Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ✝ HafsteinnÁrnason fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1952. Hann lést á heimili sínu 30. júní 2011. Foreldrar hans eru Helga Haf- steinsdóttir, f. 1930, og Þorsteinn Jónsson (fóst- urfaðir), f. 1931. Faðir hans er Árni Grétar Ferdinandsson, f. 1926. Systkini: Magnús Helgi Árna- son, f. 1959, Jón Óskar Þor- steinsson, f. 1970, Klara Ísfeld Árnadóttir, f. 1977 Hafsteinn kvæntist 1980 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Ruth Jósepsdóttur, f. 1951. 2003, c) Patrekur Emil, f. 2011. Starfsvettvangur Hafsteins og ævistarf var flugið. Hann byrjaði hjá Flugfélagi Íslands 1972. Hann varð aðstoðarstöðv- arstjóri í Kaupmannahöfn hjá Flugleiðum 1978 og var þar til 1988. Hann starfaði síðan í tvö ár hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, síðan hjá SAS frá 1990 til 1996, Atlanta frá 1996 til 2001 og Iceland Express frá 2001 til 2003, en hann var einn af stofnendum þess félags. Haf- steinn hóf aftur störf hjá Flug- leiðum, þar sem hann starfaði til æviloka. Samhliða rak Haf- steinn fyrirtækið Air Care, sem þau hjónin stofnuðu fyrir tíu ár- um. Air Care þjónar amerískum flugfélögum á Keflavík- urflugvelli. Útför Hafsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. júlí 2011, kl. 13. Börn þeirra: 1) Gunnar Ingi Haf- steinsson, f. 1981, unnusta Nerea Ein- arsdóttir Alvarez, 2) Hafsteinn Haf- steinsson, f. 1984, sambýlismaður Há- kon Guðröðarson. Dætur hans af fyrra hjónabandi eru: 1) Helga Haf- steinsdóttir, f. 1974, maki Dagbjartur Hilm- arsson, börn þeirra eru: a) Hilm- ar Hafsteinn, f. 1999, b) Darri Dagur, f. 2006. 2) Magnea Ingi- björg Hafsteinsdóttir, f. 1977, maki Njáll Flóki Gíslason, börn þeirra eru: a) Gísli Steinn, f. 2001, b) Hrafnhildur Guðný, f. Það er garður við götuna þar sem ég bý með gömlu fólki í stað blóma. Þar finnurðu höfuð full af minningum og augu sem einmana ljóma. Vegna löngu liðinna kossa löngu liðinna ára þessi gömlu hjörtu þjást. Hún lifir eins lengi og þau lifa þessi gamla ást. (Bubbi Morthens) Þínar dætur, Helga og Magnea Ingibjörg. Elsku pabbi minn, hvað á mað- ur að segja þegar hetjan manns fellur frá allt of snemma. Maður er eiginlega orðlaus, fastur í þeirri hugsun að þú komir inn um dyrn- ar og allt verði í lagi aftur. Það er mjög erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Ég reyni að hugga mig við það að þú þjáist ekki leng- ur, það situr fast í huga mér hversu hugrakkur þú varst. Þú kvartaðir aldrei nokkurn tíma yfir veikindum þínum, það eina sem ég man eftir að þú hafir kvartað und- an var að við hefðum of miklar áhyggjur af þér. Þannig varst þú, pabbi minn, alltaf að hugsa um alla aðra. Þú sýndir ávallt stillu, ró og yfirvegun ef eitthvað bjátaði á. Það kom svo sannarlega fram í viðmótinu þínu og framkomu hvar sem þú varst og hvert sem þú fórst. Ég hef allt- af verið ótrúlega stoltur að kalla þig pabba minn, það er alveg sama hvert ég fer eða við hvern ég tala, ef ég hitti einhvern sem þekkti þig þá er alltaf talað um hversu ein- stakur þú varst. Þannig var það líka áður en þú hvarfst í svefninn langa, þú skildir alltaf eftir þig einstaka nærveru hvert sem þú fórst. Ég á margar einstaklega hug- ljúfar minningar um þig, elsku