Morgunblaðið - 07.09.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 07.09.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er heilluð af hinu frá-bæra rými sem er hér áÍslandi til sköpunar ogþað er ein af ástæðum þess að ég ílengdist hérna og hef verið á skemmtilegu tónlistarlegu ferðalagi síðan ég kom,“ segir írska tónlistarkonan Joanne Kear- ney sem skrapp til Íslands í tíu daga fyrir fimm árum til að heim- sækja vin. „En ég fylltist sterkri löngun til að vera hér lengur og búa til tónlist. Ég hafði verið í nokkrum hljómsveitum heima á Írlandi og verið með nokkur gigg með gítarinn minn. Ég bjó fyrst á Grundarfirði í nokkra mánuði og samdi þar þónokkuð af lögum og textum. Og svo leiddi eitt af öðru og úr varð tólf laga diskur, Phas- es. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður ákveður að gera eitthvað þá fer eitthvað af stað og það kemur til manns sem maður þarf á að halda,“ segir Joanne og nefnir nokkur dæmi. Mikil vinátta í hópnum „Þegar ég ákvað að hafa pía- nóleikara með mér á diskinum þá hitti ég einn slíkan tveimur dögum síðar í boði hjá vinum mínum. Það var hann Daði Sverrisson og seinna kom pabbi hans, Sverrir Guðjónsson, líka að diskinum, hann var mér innan handar með mixið. Þegar ég ákvað að hafa fiðluleikara á diskinum þá hitti ég fyrir tilviljun hana Önnu Von Hey- nitz fiðluleikara á kaffihúsi. Og svona var þetta með alla sem koma fram á diskinum. Við kom- um öll hvert úr sinni áttinni sem skipum hljómsveitina en sam- vinnan varð til þess að sterk vin- átta myndaðist á milli okkar.“ Blanda af því Íslandi og Írlandi sem í mér býr Hún segir ekki auðvelt að flokka þá tegund tónlistar sem finna má á diskinum. „Ég kalla það þjóðlagatónlistarbræðing (e. folk fusion) en ég vil í raun ekki setja þetta á einhvern bás. Þessi tónlist spratt upp úr ólíkum jarð- vegi. Sumt af því sem ég syng á þessum diski samdi ég áður en ég fór til Íslands, eitthvað sem ég átti eftir að koma frá mér. Þau lög og textar sem ég kom með mér í farteskinu voru frekar þung en ég er búin að létta þau. Annað samdi ég hér á Íslandi og þá var náttúr- an hérna og andlega rýmið drif- krafturinn. Þessi tónlist er því blanda af því Írlandi og Íslandi sem í mér býr,“ segir Joanne og bætir við að þetta sé bara byrjun- in, meira komi síðar. „Ég efast ekki um að ég fæ meiri athygli heima á Írlandi með því að gera disk hér á Íslandi. Ég væri týnd eins og nál í heystakki í útlöndum. Ég elska Ísland. Eftir að ég kom hingað gat ég ekki snúið aftur til Dublinar í mitt daglega munstur þar. Ég hafði ótrúlega mikinn tíma og rými til að framkvæma og skapa fyrsta íslenska veturinn minn á Grundarfirði, sem var Á Íslandi er mikið rými til sköpunar Hún kom til Íslands fyrir fimm árum og ætlaði að stoppa í 10 daga en er hérna enn. Írska tónlistarkonan Joanne Kearney gaf nýlega út diskinn Phases sem inni- heldur einhverskonar þjóðlagatónlistarbræðing. Hún fékk til liðs við sig íslenska og erlenda tónlistarmenn og frjósemi innan hópsins er ótrúlega mikil. Stemning Joanne með hluta af meðlimum bandsins sem spilar með henni á disknum Phases. Joanne lýsir tónlistinni sem þjóðlagatónlistarbræðingi. Vefsíðan Skilnadur.is er ætluð þeim sem ganga í gegnum erfitt tímabil og þurfa að leysa flókin mál sem fylgja sambúðarslitum. Á síðunni er hægt að fá frían aðgang að lesefni og leið- beiningum sem geta hjálpað ein- staklingum að taka erfiðar ákvarð- anir og horfa til framtíðar. Sambandsslit eru mörgum áfall og