Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti er nú gagnrýndur fyrir að hafa heim- ilað að sómölskum karlmanni, grun- uðum um hryðjuverk, skyldi haldið föngnum með leynd á herskipi í tvo mánuði án þess að koma fyrir dóm- ara. Breska blaðið Guardian segir vísbendingar um að stjórnvöld í Washington hafi nú ákveðið að nota í vaxandi mæli herskip sem yfir- heyrslustöðvar í stríðinu gegn hryðjuverkum og losna þannig við vandamálin sem komu upp vegna Guantanamo-búðanna og hins um- deilda fangaflugs. Fanginn er Sómali, heitir Ahmed Abdulkadir War- same og var handsamaður á báti milli Jemens og Sómalíu 19. apríl. Bandaríkja- menn munu hafa fengið upplýsing- ar um að í bátnum væru ef til vill mikilvægir hryðjuverkaleið- togar. Flogið var með hann til New York á mánudag og verður hann þar ákærður fyrir að aðstoða tvo hryðju- verkahópa íslamista: annars vegar al-Shabab í Sómalíu og hins vegar deild al-Qaeda í Jemen. Einnig er hann sakaður um að hafa átt hlut að því að skipuleggja kennslu í sprengjugerð og hafa fengið her- þjálfun hjá al-Qaeda. Warsame neit- ar öllum sakargiftum. Talsmenn mannréttinda segja að brotið hafi verið gróflega á mann- inum, hann hafi hvorki verið leiddur fyrir dómara né fengið verjanda. Repúblikanar hafa hins vegar and- mælt því að réttað sé yfir Warsame hjá borgaralegum dómstóli í New York, um sé að ræða mann sem ekki eigi að njóta hefðbundinna, borgara- legra réttinda. En Obama vill eðli- lega ekki fjölga föngum í Guant- anamo. Eitt af kosningaloforðum hans var að loka búðunum, reyndar innan árs frá því að hann tæki við embætti; það gekk þó ekki eftir. Sómali var fangi á bandarísku herskipi  Obama forseti sakaður um að heimila mannréttindabrot Barack Obama Vilja ekki fleiri inn- flytjendur Norðmenn virð- ast verða stöðugt ósáttari við að fleiri innflytj- endur fái að setj- ast að í landinu, ef marka má nýja könnun stofnunar sem annast mál- efni aðlögunar og fjölbreytileika, segir í Aftenpost- en. 53,7% aðspurðra sögðust ekki vilja að fleiri innflytjendur kæmu til landsins; hlutfallið var 45,8% 2005. Nú segja 48,7% að illa eða mjög illa hafi tekist að tryggja aðlögun innflytjenda að samfélaginu, það er 12 prósentustigum hærra en þegar síðast var spurt. 60% álíta að orsökin sé að innfæddir Norðmenn leggi sig ekki nógu mikið fram við að tryggja aðlögun en 83,5% skella skuldinni á innflytjendurna sjálfa og 80% segja að þeir verði að standast norskupróf til að fá ríkisborgararétt. Fjórir af hverjum tíu segja innflutning ógna „norskum gildum“ og sama hlutfall er á móti því að múslímakonur hylji sig með slæðu á almannafæri. Um hálf milljón innflytjenda býr nú í Noregi. Ekki eru öll viðhorf nei- kvæð; 88% aðspurðra segja að inn- flytjendur eigi að hafa sama rétt til vinnu og innfæddir. kjon@mbl.is Landamærastöð í Norður-Noregi. Aðlögun sögð mis- heppnuð í Noregi Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hleranamálið í Bretlandi tók í gær óvænta stefnu þegar eigendur viku- blaðsins News of the World ákváðu að loka blaðinu, síðasta blaðið mun koma út á sunnudag og verða engar keyptar auglýsingar í því. Sky- sjónvarpsstöðin birti skyndilega yfir- lýsingu þessa efnis frá James Mur- doch, forstjóra News Corp., eiganda News of the World, Sky og margra annarra öflugra fjölmiðla í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Vangaveltur voru um það í gær- kvöld að í reynd stæði aðeins til að skipta um nafn á blaðinu, það myndi framvegis koma út sem sunnudags- útgáfa Sun sem einnig er í eigu News International. News of the