Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 7

Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 14.-30. september 2011 Spennandi ævintýra- og lúxusferð þar sem við heimsækjum Shanghai, siglum á Li-ánni með útsýni til hinna sérstæðu kalksteinsfjalla í Guilin, göngum á Kínamúrinn, förum á Torg hins himneska friðar og að Forboðnu borginni í Peking. Farið verður í ævintýralegan leiðangur langt inn í Kína að sjá hið sérstæða landslag í Zhangjiajie og mikla náttúrufegurð á þeim stað sem kvikmyndin Avatar var tekin. Hápunktur ferðarinnar er svo Lhasa í Tíbet. Góð ferð með þrautreyndum fararstjóra! Verð frá 567.000 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann í tvíbýli, innifalið: Flug til og frá Kína, allt innanlandsflug í Kína, flugvallaskattar, Gisting á 4* og 5* hótelum, ferðir skv. ferðatilhögun, íslensk fararstjórn og máltíðir samkvæmt ferðalýsingu. *Verð án Vildarpunkta: 577.000 kr. VITA - ferðaskrifstofa á traustum grunni ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 55 82 9 07 /1 1 VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson en hann hefur mikla reynslu af fararstjórn í Kína. Suðurlandsbraut 2 Hilton Reykjavik Nordica Svo virðist sem aukinn kraftur sé að færast í makrílveiðar íslenskra skipa fyrir austan landið í kjölfar hækkandi sjávarhita. Arnþór Hjör- leifsson, skipstjóri á Lundey NS, segir umtalsverða breytingu hafa orðið síðustu dagana en sjávarhit- inn hafi hækkað á tiltölulega skömmum tíma um allt að 2,5 gráð- ur. Þetta kemur fram í samtali við hann á vefsíðu HB Granda. Lundey kom til hafnar í Vopna- firði með um 500 tonna makrílafla. Skipið var að veiðum í Hvalbaks- hallinu og Rósagarðinum og fékkst þessi afli í þremur holum á tæpum sólarhring. Arnþór segir að makrílveiði hafi verið léleg fyrir austan upp á síð- kastið enda hafi sjórinn verið mjög kaldur. „Síðustu dagana hefur hita- stigið hins vegar hækkað úr um 5,5°C í 7-8°C og það munar öllu hvað makrílveiðarnar varðar. Hér hafa verið lélegar lóðningar en núna virðist makríllinn vera að þétta sig og smáblettir skila mjög skarpri veiði,“ segir Arnþór. Makríllinn þéttir sig fyrir austan Makríll Með hækkandi sjávarhita er auðveldara að veiða hann. Sjávarhiti hækkaði um 2,5 gráður Vegagerðin vill benda vegfarendum á að búast má við mikilli umferð um land allt um næstu helgar, eins og undanfarin ár. Vegfarendur eru því hvattir til að sýna tillitssemi, þolinmæði og kurt- eisi á för sinni um þjóðvegi landsins. Þrír viðburðir sömu helgina Á ýmsum stöðum má reikna með einhverjum töfum á mestu álagstím- um, ekki síst í nánd við skipulagðar stórsamkomur, segir á vef Vega- gerðarinnar. „Til dæmis má reikna með mikilli umferð til og frá Siglufirði og líklegt að einhverjar tafir geti orðið við og í Stráka- og Múlagöngum, sem hvor tveggja eru einbreið með útskotum til að mætast. Það sama á reyndar við um næstu helgi þar á eftir, þegar samtímis verður Fiskidagurinn mikli á Dalvík, Pæjumótið í Fjalla- byggð og Króksmótið á Sauðár- króki. Á þessum slóðum eru vegfar- endur sérstaklega hvattir til að sýna varkárni og tillitssemi,“ segir Vega- gerðin. Hugsanlega mun lögreglan grípa til sérstakrar umferðarstjórnunar um jarðgöng á þessu landsvæði til að koma í veg fyrir umferðarteppur, en reiknað er að mesti álagstíminn verði milli kl. 13:00 og 19:00, eins og reyndar á við um þjóðvegakerfið al- mennt. sisi@mbl.is Hætta á töfum við jarðgöng Morgunblaðið/Ómar Jarðgöng Bílar geta ekki mæst í Stráka- og Múlagöngun og því verða tafir.  Stráka- og Múlagöng eru einbreið og með útskotum til að mætast  Hugsanlegt að lögregla stjórni umferðinni Allar fjölförn- ustu hálend- isleiðir lands- ins hafa verið opnar undan- farnar vikur. Akstursbann hefur þó verið á nokkrum slóðum á Stórasandi. Nú hefur mik- ið þornað á svæðinu og það er að- eins slóðinn upp úr Víðidal inn á Stórasand sem er enn lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni. Vegna kuldanna í vor og fyrri hluta sumars hafa hálendisvegir verið opnaðir mun seinna en und- anfarin ár. Leiðin um Sprengisand var sú síðasta sem var opnuð. Mikil umferð hefur verið á há- lendinu að undanförnu. Einn slóði er enn lokaður á hálendinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.