Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 ✝ Sveinbjörn Sig-urjónsson, bif- reiðarstjóri, fædd- ist á Torfastöðum í Fljótshlíð þann 19. mars 1920. Hann lést á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, 17. júlí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjón Jónsson, bóndi, f. 24.6. 1898, d. 18.9. 1947 og kona hans, Ól- ína Sigurðardóttir, f. 21.9. 1882, d. 19. mars 1963. Systkini Sveinbjarnar voru Sigurjón, bif- vélavirki, f. 24.3. 1921, d. 31.7. 1994, Anna Sigríður, húsmóðir, f. 17.9. 1923, d. 6.10. 1985 og Óskar fyrrv. sérleyfishafi, f. 16.8. 1925. Hálfbróðir Svein- bjarnar, sammæðra, var Sig- urður Sveinbjörnsson, bifreið- arstjóri, f. 30.8. 1907, d. 23.7.1967. Þann 4. júní 1946 kvæntist Sveinbjörn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ástu Ingibjörgu Árnadóttur, f. 23.1. 1923, frá Ölversholtshjáleigu í Holtum. Foreldrar hennar voru Marsibil Jóhannsdóttir, f. 23.3. 1893, d. 26.12. 1980 og Árni Árnason, kennari og bóndi, f. 2.11. 1886, 4) Óskar Örn, f. 3.12. 1953, d. 12.7. 1954 og 5) Margrét Þóra, f. 22.11. 1959, d. 1.7. 1960. Ásta og Sveinbjörn bjuggu á Torfastöðum en 1946 keyptu þau Höfða sem var nýbýli. Þar bjuggu þau til 1962 er þau fluttu til Reykjavíkur. Um 1994 hófu þau ræktun trjáa á spildu í landi Torfastaða og byggðu þar sumarbústað. Í apríl sl. fluttu þau síðan austur að Kirkjuhvoli þar sem hann naut einstakrar aðhlynningar. Frá unga aldri hafði Svein- björn mikinn áhuga á bílum. Þegar hann hafði fengið rétt- indi til að aka bíl fékk hann vinnu hjá Vegagerðinni og ók bílum fyrir hana en 1946 keypti hann sinn fyrsta vörubíl, L-10, sem var hans númer eftir það. Árið 1963 stofnuðu þeir Óskar bróðir hans ásamt konum sínum og tveimur öðrum hjónum rútufyrirtækið Austurleið h/f. Sveinbjörn starfaði hjá Aust- urleið til ársins 1977. Um það leyti fékk hann starfsleyfi sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og sinnti leiguakstri þar til hann hætti vegna aldurs um 1992, rúmlega sjötugur. Hann var virkur í félagsmálum leigubíl- stjóra, hann sat í stjórn stétt- arfélags Bifreiðastjórafélagsins Frama og var varaformaður um tíma. Útför Sveinbjarnar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag, 30. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. d. 4.9. 1949. Börn Ástu og Svein- bjarnar eru: 1) Erna Marsibil, fyrrv. skólastjóri, f. 5.6. 1944, gift Jóni Sverri Garðarssyni, mjólkurfræðingi, f. 24.9. 1945. Börn þeirra eru: a) Sveinbjörn, f. 28.8. 1965, kvæntur Marcosa Medico, f. 25.4. 1970 og eiga þau 3 börn, b) Sigrún Eugenio, f. 21.9. 1970, gift Vitor Hugo Eugenio, f. 16.12. 1975, eiga þau einn son, c) Ásta Björg, f. 14.8. 1971, gift Jóhanni Ólafi Steingrímssyni, f. 29.11. 1963, eiga þau 5 börn. 2) Sigurlín, skólastjóri, f. 3.7. 1947, var gift Gylfa Gunn- arssyni, endurskoðanda, f. 2.7. 1943, d. 21.4. 2011. Börn hennar eru: a) Ásbjörn, f. 23.6. 1965, unnusta hans er Kristi Lysaker, f. 26.11. 1966, á hann átta börn, b) Árni, f. 28.4. 1967, kvæntur Karen Eiríksdóttur Kinchin, f. 25.11. 1969, eiga þau eina dótt- ur og á Árni eina dóttur af fyrra sambandi, c) Margrét, f. 3.7. 1977, gift Juan Pulgar, f. 26.1. 1975, eiga þau tvö börn. 3) Árni, f. 30.8. 1950, d. 4.3. 1951, Hann pabbi okkar hefur nú kvatt þetta jarðlíf og langar okkur að minnast hans hér með nokkr- um orðum. Pabbi ólst upp við vinnusemi, hann þurfti snemma að hjálpa móður sinni við búskap- inn þar sem faðir hans fór þá oft- ast á vetrarvertíð til Vestmanna- eyja. Á þeim tíma voru búskaparhættir aðrir og krafðist það mikillar vinnu að afla til fæðis og klæðis fyrir fjölskylduna. Ung- ur fékk hann áhuga á bílum og öllu sem þeim viðvék. Voru þeir Tor- fastaðabræður; pabbi, Sigurjón og Óskar annálaðir bíla- og hagleiks- menn. Pabbi var ekki mikið heima þegar við vorum að alast upp því hann vann svo mikið. En mest af frítíma sínum var hann í bragg- anum á Torfastöðum sem bæði var bílaverkstæði og smíðaverk- stæði. Hann hafði komið sér upp töluverðu af verkfærum, m.a. raf- suðu- og logsuðutækjum. Hann gerði við bíla fyrir sjálfa sig og aðra, smíðaði varahluti ef þeir fengust ekki og margir heyvagnar og kerrur voru smíðaðar í bragg- anum. Börnin gleymdust ekki, það voru smíðaðir skíðasleðar fyrir okkur systur, dúkkurúm og fleiri leikföng. Sama var uppi á teningn- um þegar hann var fluttur til Reykjavíkur. Þau rúmu 20 ár sem þau hjón bjuggu í húsi sínu í Heið- argerðinu voru margir gamlir bílar gerðir upp í bílskúrnum hans og komu frá honum eins og nýir væru. Á efri árum sýndi hann mik- ið listfengi við útskurð og vann ótal fallega gripi sem hann gaf fjölskyldu og vinum. Óhætt er að segja að pabbi okk- ar hafi verið drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu og var hann almennt öllum mjög bóngóður. Hann var ekki skaplaus en fór ákaflega vel með það, var glað- lyndur og brosmildur. Heiðarleg- ur og hjálpsamur var hann og traustur sem klettur. Pabbi var alltaf góður og ljúfur pabbi sem við bárum mikla virðingu fyrir. Velferð okkar dætra hans og seinna barnabarna og langafa- barna hafði alltaf forgang. Heimili þeirra var okkur öllum alltaf opið og öll aðstoð sem þau gátu veitt. Verður sú umhyggja seint full- þökkuð. Hann var ekki vanur að fjöl- yrða um hlutina en sýndi hug sinn með verkum sínum og gæðum. Þau hjónin ferðuðust mikið, hann tók konuna sína með í rútu- ferðirnar ef tök voru á. Pabbi þekkti landið vel og flökkuðu þau einnig vítt og breitt um það á bíln- um sínum. Þau ferðuðust einnig nokkuð til útlanda og höfðu mikla ánægju af. Þegar pabbi var kominn á átt- ræðisaldur var jörð foreldra hans Torfastaðir seld eftir að hafa verið í eigu ættarinnar í um 140 ár. Pabbi og mamma héldu þá eftir spildu úr landinu og plöntuðu þar trjám. Fyrir rúmum áratug byggðu þau þar sumarbústað sem hefur veitt okkur öllum ómælda ánægju. Mikill kraftur var í hon- um við framkvæmdirnar þó kom- inn væri á efri ár. Okkur systrum finnst við hafa átt frábæra barnæsku með bestu foreldra í heimi. Pabbi hefur alla tíð verið kjölfestan og fyrirmynd fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Blessuð sé minning hans. Erna Marsibil og Sigurlín. Hann afi minn. Besti maður sem ég hef haft heiðurinn af að kynnast er farinn yfir móðuna miklu eftir löng og ströng veikindi. Ég man samt ekki eftir að hafa heyrt hann kvarta einu sinni. Það var mjög dæmigert fyrir hann afa. Ég veit einnig að okkur 29 barnabörnum og barna- barnabörnum hefði alveg fundist allt í lagi að hafa afa okkar með okkur í lágmark 91 ár í viðbót. Fyrir mitt leyti þá veit ég að það voru mikil forréttindi að hafa alist upp í kringum afa. Það var með ólíkindum hvað maðurinn gat verið þolinmóður þegar litlir gutt- ar eltu hann um allar trissur, þeg- ar verið var að stússa í bílskúrn- um, þrífa rútu, eða bera á sumarbústaðinn. Og svo þegar litlir puttar óhjákvæmilega kom- ust í eitthvað sem þeir áttu ekki að fikta við þá var aldrei skammast heldur var litlum höndum leið- beint hvernig væri rétt að standa að málunum. Í leiðinni lærðum við ekki einungis praktíska hluti eins og hvernig á að skipta um stýr- isenda á Saab 96 eða rétt handlag með orf og ljá, heldur einnig mik- ilvægari lærdóma eins og þolin- mæði, virðingu og sjálfstraust. Hann afi var ekki mikið fyrir að tala um hluti, hann lagði frekar áherslu á að láta verkin tala fyrir sig. Nýlega var RÚV með frétta- flutning af bónda nokkrum sem byggði sér vindrafstöð til að knýja bú sitt. Afi og Óskar bróðir hans gerðu slíkt hið sama fyrir rúmlega 50 árum við Höfða í Fljótshlíð án þess að hafa fyrir því að tilkynna það fjölmiðlum. Annað skemmtilegt