Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 8
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er góð bakarísmenning á Króknum, fólk er duglegt að fara í bakaríið. Á móti kemur hvað við er- um fá,“ segir Róbert Óttarsson sem rekur Sauð- árkróksbakarí. Sauðárkróks- bakarí er við Að- algötu í gamla bænum á Sauð- árkróki. Versl- unum og þjón- ustufyrirtækjum einyrkja hefur fækkað. Þó eru merki um að gamli bærinn sé að vakna, fólk er að gera upp gömul hús og starfsemi að færast í þau. „Fólk er ekki nógu duglegt að nota þessa þjónustu. Það vantar samstöðu sem nauðsynleg er til að verslunin á staðnum þrífist,“ segir Róbert. Ekta amerískir kleinuhringir Hann leggur áherslu á handverkið í bakaríinu og verksmiðjufram- leiðsla er eitur í hans beinum. „Ég reyni að vera á tánum með það nýja en halda jafnframt í það gamla því viðkvæmt getur verið ef út falla vöruflokkar sem fólk hefur keypt lengi,“ segir bakarinn. Róbert við- urkennir að samkeppnin við stóru bakaríin sé erfið. Hann segist ekki eiga möguleika þar sem sérhæfingin er mest. „En það er allt í lagi, ef ég get bætt mig á öðrum sviðum.“ Hann nefnir að Sauðárkróksbak- arí sé eitt af örfáum bakaríum sem búi til ameríska kleinuhringi sem fólk leggi töluvert á sig til að fá í stað innfluttra kassahringja sem víðast eru á boðstólum. Þegar blaðamaður skoðaði sig um í bakaríinu var verið að taka „gömlu“ hunangskökurnar út úr ofninum en það eru dæmigerð- ar handverkskökur sem tekur tíma að gera. Róbert hefur einnig gert tilraunir með að nota skagfirskt korn í brauð. „Kúabóndi fékk fjögur tonn af hveitikorni og spurði hvort ég gæti notað það. Ég svaraði því til að fyrst hann væri svo vitlaus að reyna þessa ræktun væri ég ekki of góður til að prófa að baka úr því,“ segir Róbert. Hann segir að fólk kunni að meta rúnnstykki og annað brauðmeti úr skagfirsku hveiti og byggi. Kornið sé minna unnið en það innflutta og fari brauðin vel í fólk. „Útlandastemmning“ Róbert hefur verið að laga til í kringum bakaríið og málaði í fyrra. Við hlið þess var hús í niðurníðslu sem Róbert keypti til niðurrifs. Í stað þess að útbúa bílastæði sem raunar vantar á þessum slóðum lét hann hlaða stétt með garði í kring. Á góðviðrisdögum er útisvæðið viðbót við kaffihúsið sem hann rekur í bak- aríinu. Þarna er einnig hægt að vera með samkomu, til dæmis á Sæluviku, og hljómsveitir hafa leikið uppi á þak- inu. „Það væri gaman að geta verið með „útlandastemmningu“ með teppum þannig að fólk geti setið úti fram á kvöld.“ Reyni að halda í það gamla  Gamalgróin bakarísmenning á Sauðárkróki  Þriðja elsta bakarí landsins  Róbert Óttarsson bakari segist leggja mikla áherslu á handverkið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útlandastemmning Í góðu veðri kjósa margir gestir að njóta veitinganna á útiveitingastaðnum, við gafl Sauð- árkróksbakarís, við Aðalgötuna á Króknum. Róbert lét útbúa þessa aðstöðu eftir að hann keypti bakaríð. Sögufrægt bakarí » Sauðárkróksbakarí er þriðja elsta bakarí landsins. » Saga þess hefst um 1880 þegar Carl Fredriksen stofnaði fyrstu brauðgerð á Sauðár- króki. » Guðjón Sigurðsson tók við rekstrinum á fjórða áratug síð- ustu aldar og byggði upp bak- arí og íbúðarhús við Aðalgötu þar sem bakaríið er í dag. » Róbert Óttarsson lærði bak- araiðn hjá föður sínum, Óttari Bjarnasyni, sem rak bakaríið í 25 ár – og keypti það fyrir fimm árum. » 12-13 fastir starfsmenn eru í bakaríinu og 17 yfir sumarið. Róbert Óttarsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bakarí Nóg hefur verið að gera við baksturinn hjá Sauðárkróksbakaríi. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Árni Þór Sigurðsson, fyrrver-andi andstæðingur aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu, var glaðbeittur í Brussel á dögunum. Hann fékk tækifæri til þess að fylgja þangað Öss- uri Skarphéðins- syni, utanríkis- ráðherra, og aðstoða hann við að semja Ísland inn í Evrópusambandið.    Árna Þór Sig-urðssyni, núverandi þing- manni Vinstri grænna, hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð Al- þingis og oft fundið að því að þar sé ekki nægilega faglega unnið. Þess vegna var það sem Árni Þór Sig- urðsson, núverandi formaður utan- ríkismálanefndar, lagði áherslu á það í Brussel að hann mundi hafa utanríkismálanefnd mjög með í ráðum um framhaldið.    Það var auðvitað bæði eðlilegt ogsjálfsagt að Árni Þór Sigurðs- son, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, legði áherslu á samráð við utanríkismálanefnd Al- þingis um jafn mikilvægt utanrík- ismál.    En það var jafn óeðlilegt að ÁrniÞór Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður í Brussel, skyldi nokkrum dögum síðar hafna beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, um fund í utanríkis- málanefnd, til að ræða afstöðu utanríkisráðherra til hagsmuna- gæslu Íslands í viðræðunum.    Árni Þór Sigurðsson, fyrrver-andi stjórnarmaður í Heims- sýn og núverandi stuðningsmaður umsóknar um aðild að ESB, þarf ekki að fylgja orðum sínum eftir með þessum hætti til að sannfæra fólk um hver trúverðugleiki hans er. Árni Þór Sigurðsson Jafn trúverðugur nú sem fyrr STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 heiðskírt Bolungarvík 12 heiðskírt Akureyri 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 11 alskýjað Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 17 skúrir Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 13 skúrir London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 30 skýjað Moskva 22 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 26 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:22 23:45 ÍSAFJÖRÐUR 2:33 24:44 SIGLUFJÖRÐUR 2:12 24:30 DJÚPIVOGUR 2:40 23:26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.