Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þessi orð tileinka ég elskuleg- um tengdaföður mínum, Ragnari Hansen. Við kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég var svo heppinn að kynnast dóttur hans. Það er alltaf svo að þeir sem eru manni samferða á lífsgöng- unni hafa mikil áhrif á líf manns. Er ég afar þakklátur fyrir að Ragnar var einn af áhrifavöldun- um í lífi mínu. Ragnar var múr- arameistari og starfaði við flísar og múrverk í rúm 60 ár. Það krefst mikillar þrautseigju að vinna við svo erfitt starf í svona langan tíma. En ef einhver var þrautseigur þá var það Ragnar; hann var dugnaðarforkur og afar úrræðagóður. Gat hann sér all- staðar gott orð. Við opnun Smára- lindar var haft viðtal í Morgun- blaðinu við Ragnar sem þá var 78 ára að aldri og elsti starfsmaður- inn við bygginguna. Hann segir í viðtalinu að þetta sé ekki lýjandi starf, heldur þvert á móti mjög góðar hreyfingar, nema það að liggja á hnjánum í heilt ár, en þar á hann við þegar þeir feðgarnir voru að leggja grjótið á gólfið í Leifsstöð. Ragnari þótti skemmti- legast að vinna með flísar og grjót því það væri lifandi verk. Múr- verk væri aftur meira einhliða en það væri gott að fara í það öðru hverju því það væri svo hressandi. Alltaf var Ragnar jafn jákvæður, bjartsýnn og kraftmikill. Hann vann við fjölmargar opinberar byggingar á höfuðborgarsvæðinu og skilur eftir sig ótrúlega mörg verk sem munu standa um ókom- in ár. Við Ragnar áttum það sameig- inlegt að vera iðnaðarmenn og gátum oft gleymt okkur við að ræða um ýmis málefni tengd vinnu okkar. Lærði ég ótalmargt af honum sem mun nýtast mér vel bæði í lífi mínu og starfi. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar Ragnar og Hjördís tengdamóðir mín keyptu nánast fokheldan sumarbústað. Það hafði verið gamall draumur þeirra að eignast sumarhús í múraraland- inu í Öndverðarnesi. Ég fékk það hlutverk að hjálpa til við að inn- rétta bústaðinn. Einnig þurftum við að láta draga hann langar leið- ir inn í landið. Áratuga reynsla Ragnars nýttist vel í þessu vanda- sama verki. Þessar stundir í sveit- inni með honum voru ógleyman- legar og verða lengi í minnum hafðar. Við áttum gott með að vinna saman og nutum þess að spjalla, grilluðum saman á kvöld- in og ekki má gleyma góðu kjöt- súpunni sem Ragnar eldaði handa okkur. Ragnar var ákaflega mikið ljúfmenni og hafði þægilega nær- veru enda var hann vinmargur og vinsæll. Ég þakka tengdaföður mínum einlæglega fyrir samfylgdina og mun aldrei gleyma honum. Hermann Þorvaldur Guðmundsson. Inn í eilífðina ertu farinn, elsku besti afi minn, mikið mun ég sakna þín. Það er ekki sjálfgefið að eiga góðan afa og finnst mér ég mjög heppin að hafa átt þig sem afa. Þið amma voruð alltaf svo góð og indæl við okkur barnabörnin og alla þá sem komu inn á ykkar hlýja heimili í Háaleitinu. Ég minnist þess svo vel hve stoltur þú varst á ættarmóti norður í landi þegar ég hafði fengið mitt fyrsta barn og var það ykkar