Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Mikil umræða um orð Páls Óskars 2. Óþekkjanleg ofurstjarna 3. Lopez komin með nýjan kærasta 4. Ísland baðað sól »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Útnefning Reykjavíkur sem ein af Bókmenntaborgum UNESCO er af- rakstur mikillar vinnu sem hófst í árs- byrjun 2010. Sjálf umsóknin er rit upp á rúmar 130 síður þar sem íslenskt bókmenntalíf er kortlagt. »29 Morgunblaðið/ÞÖK Bókmenntaborgin Reykjavík  Annað kvöld, 10. ágúst, kl. 22 koma Lísa Ein- arsdóttir og hljómsveit fram á skemmtistaðnum Sódómu Reykja- vík og flytja vel valin lög sem nokkrar af þekkt- ustu söngkonum rokksögunnar hafa gert ódauðleg, eins og segir í tilkynn- ingu. Má þar nefna söngkonur á borð við Suzi Quatro og Pat Benatar. Lísa syngur þekkt lög rokksöngkvenna  Kvikmyndin The Miner’s Hymns eftir Bill Morrison er ein þeirra sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en tón- skáldið Jóhann Jó- hannsson samdi tónlist við hana. Þá verður einnig sýnd stuttmynd Spikes Jonze, Scen- es From The Suburbs, sem hann vann út frá tón- list Arcade Fire. The Miner’s Hymns verður sýnd á RIFF Á miðvikudag og fimmtudag Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir sunnantil. Hiti víða 8 til 16 stig. Á föstudag og laugardag Hvöss N-átt A-lands, hiti 4 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands, en nokkru svalara við norðausturströndina. VEÐUR 14 ára gamall kylfingur úr Keili, Birgir Björn Magn- ússon, stal senunni á Ís- landsmóti unglinga í golfi sem lauk á Grafarholtsvelli í gærkvöldi. Birgir lék sér að vellinum á lokahringnum og lék á 64 höggum sem er vallarmet af rauðum teig- um. Birgir sigraði í sínum flokki á samtals níu högg- um undir pari en hann er sonur Magnúsar Birg- issonar golfkennara. »3 Birgir lék sér að Grafarholtinu „Þetta var ljúft. Ég veit ekki hvort þetta var minn besti leikur í sumar en þetta hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Ég var búinn að vera meidd- ur í tánni í sumar þannig að maður var alltaf bara á annarri löppinni,“ segir Garðar Jóhannsson, framherji Stjörnunnar, sem skoraði þrennu gegn Þór í Pepsi- deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Garðar er í við- tali við Morg- unblaðið í dag í tilefni af uppgjöri vegna 14. umferðar deildarinnar. »4 „Hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum“ Vegna meiðsla hafa fimm þurft að draga sig út úr íslenska karlalands- liðinu í knattspyrnu sem mætir Ung- verjalandi ytra í æfingaleik á morgun. KR-ingarnir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Hannes Þór Hall- dórsson eru þar á meðal en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir þá hafa þurft á hvíld að halda vegna mikils leikjaálags undanfarnar vikur. »1 Þurfa að hvíla sig vegna leikjaálags ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Guðrún Jónsdóttir fæddist á bænum Auðkúlu í Arnarfirði 9. ágúst 1906 og verður því 105 ára í dag. Hún er þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn en lang- lífi er algengt í ættinni segir hún, systkini hennar hafa öll náð háum aldri og systir hennar Matthea Krist- ín var 102 ára þegar hún lést fyrir fimm árum. „Það lifði svo lengi, fólkið í sveit- inni. Þetta er í ættinni,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað það er. Maður hafði alltaf nóg af fiski því að pabbi hafði útgerð og karlarnir í sveitinni reru hjá honum. Og maður borðaði mikið af fiski. Ég hugsa að það sé voðalega hollt,“ bætir hún við og hlær. Faðir Guðrúnar, Jón Bjarni Matt- híasson, var skipstjóri og bóndi en móðir hennar, Guðmunda María Gísladóttir, lærð ljósmóðir. Alls áttu þau hjónin níu börn en fjögur dóu á fyrsta aldursári. Guðrún segir lífið í sveitinni hafa verið skemmtilegt og mikið um að vera. „Við vorum með þrjár kýr og hundrað fjár, sem þótti nú ekki mikið. Við gengum á fjöll á sumrin og fórum í útreiðartúra og stundum á böll á vet- urna en þau voru haldin í skólahús- inu,“ segir hún. Vegna þess að faðir hennar stundaði sjóinn var alltaf til nóg að borða. „Það var mikið af mjólk og skyri og svoleiðis. Og fiskur. Og ber sem voru sett í súrmatinn svo það var alltaf til nóg af berjum allan vet- urinn, þau geymdust í sýrunni.“ Yfir 70 afkomendur Sjálf átti Guðrún fimm börn með manni sínum Gunnari Andrew Sig- urðssyni en auk þess að vera hús- móðir í fullu starfi var hún ritari hjá Sigríði Valdemarsdóttur, formanni Vestfirðingafélagsins, og starfaði seinna á saumastofu Vogue. Guðrún býr á Sólvangi í Hafn- arfirði og fer sinna ferða við göngu- grind. Það verður að teljast nokkuð gott, því hún hefur þrisvar bein- brotnað á síðastliðnum þremur árum, nú síðast í apríl þegar hún datt og brotnaði á lærbeininu. Hún ber sig þó vel. „Mér líður alveg ljómandi vel, ég hef alltaf verið heilsuhraust,“ segir hún. „Það er voða gott að vera hérna og fólkið er gott og maturinn góður,“ segir hún. Í tilefni dagsins ætlar hún að taka á móti fólki í salnum í Sólvangi í dag á milli kl. 17 og 19. „Já það ætlar víst eitthvað að koma,“ segir hún, eins og hún vilji sem minnst gera úr stór- afmælinu. En síðan brosir hún allt í einu og segir frá því að dóttir hennar hafi verið að telja afkomendurna á dögunum og þeir séu orðnir yfir sjö- tíu talsins. Hún má því eiga von á fjöl- menni í afmælissönginn. Bylting að vera þurr í fæturna  Guðrún Jóns- dóttir á 105 ára afmæli í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. 105 ára Guðrún Jónsdóttir segist alla tíð hafa verið heilsuhraust en niðjar hennar eru nú orðnir fleiri en sjötíu. Guðrún verður hugsi þegar hún er innt eftir því hvaða breytingar í gegnum árin henni hafi fundist eftirminnilegastar. „Það er svo margt sem hefur breyst til batnaðar,“ svarar hún. Rafmagnið ber á góma og hvernig það létti bústörfin, sérstaklega mjólkurvinnsluna, en hún tekur heilshugar undir þegar Sigurður sonur hennar, sem situr hjá henni, stingur upp á gúmmí- stígvélinu. „Já, maður var alltaf á skinnskóm eða leðurskóm sem maður gerði sjálfur og það þótti fínt þegar gúmmístígvélin komu. Þá gat maður verið í þeim þegar maður var að raka á engjunum. Annars var maður bara í skinnskóm og blautur,“ segir hún og hlær. Gúmmístígvélin gerðu lukku BREYTINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.