Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 11
Ræktun Þátttakendur fá að taka brakandi ferskt grænmeti með sér heim. mannaaðstaða. Á sínum tíma var allt grænmeti fyrir Ólafsdalsskólann ræktað á staðnum. Þessi garður hef- ur nú verið endurgerður og verður uppskeran til sölu á grænmet- ismarkaði sem haldinn verður á ár- legri Ólafsdalshátíð þann 7. ágúst,“ segir Þóra Sigurðardóttir myndlist- armaður og félagi í Ólafsdalsfélag- inu. Þróuðu nýja rófutegund Hjónin Torfi og Guðlaug höfðu mikinn áhuga á því að gera tilraunir með ræktun og notkun grænmetis. Þau héldu uppi metnaðarfullu starfi og kynntu nýjungar á sviði landbúnaðar og tækni ekki síður en í gerð og varðveislu matvæla. Þau þróuðu til að mynda ákveðna rófu- tegund og hafa afkomendur þeirra sem voru í skólanum á sínum tíma haldið upp á fræin. Meðal þeirra er Vernharður Gunnarsson sem rekur gróðrastöðina Storð og selur þar rófufræin. Þau voru sett niður í Ólafsdal í vor en þar er líka að finna kryddjurtir eins og steinselju, dill og fennel, lauka og alls konar salöt, brokkólí og gular og rauðar rófur. Garðurinn var þannig útbúinn að einungis var settur lífrænn áburður í hann af svæðinu. Kalk úr Arnarfirðinum og þörungar úr Breiðafirðinum í bland við húsdýra- áburð. Fyrsta námskeiðið kallast „Grænmeti og góðmeti“ og snýst einmitt um slíka ræktun lífræns grænmetis og neyslu þess. Slíkt kemur inn á hugmyndafræði Slowfo- od samtakanna en Dominique Plédel Jónsson, formaður samtakanna, er leiðbeinandi á námskeiðinu ásamt Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni og Sigríði Jörundsdóttur sagnfræð- ingi. Sushi og ostagerð „Hvaðan maturinn kemur og hvernig hann verður til er nokkuð sem við þurfum að huga að meir og meir í okkar samfélagi og umhverfi. Slowfood hreyfingin er frumkvöðull að því leyti að vekja athygli á þessu. Börnin vita stundum ekki að gulræt- urnar koma upp úr jörðinni, þær eru bara í plastpoka úti í búð. Núorðið eru reyndar margir farnir að vinna í þessari upplýsingu og mikill áhugi hefur vaknað hér heima á því að rækta sitt grænmeti. Enda hefur fólk komist að því að það grænmeti sem fólk ræktar sjálft og er ekki langt að sækja er langbest og fersk- ast,“ segir Þóra. Á námskeiðinu Sölvafjara og sushi verður gengið í sölvafjöru við Tjaldanes og safnað þangi, þara og sölvum til að nota í sushi. Þóra segir að þarann og þörungana í hafinu í kringum landið sé hægt að nýta mun meira en Íslendingar hafi gert hing- að til. Rannsóknir hafi sýnt að í þör- ungum og þara sé í rauninni öll þau efni sem mannslíkaminn þurfi á að halda og mikill kostur að bæta slíku hráefni inn í fæðuna. Þetta hafi As- íubúar jú vitað í þúsundir ára enda komi stór hluti þeirra fæðu úr haf- inu. Það eru þau Rúnar Marvinsson kokkur og Dominique Plédel Jóns- son sem leiða námskeiðið. Þá verður einnig haldið námskeið í heima- vinnslu mjókurafurða með áherslu á einfalda ostagerð. Þar mun Jóhanna Þorvaldsdóttir frá Háafelli kynna Slowfood hreyfinguna og geitaost- ana sína og Eggert Antonsson, mjólkurfræðingur, mun leiðbeina um ostagerð í heimahúsum auk þess sem ostagerð gamla Landbún- aðarskólans í Ólafsdal verður kynnt. Fjórða námskeiðið verður síðan af eilítið öðrum toga en þar mun Ari Jóhannesson hleðslumaður kenna grjót- og torfhleðslu með aðstoð Grétars Jónssonar. En