Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Útsalan er hafin!20 30 40 50 60 70blær FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, seg- ir ljóst af ummælum Ögmundar Jón- assonar innanríkisráðherra að ríkis- valdið skilji drög að samkomulagi um endurbætur á flugvallaraðstöðunni í Vatnsmýri ólíkum skilningi en borg- aryfirvöld. Hún segir eðlilegast að Jón Gnarr borgarstjóri tjái sig um það, sem viðsemjandi Ögmundar, hvort túlka beri þetta samkomulag með sama hætti og ráðherrann gerir. Að öðru leyti vill hún ekki tjá skoð- anir sínar á drögunum, enda hafi þau ekki verið lögð fram formlega. Ekki náðist í Jón Gnarr borgar- stjóra, aðstoðarmann hans, né Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, í gær. Í drögunum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er tekið fram að fallið sé frá fyrri áformum um bygg- ingu samgöngumiðstöðvar í Vatns- mýri. Þar segir þó einnig að ríki og borg ítreki þann sameiginlega skiln- ing að „hugmyndir um sameiginlega miðstöð almenningssamgangna (strætisvagna og langferðabíla) norð- an flugvallarsvæðisins“ hafi ekki ver- ið útilokaðar. Hver veit því nema þar leynist framhald áformanna um sam- göngumiðstöð, enda getur rútubíla- stöð á hugmyndastigi snarlega breyst í flugstöð. „Eins og þetta horfir við mér lýtur þetta samkomulag fyrst og fremst að því að hætta við samgöngumiðstöð- ina,“ segir Sóley Tómasdóttir, borg- arfulltrúi VG. Hún kveðst sátt við það, enda felist ekki í því nein breyt- ing á áætlunum borgar og ríkis að öðru leyti, nema hvað gera eigi end- urbætur til bráðabirgða á núverandi flugstöð „með þeim fyrirvara að við- bæturnar verði teknar í burtu án við- bótarkostnaðar fyrir borgina, þegar flugvöllurinn víkur,“ segir Sóley. Langt ferli sem varð að litlu Hugmyndir um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri komu fyrst fram í byrjun ráðherratíðar Sturlu Böðvarssonar. Sem samgönguráðherra sagði hann árið 1999 að byggja ætti í Vatnsmýri „allsherjar samgöngumiðstöð“. Árið 2004 skipaði hann undirbúningshóp, sem lagði til að miðstöðin yrði reist norðan við Hótel Loftleiðir. Í mars 2005 gerðu ríki og borg, undir stjórn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, samkomulag um Hlíðarfót, fjarlæg- ingu einnar flugbrautar og deiliskipu- lagsvinnu vegna sam- göngumiðstöðvar, sem ekki varð af. Í febrúar 2010 gerðu svo Kristján Möller og Hanna Birna Kristjáns- dóttir samkomulag um að samgöngu- miðstöðin yrði færð inn á deili- skipulag fyrir vorið, en af því varð ekki. Jón túlki skilning borgar á drögum  Drögin útiloka ekki „sameiginlega miðstöð samgangna“ Morgunblaðið/Ernir Notalegt Flugfarþegar geta látið fara vel um sig á meðan beðið er á Reykjavíkurflugvelli. Á næstunni stefnir þó í að aðstaðan verði jafnvel enn betri. Gera á endurbætur á flugstöð Íslandsflugs og mun Isavia taka við rekstrinum. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Landsvirkjun hefur sagt upp öllum sölusamningum um skerðanlega orku frá og með áramótum. Orku- sölufyrirtækjunum hafa verið kynnt- ir nýir skilmálar og nýtt verð og þeim eftirlátið að gera viðskiptavin- um gein fyrir hvað sé í farvatninu. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri orkusölufyrirtækisins Fall- orku á Akureyri, segir flest benda til þess að skerðanleg orka muni hækka um allt að 50%. Þá geri nýir skil- málar kröfu um lágmarksorkukaup og það bitni mjög á litlum og með- alstórum fyrirtækjum. „Menn eru slegnir yfir þessari miklu hækkun. Það getur varla verið vilji stjórnvalda að hrekja menn aft- ur út í notkun á olíu. Sumir eru ný- lega búnir að fjárfesta í búnaði með það fyrir augum að kaupa ótrygga orku næstu 10 eða 20 árin. Það koll- varpar þeirra áætlunum.