mannrétt- indi, lýðræði, lög og reglu í alþjóðakerfinu og samvinnu innan alþjóðastofnana. Þessi grunnstef í utanríkisstefnu þeirra samrýmast vel afstöðu ESB og eru í samræmi við hefðbundnar áherslur þeirra. Utanríkis-, öryggis- og varnarsam- starf ESB er í stöðugri þróun. Íslend- ingar geta skipað sér í sveit með hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslönd- unum innan þess. Innganga Íslands í ESB og þátttaka í sameiginlegri stefnu þess í utanríkis- og öryggismálum mun uppfylla það varnarlega tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkja- hers og minnka vægi NATO í vörnum Íslands Breytt heimsmynd kallar á nýtt hags- munamat Eftir Elvar Örn Arason Elvar Örn Arason » Innganga Íslands í ESB mun uppfylla það varnarlega tómarúm sem skapaðist eftir brott- hvarf Bandaríkjahers og minnka vægi NATO í vörnum Íslands. Höfundur er MA í alþjóðasamskiptum. Á síðustu öld voru stofnuð flugfélög, Loftleiðir (LL) og Flugfélag Íslands (FI). Það voru hug- sjónamenn sem gerðu sér grein fyrir samgöngum og við- skiptum. Fljótlega kom upp sú staða að Flugfélagið (FI) fékk allar bestu innan- landsleiðirnar. Loftleiðamenn urðu að vinna óstuddir, þrátt fyrir að allt væri gert til að koma þeim á kné. FI var sköpuð sérstaða. (LL) stóðu af sér einokun FI, þegar að- alleiðtogi Loftleiða veiktist og við tóku aðilar sem voru veikgeðja. Þeir voru þvingaðir til sameiningar og úr var félag sem fékk nafnið Flugleiðir hf. (Stuðst er við heim- ildir úr mynd um Alfreð Elíasson). Þar áttu stjórnmálamenn stóran þátt. Það félag hefur síðan með dyggum stuðningi reynt að ryðja úr vegi allri samkeppni. Það hefur yfirleitt tekist. Þá hefur það sýnt sig að þetta félag þarf ekkert að hugsa um viðskiptavini sína, þegar þeir hafa rutt samkeppnisað- ilunum úr vegi. Ferðamenn áttu ekki kost á að komast til og frá landinu nema með FL sem í dag heitir Icelandair. (Hér er átt við þegar Arnarflug hf. var gert gjald- þrota). Það er því nauðsynlegt og skipta þessu félagi upp. Icelandair á að geta unnið í eðlilegri samkeppni. Til þess að það geti orðið verða stjórnvöld að hætta afskiptum af því svo að stjórnendur þess verði að fara vinna með þjónustu að leiðarljósi. Lengi var það einrátt á markaðnum. Og þjónustan léleg, fyr- irtækið þarf að breyta starfsháttum sínum.Til þess að það geti orðið þarf að skipta Icelandair Group upp. Und- irritaður hefur ferðast mikið með þessu félagi, en einnig notað aðra kosti sem í boði eru. Ég vil taka undir orð Ólafs Arn- arsonar í Pressunni 25/2 (Um vald án eftirlits) um nauðsyn þess að skipta Icelandair Group upp. Vald spillir, það hefur sannast hjá Ice- landair. Kvartanir eru túlkaðar sem illgirni og hatur, þegar þær loks komast til skoðunar, enginn er þjónustustjóri sem hægt er að snúa sér til. Ef kvartað er, er það flokkað sem hatur og illgirni, kvörtunum svarað með skamm- arbréfum, en ekki reynt að laga gallana, sem væru eðlileg viðbrögð við slakri þjónustu. Það er margt frábært fólk sem vinnur sitt starf af kostgæfni, en allt of mikið af illa þenkjandi hrokagikkjum, sem hafa unnið áratugi hjá félaginu og engin mál geta né vilja leysa. Stjórnvöld hafa ausið fé í reksturinn. Þegar bankahrunið var, þá átti að leyfa því að verða gjaldþrota og hreinsa til. Skipta félaginu upp. Saga Flugleiða/Icelandair á sér sínar dökku hliðar, þegar skoðað er hvernig sú einokunarstaða sem þeim er sköpuð hefur verið mis- notuð til að drepa alla samkeppni. Samkeppnistaða annarra var ekki skoðuð þegar ákveðið var að ríkið yfirtæki rekstur, enda ferðast ráðamenn á saga-class, þiggja margfalda vildarpunkta fyrir far- seðla sem obinberir aðilar greiða fyrir. Iceland Express er með afar góða þjónustu um borð. Þar eins og