Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ✝ Arnór Pét-ursson fæddist í Kópavogi 14. nóv- ember 1959. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 28. júní 2011. Foreldrar Arn- órs eru Sigrún Clausen, f. 20.10. 1930 og Pétur I. Guðjósson, f. 25.5. 1928, d. 20.9. 1996. Systkini hans eru Guðfinna G., f. 2.1. 1951, Guðjón P., f. 30.8. 1953, Arinbjörn, f. 21.5. 1955 og Þor- steinn G., f.27.7. 1951. Arnór kvæntist fyrrum eigin- konu sinni, Áslaugu Magn- úsdóttur, f. 29.12. 1950, hinn 15.11. 1975, en þau skildu 1998. Dóttir þeirra er Magný Ósk, f. 26.10. 1968, maki hennar er Þór var einn stofnenda Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og gegndi fyrstur formennsku í félaginu, allt til ársins 1986. Sjálfur var hann íþróttamaður og keppti fyrstur fatlaðra Íslendinga á Ól- ympíuleikum þegar hann keppti í lyftingum á leikunum í Arn- heim árið 1980. Auk ötuls starfs innan íþróttahreyfingarinnar starfaði Arnór um árabil innan Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og var meðal annars formaður sambandsins árin 1998 til 2004. Hann hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal gullmerki Íþrótta- sambands Íslands, Íþrótta- sambands fatlaðra, Íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík og var sæmdur riddarakrossi Hinn- ar íslensku fálkaorðu árið 1997. Arnór starfaði hjá Trygg- ingastofnun ríksins í 37 ár eða frá árinu 1974. Útför Arnórs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 8. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Kristjánsson, f. 22.5. 1965. Þau eiga fjögur börn. 1) Björgvin Viktor Þórðarson, f. 27.10. 1985, börn hans eru Magni Þór Björg- vinsson, f. 2004 og Tanja Birna Björg- vinsdóttir, f. 2009. 2) Arnór Ingi Þórs- son, 19.4. 1990. 3) Jón Þór Þórsson, f. 5.7. 1993. 4) Áslaug Ýr Þórs- dóttir, f. 11.3. 1995. Arnór fæddist í Kópavogi en fluttist á Akranes árið 1959. Hann lauk gagnfræðaprófi 1966, árið 1971 hlaut hann skip- stjórnarréttindi og fiskimanna- próf og sótti sjó um nokkurra ára skeið. 13.8. 1971 lamaðist Arnór í bílslysi en eftir það var hann bundinn hjólastól. Arnór Elsku pabbi minn, mánudag- urinn 23. maí fer seint úr minni mér, þegar ég og nafni þinn kom- um heim til þín og þú varst svo mikið veikur í rúminu þínu. En ég hafði fulla trú á því allar 5 vik- urnar að þú mundir ná þér og sagði oft þegar læknarnir voru svartsýnir að þeir vissu ekki hvað þú værir duglegur og sterkur og mundir geta sigrað hvað sem er, það væri ekkert of erfitt fyrir þig. En þrátt fyrir að allir bestu læknar og hjúkrunarfólk landsins reyndu að gera allt sem hægt var að gera fyrir þig, þá dugði það ekki til. Við getum aldrei þakkað öllu þessu góða fólki nógu vel fyr- ir okkur, en starfsfólk gjörgæslu- deildar Landsspítalans í Foss- vogi er alveg einstakt og var okkur svo gott. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért búinn að kveðja okkur, en ég trúi því að nú sért þú á ein- hverjum fallegum stað, hlaupandi um í fótbolta og siglir um öll heimsins höf á fallegum bát og takir voffalingana sem ég hef átt með þér í öll nýju ævintýrin sem bíða þín. Við töluðum alltaf saman í síma tvisvar á dag, þegar síminn minn hefur hringt síðustu daga þá er ég alltaf að bíða eftir að þú hringir og segir: „Óskin mín, pabbi gamli varð að heyra í þér,“ en þú sagðir sjaldan nafnið mitt, kallaðir mig yfirleitt Óskina þína. Það er svo margs að minnast og ég gæti setið í marga klukku- tíma og skrifað um allt það góða og skemmtilega sem við gerðum saman, en ég ætla að kveðja þig með orðunum hans langafa. Þó að samvistum sviptumst í bráð, ég sé þig og kyssi í anda, meðan ég lifi skal minning þín skráð, mér fyrir hugsjónum standa. Með saknaðartárum ég þakka þér, hvað þú varst mér umburðarlyndur, ástríki og blíðu er auðsýndir mér, þótt oft blési