á sínum tíma voru hlaðnir umfangsmiklir grjót- garðar um túnin í Ólafsdal. Uppskeran með heim Áhersla er lögð á að námskeiðin séu fjölskylduvæn og tvö þeirra beinlínis miðuð að því að börnin séu með. Elsa Dóróthea Gísladóttir, myndlistamaður og kennari, mun hafa ofan af fyrir börnunum með ýmsum leikjum og uppátækjum. Þá fá allir þátttakendur að taka með sér svolitlar birgðir af hinu bráðholla grænmeti úr Ólafsdalsgarðinum. Námskeiðin fara fram í lok ágúst og byrjun september en allar nán- ari upplýsingar má nálgast á vef- síðunni www.olafsdalur.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR FRÁBÆRT TILBOÐ TIL MOGGAKLÚBBS- FÉLAGA TIL SRI LANKA 5. TIL 17. OKT. Moggaklúbburinn í samstarfi við Ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic býður nú Moggaklúbbsmeðlimum upp á einstaka ferð á slóðir dulúðar og ótrúlegrar náttúru, Sri Lanka. Takmarkaður sætafjöldi og frábær afsláttur til Moggaklúbbsmeðlima. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Hringdu strax í síma 588 8900 til að tryggja þér sæti. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á www.transatlantic.is/sri-lanka Tilboðsverð 384.990 kr. miðað við tvo í herbergi Moggaklúbbsverð 334.990 kr. 50 þúsund króna afsláttur á mann miðað við tvo í herbergi Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 „Ég er staddur á Egilsstöðum og er með atriði hér í kvöld við opnunina á Landsmóti ungmennafélaga. Við er- um þar með parabólurnar sem eru stór og mikil hljóðfæri. Þetta er svaka stórt dót sem þarf að senda með flutningabílum á milli staða. Við notum parabólurnar og trompet og básúnu og erum líka með tölvu. Svo flytjum við líka raftónlist eftir hann Kippi Kaninus (Guðmund Vigni Karlsson) með slagverki og blæstri núna í eftirmiðdaginn,“ segir Sig- tryggur Baldursson tónlistarmaður þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans á föstudagsmorgni. Bogomil upp úr flugkistunni Sigtryggur verður sannarlega á ferð og flugi þessa verslunarmanna- helgina en í fyrramálið flýgur hann til baka til Reykjavíkur og keyrir þaðan í Sólheima. Þar munu þeir Bogomil Font og Davíð Þór Jónsson píanóleik- ari halda tónleika í Sólheimakirkju klukkan 14 í dag. „Þá þarf ég að kveikja á Bogomil Font og tek hann upp úr flugkistunni. Hann ætlar að taka yfirlit af lögum úr dægurlagasögunni á Íslandi og raula calypso-slagara líka. Svo ætla ég að njóta gestrisni hins góða fólks á Sól- heimum og gista þar á yndislega hót- elinu með fjölskyldunni. Á sunnudag- inn keyri ég síðan í bæinn og spila á Innipúkanum með Kippa Kaninus á sunnudagskvöldið. Það er gaman að hafa nóg að gera og aldrei dæmigerð verslunarmannahelgi hjá mér. Stað- urinn fer bara eftir því hvar ég er að spila en um síðustu verslunarmanna- helgi var ég á Siglufirði að syngja,“ segir Sigtryggur. Hann segist lítið hafa farið á útihátíðir eftir tvítugt nema til að koma fram. Nú kunni hann því best að vera í næði með fjöl- skyldunni þessa helgi á milli þess sem hann treður upp. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Morgunblaðið/Eggert Stuð Sigtryggur Baldursson verður á ferð og flugi um landið um helgina. Kveikir á Bogomil Font Ljósmynd/Kristín Þ. Helgadóttir Fallegt Þetta græna hálsmen er hönnun Kristínar Þ. Helgadóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.