Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Þegar ég var unglingur barst mér í hendur bók um indverska heimspeki eftir Gunnar Dal. Mér eru ennþá minnisstæðir seiðandi töfrar spekinnar sem ég las við nátt- lampann. Ekki grunaði mig þá, þegar sláttur unglingsáranna, líkt og koparklukka sem var rétt við að verða bergmál, að við Gunnar ættum síðar meir eftir að verða nágrannar. Móð- ir mín keypti íbúð í blokkinni við Hringbraut. Svo hagaði til að Gunnar bjó í íbúðinni á móti með sinni góðu og virðulegu konu Elísabetu Linnet. Hún og móðir mín urðu brátt góðar vinkonur, þannig að það varð nánast innangengt á milli íbúða. Ég býst við að það hafi verið frekar sjaldgæft fyrir pilt eins og mig að reyna hversu mikið hald var í orðum þekkts rithöf- undar sem brá ljósi á viskuna í umróti efnishyggju- og hag- vaxtartrúar. Ég fann fljótt hvern mann Gunnar hafði að geyma. Hann gat stundum verið óvæginn í tali og ein- strengingslegur að mér fannst. En eitt hafði hann þó sem var óbifanlegt í fari hans; göfug- lyndi hjartans. Þar héldu orð hans því sem er mest um vert. Í mínum huga var Gunnar maður lampans, enda kennari af guðs náð. Honum var lagið að bregða ljósi á flókinn vef hugsana svo hvert barn gat skilið. Þegar best lét vakti hann hjá nemendum sínum þrá til að halda út á djúpsævið, gerast kafarar og rannsaka af eigin raun furður undirdjúps- ins. Nú hefur þetta sama djúp kallað Gunnar til sín. Ljósmagn texta hans stafaði ekki síst af látlausum stílnum. Þar naut penni hans eflaust þess frjóa og tilgerðarlausa tungutaks sem hann ólst upp við í Svarfaðardalnum sem hann þreyttist aldrei á að lofa. Sá dalur var í huga hans óefn- iskennd ímynd fegurðarinnar. Senn haustar, ég sit úti í garði og skrifa minningarorð um merkilegan mann. Nú vill Gunnar Dal ✝ Gunnar Dal(Halldór Sig- urðsson) fæddist í Syðsta-Hvammi í Vestur-Húnavatns- sýslu 4. júní 1923. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. ágúst 2011. Útför Gunnars Dal fór fram frá Neskirkju 29. ágúst 2011. snarpur vindurinn feykja blöðum mínum út í busk- ann. Hver veit nema sá lampi sem Gunnar hélt á lofti leiði hann núna sjálfan að vegamótum lífs og draums. Ég votta ættingjum Gunn- ars mína dýpstu samúð. Sveinbjörn Halldórsson og Helga Sumarliðadóttir. Allt mitt líf hefur afi verið til, manni finnst einhvern veg- inn að amma, afi, mamma og pabbi eigi bara alltaf að vera til. Föðuramma mín, Maja, var gift afa Gunnari. Á sumrin var ég mjög mikið hjá þeim á Grundinni á Arnarstapa. Mamma og pabbi ráku sjopp- una þar á sumrin. Það var margt brallað, alltaf svo rosa- lega gaman og líka gestagang- urinn sem var stanslaus. Fullt af skemmtilegu fólki sem kom í mat og kaffi. Þeim fannst svo yndislegt að vera þarna, afi sagði alltaf að jökullinn gæfi sér svo mikla andagift, það kæmi svo góð orka frá honum, og allir álfarnir, huldufólkið og sjáendur sem voru þarna allt í kring. Allar þessar endalausu pælingar um lífið og tilveruna. Svolítið skrítið umhverfi fyrir litla stelpu að vera í, en mjög spennandi og framandi. Svo á einhverjum tímapunkti skildu amma og afi, en við höfum allt- af haldið sambandi. Svo núna seinustu ár hafa þau verið í góðu símasambandi, alltaf góð- ir vinir. Svo var það núna í vor að amma komst í hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem afi var, og svipurinn á honum þegar hún kom inn í matsal, hann svoleiðis ljómaði, en um leið fannst honum vont að hafa ekki vitað fyrirfram að hún væri að koma, því hann hefði viljað punta sig aðeins áður, mjög sætt. Þau áttu