Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ✝ Antonía Lýðs-dóttir fæddist á Siglunesi við Siglu- fjörð þann 17. októ- ber 1947. Hún lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Ak- ureyrar hinn 30. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Lýður Bogason, f. 16. september 1925, d. 23. júlí 2003, og Erla Magn- úsdóttir, f. 16. maí 1926, d. 1. nóvember 2006. Systir Antoníu er Elín M. Lýðsdóttir, rekstr- arhagfræðingur, f. 10. júní 1960. Maki hennar er Atli Sturluson tölvunarfræðingur, f. 13. nóv- ember 1962. Dætur þeirra eru janúar 1971. Erla og Jakob eiga tvo syni, þá Sigurð Yngva, f. 25. október 2002, og Kristófer Ant- on, f. 20. febrúar 2007. Antonía var í hóp þeirra fyrstu sem útskrifuðust sem sjúkraliðar á Íslandi árið 1966. Hún lauk námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1971. Starfaði fyrstu árin á lyflækningadeild Landspítalans. Megin-hluta af sinni starfsævi vann hún á Sjúkrahúsi Akureyrar, í rúm 25 ár þar af sem deildarstjóri í Seli um 10 ára skeið. Síðustu árin vann hún í Bakkahlíð sem er vistheimili fyrir heilabilaða ein- staklinga. Einnig tók Antonía virkan þátt í vinaheimsóknum á vegum kirkjunnar ásamt því að vera í Kvenfélagi Akureyr- arkirkju. Útför Antoníu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. júlí 2011, kl. 13.30. Steinunn f. 26. júní 1996 og Arndís f. 21. júní 2000. Eftirlifandi eig- inmaður Antoníu er Sigurður Her- mannsson, umdæm- isstjóri, f. 16. ágúst 1945. Foreldrar hans voru Her- mann Vilhjálmsson, f. 8. júní 1910, d. 2. desember 1998, og Aðalbjörg Sigurðardóttir, f. 8. apríl 1916, d. 21. júlí 2008. Dætur Antoníu og Sigurðar eru Kristín, skrifstofumaður, f. 8. júlí 1972, og Erla Guðlaug, hjúkrunarfræðingur, f. 13. jan- úar 1975. Maki Erlu er Jakob Yngvason verkfræðingur, f. 25. Með söknuði og sorg í hjarta kveð ég systur, sem nú er látin langt um aldur fram. Það eru ótal ljúfar minningar sem koma upp í hugann, minningar sem munu lifa í hjarta mínu og létta söknuðinn. Í minningunni er Billa ávallt stóra duglega systir mín sem kunni ráð við flestu. Á erfiðum stundum var hún alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, á gleði- stundum hjálpaði hún til að gera minningarnar enn betri. Þegar ég fæddist var Billa unglingur og líklega ekki efst á óskalistanum að eignast litla systur en samt mynduðum við gott systrasamband sem þróað- ist og breyttist eftir því sem þroski og reynsla mótaði okkur. Minningabrotin eru mörg: óljósar minningar úr Bogahús- inu, Óli skans dansaður með til- þrifum í Ásveginum, Billa og vinkonurnar í skvísufötum með túberað hár á leið í Sjallann og fyrsta bílferðin eftir bílprófið á rauðu bjöllunni hans pabba. Mér þótt mikið til systur minn- ar koma en gat samt ekki á mér setið og stríddi henni á pjattinu, löngu nöglunum og stóru eyrnalokkunum. Ég var örugglega ekki alltaf skemmti- leg litla systir og ekki var það betra þegar pabbi tók þátt stríðninni. Flestar eru þó minningarnar eftir að Siggi kom til sögunnar og þótti mér það góð viðbót að eignast góðan „stóra bróður“ sem alltaf var til í að spila og púsla. Þegar þau eignuðust Stínu og Erlu var ég afskaplega ánægð með þá viðbót við fjöl- skylduna og leit á þær sem litlu systur mínar. Á menntaskólaárum mínum breyttist samband okkar og við urðum trúnaðarvinkonur. Á þeim árum var gott að eiga skynsama stóru systur sem hægt var að trúa fyrir öllu án þess að fá skammir heldur bara góð ráð. Í rúm 20 ár bjuggum við fjarri hvor annarri en við vor- um alltaf duglegar að heim- sækja hvor aðra og síminn hef- ur löngum verið óspart notaður hjá okkur systrum. Eftir að ég flutti aftur á heimaslóðir í Ás- veginn hafa stundirnar orðið fleiri. Sérstaklega þótti mér notalegt hvað Billa var dugleg að kíkja við hjá mér, smá-innlit, einn kaffibolli og notalegt spjall er ómetanlegt í minningunni. Bestu minningarnar eru oft litl- ir hversdagslegir hlutir. Billa var fagurkeri. Falleg föt, vandaðir skrautmunir, fal- lega fram borinn matur, litlar sætar Söru- og smákökur, allt bar því vitni hvað systir mín var mikil smekkmanneskja. Hjá stelpunum mínum er viðkvæðið að eitthvað sé billulegt sem er fallegt og svolítið krúttlegt. Foreldrum okkar var Billa ómetanleg stoð og stytta, sér- staklega í veikindum mömmu sem tóku mjög á okkar litlu fjölskyldu en þar var Billa kletturinn minn eins og svo oft áður. Dætur mínar nutu líka umhyggju Billu og fékk hún viðurnefnið aukaamma enda var hún hæstánægð með það hlutverk. Það var gott að eiga Billu fyrir systur, hún var hlý, hjálp- söm og skilningsrík. Ég kveð systur mína með miklum sökn- uði en líka þakklæti fyrir allt hið góða sem hún gaf mér. Siggi, Stína, Erla og fjölskylda, sorg ykkar er mikil en minn- ingin um góðu stundirnar lifir. Hvíl í friði, kæra systir. Elín Margrét. Elskuleg frænka mín og vin- kona, hún Billa, er látin eftir erfið veikindi sem hún tókst á við af miklu æðruleysi með dyggum stuðningi fjölskyldu sinnar. Vonir stóðu til að að- gerðin í Svíþjóð og heimkoman til Akureyrar mundu færa henni betri heilsu á ný en sjúk- dómurinn náði að lokum yfir- hendinni. Við fráfall Billu leitar hug- urinn til baka til Bogahússins sem stóð á fallegum stað við Hafnarstræti 64 á Akureyri með útsýni yfir Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina. Húsið var kennt við afa okkar, athafnamanninn Boga Daníelsson. Í barnæsku okkar Billu bjó þar amma okk- ar, Elín Friðriksdóttir, ásamt fjórum af fimm börnum þeirra afa og fjölskyldum þeirra. Þetta var sannkallað fjölskylduhús og forréttindi að fá að alast þar upp fyrstu æviárin í faðmi stór- fjölskyldunnar. Í Bogahúsinu voru margar vistarverur og húsið eiginlega heill ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar lékum við okkur frændsystkinin. Lífið var ynd- islegt og Lýður Bogason, pabbi Billu og móðurbróðir minn, kryddaði svo sannarlega líf okkar frændsystkinanna þá sem endranær með góðlátlegri glettni sinni. Það var ekki auðvelt fyrir sex ára stúlku að yfirgefa þetta sæluhús er ég flutti með fjöl- skyldu minni til Reykjavíkur. Ég átti þó eftir að komast að því að tengsl mín við móðurfjöl- skylduna mína á Akureyri voru byggð á traustum grunni og hef ég ávallt búið að þeim tengslum og geri enn í dag. Mikil vinátta tókst með okk- ur Billu, vinátta sem hefur haldist alla tíð. Ég minnist með gleði þess tíma þegar Billa og Siggi voru að kynnast. Mann- kostir Sigga leyndu sér ekki og fljótt var ljóst hvert stefndi. Á námsárum Billu og Sigga í Reykjavík, þegar hún stundaði nám við Hjúkrunarskóla Ís- lands og hann nám við Tækni- skólann, gafst tækifæri til ánægjulegra samverustunda. Á árunum okkar Þórs og barnanna á Siglufirði var in- dælt að vita af fólkinu sínu á Akureyri og ekki var um svo langan veg að fara enda var beðið eftir því á vorin að snjóa tæki upp á Lágheiðinni svo hægt væri að fara inn á Ak- ureyri. Þar var ávallt tekið á móti okkur af miklum höfðings- skap og ósjaldan gistum við hjá Billu, Sigga og dætrunum, þeim Stínu og Erlu sem bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Við Þór höfum átt yndislegar stundir með Billu og Sigga á undanförnum árum og fengið að vera þátttakendur á hátíð- arstundum í lífi fjölskyldunnar. Fyrir það erum við afar þakklát og minnumst þeirra stunda með mikilli gleði en einmitt á slíkum stundum naut Billa sín best með hópinn sinn sér við hlið. Að leiðarlokum vil ég þakka Billu frænku minni fyrir sam- fylgdina og alla þá hlýju og vin- semd sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina. Elsku Siggi, Stína, Erla, Ella Magga og fjölskyldur! Það er sárt að sjá eftir einstakri eig- inkonu, móður, systur og ömmu. Megi góður Guð blessa ykkur og leiða í þeirri þungu raun. Elín Pálsdóttir. Í dag verður Antonía Marsi- bil Lýðsdóttir borin til hinstu hvílu og langar mig til að minn- ast og kveðja þá fallegu og góðu konu með örfáum orðum. Það var mín lukka í lífinu að kynnast dóttur Billu fyrir 28 árum og varð ég fljótlega heimagangur á því góða heimili. Óendanlega margar minning- arnar um hjartahlýju og góð- semd Billu hrannast upp í huga mér. Alltaf stóð hennar heimili mér opið og ófáir eru kaffiboll- arnir og heimatilbúin bláberja- sulta sem hvarf ofan í okkur vinkonurnar við eldhúsborðið í Heiðarlundinum á meðan öll lífsins mál voru rædd. Þannig var Billa, alltaf tilbúin til að hlusta, gefa og vera til staðar. Billa gaf af sjálfri sér, sem er hin sanna gjöf. Með hæglátri nálægð sinni kenndi Billa mér þessi gildi sem ég reyni að hafa í heiðri daglega, bæði í lífinu sjálfu og í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur. Elsku Billa, það hafa verið mér forréttindi að þekkja og njóta hjartahlýju þinnar. Ég kveð þig með söknuði og hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt. Erlu vinkonu og allri fjöl- skyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helga Sif Friðjónsdóttir. Nú við ótímabært andlát Antoníu M. Lýðsdóttur, Billu, viljum við minnast hennar með þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar norðan og sunnan heiða. Við þökkum einnig fyrir samveruna á ferðalögum okkar innan lands og utan. Þá var oft glatt á hjalla og þar áttum við margar góðar stundir sem gott er nú að minnast. Að leiðarlokum kveðjum við ljúfa og trausta heiðurskonu með virðingu og söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Við sendum Sigurði og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. F.h. saumaklúbbsins, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir. Elsku Billa, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, lífið er svo sann- arlega ekki alltaf sanngjarnt. Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Þið Siggi og stelpurnar bjugguð við hliðina á okkur í Heiðarlundinum og þannig vorum við eins og ein stór fjölskylda. Alltaf var sam- gangur á milli íbúðanna, hvort sem eitthvað vantaði, spjall yfir kaffibolla, matarboð, afmæli og veislur eða bara kveðja út um gluggann. Vinskapur milli fjöl- skyldnanna var því mikill og óteljandi stundir sem við höfum átt saman, sem betur fer flestar af gleðilegum tilefnum en þegar erfiðir tímar hafa komið inn á milli varst þú tilbúin til að styðja okkur og hvetja áfram. Þú varst alltaf áhugasöm um líf okkar og hvernig það gengi. Frá því við fæddumst hefur þú verið okkur dyggur stuðnings- maður og stundum þátttakandi í því sem fyrir okkur hefur leg- ið. Þú fylgdist með skólagöngu, merkisatburðum, strákamálum, vinnu og áhugamálum. Þú fylgdist vel með okkur og við gátum alltaf leitað til þín. Þú leyfðir okkur meira að segja að njóta samskipta við foreldra þína sem fengu titlana plat-afi og plat-amma okkar. Skemmti- legasta minning Þórunnar er sú þegar hún kom til þín í pössun eftir skóla og þú leyfðir henni að blása loftbólur í kókómjólk- ina, það mátti hvergi annar staðar en hjá þér. Piparköku- bakstur var árlegur viðburður fyrir jólin og í eitt skipti var Hanna næstum búin að kveikja í húsinu. Alltaf hélst þú samt ró þinni, sérstaklega eftir að eld- varnarteppið kom úr einum jólapakkanum það árið. Einnig eru þær ófáar kransakökurnar sem þú hefur bakað fyrir hátíð- leg tilefni í lífi okkar og við munum hvað þú varst hrædd um að þær mistækjust. Á 17. júní í fyrra hringdir þú meira að segja til að vita hvort kakan væri uppistandandi og að sjálf- sögðu var hún það og bragð- aðist frábærlega. Elsku