pabbi minn. Ein af mínum uppá- haldsminningum er hvað þú elsk- aðir að sitja úti í sólinni og hlusta á tónlistina þína, Bítlana, Elton John, Bubba og Kim Larsen. Ég tala nú ekki um þegar þú keyptir Must- anginn, nýjan Ford Mustang GT, þú varst svo ótrúlega stoltur. Og ekki fannst þér leiðinlegt þegar ég fékk mér Mustang líka, feðgarnir komnir með bíladellu. Ég gleymi því ekki hversu spenntur þú varst fyrir því að ég myndi biðja hennar Nereu. Þú hjálpaðir mér svo mikið að gera þetta eins fullkomið og þetta gæti orðið, litla leyndarmálið okkar. Þú varst svo glaður þegar ég hringdi og sagði ykkur mömmu að hún hefði sagt já. Þessi sjúkdómur getur verið al- veg ótrúlega ósanngjarn, en þú sýndir okkur hetjudáð og styrk- leika í þínum veikindum. Ég er einstaklega þakklátur að hafa fengið að eyða þessum tíma með þér. Þú hefur kennt mér svo ótrú- lega margt á lífsleiðinni, eitthvað sem ég mun búa að alla mína ævi og ég þakka þér með öllu mínu hjarta fyrir þær einstöku stundir og minningar sem eftir lifa. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með miklum trega og sorg, en ég veit að þú ert kominn á betri stað og þjáist ekki lengur. Langamma og langafi hafa tekið vel á móti þér. Hvíl í friði, elsku besti pabbi minn. Þinn sonur, Gunnar Ingi. Elsku Hafsteinn minn. Þar sem óviðráðanlegar ástæð- ur komu í veg fyrir að ég gæti hitt þig þegar þú lást banaleguna lang- ar mig til að kveðja þig með örfá- um orðum. Þú varst stóri strákurinn minn og mér datt aldrei í hug að þú fær- ir á undan mér. Það voru þungar fréttir sem ég fékk fyrir ári að þú værir alvarlega veikur en ég hélt í vonina og trúði að þú myndir hafa betur í baráttunni við krabba- meinið en það fór á annan veg. Nú sit ég hljóður og hugsa til þín og minnist þess m.a. þegar við Stein- unn dvöldum hjá ykkur Guðrúnu í Danmörku með Klöru systur þína fimm ára, Gunnar Ingi var tveggja ára og þá var sumar og sól og gaman að fara saman í Tívolí. Um skeið unnum við hjá sama fyrirtækinu, það var eftir að ég var kominn á eftirlaun. Það kom þannig til að þú heyrðir að fyrir- tækið vantaði vanan mann til að sjá um tollamálin og bentir á mig. Var þetta starf mér til mikillar ánægju og áberandi voru vinsæld- ir þínar meðal starfsfélaganna, ávallt léttur í lund, úrræðagóður og með frábæran húmor. Þegar haldið var upp á 100 ára fæðing- arafmæli pabba, Ferdinands Ei- ríkssonar, hittust afkomendur hans á skemmtilegu ættarmóti í Borgarfirði. Þú mættir með Guð- rúnu eiginkonu þína og börnin fjögur, Helgu, Magneu Ingi- björgu, Gunnar Inga og Hafstein. Þetta var glæsilegur hópur sem ég var stoltur af. Sama var upp á teningnum þegar þú komst með fjölskylduna á ættarmótið sem haldið var í tilefni af 100 ára af- mæli mömmu, Magneu Ólafsdótt- ur, á Eyrarbakka fjórum árum síðar, sem sýndi að þú hélst tryggð við ættina. Gott var að eiga þig að og altalað var hve bóngóður þú varst, alltaf tilbúinn að koma til hjálpar ef á þurfti að halda. Það voru sjö ár á milli þín og Magn- úsar Helga bróður þíns. Þið voruð miklir vinir og er hans missir mik- ill. Það er sárt að kveðja þig, Haf- steinn minn, glæsilegan mann í blóma lífsins. Við Steinunn biðjum góðan guð að geyma þig og styrkja fjölskyldu þína. Hvíl í friði, kæri sonur. Þinn pabbi, Árni