góð- an mánuð saman þarna og töl- uðu mikið saman alla daga, mjög dýrmætt fyrir þau bæði. Svo á afmælinu hans vildi amma að við gerðum eitthvað spes, færum til hans með pítsuveislu sem er mjög mikil tilbreyting frá fábrotnum heimilismat og hann var mjög glaður með það. Ég var svo stödd í Kaupmannahöfn þegar hann kvaddi og varð mjög sorgmædd yfir því. Allan þann dag hljómaði inni í mér lagið „Hótel jörð“ sem fjallar um til- veru okkar allra hér í þessu lífi. Elsku afi, takk fyrir frá- bæra samveru í 45 ár, við sjáumst svo síðar, einhvers staðar einhvern tímann aftur. Hanna Maja. Ætli Gunnar Dal hafi ekki verið hvort tveggja, einhver mest lesni höfundur þjóðarinn- ar um sína daga og vanmet- nasta ljóðskáldið í senn? Af samneyti við unglinga í Menntaskólanum á Ísafirði forðum daga lærði ég, að þeir sóttu sér hjálpræði í ljóðræna lífsspeki Kahlils Gibran í þýð- ingu Gunnars, þótt mannvitið í ljóðum og sögum hans sjálfs væri þeim sem lokuð bók. Um miðjan 9nda áratuginn fór ég í hundrað-funda-ferða- lag um Íslands þorpagrundir til að boða vantrúuðum mör- landanum fagnaðarerindi jafn- aðarstefnunnar (við misjafnar undirtektir). Á þessu flandri gisti ég á mörgum alþýðu (flokks)heimilum. Sem ég kíkti í bókaskápa, sá ég að Spámað- urinn var víðast hvar á sínum stað og heimspekirit Gunnars ótrúlega víða. Gunnar Dal var sumsé heimspekingur, sem náði tali af alþýðu manna, þótt hún skildi ekki skáldið – nema í þýðingu. Einhvern tíma, þegar ég hitti Gunnar á förnum vegi, sagði ég honum af þessum at- hugunum mínum á andlegu samneyti hans við alþýðuna. Ég er ekki frá því, að það hafi snortið hann djúpt, þótt hann segði fátt. Upp frá því urðum við vinir, þótt í fjarsambandi væri, lengst af. En þá sjaldan fundum okkar bar saman, voru það ævinlega fagnaðarfundir. Mikil lifandis ósköp sem þessi maður gat verið (h)ríf- andi skemmtilegur. Hafsjór af fróðleik, sagnabrunnur, skarp- skyggn á menn og málefni, háðskur á heimsku og hégóma- dýrð þeirra, sem hæst hreykja sér – og hnyttinn í tilsvörum, svo af bar. Það var andleg upplifun að vera í návist mannsins. Hin sókratíska broddfluga flaug víða og ögr- aði mörgu andans tötrinu. Svo sem við var að búast, var Gunnar veitandinn, en ég þiggjandinn í okkar samskipt- um, hvort heldur þau snerust um sköpun heimsins, trúar- brögð hindúa eða nýjustu tíð- indi af rannsóknum vísinda- manna á erfðamenginu. Aðeins einu sinni varð okkur heift- arlega sundurorða. Það tengd- ist ólíkri upplifun okkar af hin- um spænska harmleik. Nánar tiltekið var það út af spænska borgarastríðinu. Ég fyrirlít úrþvættið Franco af innsta hjarta og allt hans hyski. Gunnar leit hins vegar á böðulinn sem verndara trúar- innar gegn ógnarstjórn komm- únista – og að þar með fyr- irgæfist honum margt ódæðið. Til að koma aftur á friði sætt- umst við á að taka báða af dag- skrá – Guð og Franco. Allt annað milli himins og jarðar var hins vegar áfram til um- ræðu til hinsta dags. Gunnar Dal sóaði ekki kröft- um sínum á smámuni og fór ekki troðnar slóðir í lífshlaupi sínu. Hann kom miklu í verk og reyndist mörgum hrókur andlegs fagnaðar. Við Bryndís minnumst hans með virðingu og þakklæti og vottum að- standendum hans samhygð okkar. Jón Baldvin. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá persónulega að kynnast Gunnari Dal, þessum mikla heimspekingi, þegar ég starfaði við íslenskukennslu við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Hann var merkilegur maður og skilur eftir sig mikla arfleifð fyrir komandi kynslóð- ir á Íslandi. Ég vil gjarnan minnast hans með þessum lín- um: Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Sorgmædd sit við mynd af þér og sárt þig ákaft trega. Herrann helgur gefur mér huggun náðarvega. Tekinn var litríkur fífill frá mér og ferðast einn um sinn. Í kærleiksljósi leita að þér og leyndardóminn finn. Kyrrum klökkum tregarómi kveð nú vininn hljóða. Af sálarþunga úr sorgartómi signi drenginn góða. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar bjartir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. Vonarkraftur vermir trú og viðjar sárar brýtur. Ótrúleg er elska sú sem eilífðinni lýtur. Í Gjafarans milda gæskuhjúpi gróa öll mín sár. Með sólargeisla úr sorgardjúpi sendi þér kveðjutár. (J.R.K.) Blessuð sé minning hans. Jóna Rúna Kvaran. Með örfáum orðum vil ég kveðja mína kæru mágkonu. Nú ert þú farin í þína hinstu ferð á þessum yndislega sumar- degi. Við áttum margar góðar samverustundir þegar við vorum ungar og ég kveð þig, kæra Ingv- eldur mín, og bið þér guðsbless- Ingveldur Hannesdóttir ✝ IngveldurHannesdóttir, Inga, fæddist í Brekkukoti í Reyk- holtsdal 13.12. 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20.8. 2011. Útför Ingu fór fram frá Akra- neskirkju 29. ágúst 2011. unar í nýjum heim- kynnum. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. (Vigdís Runólfs- dóttir) Blessuð sé minning þín. Ingiríður Helga Leifsdóttir. Elsku Inga. Að lokinni vegferð þinni langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Alltaf áttum við utanbæjarhópurinn hjá þér at- hvarf. Þú tókst okkur opnum örmum og heimili þitt var okkur opið hvenær sem við þurftum húsaskjól. Ómetanleg var hjálpin og stuðningurinn sem þú veittir mér og Arnari mínum á fyrstu vikum ævi hans, takk fyrir það Inga mín. Strákarnir mínir eignuðust í þér Brekkukotsömmuna sem þeir náðu ekki að kynnast og bestu þakkir fyrir öll skiptin sem þú sóttir þá á flugvöllinn eða um- ferðarmiðstöðina og allar stund- irnar sem þú hýstir þá eftir að þeir fóru að ferðast einir. Takk fyrir öll skiptin sem við áttum í eldhúsinu þínu, hvort sem var í Ásgarði eða Hrafnhól- unum. Þar var gott að vera, sitja með þér, borða góða matinn þinn, spjalla og hlæja. Líf þitt var ekki alltaf auðvelt Inga mín en styrkur þinn, lundin létta og þrautseigjan ættu að vera okkur öllum sem þekktu þig hvatning á lífsleið okkar. Takk fyrir allt Inga mín og njóttu hvíldarinnar. Elsku Hannes, Diddi, Óli, Kiddi og fjölskyldur. Við Arnar og Hilmar sendum ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur og vonum að minningin um sterka og góða konu verði ykkur styrk- ur á þessari kveðjustundu. Hulda Laxdal. Amma. Þú varst frábær. Allir elskuðu þig. Að fá aldrei að sjá þig aftur er hræðilegt en þegar ég hugsa lengra er gott að muna allar góðu minningarnar um þig. Okkur. Brosið þitt og hversu glöð þú varst alltaf. Þessar minn- ingar mun ég alltaf geyma. Ég hef reynt að fylgja öllu eftir, koma á sjúkrahúsið og vera hjá þér. Og svo, þegar að því kom, kveðja þig og kyssa. Ég er stolt að hafa gert þetta, því ég gerði þetta fyrir þig. Fjölskyldan verð- ur ekki sú sama án þín. Það er brot úr hjarta mínu farið úr og kemur aldrei aftur. Við hittumst aftur, seinna. Þangað til vona ég að þú vitir hversu mikið ég elska þig og sakna. Guð geymi þig elsku amma. Laufey. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ZOPHONÍASAR ÁSKELSSONAR húsasmiðs, Árskógum 8, Reykjavík. Þórhildur Jóhannesdóttir, Jóhannes Zophoníasson, Hróðný Bogadóttir, Árni Zophoníasson, Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, