Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Í samræmi við ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar hefur verið ákveðið að banna alla loðnuveiði innan ís- lenskrar lögsögu á yfirstandandi sumri, frá 6. júlí til 30. september. Þá hefur ráðherra úthlutað norskum, færeyskum og græn- lenskum skipum samtals 82.698 lestum af heimildum til loðnuveiða. Hinn 1. október nk. verður svo 327.000 tonna loðnuheimildum, sem eru 50% af upphafsúthlutun, út- hlutað til íslenskra skipa. Loðnuveiðibann Morgunblaðið/Árni Sæberg Prentmet í Reykjavík hefur fengið vottun norræna umhverfismerk- isins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Prentmet hefur frá stofnun lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja umhverfisvernd. „Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun nei- kvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu,“ segir í tilkynningu. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra afhenti Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingi- björgu Steinunni Ingjaldsdóttur, eigendum og forsvarsmönnum Prentmets, Svansleyfið í húsnæði fyrirtækisins. Í ræðu ráðherra kom fram að Svanurinn hefur náð góðri fótfestu í prentiðnaði en Prentmet er sjötta íslenska prent- smiðjan sem hlýtur Svansvottun. Prentmet hlýtur sautjánda Svans- leyfið sem gefur hefur verið út á Íslandi. Prentmet hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins Álfagarðurinn í Hellisgerði í Hafn- arfirði verður opinn helgina 9.-10. júlí kl. 12:00-16:00. Þar stendur nú yfir sýning á listaverkum eftir nokkra listamenn sem tengjast Hellisgerði sterkum böndum. Tveir þeirra eru afkom- endur síðasta íbúa Oddrúnarbæjar í Hellisgerði, Oddrúnar Oddsdóttur sem húsið heitir eftir. Kristbergur Pétursson myndlistarmaður sýnir málverk og málaðar flöskur og Oddrún Pétursdóttir myndlistar- maður sem sýnir málverk með blandaðri tækni. Saman sýna þau einnig ljósmyndir frá tíma ömmu sinnar í Oddrúnarbæ. Þóra Breið- fjörð leirlistarkona sýnir álfa- tebolla og huldusteina úr keramik, Guðrún Bjarnadóttir gullsmiður sýnir álfaskartgripi sína og Ragn- hildur Jónsdóttir sýnir sauma- málverk og myndir úr álfabók sem er í prentun. Laugardaginn 9. júli kl. 13:00 mun sjáandinn Ragnhildur Jóns- dóttir fara í álfagöngu um Hellis- gerði þar sem hún kynnir og lýsir álfum og huldufólki sem þar býr. Morgunblaðið/Golli Álfaganga og lista- verk í Hellisgerði María Heimisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs í nýju stjórnskipulagi Landspítala frá og með 1. júlí sl. að því er kemur fram í tilkynningu. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1990 og MBA-námi frá University of Con- necticut árið 1997 og síðan doktorsnámi í lýðheilsufræð- um frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 1999-2002 þeg- ar hún hóf störf á Landspítala. Hún sinnti sérverkefnum fyrir framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmda- stjóra fjármála 2003-2006 og var sviðsstjóri hag- og upp- lýsingarsviðs 2006-2009 og síðan yfirlæknir hagdeildar 2009-2010 og var settur framkvæmdastjóri fjármálasviðs 2010-2011. María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur birt vísindagreinar í erlendum fræðiritum og sinnt akademískum leiðbeinenda- og prófdómarastöðum og stundað kennslu í læknadeild HÍ. Nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH María Heimisdóttir Á sunnudag nk. verður fjall- göngumessa á Ingólfsfjalli. Lagt verður af stað frá malargryfjunum kl. 15 og gengið í rólegheitum upp fjallið. Lesnir verða viðeigandi ritn- ingartextar áður en lagt er af stað og svo tvisvar á leiðinni upp. Þegar upp er komið verður stutt helgi- stund með hugvekju, bæn og söng. Prestur í fjallgöngumessunni verð- ur séra Óskar Hafsteinn Óskarsson. Allir eru velkomnir. Um nýbreytni í helgihaldinu er að ræða en þar sem svo margir leggja leið sína á fjallið í viku hverri þótti við hæfi að bjóða fólki að slá tvær flugur í einu höggi með því að fara á fjallið og ná sunnu- dagsmessunni um leið. Fjallgöngumessa STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Hún er grálúsug þessi,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson þegar hann hafði strandað silfurbjartri og sterkri hrygnu neðst í veiðistaðnum Silungabakka í Víðidalsá í gær- morgun. „Hún tók alveg þarna efst,“ sagði Rögnvaldur, benti upp streng- inn og bætti við að hann hefði séð þar að minnsta kosti fimm laxa til. Síðan brá hann málbandi á þykka hrygnuna, sem reyndist 85 cm löng. Eins og margir veiðimenn sem blaðamaður hitti í norðankuldanum á Norðurlandi síðustu daga, sagði Rögnvaldur laxveiðina vera tregari nú en á sama tíma síðustu ár. Þá var veiðin líka frábær. Samkvæmt veiði- tölum Landssambands veiðifélaga hafði í fyrradag verið landað 37 löx- um í Víðidalsá og Fitjá en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 200. Þegar ég hitti Rögnvald voru lax- ar að stökkva víða á neðsta laxa- svæðinu og hann kvartaði ekki; þótt hollið væri bara búið að ná 12 þá var hann með sex þeirra. Tvo smálaxa en hina væna, þar á meðal einn sem hann landaði á Neðri-Laufásbreiðu og mældist 101 cm, eða 20,5 pund. „Svo kom ég hingað upp að Sil- ungabakka og setti klukkan 21.10 í stóran hæng sem var farinn að taka lit. Ég missti hann 55 mínútum síðar og þá hafði hann rétt úr tveimur krókum á þríkrækjunni. Hann var mun stærri en þessi 101 cm,“ sagði Rögnvaldur sem hefur landað á ann- an tug fiska yfir 20 pund í Víðidal. Hann gekk síðan aftur efst í strenginn, kastaði hits-túpu og strax var annað vænn á; sá reyndist 88 cm. Í Hnausastreng í Vatnsdalsá voru norskir feðgar við veiðar í gær, Jan Erik og Martin Nilsen. Þeir voru ánægðir með lífið, nýkomnir úr ánni Gaula í Noregi þar sem þeir fengu ekki fisk við vikuveiðar en hinsvegar strax tvo stóra laxa á fyrstu vaktinni í Vatnsdal. „Strákurinn er með veiðidellu, ég kem hingað til að fylgjast með honum veiða,“ sagði faðirinn þegar hann hafði landað sínum fyrsta laxi í gær, eftir að hafa elt fiskinn frá Skriðuvaði niður í Hnausastreng, 88 cm hrygnu. Son- urinn var þá kominn með fjóra og allt fallega laxa á bilinu 84 til 91 cm. „Það eru ótrúlega fallegir og sterkir fiskar hér,“ sagði hann. Í fyrradag höfðu veiðst 55 í Vatnsdalsá en 130 á sama tíma í fyrra. Á þriðjudag hitti blaðamaður menn við Blöndu sem voru að ljúka tveggja daga veiði og voru komnir með 45 laxa. „Það hefur gengið mjög vel, enda er fullt af nýjum fiski hér og allir vænir. Sá stærsti 18 pund,“ sagði einn þeirra. Morgunblaðið/Einar Falur Draumaveiði Unglingurinn Martin Nilsen, 15 ára, var ánægður þegar hann hafði landað 85 cm laxi í Vatnsdalsá. Færri laxar en stórir  Rögnvaldur Guðmundsson landaði 101 cm laxi í Víðidalsá og togaðist á við annan „mun stærri“ í tæpa klukkustund „Ráðherra ferðamála er mjög ánægð með skýrsluna, en þess ber að gæta að hún er fyrst og fremst verkfæra- kista sem nýtist í úttektir og aðgerð- ir til að auka öryggi á ferðamanna- stöðum. Þannig er skýrslan mikilvægt innlegg til þess að tryggja samþættingu öryggismála í allri uppbyggingu og framkvæmdum á ferðamannastöðum og vinna þannig á faglegum grunni að því að tryggja öryggi ferðamanna,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um niður- stöður vinnuhóps er skoðaði öryggis- mál á ferðamannastöðum. Auka á fjármagn til framkvæmda á ferða- mannastöðum og náttúruverndar- svæðum með tilkomu Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða og með því fjármagni sem aflað verður með gistináttagjaldi. Ráðherrar ferðamála og umhverf- ismála óskuðu á vordögum 2010 eftir því að Ferðamálastofa og Umhverf- isstofnun legðu fram minnisblað um öryggismál á ferðamannastöðum. Vinnuhópur var þá settur á laggirn- ar sem ætlað var að fjalla um helstu þætti áhættustýringar og setja fram drög að stefnumörkun um öryggis- mál á ferðamannastöðum. Í hópnum voru Gunnar Stefánsson frá Lands- björg, Ólafur Arnar Jónsson frá Um- hverfisstofnun og Sveinn Rúnar Traustason frá Ferðamálastofu. Af- rakstur starfs hópsins er skýrsla sem ber nafnið „Öryggi á ferða- mannastöðum – Stefna til 2010“. Meginniðurstaða skýrslunnar er að gera þarf átak í öryggismálum ferða- mannastaða hér á landi. Í stefnunni er sett fram tillaga um skiptingu ábyrgðar, leiðir til að efla öryggi ferðamanna og skiptingu landsins í svæði með tilliti til þjónustu og að- gengis. mep@mbl.is Skilningur og þrýsting- ur hefur aukist mikið  Stefna um öryggi á ferðamannastöðum til 2015 tilbúin Morgunblaðið/Árni Sæberg Umhverfismál Útbúa þarf leiðbeiningar um öryggismál ferðamannastaða og gerð öryggisáætlana. Öryggismál » Gott samstarf á milli Lands- bjargar, Umhverfisstofnunar og Ferðamálastofu » Skýrslan skapar grundvöll til skipulegrar vinnu » Ráðherra ferðamála mun skipa stjórn Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.