hjá öðrum geta komið upp smábilanir. Aldrei hef ég orðið fyrir því hjá Iceland Express, en hjá Icelandair hef ég beðið allt að 7 tíma (CPH) vegna seinkunar af völdum bilunar í þotu. Seinkanir fylgja ferðalögum, það á sér rætur í ströngu viðhaldi vegna smávægi- legra bilana sem gera verður við áður en farið er í loftið, það er okkar öryggi. Þess vegna er mik- ilvægt fyrir okkur að skipta við Iceland Express til að tryggja samkeppni. Hana verða sam- keppnisyfirvöld að tryggja. Ice- land Express er með gott fólk og tryggir okkur samkeppni, sem er nauðsynleg. Samgöngur, fákeppni, einokun Eftir Guðjón Jónsson » Það er því nauð- synlegt og skipta þessu félagi upp. Ice- landair á að geta unn- ið í eðlilegri sam- keppni. Guðjón Jónsson Höfundur er fyrrverandi skip- stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri. Lögreglan í Reykjavík stendur fyrir sér- kennilegri löggæslu um þessar mundir. Hún hefur tekið upp á því að fylgjast með úr fjarska vandræð- um ökumanna sem finna ekki bílastæði og leggja svo til atlögu og dreifa sektum á fjölda bifreiða fyrir löglega stöðu þeirra. Þetta háttalag lögregl- unnar minnir eiginlega meira á áreiti við borgana en löggæslu. Í stað þess að að- stoða ökumenn við að greiða úr vandræð- um sem skapast þegar nærliggjandi bíla- stæði duga engan veginn fyrir þann fjölda sem sækir tiltekinn viðburð birtast lög- gæslumenn eins og þjófar að nóttu til þegar ökumenn eru fjarri og sekta þá og eru svo á bak og burt þegar ökumaður kemur að bíl sínum. Þeir leiðbeina ekki borgurunum heldur refsa þeim. Laugardaginn 11. júní síðastliðinn var mikil hátíðarstund í Laugardalshöllinni. Háskóli Íslands útskrifaði 1800 kandídata í tveimur athöfnum, þar af um 1100 eftir hádegið. Hátíðargestir voru fjölmargir og skiptu þúsundum. Eðlilega voru bílastæði allt of fá, þar sem yfirvöld hafa ákveðið að spara sér kostnaðinn við að gera þann fjölda sem þarf aðeins í nokkur skipti á ári hverju. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem lögreglan sektaði þann dag og er ósáttur við framgöngu hennar. Enn ósátt- ari er ég við yfirlýsingar hennar á op- inberum vettvangi þar sem lögreglan hælist um yfir afrekum sínum og heldur því fram að nóg hafi verið af auðum bíla- stæðum. Því er ég ósammála, öll bílastæði við Laugardalshöllina og nálægt henni voru yfirfull þegar ég kom þar að um 13:30. Mér er ómögu- legt að sjá árangurinn í því að innheimta af hátíðargestum ríflega eina milljón króna og refsa þeim fyrir skort sem yf- irvöld bera ábyrgð á. Það er ekkert athugavert við þá stefnu yfirvalda að hafa færri bílastæði en þarf við stærstu athafnir, en þá ættu sömu yfirvöld ríkis og borgar að leitast við að leysa bíla- stæðaskortinn í góðri sam- vinnu við hátíðargesti. Lög- reglan og borgaryfirvöld eiga að leyfa gestum að leggja bílum sínum í veg- arkanti og utanvegar þar sem slíkt veldur engum spjöllum eða hindrunum fyrir um- ferð. Lögreglan ætti að vera á vettvangi á þessum stundum og aðstoða ökumenn og leiðbeina við að finna bílastæði. Nóg er af auðum svæðum sem auðvelt er að hag- nýta við þessi tækifæri og lögreglan á að stýra og skipuleggja notkunina þannig að vel fari á. Lögreglan ætti að einbeita sér að því að vinna með borgurunum og leysa eftir mætti hvern vanda í sátt við þá og láta það vera að umgangast borgarana sem ótínda brotamenn. Þetta viðhorf lög- reglunnar finnst mér ámælisvert. Ámælisverð löggæsla í Reykjavík Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson » Lögreglan ætti að ein- beita sér að því að vinna með borgurunum, leysa eft- ir mætti hvern vanda og láta það vera að umgangast þá sem ótínda brotamenn. Höfundur er reiknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.