dæmi er þegar amma tók einn daginn eftir því að allir öskubakkar á heimilinu voru búnir að vera tómir í nokkra daga og spurði afa hvernig stæði á því. Hans svar var að honum var farið að finnast að hann væri að verða háður reykingunum og þess vegna hefði hann ákveðið að hætta þessu. Þetta var eftir að hann hafði reykt 2 pakka af filterslaus- um sígarettum á dag í nokkra ára- tugi. Það hefur heldur ekki verið ónýt arfleifð að vera kenndur við afa. Það eru ótal dæmi í gegnum ævina sem ég hef upplifað að vera spurður hverra manna ég væri og eftir að hafa nefnt afa á nafn hefur viðlagið í hvert einasta skipti verið á sömu leið; að þar sé sérstaklega góðum að líkjast. Iðulega fylgdi einnig einhver skemmtileg saga, t.d. um hvernig viðkomandi hefði oft fengið sem ungur piltur far með afa í vörubílnum, eða unga móðirin sem stóð peningalaus með barnaskarann niðri á BSÍ og þurfti að komast í flug með hópinn þegar afi kom þar að í leigubíln- um. Auðvitað skutlaði afi hópnum endurgjaldslaust. Þannig maður var hann. Þín verður sárt saknað. Árni Jensen. Þegar ég hugsa um hann afa minn þá er það fyrsta sem mér kemur til hugar nýrökuð kinn hans ilmandi af Old Spice og stórt bjarnarknús. Afi var alltaf svo snyrtilegur og vel tilhafður að ógleymdum hattinum sem hann fór aldrei án. Ekki var hægt að sjá á honum að hans uppáhaldsstaður væri úti í bílskúr að grúska. Í mín- um huga mun hann alltaf vera eins konar ofurmenni sem gat allt. Hann gat gert við hvað sem var, og ekki að spyrja að því að hann var alltaf til taks ef eitthvað vant- aði því afi gat alltaf reddað manni. Alltaf átti hann líka grænan ópal í vasanum sem var bráðnauðsyn- legt í bíltúrum í leigubílnum. Hann kenndi mér ótal margt í gegnum árin en það sem stendur upp úr er vinnusemi og að ekkert verk er of ómerkilegt. Einnig vil ég meina að hann hafi gefið mér þann hæfileika að geta gert við vélar og tæki. Ég á mér hlýjar minningar úr bílskúrnum hans með hausinn ofan í vélarhúddi, spyrjandi spurninga um hvað þessi hlutur og hinn hluturinn gerði og alltaf svaraði hann með mestu þolinmæði. Þegar ég fékk að smíða með honum pallinn fyrir framan litla húsið í Múlakoti, hrósaði hann mér fyrir hvað ég var dugleg að negla og ég held að það hrós hafi þýtt meira fyrir mig en nokkuð annað. Það var merki- legt að það var alveg sama hvað gekk á um daginn, ef maður sett- ist hjá afa þá vissi maður einhvern veginn að allt myndi vera í lagi. Af öllum þeim minningum sem flæða fram þegar maður lítur til baka er eflaust sú besta að vita til þess að þarna var maður sem ég sá aldrei fúlan eða reiðan og vildi öllum vel. Hann sagði aldrei mikið enda þurfti hann þess ekki til að maður skildi. Maður þurfti heldur ekki að segja neitt við hann því þögnin var svo náttúrleg. En eitt er víst að þegar hann talaði þá hlustuðu allir vel því þá vissi mað- ur að það skipti máli. Ég kveð hann afa minn með miklum söknuði en veit líka í hjarta mínu að ef einhver á það skilið að hvíla sig þá er það hann. Hann var búinn að vinna sér inn hvíld fyrir löngu. Ég er honum óendanlega þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér og allt það sem hann gaf mér í gegnum árin. Hann var heimsins besti afi og mun allt- af eiga stóran hluta af hjarta mínu og huga. Ég tek nú með mér inn í framtíðina þennan lærdóm og vonast til að geta verið brot af því stórmenni sem hann var og gert hann stoltan þegar hann lítur nið- ur til mín. Litla afastelpan, Margrét. Hann afi minn var ekki maður margra orða heldur kom dugnað- urinn, snyrtimennskan og vænt- umþykjan fram í verkum hans. Aldrei féll honum verk úr hendi og sá maður hann aldrei öðruvísi en að gera við bíla eða bóna þá, snyrta eða lagfæra húsakynni þeirra hjóna bæði utan dyra og innan. 