Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Um sextíu nemendur verða í alþjóð- legum sumarskóla í hand- ritafræðum sem hefst í dag. Skólinn er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn í sam- vinnu við Háskóla Íslands, Lands- bókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn og háskólana í Tübingen og Zürich. Nemendurnir fá m.a. innsýn í gerð handrita, fræðslu um sögu og einkenni norrænna handrita og veitt tilsögn í handritalestri. Fræðast um handrit Á sýningu Félags eldri borgara í Hveragerði, sem er hluti af bæjarhá- tíðinni Blómstrandi dögum, verður leitast við að draga upp mynd af til- urð skáldanýlendunnar í Hveragerði upp úr 1940. Kjarni sýningarinnar, sem ber heitið Hveragerði – vin skáldanna, er upplýsingatöflur sem varpa ljósi á hvað varð til þess að mörg skáld fluttu til Hveragerðis. Skáldin og verk þeirra eru síðan tekin fyrir og lífsverki þeirra gerð skil. Skáldin sem fluttu til Hveragerðis hernámsárið 1940 og næstu árin á eftir eygðu von um betri og hag- kvæmari kjör og aðbúnað. Fréttir bárust um ódýra hitun í húsum og að matseld færi jafnvel fram í hver- unum sjálfum. Fyrstir fluttu Jóhann- es úr Kötlum með fjölskyldu sína og Kristmann Guðmundsson. Önnur skáld sem tekin eru sérstaklega fyr- ir á sýningunni eru Gunnar Bene- diktsson og kona hans Valdís Hall- dórsdóttir, séra Helgi Sveinsson og Kristján frá Djúpalæk. Ýmsir afkomendur skáldanna hafa lánað myndir og muni og sýnd- ir verða gamlir sjónvarpsþættir þar sem rætt er við skáldin og flutt verk eftir þau. Sýningin er í Þorlákssetri, félags- heimili FEBH að Breiðumörk 25b, annarri hæð, og verður opnuð föstu- daginn 12. ágúst klukkan 13. Skáldin Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Gunnar Benediktsson og kona hans Valdís Halldórsdóttir, séra Helgi Sveinsson og Kristján frá Djúpalæk. Dregin upp mynd af tilurð skáldanýlend- unnar í Hveragerði á Blómstrandi dögum Hólahátíð á Hólum í Hjaltadal hefst nk. föstudag. Á dagskránni kennir ýmissa grasa og má t.d. nefna að á sunnudaginn verður morgunsöng- ur í Hóladómkirkju kl. 9 og dagskrá í Auðunarstofu kl. 11 sem helguð er minningu Halldóru Árnadóttur, konu Guðbrands Þorlákssonar biskups. Unnið hefur verið við for- vörslu á legsteini Halldóru sem er jafnframt elsti legsteinn Hóladóm- kirkju en Halldóra lést 1585. Sól- veig Jónsdóttir steinforvörður seg- ir frá vinnunni við steininn og flutt verður erindi Sigurjóns Páls Ísaks- sonar um Halldóru. Hátíðarmessa verður í Hóladóm- kirkju kl. 14. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur prédikar, Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup, Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, og fleiri prestar þjóna fyrir altari. Há- tíðinni lýkur síðan með hátíðar- samkomu í Dómkirkjunni kl. 16.30. Hólaræðuna flytur Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson alþingismaður. Skáld Hólahátíðar er Einar Már Guðmundsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hátíð Mikið verður um að vera á Hólum í Hjaltadal um helgina. Halldóru Árnadóttur minnst á Hólahátíð Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarn- orkuárásanna á japönsku borgirnar Híró- síma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Kertum verður því fleytt í kvöld og er það tuttugasta og sjöunda kertafleytingin. Um er að ræða hefð sem er upprunin í Japan. Að minnsta kosti 120 þús- und manns fórust í árásunum á Hírósíma og Nagasakí. Í kvöld verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar kl. 22.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, mun flytja ávarp. Kertafleytingin er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er sam- starfsverkefni sjö friðarsamtaka og hópa. Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík Búast má við töfum á Miklubraut í dag og næstu daga. Unnið er að malbikun Miklubrautar frá Grens- ásvegi að Melatorgi og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 11. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ein akrein sé lokuð í einu og búast megi við umferðartöfum vegna þessa á leiðinni. Tafir á Miklubraut STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Sprettutíðin undanfarið hefur verið mikil uppbót fyrir alla þá sem voru búnir að fá nóg af kuldanum fyrr í sumar. Stundum hefur mátt sjá grasið spretta og er það mikil breyting. Júnímánuður var óvenju- lega kaldur og muna fáir eftir því að kýr hafi ekki farið út fyrr en í byrjun júlí eins og t.d. í Reykja- hverfi. En nú hafa verið margir fal- legir dagar og kýrnar notið sum- arsins rétt eins og mannfólkið.    Gæsirnar sem hafa verið í sár- um eru farnar að skríða um í tún- um og nýræktum sem búið er að slá. Ungarnir eru orðnir stórir og búast má við miklum ágangi í berjalöndum á næstunni enda ekk- ert lát á fjölgun gæsanna. Korn- bændur eru mátulega hrifnir af heimsóknum þeirra en þessir dug- legu fuglar virðast vera búnir að ná miklum völdum í sveitunum.    Refir hafa sést á ferli og Hall- grímur Óli Guðmundsson, bóndi í Grímshúsum í Aðaldal, rak upp stór augu þegar hann sá tófu í rúll- ustæðunni heima við fjósið. Vegfar- endur hafa bent á refi við þjóðveg- inn sem líklega hafa farið út úr nýjum grenjum sem ekki er vitað um en ekki er vitað um neitt greni í nágrenni við Grímshús.    Ferðamenn hafa sett svip sinn á héraðið síðustu vikurnar og er uppbókað í gistingu víða í héraðinu. Sprengisandsleið opnaðist seint þetta árið og það hefur sín áhrif á ferðaþjónustuna í Kiðagili í Bárð- ardal. Hins vegar hefur verið mikið að gera þar að undanförnu og rekstraraðilar ánægðir með að- sóknina. Þar er kaffihlaðborð á sunnudögum og Sigríður Huld Ingvarsdóttir ætlar að halda þar sýningu á myndverkum sínum sem mun standa þar til í lok ágúst.    Söfnin í Þingeyjarsýslu vekja áhuga margra og Minjasafn- ið á Mánárbakka var skemmtileg viðbót við þá flóru á sínum tíma. Þar hefur verið efnt til lifandi daga í sumar og nýlega var þar eld- smiður að störfum sem sýndi forn- ar aðferðir við gerð verkfæra sem var í senn fróðlegt og skemmtilegt.    Framkvæmdagleði er hjá mörgum þótt ekki ári mjög vel að öllu leyti. Ný fjárhús eru í bygg- ingu á einum bæ í Þingeyjarsveit og nýbyggð á öðrum. Þá var Guð- mundur Hallgrímsson frá Hvann- eyri á ferð í sýslunni í júlí og lagaði hálku á fjósgólfum með því að rispa rendur í steypuna. Þetta gefst vel og kýrnar eru öruggari með sig og detta síður. Sumarið hvetur fólk til framkvæmda, en allir vona að haustið verði gott og segja að sé innistæða fyrir mörgum góðviðr- isdögum. Eldsmiður lífgaði upp á Minjasafnið á Mánárbakka Morgunblaðið/Atli Vigfússon Eldsmiður Birkir Örvarsson sýnir gerð gamalla verkfæra á Mánárbakka. : MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Andleg vellíðan. Afslöppun. Dekur. Svefn og þreyta. Mataræði. Fljótlegar og hollar uppskriftir. Hollir safar. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. Heils a og lífsst íll SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569 1105 Þann 26. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um Heilsu og lífsstíl sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2011. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. ágúst. Heilsa & lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.