G. Ferdinandsson. Minninging um stóra bróður stendur eftir, en Hafsteinn Árna- son, eldri bróðir minn, háði erfiða baráttu við krabbamein um langt skeið en varð að játa sig sigraðan hinn 30. júní sl. Orðin „stóri bróðir“ eru lýsandi í minningunni þar sem verulegur aldursmunur var á okkur systk- inunum eða 25 ár. Fyrir vikið var samband okkar öðruvísi en geng- ur og gerist þegar systkini eru nær hvort öðru í aldri. Þegar ég var lítil stelpa lék ég mér við dætur hans og ég passaði strákana hans lítils háttar eftir að fjölskyldan flutti heim frá Dan- mörku. Fyrsta minningin um stóra bróður er skýr. Ég hef verið um það bil 5 ára þegar hann birtist hress og kátur í dyragættinni í Skipasundi, beygði sig niður og rétti að mér góðgæti. Á þeim tíma fannst mér það svo óraunverulegt að þessi fullorðni maður væri bróðir minn, maður sem átti sína eigin fjölskyldu og börn á mínum aldri. Mínar hlýjustu minningar tengj- ast ferðalagi til Danmerkur, en þangað fór ég með pabba okkar og mömmu minni til að heimsækja Hafstein og seinni konu hans, Guð- rúnu. Þau voru svo indæl að leyfa okkur að búa á þeirra fallega heim- ili sem í mínum huga var ævintýra- heimur, einbýlishús, stór garður, tveir orkumiklir og fallegir frænd- ur, synir þeirra Gunnar Ingi og Hafsteinn, og ekki má gleyma hundinum. Eins man ég hve mikil upphefð mér fannst það vera að fá að fara inn um starfsmannadyr á Kastrup-flugvelli þar sem Haf- steinn bróðir vann um árabil og sýndi okkur vinnustað sinn. Ég man það vel, þó að ég hafi ekki ver- ið nema 9 ára, hversu mikla virð- ingu aðrir starfsmenn báru fyrir honum og það var ljóst að hann var yfirmaðurinn á staðnum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast bræðradætrum mínum þeim Helgu og Magneu. Þeim kynntist ég vel því við vorum í miklu og góðu sambandi við Guð- nýju fyrri konu hans og hittumst reglulega. Við Magnea erum fæddar sama ár þannig að við átt- um margt sameiginlegt og gaman var að leika við hana. Seinna þeg- ar við vorum orðnar unglingar fór- um við saman á skólaball, þá fannst okkur sniðugt að geta sagt krökkunum frá því að pabbi minn væri afi hennar. Þegar ég varð fyrir stríðni í skólanum var ég var óspör á að segja krökkunum að ég ætti mikið eldri bróður sem væri bæði stór og sterkur. Þau skyldu því vara sig. Þetta var í þá daga þegar maður trúði því af barnslegri ein- lægni að allt myndi vara að eilífu. Ég bið Guð að styðja og styrkja fjölskyldu Hafsteins á þessum sorgartímum. Stórt skarð hefur myndast sem ekki verður fyllt en maður hugsar með gleði til þeirra fjögurra myndarlegu og hæfi- leikaríku barna Hafsteins sem hann var ávallt svo stoltur af. Svala systir mín, fósturdóttir pabba, minnist Hafsteins einnig fyrir glaðværð, góða kímnigáfu og elskulegt viðmót. Sendir hún fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, elsku bróðir. Klara Ísfeld Árnadóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þessi tilvitnun í Hávamál á sér- staklega vel við eiginleika frænda okkar Hafsteins Árnasonar. Hann var vandaður til orðs og æðis. Haf- steinn var greiðvikinn og ætíð reiðubúinn að leysa hvers manns vanda í einkalífi og starfi sínu í fluginu. Hann taldi ekki eftir sér að eyða sínum frítíma fyrir aðra. „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér,“ segir í Spámannin- um og tileinkaði Hafsteinn sér þessa lífsskoðun. Hafsteinn ólst upp mikið til á Marargötu 6, sem var æskuheimili okkar syst- kinanna og heimili foreldra okkar, en Helga systir okkar og móðir Hafsteins bjó þar í uppvexti Haf- steins. Hann var því náinn okkur bræðrum og mikið eftirlæti for- eldra okkar. Starfsvettvangur Hafsteins og ævistarf var flugið. Hann byrjaði hjá Flugfélagi Ís- lands 1972. Hann varð aðstoðar- stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn hjá Flugleiðum 1978 og var þar til 1988. Hann starfaði síðan í tvö ár hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, síðan hjá SAS frá 1990 til 1996, Atlanta frá 1996 til 2001 og Iceland Express frá 2001 til 2003, en hann var einn af stofn- endum þess félags. Hafsteinn hóf aftur störf hjá Flugleiðum, þar sem hann starfaði til æviloka. Samhliða rak Hafsteinn fyrirtæk- ið Air Care, sem þau hjónin stofn- uðu fyrir tíu árum. Air Care þjón- ar amerískum flugfélögum á Keflavíkurflugvelli. Starfsdagur Hafsteins var því langur og lagði hann oft nótt við dag. Hafsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Ruth Jósepsdóttur 1980 og eignuðust þau tvo syni, Gunnar Inga og Haf- stein. Fyrir átti Hafsteinn tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Helgu og Magneu Ingibjörgu. Það var fyrir rúmu ári sem Haf- steinn greindist með krabbamein. Hann tók þessum veikindum sín- um með karlmennsku og æðru- leysi. Hafsteinn kvartaði aldrei og var ákveðinn í að sigrast á þessum vágesti. Hann bjó á heimili sínu til dauðadags. Það var samhent fjöl- skylda sem kappkostaði að gera líðan Hafsteins sem besta. Haf- steinn sonur Guðrúnar og Haf- steins bjó í Hollandi og kom nokkru fyrir andlát Hafsteins og tók þátt í umönnun hans ásamt sambýlismanni sínum Hákoni. Gunnar Ingi bjó á heimilinu ásamt unnustu sinni Nereu. Guðrún og unga parið lögðu sig fram um að láta Hafsteini líða sem best. Allt snerist um hvað Hafsteini væri fyrir bestu og hlúðu þau að honum svo vel sem þau máttu. Söknuður- inn er sár. Minningin um góðan og heilsteyptan mann lifir. Blessuð sé minning Hafsteins Árnasonar. Jón, Gunnar og Hafsteinn Hafsteinssynir og fjölskyldur. Elsku Hafsteinn Mig langar að kveðja þig, góði frændi, með þessum ljóðlínum Ingibjargar Sigurðardóttur: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með hjartans þökk fyrir langa og ómetanlega vináttu, Guð veri með þér, kæri Haf- steinn. Guð veri með öllu þínu góða fólki. Guðríður Jóna Pétursdóttir (Gurrý). Hafsteinn Árnason var einn af mínum bestu vinum og samverka- mönnum. Við kynntumst fyrst í Verzló fyrir rúmum fjórum ára- tugum og störfuðum síðar náið saman við flugrekstur, fyrst hjá SAS og síðan Iceland Express. Nokkru eftir að SAS hóf flug- starfsemi hér á landi var Haf- steinn ráðinn sem stöðvarstjóri fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Þangað kom hann með mikla reynslu frá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum. Starfslið SAS var fá- mennt og því reyndi á dugnað, út- sjónarsemi og úthald hvers og eins. Þessir starfsmenn gengu í öll störf og þar var Hafsteinn fremst- ur meðal jafningja. Hann var skipulagður, vinnusamur og ein- staklega ósérhlífinn. Þau voru ófá skiptin sem við þurftum að halda til á flugvellinum dögum saman, þegar veður, bilanir, verkföll og annað tilfallandi fár raskaði áætl- unum. Alltaf var Hafsteinn til reiðu, til að tryggja vellíðan far- þega og skjóta úrlausn mála. Þar sýndi hann ekki síst hvaða verð- mæti felast í reynslu, þekkingu og góðum vilja. Þegar Iceland Express var að komast á legg árið 2002 lá beint við að leita til Hafsteins um að slást í hópinn. Aðstæður voru ekki ósvipaðar og áður; það þurfti ósér- hlífið fólk með þekkingu úr ýms- um áttum til að lyfta Grettistaki í samgöngum þjóðarinnar við út- lönd. Þarna var Hafsteinn á heimavelli. Allt sem hann tók sér fyrir hendur við stofnun Iceland Express gekk snurðulaust fyrir sig. Hann var ómetanlegur hvort sem það sneri að flugvalla- starfsemi, áhöfnum eða fragt- flutningum. Ekki skipti minna máli að Hafsteinn var vinsæll hjá samstarfsfólki sínu. Hann sýndi engum yfirgang og átti gott með að leysa málin. Það var einstaklega gefandi og þægilegt að vinna með Hafsteini og eiga hann að vini. Þó hann væri harður á sínu þegar svo bar undir og hefði sterkar skoðanir, þá vor- um við aldrei ósáttir. Þó oft væri glímt við krefjandi úrlausnarefni var Hafsteinn jákvæður í skapi. Hann vildi sjá léttleikann í tilver- unni við sem flest tækifæri og þær voru margar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman. Umfram allt var Hafsteinn Árnason ljúflingur, traustur vinur og góð manneskja. Fráfall hans langt fyrir aldur fram er mikill harmur, en þó mestur hjá Guð- rúnu og fjölskyldunni. Ég og Erla Lóa eiginkona mín vottum þeim okkar innilegustu samúð. Jóhannes Georgsson. Hafsteinn var aðeins annar af tveimur úr hópi stofnenda Iceland Express sem hafði einhverja reynslu úr flugrekstri. En þessari þekkingu miðlaði hann af miklu örlæti og átti mikilvægan þátt í því hversu vel tókst til að koma félag- inu á laggirnar þrátt fyrir marg- víslegt andstreymi. Hann var sem klettur í því óreiðuhafi sem óhjá- kvæmilega fylgdi því að hefja rekstur af þessu tagi. Hafsteinn var úrræðagóður og hörkuduglegur. Löng reynsla gerði honum kleift að leysa flókin úrlausnarefni hratt og örugglega. En umfram allt var Hafsteinn ein- staklega góður, traustur og skemmtilegur félagi. Hann vildi helst sjá hinar spaugilegu hliðar á málunum og var góðlátlega stríð- inn. Kurteisari maður var vand- fundinn. Það er sárt að sjá á eftir öðrum eins öðlingi og Hafsteini Árnasyni. Ég votta Guðrúnu og fjölskyld- unni innilega samúð mína. Ólafur Hauksson. Fallinn er einstakur maður, maður sem var trúr öllu því sem lífið krefst af fólki, trúr fjölskyld- unni, vinum, starfi sínu, þeim sem þurftu á aðstoð að halda. Haffi var okkur gömlu vinnufélögunum af Flugfélagi Íslands einstakur. Hann var í FFF eða Félagi fyrr- verandi flugafgreiðslumanna sem í raun var aldrei til nema í huga okkar og maka okkar. Við hitt- umst ekki oft, en höfðum þann sið síðustu áratugi að hittast alltaf á aðventunni og borða saman „ju- lefrokost“, en þess á milli vorum við í símasambandi eða önnur nú- tímalegri tengsl viðhöfð. Glaðværð og hófsemi ein- kenndu Haffa, hann hafði alveg sérstaka kímnigáfu og þegar við unnum saman í flugafgreiðslu Flugfélagsins á Reykjavíkurflug- velli tóku allir saman höndum þegar mikið var að gera og svo