Billa, hlátur þinn mun seint gleymast, hvernig þú nuddaðir saman höndunum þegar þér var kalt, naust þess að drekka kaffi, hvað þér fannst gott að sofa fram eftir, hvernig þú gleymdir þér við lestur glæpasagna, hvað þér fannst gaman að kaupa nýja dragt fyrir hátíðleg tilefni með skóm og veski í stíl og hvað þú varst ekki hrifin af því að taka bensín. Það er hægt að telja ótalmargt upp en fyrst og fremst varstu okkur góð vin- kona og nágranni sem alltaf var hægt að leita til. Við þökkum þér fyrir samfylgdina að sinni og endum á lítilli bæn sem minnir okkur á þig: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Siggi, Stína, Erla, Ella Magga og fjölskyldur, við send- um ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur, Hanna Björg og Þórunn Sif. Í dag kveðjum við Antoníu Marsibil Lýðsdóttur sem lést hinn 30. júní. Þrátt fyrir að ljóst væri að Billa hafi ekki gengið heil til skógar um árabil ólu vinir og samfeðafólk ávallt með sér vonina um að heilsu- farið myndi snúast til betri veg- ar. Ekki var það hennar siður að æðrast yfir hlutunum heldur naut hún lífsins á sinn hægláta hátt innan þeirra takmarkana sem heilsa hennar setti henni hin síðustu ár. Hún starfaði lengst af við Sjúkrahúsið á Akureyri. Korn- ung lauk hún þar námi sem sjúkraliði og eftir hjúkrunar- nám starfaði hún sem hjúkr- unarfræðingur og síðar deild- arstjóri í Seli um árabil. Billa var okkur sem þar unnum ávallt góður félagi, sem hafði stjórn á hlutunum á sinn hæv- erska og rólega hátt. Í hópnum var hún fremst á meðal jafn- ingja og hafði aldrei þörf fyrir að setja sig ofar öðrum. Hinum margvíslegu uppákomum, sem óhjákvæmilega verða á slíkum vinnustað, var ávallt tekið með jafnaðargeði og málin leyst í góðri samvinnu og skopskynið var aldrei langt undan. Þó ekki væru höfð mörg orð um hlutina vissum við að hún fylgdist með líðan okkar og lá ekki á liði sínu ef hún vissi að eitthvað bjátaði á. Vonin um betri heilsu var alltaf til staðar þótt lengi hafi verið vitað að áfall gæti verið yfirvofandi. En sú von er nú að engu orðin. Undangengnar vik- ur hafa ástvinir hennar vart vikið frá, hvort heldur var á sjúkrahúsi í Reykjavík, Svíþjóð eða á Akureyri þar sem yfir lauk. Nú bíður fjölskyldu og vina það erfiða verkefni að lifa með því sem orðið er, minnast glöðu og góðu daganna og allra ógleymanlegu samverustund- anna. Blessuð sé minning Billu. Fyrir hönd vina og starfs- félaga úr Seli, Ásta Garðarsdóttir. Antonía Lýðsdóttir HINSTA KVEÐJA Glaðar og góðar stundir geymast í huga og sál vina sem orna sér ennþá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa, svo ljúfsárt minningarflóð, og okkar til æviloka, yljar sú forna glóð. (Ómar Ragnarsson ) Kær vinkona er kvödd í dag. Við þökkum samfylgd- ina og sérstaklega gömlu góðu árin á Akureyri. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Valdís, Steinunn og Ragna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, DOUGLAS MALCOLM NICOLSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. júní. Útförin fór fram mánudaginn 4. júlí í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður P. Ragnarsdóttir, Edda Nicolson, Marjory Nicolson, Norman NIcolson og aðrir aðstandendur. ✝ JÓNAS MAGNÚSSON kaupmaður á Ísafirði verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 9. júlí kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur, systur, mágkonu og ömmu, INGU JÓHÖNNU BIRGISDÓTTUR, Frostafold 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-2 Landspítala Fossvogi fyrir alúð og góða umönnun. Guð blessi ykkur. Halldór Úlfarsson, Ásdís Halldórsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Úlfar Þór Halldórsson, Birgir Jóh. Jóhannsson, Þóra Viktorsdóttir, systkini og barnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.