Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 10

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ólafsdalsskólinn varbændaskóli sem rekinnvar í Ólafsdal á árunum1880 til 1907. Skólann rak Torfi Bjarnason með dyggri aðstoð frá eiginkonu sinni Guðlaugu Zakk- aríasdóttur. En þau hjónin voru miklir frumkvöðlar í landbúnaði og grænmetisrækt. Gamla skólahúsið í Ólafsdal hefur nú verið tekið í gegn að nokkru leyti eftir að hafa verið í niðurníðslu í mörg ár. Ólafsdals- félagið hefur staðið fyrir fram- kvæmdunum en markmið þess eru meðal annars að stuðla að eflingu og varðveislu húsins og vekja athygli á staðnum innan ferðaþjónustunnar. Fjölþætt miðstöð „Húsið er ríkiseign en Ólafs- dalsfélagið, sem var stofnað árið 2007, hefur unnið að því að koma saman hópi fólks og vinna að fjár- mögnun til þess að gera húsið þann- ig að hægt sé að nýta það. Það hefur verið rafmagns- og vatnslaust í ára- tugi og í rauninni illa farið. Nú er unnið að því að þarna geti orðið mið- stöð fyrir t.d. matvæli af svæðinu eins og grænmetið en líka að laða fólk að svæðinu og umhverfinu. Þannig eru uppi hugmyndir um að í Ólafsdal yrði rekinn veitingarekstur og þess vegna gistiaðstaða og fræði- Kennsla endur- vakin í Ólafsdal Í Ólafsdal í Gilsfirði var unnið mikið frumkvöðlastarf á 19. öld. Það verður nú endurvakið með námskeiðshaldi þar sem þátttakendur munu meðal annars læra að nýta hráefni úr nærumhverfinu í matargerð. Ljósmynd/Þóra Sigurðardóttir Glæsilegt Búið er að gera gamla húsið í Ólafsdal upp að hluta en framkvæmdir standa enn. Hollusta Í grænmetisgarðinum er að finna grænmeti og kryddjurtir. Stjórn Þóra Sigurðardóttir er í Ólafsdalsfélaginu. Þegar veðrið er ekki sérlega gott, líkt og lítur út fyrir að veðrið um helgina verði, er gott að geta bjargað sér við ýmsar aðstæður. Ef tjaldið þitt er t.d. hundblautt og rifið þá getur verið ágætt að kunna að byggja sér skýli. Fyrir þá sem eru litlir útilegukappar getur slík vosbúð líka tekið á taug- arnar og þá er gott að kunna leiðir til að róa sig niður. Svo er líka gott að kunna hvernig best er að klæða sig ef kuldinn er farinn að naga mann að innan. Það er nú kannski ekki hægt að tala um að aðstæður á íslenskri útihátíð séu jafn erfiðar og þær sem miðað er við á vefsíðunni wilderness- survival.net. En þó er aldrei að vita. Borgarbörnum kann að þykja það ferðalag út í óbyggðir að halda út á land og tjalda í næsta polli. Þá getur verið gott að geta bjargað sér og fá góð ráð frá reyndum köppum. Vefsíðan www.wilderness-survival.net Morgunblaðið/RAX Óbyggðaferð Það er eins gott að kunna að tjalda við allar aðstæður á Íslandi. Að geta tjaldað í næsta polli Næstkomandi mánudag frá klukkan 13-16 verður haldinn markaðsdagur í Laufási í Grýtubakkahreppi. Þar verð- ur á boðstólum fjölbreytt íslenskt handverk eins og silfurmunir, prjóna- vara, snyrtivörur og matvara úr hér- aði ásamt ýmsu öðru forvitnilegu. Markaðurinn er haldinn hjá gamla torfbænum í Laufási en búið var í gamla bænum fram á fjórða áratug 20. aldar. Þar er nú sýning um lifn- aðarhætti í íslenskum torfbæ. Í Lauf- ási er líka hægt að fá sér hressingu á Kaffi Laufási. Laufás er 30 km norð- austur af Akureyri og því tilvalinn án- ingarstaður á leið austur á land. Endilega … … kíkið á mark- að í Laufási Fallegur Búið var í gamla bænum fram á fjórða áratug 20. aldar. Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 19. sinn dagana 5.-8. ágúst næstkom- andi. Þar munu hundrað sýnendur taka þátt í ár og fjölbreytnin verða mikil. Innandyra má sjá og kaupa fatnað, fylgihluti, keramik, list, snyrtivörur, textílvörur, skart og fleira úr rammíslenskum hráefnum svo sem hrauni, ull, roði, lambskinni, hreindýraskinni og vest- firsku klóþangi. Þá má ekki gleyma góðgætinu úr íslensku náttúrunni sem til sölu verður á úti- svæðinu. Tískusýning og traktoraþraut Ýmsar uppákomur verða á útisvæðinu. Þar verða meðal annars haldnar tískusýningar alla dagana líkt og undanfarin ár og svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi – Norðurhundar verður með kynningu á ýmsum hunda- tegunum, hlutverki þeirra og ræktun. Þá verður félag ungra bænda á Norðurlandi með uppákomur og haldin verða ýmiss konar námskeið, meðal annars í nálaor- keringu, taulitun og tauþrykki. Gestir á öllum aldri ættu því auðveldlega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Listmunir, tíska og íslenskt góðgæti Tískusýning Fatnaður frá Volcano Icelandic. Handverkshátíð Roð og ull Hönnun Soffíu Mar- grétar Hafþórsdóttur/Joja ehf. Ljósmynd/Margrét Ingibjörg Lindquist Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það er þægilegt að skella hárinu bara í tagl og vera ómálaður í sum- arbústaðnum eða útilegunni. En ef þú vilt fríska dálítið upp á þig og vera sæt á kvöldvökunni eða ball- inu þarf það ekki að kosta svo mik- inn auka farangur. Góðar gallabux- ur er gott að taka með sér því þær geta gengið alls staðar og hægt að tóna þær niður með hettupeysu eða poppa upp með flottum hlýra- bol. Sem fer jú ekki mikið fyrir í töskunni. Fallegur klútur um háls- inn er líka tilvalinn og þá verður manni heldur ekki kalt. Nú hafa flestir fengið smá lit framan í sig í sumarsólinni og þá er alveg nóg að pakka niður sólarpúðrinu. Ofan í snyrtibudduna fer líka maskarinn og flottur gloss með smá lit er ómissandi. Þessi þrenna gerir mik- ið fyrir útlitið. Þá sérstaklega ef maður hefur vaknað dálítið mygl- aður í tjaldinu eftir góða kvöld- stund. Sjampó og slíkt getur tekið pláss en þá er bara að hella uppá- halds sjampóinu í litla ferðabrúsa eða kaupa sér sjampó og hárnær- ingu í litlu ferðapakkningunum. Svo er að taka með sér gott og létt ilmvatn og gleyma nú alls ekki svitalyktareyðinum! Fegurð Sólarpúður, maskari og gloss skotheld þrenna í útileguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.