slöppuðum við af, þegar minna var að gera. Þá flugu brandararn- ir og fyndnu athugasemdirnar okkar á milli. Þessi ár mótuðu okkur öll. Við lærðum það að ef keðjan væri nægjanlega sterk væri allt hægt, en væri í henni brestur bar okkur að laga hann. Vinaböndin sem urðu til á þessum árum hafa aldrei losnað og við höfum notið styrkleika hvers ann- ars. Haffi barðist hetjulega við þann illræmda sjúkdóm krabba- mein og var jákvæður um bata allt fram undir það síðasta og nú er fallinn góður drengur og eftir erum við sem lifum, en við eigum minningarnar til að ylja okkur við. Við biðjum Guð almáttugan að styrkja Guðrúnu og börnin þeirra og megi þau njóta bless- unar á þessum erfiða tíma þegar Haffi er kvaddur, en minningin lifir. Pétur, Kristjana, Drífa, Þóra, Kristín, Jóhann, Magnea og Þórarinn. Kæri Hafsteinn! Stöðvarstjóri hjá SAS um ára- raðir þegar SAS var til húsa á Laugavegi 172 og SAS-vélar flugu til og frá Kaupmannahöfn. Á þess- um árum varð eiginlega til lítil SAS-fjölskylda sem bjó milli 9-17 hvern dag á þessum stað og því mikil samskipti milli fárra starfs- manna/kvenna og mynduðust náin tengsl á milli okkar og grannt fylgst með „heimasvæði“ hvers og eins. Hvað hver og einn var að gera utan vinnutíma og hvernig hver fjölskylda dafnaði. Fjölskyld- ur starfsfólks fluttu því eiginlega líka inn í SAS-fjölskylduna og vel fylgst með hverjum og einum og allir skiptu miklu máli. Hafsteinn heitinn var kvæntur Guðrúnu Rut Jósefsdóttur og áttu þau tvo syni. Hafsteinn átti líka tvær dætur og við fylgdumst með í SAS-fjöl- skyldunni hvernig þeim öllum vegnaði og farnaðist. Hafsteinn var mikill fjölskyldumaður og hugsaði vel um sína. Honum var líka annt um okkur á SAS og vildi að okkar SAS-tími væri skemmti- legur og góður um leið og við vor- um að sinna SAS-skyldustörfum og þó hann væri kannski okkar skylduræknasti starfsmaður þá vildi hann að gleðin og léttleikinn hefðu völdin og því var alltaf stutt í brosið og glettnina og ófáir brand- arar fuku frá hans hálfu til að hressa okkur við. Þrátt fyrir það var hann svo samviskusamur SAS-ari að þegar hann tók stúdentspróf utan skóla og átti að sækja húfuna góðu fór hann ekki. Anna Alfreðs spurði hverju sætti og sagði hann við hana þessa gullvægu setningu: „Anna það er SAS-flug og ég hef skyldum að gegna“ Já, lífið er undarlegt ferðalag og líka fyrir okkur sem alltaf höf- um unnið og verið tengd fluginu og ferðageiranum. Við erum eilíft á þeytingi, búsetan verður oft í fleiri löndum og lífið flýgur hratt rétt eins og flugþota. Samt erum við aldrei tilbúin í síðustu ferðina og í þetta sinn vor- um við gömlu vinkonur þínar frá SAS allavega ekki til í að þú tækir flugið á vit feðra vorra og við stæðum eftir. Elsku Hafsteinn, þú varst svo flottur í SAS-einkenningsbún- ingnum með glettna brosið þitt og brosið skein alltaf líka úr augun- um og þannig viljum við minnast þín. Í dag sendum við Guðrúnu og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur þó orð verði hér varla margs máttug. Guð blessi ykkur öll og þakka þér sam- veruna, kæri SAS-ari. Þínar SAS- vinkonur, Bryndís, Margrét, Helga Lísa, Inga, Sigríður, Dagný, Guðríður, Harpa, Eliza, Guðbjörg og Anna Alfreðsdóttir. Hafsteinn Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.