Morgunblaðið - 07.09.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 07.09.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Joanne „Ég efast ekki um að ég fæ meiri athygli heima á Írlandi með því að gera disk hér á Íslandi. Ég væri týnd eins og nál í heystakki í útlöndum.“ langur og stórkostlegur,“ segir Jo- anne sem býr núna í Reykjavík. Sögur í söngvunum Diskurinn Phases var hljóðrit- aður í Stúdíó Error, sama stúdíói og lagið hennar „Rise“ var einmitt tekið upp fyrir diskinn Taka 1, með Trubatrixunum sem saman- stóð af 16 íslenskum tónlistar- konum auk Joanne. „Í þeirri vinnu var með okkur upptökumaður sem mér fannst gott að vinna með og þá fékk ég hugmyndina að því að fá hann til að hljóðrita minn eigin disk. Góður vinur minn sagði eitt sinn við mig þegar ég vissi ekkert hvort ég ætti að gera eitthvað með þessi lög sem ég var að semja: Við búum öll yfir hæfi- leikum og það er mjög eigingjarnt að leyfa ekki öðrum að njóta þeirra. Ég ákvað því að koma þessu frá mér og mig langar til að deila þeim sögum sem ég hef að segja í söngvunum mínum. Ég er bara sögumaður sem opnar fyrir ímyndunarafl hlustenda. Ég vil að hver og einn túlki eins og honum hentar þær sögur sem ég segi í söngvum mínum.“ Hljómsveitin varð barnshafandi Joanne og bandið hennar hef- ur komið þónokkuð fram, þau hafa m.a. spilað á Rósenberg sem og á Höfðatorgi á Menningarnótt. „En núna er hvíld hjá okkur í því að koma fram, því bandið varð ræki- lega barnshafandi,“ segir hún og hlær. „Það er par innan bandsins og þau eru búin að eignast stúlku. Íslenska kærastan hans Joachims sem leikur á afrísku trommurnar, hún varð líka ófrísk. Og sama er að segja um hana Ingu Dóru sem sá um grafíkina, hún er búin að eignast lítinn dreng. Reyndar virðast allir í kringum mig verða barnshafandi, vinnufélagar og aðr- ir. Það er mikil frjósemi hvar sem ég kem,“ segir hún og hlær. Phases Ber í sér bæði það Ísland og Írland sem í Joanne býr. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 „Það eru ótrúlega margir söngvarar í uppáhaldi og erfitt að velja einhvern einn en í dag er það Janis Joplin. Hún hefur fylgt mér frá því fyrir fermingu en þá vorum við vinkon- urnar á hippatímabili og þótti hún ægilega töff. Við höfðum slysast til að horfa á kvikmyndina Hárið og komumst þá að því að Janis Joplin hefði verið partur af hippamenning- unni sem okkur fannst svo æðisleg. Það var ástæðan fyrir því að við byrj- uðum að hlusta á tónlistina hennar. Við vinkonurnar gengum í útvíðum buxum og skræpóttum mussum og höfðum hárið sítt fyrir augunum. Svo var Hárið sett upp hér heima með Hilmi Snæ og Ingvari Sigurðssyni og það skemmdi alls ekki fyrir,“ segir Hildur Halldórsdóttir tónmennta- kennari og söngkona. Af uppáhaldslögum Joplin nefnir Hildur „Little Girl Blue“ og segist hafa tekið ástfóstri við það lag. Hild- ur er ein söngkvenna hljómsveit- arinnar Brother Grass en hefur hing- að til ekki sungið lög Janis Joplin með þeim. „Þetta er kannski bara góð hug- mynd að næsta lagi og nú get ég komið Janis inn. Við flytjum blueg- rass tónlist en förum stundum aðeins út fyrir línuna og gerum þá lögin að okkar,“ segir Hildur. Næstsíðustu tónleikar Brother Grass verða haldn- ir í kvöld á Rósenberg og síðustu tón- leikarnir, eða bless í bili tónleikar, um miðjan mánuðinn. „Við viljum ekki kalla þetta síðustu tónleikana því annars förum við að gráta,“ segir Hildur í léttum dúr en hún segir frá- bært hljómleikasumar vera að baki og styttist nú í fyrstu plötu sveitar- innar. Uppáhaldssöngvari Hildar Halldórsdóttur Morgunblaðið/Hjalti Hljómsveitin Hildur Halldórsdóttir söngkona og tónmenntakennari, fyrir miðju, með meðlimum Brother Grass. Hippinn Janis Joplin Söngkona Janis Joplin varð heims- fræg en lifði því miður ekki lengi. Á Degi læsis, sem haldinn verður á morgun, 8. september, er fólk um allt land hvatt til að gera sér dagamun í formi lesturs. Á Akureyri verður bókakössum dreift á fjölmenna staði s.s. á kaffihús, í verslanir, banka, heilsugæslu og fleiri staði. Í köss- unum eru ókeypis bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið heim með sér. En að lestri loknum er bókinni komið fyrir í sambærilegum bókakassa. Hver bókarkápa verður merkt með límmiða þar sem stendur „Bók í mannhafið“. Bókakassarnir munu standa út september mánuð og leng- ur ef áhugi er fyrir hendi. Þá getur almenningur einnig sett sínar eigin bækur í mannhafið með því að setja límmiða framan á bókina þar sem stendur „Bók í mannhafið“ og skilja hana eftir á fjölförnum stað. Að verkefninu standa Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa. Í ár taka Íslendingar í þriðja skiptið þátt í alþjóðlegum degi læsis sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir frá árinu 1965. Dagur læsis Bókakössum dreift á kaffihús og verslanir á Akureyri Lestur Það er tilvalið að láta skemmtilegar bækur ganga manna á milli. Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.