Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það hefur ekki farið framhjá mörg- um að hljómsveitin Quarashi mun stíga á svið eftir langt hlé á Bestu útihátíðinni sem fer fram á Gadd- staðaflötum um komandi helgi. Hljómsveitin ætlar hins vegar að halda lokatónleika á Nasa laugar- daginn 16. júlí og deginum áður verða litlir upphitunartónleikar með hluta af sveitinni á Sódómu auk ann- arra tónlistarmanna. Miðinn á loka- tónleikana gildir einnig á Sódómu í samræmi við leyfi fyrir fjölda. Mikill spenningur fyrir þessari sögulegu endurkomu hefur myndast og tæplega 9.000 manns hafa nú tryggt sér miða á hátíðina. Birgir Örn Steinarsson, oftast þekktur sem Biggi í Maus, er einn af skipuleggjendum Bestu útihátíð- arinnar. „Við höfðum trú á því að þetta gæti gerst en maður veit samt aldrei. Maður er náttúrlega að plata fólk til þess að pakka dótinu sínu niður og fara út á land og vera þar í nokkra daga á tónleikahátíð. En við irbúning hafa gengið vel og það sé ánægjuleg og jákvæð lífsreynsla að koma aftur saman. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, vægast sagt!“ Aðspurður hvort það hafi ver- ið erfitt að rifja upp gamla takta sagði hann: „Smám saman kemur þetta. Það þurfa allir að rifja up eitt- hvað, þetta er ekki frír hádegis- matur heldur er þetta alveg helvíti mikil vinna. En það eru allir í góðum fíling fyrir þessu.“ Svakaleg sýning í vændum á Gaddstaðaflötum Að sögn Sölva hefur mikið verið lagt upp úr sviðsframkomu Quarashi og geta gestir átt von á mögnuðum tónleikum. „Við erum búnir að búa til alveg ógeðslega flott „show“ með öllu tilheyrandi. Við munum taka gömul lög í bland við ný og jafnvel lög sem hafa sjaldan heyrst á Quar- ashi-tónleikum áður. Þetta verður bara leiksýning frá a til ö,“ segir Sölvi sem kveðst vera orðinn spennt- ur fyrir tónleikunum. „Okkur fannst frábært að geta farið út á land og blásið í herlúðra Íslands árið 2011.“ Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Reyna að redda líkbíl fyrir Nasa  Fimmtán ára gamla hljómsveitin Quarashi kveður fyrir fullt og allt í borginni sem þeir fæddust í  „Ógeðslega flott skemmtun með öllu tilheyrandi“ bíður gesta Bestu útihátíðarinnar Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hyggst Quarashi gefa Stígamótum 500 þúsund af þeim tekjum sem hljómsveitin hefur af því að koma fram á Bestu útihátíðinni. Í fréttatilkynningu kemur fram að forsvars- menn hátíðarinnar, hljómsveitin Quarashi, sem og aðrar hljómsveitir sem þar koma fram vilji leggja þunga áherslu á að ofbeldi og sér í lagi kynferðislegt of- beldi verði ekki liðið á hátíðinni. Jafn- framt kemur fram í tilkynningunni að það sé draumur hátíðarhaldara og allra hljómsveitanna sem þar koma fram að allir geti verið stoltir af og sáttir með hátíðina. Nei!-hreyfingin, starfandi síð- an 2003, hefur frá upphafi sótt útihátíðir til þess að vekja at- hygli á alvarleika nauðgana og fyrirbyggja að slík ofbeldisverk séu framin. Nei!