Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Gaf stefnuljós í allar áttir 2. Bon Jovi í Eyjum 3. Stal úr Kringlunni 4. Flykkjast til Noregs »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Ég hef aldrei séð annað eins á æv- inni,“ sagði Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins, eftir tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Biophiliu-tónleikaröðinni á listahátíð- inni Manchester International Festival í gærkvöldi. „Hún er komin á stall með Stockhausen og Bítlunum sem frum- kvöðull. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvert hún er að fara, og ótrúlegt hvernig hún nær að vinna með alla þessa tækni sem við höfum í dag, búa til einhverja tónlist sem er fáránlega „artí“ en aðgengileg um leið.“ Arnar sagði framsetningu Bjarkar með ólíkindum og spennan í salnum var þvílík að hægt hefði verið að skera hana með hníf. Lesa má nánar um tónleika Bjarkar í Sunnudagsmogg- anum sem fylgir með Morgunblaðinu á morgun. Fleiri Íslendingum gefst kostur á að sjá Björk á sviði en í gær var tilkynnt um sex tónleika hennar í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina í október nk. Tónleikarnir verða í Silf- urbergi Hörpu, og salnum breytt í heim Biophiliu Bjarkar. „Aldrei séð annað eins á ævinni“  Veitingahúsið Jómfrúin hefur staðið fyrir sumartónleikaröð og er nú komið að þeim sjöttu í röð- inni. Þá stígur á svið tríó Ragnheið- ar Gröndal og leik- ur fyrir gesti utandyra á Jómfrúartorg- inu. Tónleikarn- ir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Tríó Ragnheiðar Gröndal á Jómfrúnni Á laugardag Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og skýjað norðantil á landinu, en ann- ars hæg breytileg átt og léttskýjað með köflum. Víða dálitlar skúrir suðvestantil. Kólnar heldur, einkum na-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar en þoku- bakkar við sjóinn. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast í innsveitum v-lands. VEÐUR „Já, það má segja að þetta séu stærstu verðlaun mín hingað til. Ég er mjög ánægð með þetta en ég ætl- aði mér samt að fá gullið,“ sagði Eygló Ósk Gústafs- dóttir. Hún hafnaði í 2. sæti í 200 metra baksundi á Evr- ópumóti unglinga í Serbíu í gær. Hún setti auk þess Ís- landsmet í greininni og bætti það um 30/1000 úr sekúndu. Hún var mjög ná- lægt fyrsta sætinu. »1 Eygló Ósk sættir sig við silfur Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skrifar í dag undir samning við velska félagið Car- diff City, sem leikur í næstefstu deild í Englandi. Aron er þar með á leið í lið sem hefur gert harða atlögu að sæti í úrvalsdeildinni á undanförnum árum og er líklegt til að berjast um það áfram á kom- andi tímabili. »1 Aron á leið í toppslag með Cardiff City KR-ingar unnu stærsta sigur sinn í Evrópukeppni frá upphafi í gær þegar þeir unnu 5:1 sigur á ÍF frá Færeyjum, og samanlagt 8:2, í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. Næsti andstæðingur er mun sterkari. ÍBV var hársbreidd frá því að komast áfram en klúðraði dauðafærum gegn St. Patrick’s Athletic frá Írlandi og tapaði 2:1 samanlagt. »2-3 KR af öryggi áfram en ÍBV naumlega úr leik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Þjálfarastarfið er mjög vel borgað hérna í Dubai, mun betur en heima á Íslandi. Ég er mjög ánægður, vinn 20 tíma á viku, lifi vel á því og get líka lagt fyrir,“ segir Þórarinn Reyn- ir Valgeirsson sem er menntaður fimleikaþjálfari hjá Fimleika- sambandi Íslands og hefur starfað sem slíkur. Einnig er hann menntað- ur bifvélavirki. Þórarinn er nú staddur á Íslandi og hjálpar for- eldrum sínum en þau reka fyrir- tækið Víkurvagna. „Ef þú ert með góða menntun þá er ekkert mál að fá vinnu í Dubai,“ segir Þórarinn. „Það er tiltölulega ódýrt að lifa og mat- urinn er á góðu verði.“ Evrópubúar njóta virðingar Þórarinn segir að um 80% íbúa í Dubai séu útlendingar en 20% inn- fæddir. „Stéttaskipting er mikil þar sem innfæddir arabar eru efst í píra- mídanum. Á eftir aröbunum koma Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Indverjar og Pakistanar, til dæmis, eru neðst í píramídanum og inn- fæddir koma mjög illa fram við þá, nánast eins og þræla,“ segir Þór- arinn. „Maður vissi alveg að maður væri að fara út í allt annað um- hverfi.“ Þórarinn segir að það sem hann tók mest eftir í fyrstu hafi verið að allir voru í kuflum og slæðum og ekki var hægt að sjá andlitið á konunum „Það var svolítið sjokk- erandi.“ Þórarinn fékk starf hjá litlu fimleikafélagi sem hefur aðeins verið starfrækt í tvö ár, en ferðin út kom eiginlega til fyrir tilviljun. „Kær- astan mín, Margrét Björg Jakobsdóttir, fékk vinnu sem flugfreyja hjá flugfélagi í Abu Dhabi þegar auglýst var eftir flugfreyjum á Íslandi, þannig að ég fór með henni út og hóf þá að leita mér að vinnu sem þjálfari. Það gekk strax vel,“ segir Þórarinn. Eigendur frá Evrópu „Þetta er mjög fínt, á staðnum eru sjö þjálfarar en Evrópubúar eiga staðinn.“ Þórarinn þjálfar stelpur fjórum sinnum í viku en stráka tvisv- ar í viku. Þórarinn segir að langflest börn sem hann þjálfar eigi evrópska foreldra og mikið sé um að evrópskir krakkar búi í eitt ár í senn með for- eldrum sínum í Dubai. Mjög dýrt er að æfa allar íþróttir á svæðinu. „Ég gæti fengið vinnu á bifreiða- verkstæði, en það er ekki vel borg- að.“ Þjálfar fimleikabörn í Dubai  Bifvélavirki og fimleikamaður býr í Abu Dhabi Ljósmynd/Þórarinn Reynir Valgeirsson Fimleikar Þórarinn Reynir Valgeirsson fimleikaþjálfari ásamt ungu fimleikafólki í Dubai. Þórarinn og Margrét kærasta hans stefna á að stofna nýtt fimleikafélag í Abu Dhabi. Hún fékk vinnu sem flugfreyja hjá flugfélagi úti. Þórarinn Reynir og Margrét Björg stefna á útrás í Dubai. „Okkur langar að stofna fimleikafélag í Abu Dhabi þar sem ég bý, það er alla vega markmiðið að ég og kærastan mín göngum í það að stofna okkar eigið fim- leikafélag eftir svona ár.“ Markmiðið segir Þórarinn að sé jafnvel að reyna að fá styrk til verkefnisins frá innfæddum en hann þurfi að kynna sér málin. „Við erum að leigja nýja íbúð og keyptum okkur nýjan bíl.“ Þór- arinn telur að menntaðir Íslend- ingar geti allt eins farið til Dubai að vinna eins og til Noregs. Þórarinn Reynir og Margrét Björg hafa líka notað tækifærið og ferðast. „Við erum búin að ferðast til Jóhannesarborgar í Suður- Afríku og til Dyflinnar.“ Vilja stofna fimleikafélag í Dubai ÍSLENDINGAR STEFNA Á ÚTRÁS Í ABU DHABI Fimleikaþjálfari í Abu Dabi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.