fyrsta langömmu- og langafa- barn. Þú tilkynntir öllum að hér væri fyrsta langafabarnið. Þú varst alltaf svo stoltur af stórum barnaflokki þínum, barnabörnum og langafabörnum. Alltaf var pláss fyrir okkur barnabörnin, þó svo að fullt hús væri oft hjá ykkur ömmu. Plássleysinu var reddað með svefnbeddanum við skápinn eða á milli ykkar ömmu og þú, afi, hraust svo hátt. Það var ekki alltaf auðvelt hjá þér, afi, þú varst ungur þegar þú misstir móður þína, en þú varst þó svo duglegur og sterkur drengur, sem byrjaði að vinna mjög snemma fyrir norðan. Þegar ég heyrði viðtalið við þig á RUV fyrir fáum mánuðum fylltist ég stolti. Ég er svo stolt afastelpa þessa duglega, gáfaða og hressa manns. Þú sagðir frá því þegar þú varst ungur á Sauðarkrók og hvernig þú komst þér suður og fórst að læra til múrara. Ég var svo hissa á því hvað þú mundir mörg nöfn. Nöfn á fólki sem þú varst í sam- bandi við fyrir 50 árum, þú varst alveg ótrúlega minnugur, elsku afi minn. Þegar Nína litla fermdist hér í Danmörku, komuð þið Guðrún í ferminguna. Mikið var ég glöð að þú hafðir tækifæri á að koma til okkar. Ég var svo spennt að sýna þér húsið okkar og var ég svo ánægð þegar þú sagðir okkur að þetta hús væri vel byggt, því þú vissir svo mikið um húsbyggingar og múrverk. Þú hefur aflað þér mikillar virðingar í þínu fagi og eftir þig standa mörg prýðis múr- verkin um alla Reykjavíkurborg. Þegar ég skrifa þetta fæ ég kökk í hálsinn og í huga mínum heyri ég hlátur þinn. Það hló enginn eins og þú, afi, svo hátt og þú skelltir uppúr, hahaha og slóst á lærið á þér. Afi, þú hafðir svo skemmti- legan og einstakan húmor. Ég á eftir að sakna þess að koma á heimilið sem þið amma sköpuðuð saman. Húsið sem þú byggðir og heimilið sem amma innréttaði, svo fallegt og hlýlegt umhverfi sem þið sköpuðuð í sameiningu. Ég get ekki sagt það nógu oft hvað ég er stolt af að vera barna- barn þitt og hvað ég alltaf hef litið upp til þín, afi. Þú hefur alltaf staðið með fjölskyldu þinni, eins og sönnum manni bera að gera. Elsku besti afi minn, hvíldu í friði. Ég veit að það eru margir sem taka vel á móti þér þar sem þú ert núna og skilaðu kveðju og stóru faðmlagi til ömmu frá mér, ég veit að amma hefur beðið eftir þér. Elsku mamma, Helga, Friðrik, Hulda, Kristín, Kiddi, Sólveig, Ragnar Stefán og Guðrún. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinzta sinni. (Friðrik Hansen.) Þú munt ætíð lifa í hjörtum okkar, elsku afi. Hjördís Helga og fjölskylda. Elsku afi minn, ég trúi því varla að þú sért farinn. Þú varst alltaf svo mikill nagli, harður af þér og afskaplega duglegur. Þú varst líka ljúfasti maðurinn, með stærsta hjartað og fallegasta hlát- urinn. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að eiga þig sem afa. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en brosandi og í góðu skapi. Þú talaðir við fuglana, sagðir sögur og kenndir mér að leggja kapal. Ég hef átt óteljandi fleiri góðar stundir með þér, þú varst besti afinn. Ég sakna þín sárt og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, en ég veit að nú ertu kom- inn til ömmu og englanna. Eva María Finnjónsdóttir. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að en við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar eins lengi og við fengum. Nú ertu farinn frá okkur en við huggum okkur við það að amma tekur á móti þér. Heimili ykkar var alltaf þar sem hjarta fjöl- skyldunnar sló og þangað sóttust allir eftir að koma. Þegar við vor- um litlar telpur þótti okkur líka eftirsóknarvert að fá að gista hjá ykkur. Okkur eru mjög minni- stæðir allir leikirnir sem þú kenndir okkur eins og afasönginn og að leggja kapal. Einnig fannst okkur gaman að fá að koma í sum- arbústaðinn þinn og ef við vorum heppnar þá var okkur boðin fræga naglasúpan þín. Við munum minnast þín sem einstaklega ljúfs og góðs afa sem var alltaf tilbúinn að taka þátt í lífi okkar en einnig sem mjög lífs- glaðs og ævintýragjarns manns. Við munum reyna að fylgja í fót- spor þín og njóta efri áranna eins og við sáum þig gera. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt okk- ur og fyrir alla ástina sem þú gafst okkur bæði í orði og gjörð- um. Þínar Berglind Hansen og Jóhanna Lilja Birgisdóttir. Afi Ragnar, alltaf svo hraustur, sterkur og vinnusamur. Þannig komstu mér alla tíð fyrir sjónir, léttur og kvikur. Það er margs að minnast, þegar hugsað er til baka. Ég varð þess snemma aðnjót- andi að fá að vinna með þér og pabba, minnir að ég hafi verið tólf ára þegar ég var farin að vinna með ykkur svona reglulega. Og það voru mörg stórverkin sem við unnum við í áranna rás. Fyrir það er ég sérstaklega þakklátur, að hafa fengið að vinna með afa mín- um og læra af, það eru sjálfsagt ekkert margir sem fá að kynnast afa sínum á þann hátt, og kem ég til með að búa að þeirri reynslu út ævina. Þú varst alltaf vel liðinn í hópi vinnufélaga og annarra með tóbakshornið og klútinn við hönd- ina. Það er vonandi að við pabbi njótum þeirrar gæfu að eiga jafn gott samstarf og þið áttuð í gegn- um öll þessi ár. Það var aðdáun- arvert – og forréttindi að fá að fylgjast með og læra. Það var erfitt að horfa á eftir þér í veikindunum en ég er feginn því að hafa náð að koma og kveðja þig, þín verður sárt saknað. Vertu sæll, elsku afi. Samúðarkveðjur til ættingja og vina. Þinn Þorsteinn Ingi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa um afa Ragnar. Það fyrsta sem kem- ur upp í huga mér þegar ég hugsa um hann er hláturinn hans. En hann hafði einstaklega skemmti- legan hlátur og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér. Einnig á ég margar góðar minningar um hann í sumarbú- staðnum. Þar var oft glatt á hjalla og margt fólk, enda áttu afi og amma 8 börn og fullt af barna- börnum og barnabarnabörnum. Elsku afi, ég kveð þið með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Hulda María. Á blíðu sumri er blærinn kyssti jörð, og blóm um vog og fjörð, þá hittumst við og hjörtun ungu af hamingju og gleði sungu. En víða lágu leiðir, langir vegir breiðir skildu okkur að. En seinna aftur saman, söngur var og gaman, sæla sýnist það. Svo elskulegir endurfundir og allt varð bjart í sálu mér, að rifja upp okkar yndisstundir og aftur vera í faðmi þér. (GSG) Góður maður er genginn og hans verður lengi saknað, Ragnar Hansen lést á föstudagsmorgun 1. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Öll börnin hans átta voru hjá honum síðustu tvo sólar- hringana sem hann lifði. Síðasta tárið er runnið, síðasta andvarpið tekið, augun slokkna, engill dauð- ans hefur farið hjá. Við stöndum eftir og hugsum um vininn sem fór svo skyndilega frá okkur, söknuðurinn er svo mikill og sár. En við vitum líka að nú þarf hann ekki lengur að kveljast, og það er huggun í harmi. Ragnar var Skagfirðingur ætt- aður frá Sauðárkróki, hann var lærður múrari og viðurkenndur góður fagmaður. Leiðir okkar Ragnars lágu saman í Skagafirði 1941, við vorum táningar eins og sagt er í dag, næstu sex árin átt- um við oft samleið. Síðan skildu leiðir og við eignuðumst hvort sína fjölskyldu, hann átti sín átta börn með sinni konu og ég mín fjögur með mínum manni. En 60 árum seinna, þegar við vorum bæði búin að missa okkar maka, hittumst við af tilviljun og þá blómstraði æskuástin aftur og við áttum saman 10 góð ár í fjarbúð. Við áttum yndislegt tímabil, ferð- uðumst bæði utanlands og innan og áttum marga góða vini saman. Ég er afar þakklát fyrir þessi ár og fjölskylda mín þakkar honum samfylgdina. Þegar mér líður illa leita ég til baka til þess tíma þegar þú varst hér og minningarnar um hláturinn, fallega brosið og hlýjuna þína ýta öllum sársaukanum burt. (Höf. ók.) Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. (Jón Trausti) Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Guðrún S. Guðmundsdóttir. Í friði og hvíld, sem frelsarinn þér bjó, er ferðin hafin til ljóssins sala. Þar ríkir kyrrð um roðagullin sjó, en raddir þagna inn til fjalladala. (IÞ) Okkur langar að minnast í nokkrum orðum Ragnars Hansen en hann var mjög kær fjölskyldu- vinur okkar og kærasti móður minnar. Ragnar var einstaklega vænn og góður maður, alltaf boð- inn og búinn ef einhvern vantaði aðstoð. Það var svo yndislegt að sjá blikið á augunum og brosin hjá þeim mömmu og Ragnari til hvors annars. Í fjölskylduboðum og öðru sem við fjölskyldan vor- um að gera var Ragnar alltaf með okkur, enda orðinn einn af okkur, barnabörnin mín kölluðu hann Ragnar afa. Ragnar og mamma áttu 10 góð ár saman í fjarbúð, ferðuðust saman og nutu sam- vista við hvort annað. Mér og fjöl- skyldu minni reyndist Ragnar einstaklega vel og þökkum við honum fyrir um leið og við kveðj- um yndislegan og góðan mann sem vissulega setti mark sitt í hjörtu okkar. Svo snögglega kom kallið en þrautargöngu Ragnars er lokið og huggun okkar er sú að núna líði honum vel. Við biðjum góðan Guð að gefa öllum ástvin- um hans og móður minni styrk á þessum sorgartíma. