Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 13

Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið/RAX Telur nefndin ekki ástæðu til að gera veigamiklar breytingar á mark- miðsákvæði náttúruverndarlaga en leggur til að skýrar verði kveðið á um almannarétt í ákvæðinu. Nauðsyn- legt sé að skýra betur gildissvið lag- anna að því er varðar vernd lífríkis hafsins og styrkja þann verndarþátt. Ekki eru lagðar til breytingar á af- mörkun gildissviðs náttúruverndar- laga gagnvart lögum um vernd, frið- un og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eða lax- og sil- ungsveiðilögum. Nefndin telur hins vegar fulla ástæðu til að huga að því að fella lög um landgræðslu og lög um skógrækt inn í náttúruverndar- lög. Sem fyrr greinir leggur nefndin til í hvítbókinni að flokkun á friðlýsingu svæða verði endurskoðuð og hún gerð markvissari. Jafnframt er lögð áhersla á að ákvörðun um friðlýsingu þurfi að taka á forsendum náttúrunn- ar sjálfrar. Við undirbúning slíkrar ákvörðunar þurfi að vega saman hagsmuni almennings eða þjóðarinn- ar í heild af vernd náttúrunnar ann- ars vegar og hins vegar hagsmuni landeigenda og annarra þeirra sem ákvörðunin snertir beint. Nauðsyn- legt sé að virða stjórnarskrárvarin eignarréttindi landeigenda og þann ráðstöfunarrétt sem í þeim felst. Nefndin skoðaði ýmsar hliðar al- mannaréttar í náttúruverndarlögum en telur ekki nauðsynlegt að ráðast í verulegar breytingar á þeim kafla laganna. Hins vegar sé full ástæða til að endurskoða heimild landeigenda til að banna för og dvöl gangandi fólks um afgirt óræktuð lönd sín. Nauðsyn- legt sé að setja ramma um þessa heimild, þannig að í lögunum verði tiltekið hvaða aðstæður réttlæti slíkt bann. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra kynnti hvítbókina á fundi ríkisstjórnar í gær. Hvítbókin verður síðan til umfjöllunar á Um- hverfisþingi sem umhverfisráðu- neytið efnir til 14. október nk. Í framhaldinu hefst opið umsagn- arferli um bókina sem lýkur 1. des- ember. Að því loknu fer í gang vinna við gerð frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum þar sem umræðan á umhverf- isþingi og framkomnar at- hugasemdir verða hafðar til hlið- sjónar. Reiknar ráðuneytið með að nýtt frumvarp komi til kasta Al- þingis næsta vor. „Það sem helst stendur upp úr eru vinnubrögðin sem þarna er beitt. Sú mikla vinna sem lögð hefur verið í að gera heildar- úttekt á lagaumhverfi nátt- úruverndar hér á landi, með hliðsjón af þeim lögum og reglum sem tíðkast er- lendis, leggur grunninn að vandaðri lagasmíði enda verulega mik- ilvægt að samhæfa löggjöfina, horfa heildstætt yfir lagaumhverfið og nálgast allan málaflokkinn með gagnrýnum augum,“ segir Svandís við Morgunblaðið um hvítbókina. Á næstu vikum og mánuðum verði kallað eftir áliti almennings á þessum tillögum, m.a. á um- hverfisþingi, svo hægt verði að taka tillit til sem flestra sjón- armiða. „Að öllu þessu loknu ættum við að geta endurskoðað nátt- úruverndarlög, þannig að nátt- úruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna,“ segir Svandís. Hvítbók um heildarendurskoðun náttúruverndarlaga hefur ekki áð- ur verið unnin hér á landi en er í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á Norðurlöndum. Umhverf- isráðherra skipaði nefndina í nóv- ember árið 2009. Vinna nefnd- arinnar hefur verið tvíþætt, annars vegar tillögur að frumvarpi til breytinga á lögum um nátt- úruvernd, sem nefndin skilaði af sér í desember 2010, og hins veg- ar gerð hvítbókarinnar, sem var meginstarf nefndarinnar. Grunnur að vandaðri lagasmíð SVANDÍS KYNNTI HVÍTBÓKINA Í RÍKISSTJÓRN Í GÆR Svandís Svavarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.