World hefur verið mest selda blað í Bret- landi, vikuupplag var um 2,8 millj- ónir. Það hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna umræddra hler- ana. Mörg stórfyrirtæki ákváðu í vik- unni að hætta að auglýsa í því en svo virðist sem blaðið hafi stundað víð- tækar símhleranir og einnig greitt lögreglumönnum mútur fyrir upplýs- ingar á fyrri hluta síðasta áratugar. Mikla reiði vakti að með hler- unum einkaspæjara blaðsins var lög- reglurannsókn á morði ungrar stúlku spillt og foreldrum gefnar falskar vonir um að hún væri enn á lífi. Grun- semdir eru um að blaðið hafi líka brotist inn í síma ættingja annarra fórnarlamba morðingja, fólks sem missti ástvini í tilræðunum í Lund- únum 7. júlí 2005 og aðstandenda fall- inna hermanna í Afganistan og Írak. Hleranahneyksli felldi götublaðið  Murdoch ákvað að loka News of the World eftir að auglýsendur ákváðu að hunsa blaðið og hlutabréf í fjölmiðlaveldinu News Corp. hríðféllu á mörkuðum Reuters Sorg Aðstandendur við minnisvarða í gær um þá sem féllu 7.7. 2005. Miklir hagsmunir » Murdoch harmar í bréfi sínu að blaðið hafi sent breska þinginu yfirlýsingar án þess að hafa allar staðreyndir á hreinu. » Verð á hlutabréfum News Corp. hefur fallið hratt. » Einnig gæti leyfi News Corp. til að taka yfir sjónvarps- fyrirtækið Sky fallið niður. Um er að ræða viðskipti upp á 12 milljarða dollara. Stöðugt er deilt um það hvort far- símar geti valdið krabbameini. En að sögn fréttavefs ABC-sjónvarps- stöðvarinnar bandarísku er einnig deilt um hættuna sem búnaði í flug- vélum stafi af notkun farsíma í vél- unum. Sumir farþegar hunsi allar viðvaranir. En vefurinn segist hafa komist yfir leynilega skýrslu Alþjóða- samtaka flugfélaga, IATA, um mál- ið. Þar komi fram að árin 2003-2009 hafi verið skýrt frá 75 tilfellum þar sem hugsanlegt sé að farsímar og önnur rafeindatæki hafi valdið truflunum á búnaði vélanna. Truflanir urðu m.a. á stjórntækj- um eins og sjálfstýringu, einnig lendingarbúnaði, flugleiðsögu- tækjum og fjarskiptabúnaði. kjon@mbl.is Trufla farsím- arnir búnað far- þegaflugvéla? Þátttakendur á miklu íþróttamóti í Zhoushan í Zheji- ang á austurströnd Kína kepptu í leðjuhandbolta í gær. Yfir 400 manns taka þátt í leðjumótinu þar sem keppt verður einnig í grindahlaupi og fleiri greinum. Klasi með um 1390 eyjum, þar af 103 byggðum, myndar Zho- ushan-hérað sem er við mynni Hangzhou-flóa. Íbúar eru nær ein milljón. Fyrr á öldum notuðu kínverskir og japanskir sjóræningjar eyjaklasann sem bækistöð. Reuters Leðjan engin hindrun í handbolta Grábjörn drap göngumann í Yell- owstone-þjóðgarðinum í Bandaríkj- unum á þriðjudag þegar hann og konan hans gengu fram á birnu og húnana hennar. Konuna sakaði ekki. Er þetta í fyrsta sinn í 25 ár sem grábjörn verður manni að bana í þjóðgarðinum. Grábirnir eru nú friðaðir, þeir geta orðið allt að 680 kíló að þyngd. Þrátt fyrir stærðina geta þeir náð 55 kílómetra hraða á klukkustund. Oftast forðast þeir menn en geta verið árásargjarnir ef þeim finnst afkvæmum sínum ógnað. Grábjörn drap göngumann Þúsundir stuðningsmanna Júlíu Tímosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu og nú sakbornings í fjársvikamáli, efndu í gær til mótmæla í Kíev gegn fyrirhuguðum breytingum á eftirlaunalögum. Eftirlaunaaldur kvenna verður m.a. hækkaður. Umbæturnar eru forsenda þess að landið fái 15 milljarða dollara lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Reuters Mótmæli í Kíev Skannaðu kóðann til að lesa meira um hleranirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.