Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Sigling Þó erfiðlega virðist ganga að sigla þjóðarskútunni er ástæðulaust að óttast um framtíðina því unga fólkið í Fjölskyldugarðinum í Laugardal í Reykjavík kann augsýnilega vel til verka. Ómar Berlín | Frá því að skuldakreppa Grikkja hófst 2010 ættu helstu ríki Evrópu að hafa skilið hver áhættan er og hverjar afleiðing- arnar gætu orðið fyrir Evrópusambandið. En fyrir þá sem fylgjast með málinu utan frá lítur ekki út fyrir að svo sé. Kreppan snerist ávallt um miklu meira en Grikkland: skipulagslaust greiðslufall þar í landi gæti valdið hættu á að efnahagur annarra ESB-ríkja á suðurjaðrinum, sumra mjög stórra, lenti í fjárhagslegu svartholi ásamt nokkrum helstu bönkum og tryggingafélögum álf- unnar. Heimurinn gæti í kjölfarið hafnað í annarri fjármálakreppu, áfallið gæti orðið jafn mikið og haustið 2008. Þetta myndi einnig valda miklum bresti á evrusvæðinu og sameiginlega markaðssvæðið myndi þá ekki sleppa óskaddað. Í fyrsta sinn í sögu þess er sjálft framhald Evrópusamstarfsins í húfi. Og samt hafa ESB og mik- ilvægustu aðildarríki þess sýnt ráðleysi og hik. Ástæðan er eig- ingirni þjóðanna og hrikalegur skortur á forystu. Ríki geta farið á hausinn eins og fyrirtæki, en ólíkt þeim hverfa þau ekki þegar það gerist. Þess vegna ætti ekki að refsa ríkj- um og ekki vanmeta langtímahagsmuni þeirra. Aðstoða þarf ríki í greiðsluþroti við að endurskipuleggja sig á sviði fjármála og á mun fleiri sviðum svo að þau geti unnið sig út úr erfiðleikunum. Þetta á svo sann- arlega við um Grikk- land, en vandinn vegna galla á uppbyggingu og innviðum gríska ríkisins er mun meiri en jafnvel vandinn vegna fjármálanna. Fram til þess hafa ESB og gríska stjórn- in ekki tekist á við vanda innvið- anna. En þau verða að þróa (og fjármagna) rétta áætlun um end- urreisn efnahagsins til þess að sýna Grikkjum – og hræðslugjörn- um fjármálamörkuðum – að ljós sé við endann á göngunum. Allir vita að Grikkjum mun ekki takast að vinna sig út úr kreppunni nema geysimiklum skuldum verði létt af þeim. Eina spurningin er hvort skuldir ríkisins verði end- urskipulagðar með yfirveguðum hætti eða með fumi og smitandi fáti. En það er sama hvort verður of- an á, umræðurnar í Þýskalandi um það hvort rétt sé að borga skuldir Grikkja eru fáránlegar. Það er ekki gerlegt að neita að borga vegna þess að Þýskaland og öll önnur evruríki eru á sama báti. Hætta væri á að greiðslufall í Grikklandi tæki þau með sér í fall- inu af því að strax myndu vakna áhyggjur af því hvort mikilvægir bankar og tryggingafyrirtæki í Evrópu gætu staðið við skuldbind- ingar sínar. Eftir hverju eru þá leiðtogar evruríkjanna eiginlega að bíða? Eru þeir hikandi við að sýna þjóð- um sínum hreinskilni af ótta við að þeirra eigin pólitíska framtíð sé í húfi? Fjármálakreppan í Evrópu er í reynd pólitísk kreppa af því að leiðtogar ESB geta ekki tekið ákvörðun um nauðsynlegar aðgerð- ir. Þess í stað er tímanum sóað í léttvægari mál sem eiga að miklu leyti rætur í innanlandsáhyggjum. Vissulega er það rétt í grundvall- aratriðum að segja að bankarnir eigi að taka þátt í að leysa skulda- vandann. En það er lítið vit í því að halda áfram að krefjast þess meðan töp hjá bönkum sem álitnir eru „of stórir til að falla“ gætu orðið kveikjan að nýrri fjár- málakreppu. Ef þessi aðferð hefði einhvern tíma átt að virka hefðu menn orðið að gera umbætur á fjármálakerfinu þegar á fyrri hluta ársins 2009, en það tækifæri fór að miklu leyti forgörðum. Fjármálakreppan mun halda áfram að grafa undan stöðugleika í ESB meðan lífshættuleg, pólitísk kreppan í sambandinu er óleyst. Það sem lausnin hlýtur að snúast um er vissan um að evran – og með henni allt Evrópusambandið – muni ekki lifa af nema aukinn póli- tískur samruni verði að veruleika. Ef Evrópumenn vilja halda evr- unni verðum við að stefna ótrauð að pólitískum samruna; gerist það ekki munu evran og evrópska sam- starfið lúta í lægra haldi, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Evrópa myndi þá glata nærri öllu sem hún hefur öðlast síðustu hálfa öldina með því að hverfa frá þjóðernishyggjunni. Þegar horft er til þess að við eygjum nýtt heims- kerfi sem mun senn taka við myndi þetta þýða harmleik fyrir Evrópumenn. Því miður fór það svo að þegar Jean-Claude Trichet, yfirmaður Seðlabanka Evrópu, mælti nýlega með skrefi í þessa átt og stakk upp á að stofnað yrði embætti „fjármálaráðherra Evrópu“ vísuðu þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir hugmyndinni umsvifalaust á bug. Sárafáir í ráðherraráði ESB virð- ast átta sig á því hvað evrópska kreppan er djúp. Ætli menn að leysa þessa kreppu er þörf á meiri samruna Evrópuríkjanna, ekki minni. Og það er vissulega rétt að auðug ríki – fyrst og fremst Þýskaland – munu þurfa að borga fyrir leiðina út úr vandanum. Þýskaland og Frakkland, tveir langmikilvægustu aðilarnir að þessari kreppu, munu þurfa að móta sameiginlega stefnu vegna þess að einvörðungu þessi tvö ríki eru fær um að þröngva í gegn lausn ef þau vinna saman. Vandinn er að þegar Frakkar gengu til þjóðaratkvæðis um stjórnarskrá ESB árið 2005 var lagt bann við meiri pólitískum samruna og nú lítur úr fyrir að Þjóðverjar muni stöðva frekari samruna í efnahags- málum. Þess vegna þarf að hefja tvíhliða samræður milli Frakka og Þjóð- verja um grundvallarbreytingar á myntbandalaginu. Ekki er hægt að gera breytingar á sáttmála ESB; þess vegna þarf að finna nýjar að- ferðir sem gerir samstarf Frakka og Þjóðverja enn mikilvægara en ella. Hvað sem líður kreppunni og lömuninni í ESB ættu Evr- ópumenn ekki að gleyma því hvað tilvist þess er mikilvæg og mun vera áfram. Okkur nægir að hugsa til fyrri hluta 20. aldar til að skilja hvers vegna. Eftir Joschka Fischer » Fjármálakreppan mun halda áfram að grafa undan stöðugleika í ESB meðan lífshættu- leg, pólitísk kreppan í sambandinu er óleyst. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands 1998-2005 og leiðtogi flokks græningja í nærri 20 ár. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Ber Evrópa dauðaósk í brjósti sér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.