Morgunblaðið - 26.08.2011, Page 8

Morgunblaðið - 26.08.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Evran hefur virst í miklum vand-ræðum að undanförnu. Því var mikilvægt þegar þau Sigríður Inga- dóttir, Össur Skarphéðinsson og hinn sérstaki sérfræðingur í Sex Pi- stols, Björgvin Sigurðsson, tóku öll fram opinberlega að allur þessi óróleiki væri á misskilningi byggður.    Það fór þakklætis-stuna um hið efnahagslega al- þjóðasamfélag þeg- ar þeir sem best vita sópuðu óttanum með sveiflu út af borðinu.    Hins vegar hafaallt of margir gert sig að kjánum og komið upp um að hafa ekki kynnt sér til þrautar úr- skurð þremenninganna.    Barroso æðstiprestur fram-kvæmdastjórnarinnar hljóp illa á sig. Sjálfur Delors, guðfaðir evr- unnar, gekk næstur í vatnið. Hver nóbelsverðlaunahafinn á fætur öðr- um hefur elt hann út í. Og svo Mer- kel og Sarkozy auðvitað, sem er einkar dapurlegt.    Nú síðast bættist forseti Þýska-lands í hóp ólesinna og svo meistari Alan Greenspan, sem sagði opinberlega að evran væri að hrynja.    Úff, úff úff.    Hver ber ábyrgð á því að hið end-anlega álit annars eins fólks og Björgvins, Sigríðar og Össurar hef- ur ekki verið þýtt?    Mun evran hrynja af því að menntímdu ekki að kaupa frí- merki? Össur Skarphéðinsson Úff, úff, úff STAKSTEINAR Sigríður I. Ingadóttir Veður víða um heim 25.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 heiðskírt Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 15 léttskýjað Vestmannaeyjar 12 heiðskírt Nuuk 8 skúrir Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 þoka Stokkhólmur 20 skýjað Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 20 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 23 skýjað Berlín 25 léttskýjað Vín 32 heiðskírt Moskva 22 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 35 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 23 heiðskírt Montreal 20 skúrir New York 22 skúrir Chicago 24 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:52 21:08 ÍSAFJÖRÐUR 5:48 21:22 SIGLUFJÖRÐUR 5:30 21:06 DJÚPIVOGUR 5:19 20:40 Tilkynnt hefur verið að Bernhard Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður kerfislíf- fræðiseturs skólans, hljóti hin virtu Promega-rannsóknaverðlaun í líf- tækni fyrir árið 2012. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi rann- sóknir á sviði örverufræða. Banda- rísku örverufræðisamtökin veita Promega-verðlaunin árlega þeim vísindamanni sem skarað hefur fram úr í líftækni með rannsóknum og þróun í örverufræði. Promega-verðlaunin hafa verið veitt í fjölmörg ár og þau hafa hlotið fjölmargir af fremstu vísindamönn- um heims, segir í tilkynningu frá Há- skóla Íslands. Með viðurkenning- unni komist Bernhard þannig í hóp virtra vísindamanna á borð við Stanley Cohen, sem hlaut Nóbels- verðlaun í lífeðlis- og læknisfræði ár- ið 1986 ásamt Ritu Levi-Montalcini, og Kary Banks Mullis, sem hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði 1993. Bernhard mun taka við verðlaun- unum á næsta ári en í viðurkenning- arskyni ávarpar hann þá ársfund Bandarísku örverufræðisamtak- anna. Hann starfar sem prófessor í lífverkfræði við Kaliforníuháskóla í San Diego og tók nýverið við stjórn nýrrar rannsóknamiðstöðvar í líf- tækni við Tækniháskóla Danmerk- ur. Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenning Bernhard Pálsson er gestaprófessor við Háskóla Íslands. Bernhard fær virt verðlaun Þykir skara fram úr í örverufræðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.