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók) Far í friði og Guð blessi þig og varðveiti. Takk fyrir allt og allt. Hrafnhildur, Símon og fjölskyldur. V i n n i n g a s k r á 10. útdráttur 7. júlí 2011 A ð a l v i n n i n g u r Toyota Avensis Toyota Land Cruiser Kr. 5.000.000 kr. 10.000.000 (tvöfaldur) 1 8 2 8 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 3 4 4 4 2 0 5 2 6 3 9 4 5 5 4 6 3 4 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5609 24817 38011 56437 65963 77821 17530 32797 43702 56810 71230 79929 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 3 7 6 1 3 1 8 0 2 5 5 9 0 3 6 8 9 4 4 6 2 1 4 5 7 1 5 6 6 6 3 8 3 7 4 3 9 7 2 9 3 7 1 3 2 4 6 2 5 7 2 0 3 7 1 7 9 4 7 5 5 6 5 9 2 3 8 6 6 9 5 4 7 4 4 1 1 3 1 3 8 1 5 6 9 2 2 6 2 5 3 3 9 6 0 0 4 9 7 3 6 6 1 4 5 2 6 8 0 1 2 7 4 7 0 6 4 0 3 2 1 8 9 8 9 2 8 1 3 0 4 0 0 9 2 5 0 2 5 8 6 1 6 2 7 7 1 6 9 4 7 5 5 9 2 4 4 8 5 2 0 0 3 0 2 8 7 7 6 4 1 6 3 4 5 0 6 7 6 6 1 7 4 9 7 1 8 2 8 7 6 5 8 6 7 2 7 3 2 0 0 6 4 3 2 2 7 0 4 2 0 7 6 5 1 6 2 1 6 1 7 5 7 7 2 3 4 5 7 6 7 7 4 7 7 0 4 2 0 6 1 1 3 2 3 1 2 4 2 1 0 1 5 4 5 3 8 6 2 1 6 2 7 2 7 9 9 7 7 0 9 0 1 0 7 8 3 2 0 7 6 6 3 2 9 3 5 4 2 8 3 6 5 4 6 9 9 6 2 4 0 7 7 3 9 2 4 7 7 2 0 1 1 1 5 8 8 2 4 0 5 8 3 6 3 8 1 4 3 4 4 4 5 6 7 4 3 6 3 0 0 1 7 3 9 7 6 7 8 8 6 7 1 2 8 6 0 2 4 6 8 1 3 6 5 5 2 4 5 6 8 7 5 6 9 2 0 6 3 6 8 9 7 4 1 1 3 7 9 6 6 8 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 1 0 4 8 4 3 4 2 0 2 8 5 3 2 2 4 4 4 6 1 1 0 5 6 5 7 5 6 4 4 9 3 7 3 6 5 1 3 7 2 8 6 1 8 2 0 4 9 4 3 2 9 9 0 4 6 6 1 7 5 6 8 1 7 6 4 6 1 0 7 3 7 9 3 5 6 9 9 9 7 4 2 0 8 8 9 3 4 5 2 5 4 6 6 5 7 5 6 9 8 8 6 5 8 2 0 7 4 0 0 3 1 1 1 0 1 0 2 1 9 2 1 3 0 1 3 5 1 1 9 4 6 8 0 3 5 7 2 8 8 6 6 8 3 9 7 4 1 4 7 1 3 5 8 1 0 4 0 3 2 1 6 7 4 3 6 3 7 7 4 6 8 7 4 5 7 6 9 7 6 7 3 4 2 7 5 2 7 2 1 5 5 8 1 0 8 6 4 2 2 2 6 7 3 6 4 0 6 4 7 0 1 1 5 7 8 1 2 6 7 5 6 6 7 5 2 7 5 1 5 7 8 1 0 9 1 1 2 2 9 9 1 3 6 6 0 4 4 7 1 7 5 5 7 9 8 9 6 7 5 7 5 7 5 7 7 6 1 6 3 6 1 0 9 1 6 2 3 2 2 6 3 6 7 4 3 4 9 3 5 8 5 8 1 8 1 6 7 7 6 5 7 5 9 8 7 1 7 9 7 1 1 8 8 0 2 3 3 1 4 3 6 9 4 2 4 9 6 2 5 5 8 3 0 6 6 7 9 3 3 7 6 3 2 3 2 2 7 3 1 2 3 3 7 2 3 3 6 0 3 7 2 1 8 4 9 8 4 3 5 8 3 6 7 6 8 2 5 0 7 6 8 5 1 2 8 9 3 1 3 1 2 0 2 4 0 1 1 3 8 7 9 7 4 9 8 7 5 5 8 3 9 3 6 8 2 7 6 7 7 0 1 1 3 3 3 5 1 3 4 3 8 2 4 0 3 2 3 9 4 1 8 4 9 9 3 2 5 8 4 4 8 6 8 4 4 3 7 7 1 5 2 3 4 9 9 1 3 5 1 8 2 4 2 2 0 3 9 5 5 1 5 0 0 8 7 5 8 4 7 8 6 8 4 9 5 7 7 1 5 4 3 6 2 2 1 3 5 3 9 2 4 5 3 4 3 9 6 0 5 5 0 3 1 4 5 8 6 9 6 6 8 6 7 5 7 7 2 9 1 3 7 3 0 1 3 5 6 2 2 4 9 9 5 3 9 8 7 1 5 0 5 6 5 5 9 5 9 3 6 8 8 7 7 7 7 4 1 5 3 8 5 9 1 4 5 6 0 2 5 0 1 4 4 0 1 3 6 5 0 6 0 6 5 9 8 8 6 6 8 9 8 7 7 7 4 5 3 4 1 0 3 1 4 5 9 1 2 5 4 2 7 4 0 2 8 6 5 0 6 2 8 6 0 2 2 8 6 9 0 3 4 7 7 8 5 6 4 2 9 5 1 4 6 1 0 2 6 4 1 2 4 0 5 1 9 5 0 8 7 7 6 0 6 0 7 6 9 3 3 1 7 8 1 6 8 4 5 1 3 1 5 0 3 8 2 6 7 5 5 4 0 7 2 6 5 1 0 0 8 6 0 9 5 4 6 9 6 9 5 7 8 7 9 3 4 6 4 7 1 5 3 3 6 2 6 8 9 5 4 0 8 9 5 5 1 0 3 5 6 