Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011
EKKI TALA VIÐ DÝRIN...NEMA ÞAU TALI VIÐ ÞIG FYRST!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
-.T.V., SÉÐ & HEYRT
„FRÁBÆR!“
B.G. - MBL.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
ZOOKEEPER KL. 6 - 8 - 10 L
BAD TEACHER KL. 8 14
BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 10 12
ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
ZOOKEEPER Í LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 L
TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 8 - 11 12
TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 8 - 11 12
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L
HÚN FER EKKI EFTIR NEINNI KENNSLUBÓK!
5%
„...MIKIL ÁGÆTIS
SKEMMTUN FYRIR
FJÖLSKYLDUNA“
B.B. - MBL.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
HHH
“Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á
árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt.
Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!”
T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt
„BETRI EN THE HANGOVER”
cosmopolitan
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD,
KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN
TRANSFORMERS 3D Sýnd kl. 4, 7 og 10
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10:10
ZOOKEEPER Sýnd kl. 4, 6 og 8
HHH
- Þú munt ekki sjá flottari hasar
í sumar, og ég verð mjög hissa ef
við sjáum betri brellusýningu það
sem eftir er af árinu
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og
Heyrt
FLOTTASTAHASARMYNDSUMARSINS
Stórskemmtileg
grínmynd
fyrir alla
fjölskylduna
frá leikstjóra
The Wedding
Singer.
Cher, Nick Nolte,
Adam Sandler,
Sylvester Stallone og
fleiri stórstjörnur ljá
dýrunum rödd sína
og fara á kostum.
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Nammidagur mun halda tónleika í
Webster Hall í New York, en
hann er einn stærsti og vinsælasti
næturklúbbur borgarinnar. Tón-
leikarnir fara fram föstudaginn 29.
júlí og á svið koma Nammidagur,
Emily Vasquez, Alex Kelly og
fleiri tónlistarmenn. Í hljómsveit-
inni Nammidegi eru Lionel Craw-
ford á gítar, Sean Seth syngur og
Stefán Laxdal Arnarson spilar á
trommur. Kvöldið fer fram undir
nafninu Soul Candy en um nóttina
spila Dj Seth Sharp og Dj Karel
Tjörvi Reina úr Ónytjungunum.
Aðspurður segir Stefán Laxdal
Arnarson að hljómsveitin Nammi-
dagur sé frekar ný. „Við byrjuðum
að spila fyrir einu og hálfu ári,
ætluðum að taka eina tónleika en
héldum svo bara áfram,“ segir
Stefán. Nú vekur athygli að aðeins
einn Íslendingur er í sveitinni en
samt heitir hún þessu skemmti-
lega íslenska nafni; Nammidagur.
„Já, Seth hefur búið hér á Íslandi
í átta ár. Hann ætlaði bara að
kíkja til landsins í stutt frí fyrir
átta árum en er hér ennþá í fríinu
sínu. Hann er reyndar í augna-
blikinu líka í mastersnámi í há-
skólanum meðfram tónlistinni.
Nafnið kom þannig til að við hitt-
umst alltaf á laugardögum og
sunnudögum og kölluðum það
nammidag af því að við fengum
okkur alltaf gott að borða. Þegar
við fórum síðan að spila saman þá
nefndum við hljómsveitina þessu
nafni,“ segir Stefán. Undirbún-
ingur er ekki mikill hjá þeim enda
búnir að spila þó nokkuð saman
síðastliðið ár en Stefán mun halda
út viku fyrir tónleikana og þeir
æfa sig í nokkra daga. „Það er
heiður að fá að spila þarna og ég
hlakka mikið til, þetta verður
mjög gaman.“ Góðir saman Sean Seth og Stefán Laxdal rétt fyrir tónleika.
Nammidagur hjá nammidagsmönnum
Nammidagur kemst í sælgæti í Webster Hall í júlí Þeir
halda tónleika í einum vinsælasta næturklúbbi New York
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í lok júní kom út önnur plata Skúla
Mennska og hljómsveitarinnar
Grjót. En fyrsta plata þeirra kom
út í fyrra og hét hún eftir hljóm-
sveitinni: Grjót. Aðspurður segir
Skúli að um sólskinsmúsík sé að
ræða. „Þetta er íslenskt-amerískt
rokkabilla-búgí og blús,“ segir
Skúli. „Fyrri platan var ívið þyngri,
aðeins meira myrkur á henni og al-
varlegri lög en þetta er rökrétt þró-
un og er allt af sama meiði.“ Skúli
hefur verið neytandi á músík frá
því að hann man eftir sér. En síð-
ustu tíu ár hefur hann verið að
semja og flytja eigin tónlist. „Ég
hef verið að reyna að spýta í lófana,
sérstaklega síðustu tvö árin. Það
má búast við nýrri plötu á næsta
ári, ég er með mörg járn í eld-
inum.“
Aðspurður hvernig þetta nafn sé
tilkomið, Mennski, segir hann að
það sé viðurnefni sem hann hafi
fengið á sig um verslunarmanna-
helgi í Fljótavík á Hornströndum
fyrir mörgum árum. „Ég fékk þetta
viðurnefni til aðgreiningar frá
hundi sem var á svæðinu. Það var
farið að valda miklum misskilningi í
hópnum á hvern væri verið að kalla
fyrst það voru tveir Skúlar á staðn-
um. En hundurinn er reyndar fall-
inn frá en ég ákvað að halda nafn-
inu engu að síður,“ segir hann.
Pylsu- og plötusalinn
Skúli vinnur annars fyrir sér sem
pylsusali hjá Bæjarins bestu og
segist hafa verið að vasast í ýmsu.
„Ég fór í kennaranám á sínum tíma
en er enn í námsleyfi. Ég gleymdi
mér við að semja tónlist um árið
2010. Ég er reyndar enn týndur í
tónlistinni en sný kannski aftur í
þetta nám í vetur.“
Ekki er enn búið að halda út-
gáfutónleika þarsem erfitt hefur
reynst að ná hópnum saman. „Það
eru ellefu manns sem komu að
þessari plötu. Mér finnst það vera
atriði að hafa alla á svæðinu, en það
er aftur á móti erfitt yfir sumartím-
ann. Ég ætla sjálfur í sumarfrí með
fjölskyldunni og þessháttar. En 15.
júlí spilum við á Rósenberg og svo
var ég sjálfur að spila einn í gær
með öðrum trúbadorum á Kaffistof-
unni við Ingólfstorg,“ segir hann.
Aðspurður um viðtökur á plöt-
unni segir hann að platan hafi feng-
ið meðbyr á Rás 2. „Það er mjög
gaman. Svo hefur maður fengið
sannfærandi bros og jákvæðar um-
sagnir frá vinum. En plötudómar
og þessháttar hljóta að fara birt-
ast,“ segir Skúli.
Morgunblaðið/Ernir
Ný plata Skúli Mennski og hljómsveitin hans Grjót eru komin með nýja plötu.
Pylsusalinn sem varð trúbador
Skúli Mennski gefur út sína aðra plötu
Fékk viðurnefnið Mennski til aðgrein-
ingar frá hundi sem hét líka Skúli Sel-
ur pylsur á daginn en plötur á kvöldin