Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Draumkennt Óneitanlega minnir þessi mynd, sem er tekin út um framrúðu á bíl og af því sem sést í baksýnisspegli, á skringilegan draum þar sem lögmál raunveruleikans eru ekki lengur í gildi. Kristinn Cambridge | Heim- urinn er nú vitni að mestu umskiptum á sviði lýðfræði sem um getur í sögunni. Þótt það hafi ef til vill tekið mannkynið milljón ár að verða milljarður (um árið 1800) hefur bæst við einn milljarður manna á 10-20 ára fresti frá 1960. Fólks- fjöldi í heiminum er nú sjö milljarðar og gert ráð fyrir að hann verði 9,3 milljarðar um 2050. Með öðrum orðum, fram til 2050 mun sennilega fjölga um jafn margt fólk og byggði alla jörðina árið 1950. Líka má segja að viðbótin verði jafn margt fólk og býr nú samanlagt í Kína og á Indlandi. Ein mesta áskor- un sem mannkynið stendur nú and- spænis er að fæða, klæða og hýsa þessa geysilegu nettóviðbót og sjá fyrir öðrum þörfum hennar. Ef við höfum til leiðsagnar þær efnislegu framfarir sem hafa að jafn- aði orðið gegnum aldirnar gæti okk- ur virst sem neyðin muni enn á ný kenna naktri konu að spinna, að við munum geta tekist á við mannfjölg- unarvandann á sama hátt og við höf- um leyst vanda fortíðarinnar, með tækninýjungum og bættu skipulagi og stofnunum. En meðaltöl yfir langan tíma geta dulið verulegar sveiflur á sumum tímaskeiðum og mismun milli landa. Við vitum með vissu að mikil áhætta fylgir mannfjölguninni sem er framundan af því að hún mun verða nærri öll í löndum þar sem efnahagur, stjórnmál, félagsmál og umhverf- ismál eru mun brot- hættari en annars stað- ar í heiminum. Takist ekki að útvega miklum fjölda manna arðbæra vinnu getur það valdið fjölda fólks þjáningum og margvíslegri skelfingu og áföllum. Verði áfram við lýði gríðarlegur tekjumunur milli landa getur það hindrað alþjóðlegt samstarf, stöðvað hnattvæðingu eða jafnvel snúið henni við, enda þótt hún geti bætt lífskjör allra. Hröð fólksfjölgun hefur einnig tilhneigingu til að hraða enn eyðingu náttúruauðlinda, staðbundinni sem hnattrænni, og getur grafið end- anlega undan möguleikum þeirra á að ná sér aftur. Sum þróunarríki hafa tekist vel á við mannfjölgunarvandann. Sem dæmi má nefna að austur-asísku tígrarnir [nokkur ríki þar sem hag- vöxtur hefur verið geysimikill] drógu mjög hratt úr mannfjölgun á áttunda og níunda áratugnum, þau nýttu sér síðan þetta lýðfræðilega andrúm til að bæta aðstöðu sína stórkostlega með hjálp markvissrar stefnu á sviði menntamála og heilsuverndar, skyn- samlegri efnahagsstjórn og vel und- irbúinni þátttöku í efnahagslífi grann- þjóða og alls heimsins. Á hinum endanum hefur ríkjum í Afríku sunnan Sahara tekist mun verr upp á þróunarbrautinni. Ástæð- an er ekki síst að þeim hefur ekki tek- ist að losna við mjög íþyngjandi byrði hraðrar fólksfjölgunar og aukins fjölda barna sem háð eru fullorðnum. Enda þótt ískyggilegustu vanda- málin á sviði lýðfræðiþróunar séu í þróunarríkjunum horfa iðnríkin einn- ig fram á nokkur snúin vandamál í eigin ranni. Sé horft á málið frá þröngu sjónarhorni lýðfræði er svo komið að í iðnríkjunum eru nú liðlega tveir einstaklingar á vinnualdri gagn- vart hverjum einum sem ekki vinnur [einkum vegna elli eða æsku]. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall verði farið niður í 1,36 gagnvart einum árið 2050 og mun það merkja ógn við umtalsvert lýðfræðilegt forskot sem þessi ríki hafa notið síðustu áratugi. Ennfremur munu iðnríkin auðugu geta gert ráð fyrir ört hækkandi hlut- falli aldraðra meðal þjóðarinnar vegna þess að fólk lifir mun lengur en áður, frjósemi verður áfram lítil og af- sprengi mikillar frjósemi fyrr á árum komast í tölu aldraðra; aldurspíramíd- inn verður umfangsmeiri að of- anverðu. Vegna lítillar reynslu vita menn lítið um það hvaða áhrif öldrun þjóða hefur á efnahagslífið en auðvelt er að skilja óttann við að ríkisfjármál verði erfið viðureignar vegna útgjalda til heilbrigðismála og lífeyriskerfa sem byggjast á gegnumstreymi [ekki upp- söfnun eins og reyndin er á Íslandi], einnig að hagvöxtur minnki þegar vinnandi fólki fækki. Stungið hefur verið upp á ýmsum lausnum til að tryggja stöðu ríkis- fjármála og nauðsynlegt vinnuafl og menn eru nú að íhuga þær. Meðal þeirra er að hækka lífeyrisaldur og skylda fólk til að leggja fyrir til efri ár- anna, einnig að lækka bótagreiðslur. Önnur lausn gæti verið að minnka hömlur á alþjóðlega fólksflutninga milli landa, en ósennilegt er að hún yrði samþykkt vegna félagslegrar og pólitískrar andstöðu við aukinn inn- flutning í flestum iðnríkjum. En við getum treyst á aukna at- vinnuþátttöku kvenna (sem minnk- andi frjósemi ýtir undir), aukinn fjölda hæfra starfskrafta eftir því sem menntunarstig hækkar og auk- inn sparnað vegna væntinga um lengri ævi og eftirlaunaaldur. Þegar öllu er á botninn hvolft er ólíklegt að verstu spádómarnir um afleiðingar þess að meðalaldur hækkar rætist. En þörf er á mikilli greiningu, umræðum, breyttri hegð- un og aðlögun og pólitískum umbót- um – jafnt meðal einstaklinga sem hins opinbera – áður en við getum verið viss. Þótt þau mál sem þróunarríkin standa nú þegar frammi fyrir séu ólík þeim sem iðnríkin þurfa að fást við er það svo í hnattvæddri veröld að lýðfræðilegar áskoranir einhvers staðar í heiminum eru lýðfræðilegar áskoranir alls staðar. Og þótt áskor- anir vegna breytinga á sviði mann- fjölda séu geysimiklar er líklegast að hægt sé að finna lausn á þeim. Það væri ábyrgðarleysi að hunsa þessar áskoranir og láta mannkynið að ástæðulausu hafna í þeirri miklu hættu sem við getum þegar með vissu séð fyrir. Eftir David Bloom »Ein mesta áskorun sem mannkynið stendur nú andspænis er að fæða, klæða og hýsa þessa geysilegu nettóviðbót og sjá fyrir öðrum þörfum hennar. David Bloom Höfundur er prófessor í hagfræði og lýðfræði við deild almannaheilbrigðis við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. Athugasemdir innan hornklofa eru blaðsins. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Að takast á við milljarða fólksfjölgun Áformuð kaup kín- versks fjárfestis á Grímsstöðum á Fjöll- um hafa beint sjónum manna að þeirri laga- legu umgjörð sem gild- ir varðandi kaup aðila utan EES-svæðisins á fasteignum hér á landi. Fyrir liggur að slík kaup eru háð leyfi inn- anríkisráðherra og hef- ur komið fram að fjárfestirinn hefur nú sótt um slíkt leyfi. Greinarhöfundi sýnist þó að tvennt hafi orðið útundan í umræðum um málið. Í fyrsta lagi er það svo að boðuð áform hins kínverska fjárfestis leiða til þess að umrædd fjárfesting telst vera fjárfesting erlends aðila í at- vinnurekstri. Þótt lög um erlenda fjárfestingu í atvinnurekstri geymi þá meginreglu að slík fjárfesting sé heimil, þá eru þar á veigamiklar und- antekningar. Ein þeirra varðar fjár- festingu erlendra ríkja. Í lögum um fjárfest- ingu erlendra aðila í at- vinnurekstri nr. 34/l991 segir nefnilega í 4. tl. 4. gr.: „Fjárfesting erlends ríkis, sveitarfélags eða annars erlends stjórn- valds í atvinnurekstri hér á landi er óheimil nema með sérstöku leyfi efnahags- og við- skiptaráðherra.