-hreyfingin verð- ur því til staðar á Bestu útihá- tíðinni og eru forsvarsmenn hennar þakklátir fyrir að hún verði hátíðargestum sýnileg og einnig að boðskapur hreyfing- arinnar verði sem mestur innan um tónlistina og gleðina. Kynferðislegt ofbeldi verður ekki liðið á hátíðinni „EIN NAUÐGUN, EITT OFBELDISVERK ER EINU OF MIKIГ settum markið hátt og vildum fá 10.000 manns þarna og það virðist ætla að takast,“ segir Biggi um há- tíðina. Jarðarförin haldin á Nasa Þetta eru þó ekki einu tónleikarn- ir sem félagarnir í sveitinni munu bjóða upp á en allra síðustu tónleik- arnir fara fram á Nasa við Austur- völl þann 16. júlí næstkomandi. „Sú ákvörðun er á grundvelli þess að það lítur út fyrir að það komist færri að en vilja á bestu hátíðina. Við ákváðum því að grípa til ráð- stafana og þjóna þeim líka sem eru sófadýr en fíla Quarashi og eru gamlir aðdáendur. Við ætlum að kveðja fyrir fullt og allt í borginni sem við fæddumst í,“ segir Sölvi Blöndal, með- limur Quarashi. „Fyrir okkur er þetta hin „of- ficial“ jarðarför Quar- ashi. Við ætlum líka að reyna að redda líkbíl til að keyra á Nasa, án gríns.“ Sölvi segir und- Spenna Frá vinstri: Sölvi, Steini, Hössi, Ómar og Tiny hafa verið á stífum æfingum til að gíra sig upp fyrir tónleikatvennuna sem framundan er og eru komnir í mjög gott stuð. Tveir íslenskir fatahönnuðir hafa ákveðið að taka saman höndum og opna búð yfir sumarmánuðina sem eftir eru. Búðin ber nafnið The Work Shop og verður til húsa að Bergstaðastræti 4. Það eru fata- hönnuðirnir Helga Lilja Magn- úsdóttir og Berglind Árnadóttir sem standa á bak við búðina en þær hanna undir merkjunum Helicopter og Begga design. „Við hittumst í fyrsta sinn á Pop- Up-markaði um miðjan júní í ár og núna er búðin tilbúin til opnunar,“ segir Helga Lilja. Stöllurnar verða með vinnustofu á efri hæðinni þar sem þær munu teikna, sauma og vinna að næstu línum. „Á neðri hæðinni erum við svo með vörur eftir okkur báðar, föt og fylgihluti fyrir konur á öllum aldri og að auki erum við svo með spænsk barnaföt sem vinkona mín hannar,“ bætir Berglind við. Til að byrja verður búðin aðeins opin í um tvo mánuði en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Opnunar-húllumhæ verður hald- ið í búðinni í dag milli kl. 17:00 og 22:00. Þar mun DJ Pilsner halda uppi fjörinu en einnig verður á boð- stólum bjór og léttar veitingar ásamt því að vinkonurnar veita 10% afslátt af vörum sínum. gunnthorunn@mbl.is Hönnunarbúð verður opin í tvo mánuði Girnilegt Búðin verður formlega opnuð í dag með hressilegu opnunarteiti. Snorri Ásmundsson var nýlega á listahátíð í Baku, í Aserbaídsjan sem var kostuð af forseta þess lands. Hátíðin bauð til sín 25 lista- mönnum frá 20 löndum og komu virt söfn einsog MoMA (Museum of Modern Art) að hátíðinni. Þetta virðist samt vera heimilisleg hátíð því samkvæmt fréttum mun kona forsetans, Mehriban Aliyeva, hafa sýnt eigin verk á hátíðinni í fyrra. Snorri er á leið til Portland þarsem hann opnar einkasýningu í Rock- box fine art 7. júlí. Hinn 15. júlí er svo sýning opnuð í Wood street galleries í Pittsburgh sem ber heit- ið Long are the days, short are the nights (Recent Icelandic art). Þar sýna með Snorra sjö íslenskir lista- menn, þau Bryndís Hrönn Ragn- arsdóttir, Darri Lorenzen, Egill Sæbjörnsson, Elín Hansdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson og Kolbeinn Hugi Hösk- uldsson. Snorri Ásmunds á ferð og flugi Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaðurinn Snorri Ásmunds- son hefur getað deilt reynslu sinni af forsetaframboði með for- seta Aserbaídsjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.