“ Umrædd orka hefur verið seld síð- an árið 1990 með fyrirvara um skerð- ingu af hálfu Landsvirkjunar t.d. vegna framleiðslubrests. Vegna slíkra óvissuþátta hefur orkan verið seld mun ódýrara en svokölluð for- gangsorka sem venjuleg heimili og fyrirtæki nota. Samningar um kaup á skerðanlegri orku hafa því komið sér afar vel fyrir stóra orkukaupend- ur t.d. fiskvinnslur, iðnfyrirtæki og mjólkursamlög. Fyrirtækin þurfa að hafa möguleika á að framleiða raf- magn með olíu þá daga á ári sem þau fá ekki raforku. Það hefur því ekki verið á allra færi að nýta sér skerð- anlegu orku. Ekki hafa verið gerðir sölusamningar síðan árið 2003. Því hefur nýjum aðilum ekki gefist kost- ur á kaupum á skerðanlegri orku. Skerðanleg orka áfram í boði Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi upphaflega boðið skerðanlega orku á góðum kjörum til að fá fyr- irtæki sem notuðust við olíu til að skipta yfir í rafmagn. Hann segir að- stæður á orkumarkaði gjörbreyttar. „Við höfum fullan hug á því að halda áfram að selja skerðanlega orku til viðskiptavina sem hafa áhuga á að kaupa slíkt. Við þurfum hins vegar að gera það á þeim forsendum sem gilda á þessum markaði,“ segir Magnús. Þetta sé hluti af markaðs- væðingu raforkukerfisins. Lands- virkjun hafi gripið til þess að segja upp gildandi samningum en á sama tíma sé verið að kynna nýja vöru sem muni bjóðast þeim sem hafi áhuga á að kaupa slíka orku. Til standi að bjóða tvenns konar skerðanlega orku. Annars vegar til húshitunar og hins vegar til fyrirtækja. „Verðið á orku til húshitunar mun taka mið af verðþróun af öðrum orkugjöfum sem notaðir eru til húshitunar. Verðið til iðnfyrirtækja mun hins vegar ráðast af framboði og eftirspurn,“ segir Magnús. Hafa sagt upp öllum sölu- samningum  Landsvirkjun hyggst markaðsvæða viðskipti með skerðanlega orku Ljósmynd/Gísli Sigurgeirsson Orka Landsvirkjun hefur sagt upp sölusamningum á skerðanlegri orku. Skerðanleg orka? » Frá 1990 bauðst orkufrekum fyrirtækjum að kaupa skerð- anlega orku á lágu verði frá Landsvirkjun. » Skerðanleg orka er seld með fyrirvara um skerðingu af hálfu Landsvirkjunar m.a. vegna framleiðslubrests. » Fyrirtækin þurfa því að hafa varaorkugjafa t.d. olíu. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það var viðurkennd bótaskylda og samkomulag tókst um bætur til handa konunni,“ segir Jón Egilsson, lögmaður konu sem þvinguð til þess að gefa þvagsýni um þvaglegg af lögreglunni á Selfossi fyrir rúmum fjórum árum. Aðspurður segir Jón að upphæð bótanna til konunnar sé trún- aðarmál, en gengið var frá sáttinni í málinu 5. júlí síðastliðinn. Brot á mannréttindum Konan var stöðvuð fyrir ölvunar- akstur 4. mars 2007 og færð á lög- reglustöðina á Selfossi þar sem tekið var úr henni þvagsýni um þvaglegg gegn vilja hennar. Var henni haldið fastri á meðan sýnið var tekið. Í kjöl- farið var konan dæmd fyrir ölvunar- akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn síðan staðfestur af Hæstarétti. Málið fékk mikla umfjöllun í þjóð- félaginu á sínum tíma og ekki síst í fjölmiðlum. Ákvað Umboðsmaður Alþingis að taka það upp að eigin frumkvæði og komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn réttindum konunnar með vísan í Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þá hefði lögreglan ekki gætt meðalhófs í framgöngu sinni. Nið- urstaða málsins varð síðan sem áður segir að sátt náðist í vikunni um að ríkið greiddi konunni bætur vegna þess. Sannaði gildi sitt Jón segir skjólstæðing sinn sér- staklega þakklátan Umboðsmanni Alþingis fyrir aðkomu sína að mál- inu. „Hann var eina stofnunin í sjálfu sér sem hafði kjark og þor til þess að finna að verklagi lögreglunnar. Embættið sannaði sig algerlega í þessu máli,“ segir Jón. Þá hafi Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra og Einar Karl Hallvarðs- son ríkislögmaður fundað með henni og sýnt henni skilning. Bætur vegna þvagleggsmáls Morgunblaðið/GSH Stöðin Konan var þvinguð til að veita þvagprufu á lögreglustöðinni.  Sátt í máli konu sem þvinguð var til að veita þvagsýni Tveir fyrrverandi samgöngu- ráðherrar hafa verið miklir tals- menn samgöngumiðstöðvar. Sturla Böðvarsson (1999-2007) segir þessa niðurstöðu von- brigði. Miðstöðin hafi verið for- senda viðunandi uppbyggingar í samgöngukerfinu, en með þessu sé verið að eyðileggja skipulags- möguleika í kerfinu. Hann fagnar þó einarðri afstöðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í málinu. Kristján Möller (2007-2009) kveðst harma niðurstöðuna. Eft- ir á að hyggja komi hún hins veg- ar ekki á óvart þar sem hugur hafi aldrei fylgt máli hjá borgar- stjórn. Ríkið hafi gert allt til að koma til móts við kröfur hennar en samt hafi málið strandað á borginni. Hann hafi styrkst í þeirri trú að miðstöð inn- anlandsflugs eigi að vera í Vatnsmýri. Ósáttir við niðurstöðuna FYRRVERANDI RÁÐHERRAR Kristján Möller og Sturla Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.