“ Í frumvarpi til nefndra laga sagði í athugasemdum við framangreint ákvæði: „Hér er lagt til að til þurfi að koma sérstakt leyfi viðskiptaráðherra til þess að erlent ríki eða fyrirtæki í eigu erlends ríkis geti og megi fjárfesta í atvinnurekstri hér á landi. Fyrir þessari skipan eru þau rök að áhugi erlends ríkis til að fjárfesta í atvinnu- rekstri hér á landi getur stafað af öðru en voninni um fjárhagslegan ávinning af slíkri fjárfestingu. Þykir því rétt að tækifæri gefist til að skoða hvert tilvik sérstaklega.“ hlýtur svo einnig að vera þegar er- lend stjórnvöld standa í raun að baki fjárfestingu hér á landi, hvað svo sem hinu formlega fyrirsvari líður. Það virðist því fullt tilefni til þess að þessi þáttur málsins verði rannsakaður sérstaklega. Í öðru lagi er á það að líta að sam- kvæmt lögum um eignarrétt og af- notarétt fasteigna getur innanrík- isráðherra veitt leyfi til að víkja frá meginskilyrðum laganna, sem gera umrædd kaup óheimil, samkvæmt umsókn frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni eða til að halda þar heimili. Bent skal á tvennt í þessu sambandi. Ann- ars vegar að það er skilyrði fyrir því að umsókn um undanþágu komi til meðferðar hjá innanríkisráðherra að umsækjandi hafi rétt til að stunda at- vinnurekstur hér á landi. Í því felst að í raun þyrfti áður en málið getur komið til kasta innanríkisráðherra að vera komin niðurstaða í það hjá efna- hags- og viðskiptaráðherra hvort fyrrgreint ákvæði sem takmarkar fjárfestingu erlendra ríkja eigi við í þessu tilviki, og ef svo er, hvort efna- hags- og viðskiptaráðherra hafi þá engu að síður veitt sérstakt leyfi til fjárfestingarinnar. Hins vegar skal á það bent að áður rakin heimild innan- ríkisráðherra takmarkast við það að veita aðila rétt til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni. Samkvæmt því sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru Grímsstaðir á Fjöll- um 300 ferkílómetrar að stærð. Er hægt að halda því fram að hinn kín- verski fjárfestir þurfi heila 300 fer- kílómetra til beinnar notkunar í at- vinnustarfsemi sinni? Hvað um erlendan aðila sem vill skipuleggja skoðunarferðir vítt og breitt um Ís- land? Gæti innanríkisráðherra lögum samkvæmt veitt honum leyfi til að kaupa Ísland eins það leggur sig á þeim grundvelli að hann þyrfti á því að halda til beinnar notkunar í at- vinnustarfsemi sinni? Eftir Baldur Guðlaugsson »Er hægt að halda því fram að hinn kín- verski fjárfestir þurfi heila 300 ferkílómetra til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni? Baldur Guðlaugsson Höfundur er lögfræðingur og kom að samningu lagafrumvarps um fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Kínversk risafjárfesting er takmörkunum háð Spyrja má hvað fyrrgreint laga- ákvæði komi umræddri fjárfestingu við. Er ekki um að ræða einstakling, óháðan kínverskum stjórnvöldum? Greinarhöfundur ætlar sér ekki þá dul að svara því. En miðað við þá al- mennu vitneskju sem fyrir liggur um hið miðstýrða kínverska þjóðfélag og um skipulegar erlendar fjárfestingar kínverskra stjórnvalda, þ.m.t. upp- kaup á jarðnæði í öðrum ríkjum, er auðvitað ekki út í loftið að spurningar vakni um aðkomu kínverskra stjórn- valda að umræddum áformum. Ljóst má vera að áðurnefndar takmarkanir í lögunum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri eiga ekki aðeins við, þegar erlend stjórnvöld eru hinn beini og formlegi fjárfestir, heldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.