geta valdið því að ákvarðanataka og hegðun verði órökvís og tilvilj- anakennd. Það getur valdið miklum skaða ef fólk fær ekki viðeigandi að- stoð á svo erfiðri stundu, aðstoð sem er miðuð við að vinna vel úr málum fyrir alla sem skilnaðurinn snertir. Ábyrgðaraðili vefsíðunnar er Björn Vernharðsson sálfræðingur. Á vefsíð- una er einnig hægt að senda ein- staklingsfyrirspurnir en gjald er tekið fyrir slíka þjónustu. Til að nota vef- síðuna þarf að skrá sig en fyllsta trúnaðar er gætt. Vefsíðan www.skilnadur.is Morgunblaðið/Heiddi Deila Það vill oft gerast að börnin lendi á milli þegar foreldrarnir skilja. Stuðningur á erfiðu tímabili Danski einleikurinn Kontrabassinn, eftir Patrick Suskind í flutningi And- ers Ahnfelt-Rønne, verður sýndur í sal Norræna hússins kl. 20 á morgun. Verkið er á dagskrá í tengslum við Al- þjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík og hefur góður rómur verið gerður að því í Danmörku. Kontrabassinn er tónlistarleikverk og leikur Ahnfelt-Rönne stoltan, við- kvæman og ástfanginn hljómsveit- arleikara sem staddur er í litlu íbúð- inni sinni nokkrum tímum fyrir frumsýningu á Wagner í óperunni. Leiksýningin fer fram á dönsku og er aðgangseyrir 1.500 kr. Endilega ... ... sjáðu Kontrabassann Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tómstundaskólinn í Mosfellsbæ fagnar fimm ára starfsafmæli í ár og eru þar námskeiði af ýmsum toga í boði nú á komandi haustönn. Heimilisleg stemning „Fólk er þakklátt fyrir að geta sótt námskeið í sinni heimabyggð en fólk á öllum aldri hefur sótt hjá okkur námskeiðin,“ segir Helga Jó- hannesdótir, myndlistarkona og framhaldsskólakennari, sem stjórn- ar skólanum. En hann er rekinn með stuðningi Menningar- og fræðslusviðs Mosfellsbæjar. Helga segist hafa reynt að fá kennara úr Mosfellsbæ til að kenna við skólann. Þannig þekkist fólk frekar og það skapi heimilislega stemningu í skól- anum. Yfir vetratímann er lögð áhersla á námskeið fyrir fullorðna þó að eitt og eitt námskeið sé einnig á dagskránni fyrir börn og ung- linga. Námskeiðin breytast eftir árstíðum en Helga segist ætíð reyna að bæta einhverju nýju við á hverri önn og velja það þá sam- kvæmt því sem vinsælast er hverju sinni. Tungumál og matargerð „Það eru alltaf ákveðin námskeið sem eru sívinsæl hjá okkur eins og silfursmíði, tölvunámskeið, nám- skeið í indverskri matargerð og tungumálum,“ segir Helga. Á nám- skránni í vetur kennir ýmissa grasa. Þar má finna námskeið í hár- greiðslu fyrir konur sem vilja getað bjargað sér sjálfar og gert eitthvað flott og auðvelt við hárið á sér. Þá er ýmiss konar handverk í boði, þæfing í merinó ull og silki, nýstár- legt heklnámskeið og bókband þar sem þátttakendur búa til eigin gestabók. Þá er í boði sérstakt mat- reiðslunámskeið fyrir karlmenn sem nefnist „Matargerð fyrir stráka á öllum aldri“. Þar munu matreiðslumeistararnir Björn Al- bert og Bjarni Gunnar, matreiðslu- meistarar í Hörpu, sem báðir eru úr Mosfellsbæ, kenna körlum listina að elda ljúffengan mat. En nám- skeiðið er bæði ætlað fyrir byrj- endur og þá sem vilja bæta við sig fróðleik. Þá fer gítarkennsla einnig fram í skólanum auk fleiri nám- skeiða en allar frekari upplýsingar má nálgast á tomstundaskolinn.is. Tómstundanámskeið Heimilisleg stemning á fjöl- breyttum námskeiðum Stemning Námskeið í matargerð eru sívinsæl hjá skólanum. Vandvirk Þátttakendur á námskeiði í konfektgerð hjá Hafliða Ragnarssyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.