mótlætis-vindur. Far vel að eilífu, ástvinur minn, annist þig guðdómsins kraftur, ég kveð þig með tárum í síðasta sinn, í sæluvist finnumst við aftur. Ég kveð þig, faðir, kveð í hinsta sinn, kveð þig nú með saknaðar ljóði þýðu, þökk fyrir starfið, þökk fyrir dugnað þinn þökk fyrir sýnda föðurást og blíðu. (Guðlaugur Sigurðsson) Guð einn á himnum veit hvað mér þykir vænt um þig og sakna þín mikið. Óskin þín eina, Magný Ósk Arnórsdóttir. Kæri tengdapabbi, það var erf- itt fyrir mig að sætta mig við að horfa uppá þig svona mikið veik- an í fimm vikur og geta ekki hjálpað þér en til aðstoðar voru læknar og hjúkrunarfólk sem stóðu þétt við hlið þér og véku ekki frá þér og gerðu allt sem þau gátu, en það dugði ekki til. Nú er þinni baráttu lokið í þessu lífi og megi eitthvað betra taka við hjá þér. Þú gerðir margt sem þú getur verið stoltur af og varst mér alltaf góður tengdafaðir, tókst vel á móti mér á heimili þínu og Ás- laugar tengdamömmu í Stífluseli 2. Ég bað um hönd dóttur þinnar og með þínu samþykki giftumst við 23.6. 1990 og flutti dóttir þín með mér að heiman og var það þér ekki auðvelt að horfa á eftir Magný Ósk, einkadóttur þinni, með soninn Björgvin Viktor fara úr hreiðrinu og stofna eigið heim- ili. En barnabörnin urðu fjögur, Björgvin Viktor, Arnór Ingi, Jón Þór og Áslaug Ýr og ég veit að þú varst stoltur af þessum stóra hópi. Við áttum margar góðar stundir í sumarhúsum og á hátíð- ardögum þegar slegið var upp stórum matarveislum. Nú er stórt skarð höggið í hópinn, þú ert fallinn frá. Þú sem hafðir allt- af frá einhverju að segja. Ég vil þakka hjúkrunarfólki gjörgæslu- deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir að fá að heimsækja þig og taka vel á móti mér í 35 erfiða daga. Megi minning þín lifa um aldur og ævi í hjörtum okkar sem eftir lifum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég kveð þig með söknuði. Þinn tengdasonur, Þór Kristjánsson. Afi minn, besti afi sem hægt er að eiga, ég fæ mig ekki til að trúa því að þú sért ekki lengur hér. Að ég geti aldrei aftur hringt í þig, talað við þig, heimsótt þig eða fengið hjálp við að læra, en ég veit að ég verð að venjast því. Allar stundirnar sem ég átti með þér voru svo góðar og ég mun alltaf minnast þeirra með söknuði. Þú kallaðir mig alltaf afaprins- essuna þína og ég vissi að ég gat alltaf leitað til þín, sama hvað var að eða um hvað ég vildi tala. Ég mun alltaf líta upp til þín og alls þess sem þú afrekaðir í gegnum tíðina. Þú varst góður vinur, elsku afi minn, hafðir alltaf tíma fyrir mig og ég veit að það sem ég sagði þér fór aldrei neitt lengra. Ekki nóg með að þú hafir verið frábær og góður maður með sterkar skoðanir, þú varst líka besti og þolinmóðasti kennarinn, þó það væri ekki nema bara hvatningin og stuðningurinn áttir þú oft stóran þátt í góðum ein- kunnum mínum. Það er erfitt að hugsa til þess að hafa þig ekki í lífi mínu en ég vona svo innilega að þú sért á góðum stað núna því þú átt það svo sannarlega skilið eftir allt það góða og merkilega sem þú gerðir og afrekaðir. Elsku afi minn, ég sakna þín svo mikið, minning þín er ljós í lífi mínu. Ég vil þakka öllu góða starfs- fólkinu á gjörgæsludeildinni fyrir allt sem þau gerðu fyrir þig og fyrir að leyfa mér að heimsækja þig þegar þú varst þar. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Elsku afi minn, þú varst besta fyrirmynd sem sérhver hefði get- að hugsað sér. Þín afaprinsessa Áslaug Ýr. Afi minn, þú varst mér alltaf kær. Þegar fullskrifað A4-blað snerist við hjá mér einn daginn, hjálpaðir þú mér að snúa því við þann næsta. Ef vandamál komu upp í skólanum vildir þú alltaf hjálpa mér og er skólavist minni lauk þá hafðir þú fulla trú á að ég gæti klórað mig í gengum skól- ann sem reyndist mér erfiður. Eyrun þín hlustuðu alltaf á rödd mína, sama hvað gekk á og það hjálpaði mér mikið við að halda áfram og klára daginn. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn mér frá en ég trúi því að eitthvað betra taki við hjá þér núna. Þú átt allt það besta skilið fyrir þín afrek í lífinu, þú hjálpaðir fullt af fólki í erfiðleikum en gleymdir alltaf þér sjálfum. Á hverju ein- asta kvöldi þegar síminn hringir finnst manni alltaf eins og þú sért að hringja og bjóða góða nótt. Það er eins og maður fatti ekki að þú sért farinn frá okkur og ég neita að trúa því að þú sért alveg farinn, ég trúi að þú eigir eftir að fylgja mér og hjálpa mér í þeim erfiðleikum og krókaleiðum sem lífið hefur að geyma. Ef spurning vaknaði hjá mér og ég spurði þig svara en þú vissir ekki svarið, var ekkert annað í stöðuni hjá þér en að finna svarið og láta mig vita. Vantaði mann ártöl fyrir ritgerðir spurði ég þig og þú fannst það fyrir mig, mikið vissir þú, höfuð þitt var sem bókasafn fullt af upp- lýsingum. Þegar ég var lítill átti ég það til að missa út úr mér ýmsar setn- ingar sem hefðu frekar átt að búa innan hugsana minna, þú sagðir alltaf að það ætti að skrifa allt niður sem kæmi út úr munninum mínum og búa til bók og það eru ekki nema sirka tveir mánuðir síðan þú nefndir þetta síðast. Það er mjög skrítið að hafa verið í útskrift Arnórs á föstu- dagskvöldið og fá svo símtal á mánudagsmorguninn um að ein- hvað hefði komið upp á hjá þér, þá hrundi himinninn og hugurinn var allan tímann hjá þér á spít- alanum og hugsanir mínar til þín víkja aldrei frá mér. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem afa og er stoltur af öllu því sem þú afrekaðir á þeim tíma sem þú fékkst í lífinu. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þinn afastrákur, Jón Þór. Hann var einstakur, hann gerði það sem flestum myndi sýn- ast ógerlegt. Hann var lamaður upp að bringu eftir bílslys. Hann lá á sjúkrahúsi mánuðum saman og naut okkar bestu lækna, en þar kom að þeir gátu ekki meir. Ábending kom um heilsustofnun, í Hornbæk í Danmörku, þá var engin Grensásdeild til og þangað fór hann í fylgd foreldra sinna og dvaldi þar í hálft ár við endurhæf- ingu, við bestu aðstæður. Heim- kominn hét hann því að nota vel það sem heilt væri af sjálfum sér, þ.e. allt fyrir ofan bringu. Hand- leggir voru þjálfaðir til hreysti- verka og hugsunin var tær og skýr. Hann gerðist afreksmaður í lyftingum og átti til skamms tíma a.m.k. lyftingamet í bakpressu. Hann hvatti aðra sem svipað var ástatt með til iðkunar íþrótta. Hann stofnaði með öðrum Íþróttafélag fatlaðra og var for- maður þess um árabil. Hann tók fyrstur þátt í Ólympiuleikum fatl- aðra f.h. Íslands í Arnheim 1980. Hann valdist til forystu í lands- sambandi fatlaðra, Sjálfsbjörg, og var þar formaður um tíma, á hann hlóðust trúnaðarstörf enda var hann ósérhlífinn. Hann var ætíð fulltrúi jafnréttis og réttlæt- is. Hann var einlægur, hann var hjálpfús og margir nutu góðvild- ar hans og velvildar. Ekkert óx honum í augum, hann sagði: Það er ekkert að mér nema að ég get ekki gengið. Hann ferðaðist víða, hérlendis sem og erlendis og fannst ekki tiltökumál að bregða sér milli heimsálfna ef því var að skipta. Aldrei miklaðist hann af dugnaði sínum eða verðlauna- gripum og viðurkenningum sem honum hlotnuðust, slíkt var geymt afsíðis. Aldrei ræddi hann um hjálpfýsi sína en um hana vitnaðist samt. Hann var heiðarlegur, jákvæð- ur, gamansamur, sögumaður og að sjálfsögðu mikill áhugamaður um íþróttir, ekki síst knattspyrnu sem hann stundaði á yngri árum, alveg sérstaklega var honum annt um ÍA og lét hann engan leik framhjá sér fara, ef þess var nokkur kostur. Hann var mikill fjölskyldumaður og afar stoltur af afkomendum sínum. Hans verður minnst með eftirsjá. Hann var hetja. Ég bið góðan Guð að blessa hann og styðja hann og styrkja á fyrstu göngu hans á grænum