0 9 7 2 7 0 1 5 8 7 9 1 3 1 4 7 2 0 1 5 5 9 6 2 7 0 8 1 4 1 6 5 7 5 1 6 5 9 6 1 7 1 9 7 0 3 3 2 7 9 3 7 8 5 0 9 2 1 6 3 7 3 2 8 2 5 8 4 2 4 5 1 5 1 8 5 0 6 1 8 0 0 7 0 6 1 0 7 9 4 4 4 5 2 5 0 1 6 8 4 8 2 8 8 7 3 4 2 4 9 8 5 2 0 9 2 6 1 9 9 5 7 1 0 7 9 7 9 4 8 0 5 9 6 6 1 6 9 1 0 2 9 6 8 2 4 2 6 2 8 5 2 6 9 7 6 2 2 6 3 7 1 5 0 6 7 9 7 5 0 6 1 6 1 1 7 4 1 5 2 9 7 4 8 4 2 9 8 0 5 2 8 5 2 6 2 5 6 4 7 1 7 5 3 7 9 7 7 0 6 4 1 9 1 7 5 2 7 2 9 8 8 1 4 3 4 8 8 5 4 2 2 5 6 2 7 6 2 7 1 8 7 4 7 9 7 8 8 6 9 6 1 1 8 1 1 1 3 0 5 6 6 4 4 0 6 4 5 4 7 4 7 6 3 2 1 5 7 2 8 0 6 7 0 6 8 1 8 1 4 6 3 1 2 0 1 4 4 4 2 5 5 4 9 5 8 6 3 7 6 2 7 2 9 1 7 7 3 0 6 1 8 3 2 4 3 1 4 1 4 4 4 5 9 6 5 5 1 1 7 6 3 7 7 5 7 2 9 5 5 7 3 7 4 1 8 4 4 0 3 1 8 1 0 4 4 6 5 8 5 5 1 4 5 6 4 0 3 9 7 3 1 2 6 7 7 8 2 1 8 6 4 8 3 2 1 0 3 4 5 2 3 8 5 5 2 0 0 6 4 1 3 3 7 3 4 4 1 7 8 7 4 2 0 1 1 6 3 2 2 4 2 4 5 3 1 4 5 5 2 4 2 6 4 4 5 6 7 3 4 7 4 Næstu útdrættir fara fram 14. júlí, 21. júlí & 28. júlí 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Æskuvinkona mín Ólafía Sigríður Guðbergsdóttir lést 4. júní síðast- liðinn. Kynni okkar hófust þegar ég kom að Ási, en þar átti Ollý heima. Við vorum 7 ára og þá hófst vinátta okkar sem hélst ævi- langt. Aldrei bar skugga á þó svo við hefðum ekki alltaf sömu skoð- anir, breytti það engu um vinátt- una. Við áttum yndislega æsku, það var ótrúlegt hvað alltaf var gaman og hvað okkur datt margt í hug. Ég minnist björtu daganna í sveitinni, glaðværs hláturs og skemmtilegu leikjanna. Þegar við vorum fjarri hvor annarri þá skrifuðumst við alltaf á enda á ég bunka af bréfum frá Ollý. Ég las þau nýlega fyrir hana, báðum til mikillar gleði. Ollý var vel gefin og hefði átt auðvelt með að ganga menntaveg- inn en aðstæður leyfðu það ekki. Hún fór í kvöldskóla í tvo vetur og gekk námið mjög vel. Við hjónin og þau Ollý og Ísleifur fórum oft Ólafía Sigríður Guðbergsdóttir ✝ Ólafía SigríðurGuðbergsdóttir fæddist í Reykjavík 4. desember 1931. Hún lést á Land- spítalanum 4. júní 2011. Útför Ólafíu Sig- ríðar fór fram í kyrrþey. saman í útilegur. Þaðan eigum við skemmtilegar minn- ingar. Eitt sinn ætl- uðum við hjónin að fara um Vestfirði, þá hringdi Ollý og vildi koma með. Ísleifur komst ekki, svo mín dreif sig með tjald- vagninn og Tinna og ók á eftir okkur alla leið í Kaldalón. Allt gekk vel. Ísleifur lést 1998. Seinni árin voru henni erfið. Hún dró sig í hlé og var við rúmið síðustu árin. Kraftarnir voru að þverra. Við höfðum alltaf samband til hins síðasta. Hún hafði gaman af að tala um gamla tímann, sérstak- lega frá Ási, þá varð hún minnug þrátt fyrir veikindi sín. Þá var hláturinn ekki langt undan. Nú er Ollý farin, eftir lifa góðar minningar sem ég er þakklát fyr- ir. Útför Ollýjar var afar falleg en hún fór fram í kyrrþey. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Ég kveð vinkonu mína með söknuði og þakka fyrir okkar ævi- löngu vináttu. Hulda Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.