79 ára gamall lagðist hann í það stóra verkefni að koma upp sumarhúsi í Strákateig í Fljóts- hlíð, og voru ekki alltaf nýtísku- vélar notaðar heldur farið í verk- efnið með handaflinu einu saman. Þegar ég bjó vestur á Patreks- firði voru farnar margar ferðir til Reykjavíkur og þá gistum við oft- ast hjá ömmu og afa. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á hvað það var gott að vera hjá ömmu og afa. Í eitt skiptið eftir slíka heim- sókn faldi ég mig á róluvellinum sem var við hliðina á húsinu þeirra, ég vildi alls ekki fara heim heldur vildi ég vera hjá þeim. Og ekki var slæmt þegar komið var til Reykjavíkur að eiga afa sem var leigubílstjóri. Hann fór með okkur í ótal bíltúra, í sundlaugarnar og í allar þær útréttingar sem þurfti að sinna þegar komið var í höf- uðstaðinn. Margar eru minningarnar um afa eins og þegar ég var nýkomin með bílpróf og afi lánaði mér gamlan Saab sem hann var búinn að gera upp. Skiptingin á bílnum var hjá stýrinu en þannig bíl hafði ég aldrei keyrt áður. Þrátt fyrir reynsluleysið fannst afa sjálfsagt að ég fengi bílinn lánaðan. En ein er sú minning og sú saga sem amma hefur oft sagt mér í gegnum árin sem er mér sérstak- lega kær. Foreldrar mínir voru í ferðalagi og ég var í pössun uppi í Borgarfirði. Amma og afi voru í litla húsinu sínu (eins og það var kallað) í Fljótshlíðinni. Þeim barst það til eyrna að eitthvað gengi illa með mig í sveitinni og gerði afi sér þá lítið fyrir og keyrði alla leið í Borgarfjörðinn til að sækja mig og fór með mig í litla húsið í Sveinbjörn Sigurjónsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 ✝ Ástkær stjúpmóðir mín, tengdamóðir, systir og mágkona, ELÍN INGVARSDÓTTIR, lést að Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 17. júlí. Jarðarförin hefur farið fram, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur umhyggju og hlýhug. Fyrir hönd ættingja, Kristjana Ragnarsdóttir, Haraldur E Logason, Ráðhildur Ingvarsdóttir, Sigurgestur Ingvarsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGILL JÓNASSON STARDAL cand mag, Brúnalandi 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalnum Fossvogi laugar- daginn 23. júlí verður jarðsettur frá Lágafells- kirkju þriðjudaginn 2. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.00. Inga Fanney Egilsdóttir, Sigurður Arason, Jónas Egilsson, Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir Kristrún Þórdís Egilsdóttir Stardal, og barnabörn ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR frá Bringu í Eyjafirði, lést á Kjarnalundi miðvikudaginn 27. júlí. Jarðarför hennar verður gerð frá Munkaþverárkirkju kl. 13.30 þriðjudaginn 2. ágúst. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sverrir Gunnarsson, Vignir Gunnarsson, Bergljót Jónsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Jón Matthíasson, Valdimar Gunnarsson, Svava Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ELMAR HALLDÓRSSON, Þiljuvöllum 37, Neskaupstað, lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. júlí. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Bergþóra Stefánsdóttir, Stefán Einar Elmarsson, Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir, Katrín Unnur Elmarsdóttir, Melkorka Elmarsdóttir, Margeir Örn Óskarsson, Tómas Styrmir Stefánsson, Oliver Snær Stefánsson, Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir, Kristín Elma Margeirsdóttir, Halldór Hinriksson, og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og stjúpmóðir, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Vallholti 2, Ólafsvík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 25. júlí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Per Sören Jörgensen, Bjarney Jörgensen, Jón Þór Lúðvíksson, Gígja, Janus og Hilma, Þuríður Jörgensen, G. Marel Sigurðss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.