grundum eilífðarinnar, svo og að styrkja fjölskylu hans í sorg sinni. Hreinn Sumarliðason. Kveðja frá ’49 árgangi Skagamanna Í hugann koma margar falleg- ar myndir þegar við minnumst Arnórs. Við munum eftir stælta og kattliðuga fimleikamanninum, efnilega knattspyrnumanninum, afburða námsmanninum, þrákálf- inum sem stóð uppi í hárinu á yf- irvaldinu og rauðhausnum sem iðaði af lífsorku og hreif alla með sér í leik. Þetta eru margar myndir og allar ljúfar. Síðan kom reiðarslagið, við munum öll þegar við fengum fréttina af bílslysinu. Orkuboltinn var allt í einu kominn í hjólastól, fæturnir slegnir undan honum í blóma lífsins. En þá sýndi okkar maður hvað í honum bjó, hann tókst á við lífið af þeim þrótti að vakti aðdáun, hann fór fremstur sinna félaga í Íþróttafélagi fatl- aðra og Öryrkjabandalaginu og var sér og sínum til mikils sóma Við fermingarsystkinin, sem af meðfæddu lítillæti köllum okkur Top49, höfum hist reglulega og átt skemmtilega kvöldstund sam- an. Alltaf mætti Arnór í sínum hjólastól, hress og kátur og naut þess að skemmta sér með okkur. Stelpurnar minnast hans á dans- gólfinu, sveiflandi stólnum og dansfélaganum með sínum sterku höndum. Síðasti dansinn hans 7. maí sl. verður ljós í minn- ingunni. Við kveðjum Arnór með sökn- uði, og myndin af honum sem við berum í huganum er rauður hár- lubbi, blik í auga, gulur trefill og „Áfram Skagamenn“. Sofðu rótt, kæri vinur. Fyrir hönd félaga í Top49, Reynir M. Samúelsson. „Ég verð ekki stýrimaður í stólnum,“ var svarið sem við fengum þegar við inntum hann eftir því hvað hann væri að gera með allar þessar námsbækur og sérútbúna lesgrind á rúminu eftir slysið sem varð til þess að hann var í hjólastól það sem eftir var. Þetta svar lýsti æðruleysi og dugnaði Arnórs vinar okkar. Hann sá tækifærin og það já- kvæða í lífinu. Við Arnór erum jafngömul upp á dag, bæði rauðhærð og ávörp- uðum hvort annað jafnan sem tví- burasystur eða -bróður. Arnór var alltaf mikill íþrótta- maður – stundaði fimleika og knattspyrnu á sínum yngri árum og svo lyftingar þegar aðstæður breyttust. Hann var einstaklega félagslyndur, enda valdist hann til forystu í þeim félögum og sam- tökum sem hann starfaði með. Hópurinn okkar „Top49“ hefur nú misst enn einn „Toppinn“. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Arnóri. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og ræktaði vinatengsl af heilum hug. Þegar hópurinn hittist síðast, þann 7. maí, ræddum við Arnór um það áhugamál okkar að koma saman „Top49-kaffihúsahópi“. Hugmyndin var að hittast einu sinni í mánuði á kaffihúsi og ákváðum við að í haust mundum við loksins láta verða af því. Það sem síðan gerðist sannar þá kenningu að maður á að ganga í verkin í dag því morgundagurinn er ekki alltaf vís. Við Kiddi þökkum Arnóri samfylgdina og sendum móður hans, dóttur hans, Magný Ósk, og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Petrea Ingibjörg Jónsdóttir. Fyrir fáeinum árum bar mér gæfa til að kynnast Arnóri þegar ég fór að vera með Þorsteini bróður hans. Og allar götur síðan höfum við verið góðir vinir. Fékk ég að kynnast hversu ljúfur og góður hann var í samskiptum við aðra. Hef ég oft vitnað í hann þegar ég ræði um lífsins gang. Aldrei heyrði ég hann kvarta um þær aðstæður sem hann var í. Og ættum við öll að hafa lært eitt- hvað af því sem til hans þekktu. Það var sárt að horfa upp á Arnór, þennan mikla mann, verða svona veikan. Var það löng og erfið bið fyrir alla hans aðstand- endur. Beið ég þann tíma eftir því að handtaki mínu yrði svarað. Svo ég tali nú ekki um að ég fengi koss á kinnina eins og venjulega þegar við hittumst. Elsku Arnór, hafðu hjartans þökk fyrir allt. Elsku Magný, Þór og börn, Sigrún, Hreinn, systkini og fjöl- skyldur. Sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hulda Sigurðardóttir. Kveðja frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu Í dag kveðjum við Arnór Pét- ursson, góðan vin og félaga. Arnór var mjög öflugur félagi og samkvæmur sjálfum sér í þeim málum sem hann tók sér fyrir hendur. Það var gott að njóta krafta hans í réttindamál- um fatlaðra, hann gafst aldrei upp og var trúr lífsskoðunum sín- um allt til loka. Arnór var íþróttamaður góður og einn af stofnendum Íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík 1974 og var síðan fyrsti formaður fé- lagsins, einnig var hann hvata- maður að byggingu íþróttahúss félagsins. Hann var formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, frá 1998 til 2004. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum á vegum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu. Hann var mikill áhuga- maður um skák og sá meðal ann- ars um skákklúbb félagsins til margra ára, því starfi sinnti hann af mikilli nákvæmni og dugnaði. Við þekkjum vel þann sterka streng og syrgjum okkar góða dreng. Örlög vísa veg um slóð vak þú minning kyrr og hljóð. (Stefán Finnsson) Það er með þakklæti og virð- ingu sem við kveðjum Arnór Pét- ursson og við munum halda á lofti minningu hans. Fyrir hönd Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, sendi ég fjölskyldu Arnórs okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hannes Sigurðsson, formaður. Fallinn er frá góður félagi og baráttumaður í málefnum fatl- aðra aðeins 61 árs að aldri. Fyrstu alvöru kynni mín af Arnóri voru árið 2000 þegar Arn- ór sem þá var formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, spurði mig hvort ég væri ekki til í að bjóða mig fram til gjaldkera- starfa fyrir landssambandið. Mér þótti þetta mikil áskorun og heið- ur og unnum við saman í fram- kvæmdarstjórn Sjálfsbjargar landssambands í fjögur ár. Á þessum tíma lærði ég mikið um starfsemi Sjálfsbjargar enda Arnór búinn að lifa og hrærast í þessum málaflokki í mörg ár. Arnór gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfs- björgu og sat í fjölda nefnda. Hann bar hag Sjálfsbjargar mjög fyrir brjósti alla tíð. Arnór var einn af stofnendum Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og aðaldriffjörðrin í byggingu íþróttahússins sem nú hýsir starfsemina að Hátúni 14. Að ráð- ast í slíka framkvæmd var að mörgu leyti brjálæði en Arnór var þannig gerður að hann efldist eftir því sem áskorarnar urðu stærri. Hann hafði ákveðna sýn og skynjaði þörfina á slíku húsi. Með tilkomu hússins gjörbreytt- ist allt umhverfi fatlaðs fólks að æfa íþróttir og hefur fært fötluð- um marga sigra, ekki einungis á íþróttasviðinu heldur einnig eflt félagsvitund og sjálftraust þess. Arnór spilaði með ÍA á sínum yngri árum en þrátt fyrir að slas- ast ungur í bílslysi og vera bund- inn hjólastól þá minnkaði áhug- inn á boltanum ekki. Hann fór á alla leiki sem hann mögulega gat. Arnór var einnig mikil skákmað- ur og hélt utan um þá starfsemi hjá Sjálfsbjörgu í mörg ár. Arnór var mikill keppnis- og hugsjóna- rmaður sem sést best á því hverju hann áorkaði í sínu starfi í þágu fatlaðra og allt var þetta fyrst og síðast sjálfboðavinna. Hans merki liggja víða, ekki bara hjá Sjálfsbjörgu og Íþróttafélagi fatl- aðra heldur líka í gegnum vinnu hans hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þar var mikið leitað beint til hans um ýmis réttindamál hvað varðar bætur, bílamál og öll þau réttindi sem fólk taldi sig eiga þar. Arnór Pétursson var ekki skoðunarlaus maður. Hann hafði sterka réttlætiskennd og var fylginn sér. Ef það voru einhver mál sem sneru að ráðuneytunum fór hann beint til ráðherra. Það virkaði best, hitt tók of langan tíma að hans mati. Hin síðustu ár fór heilsunni mjög að hraka. Bar- áttuandinn var hins vegar alltaf Arnór Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.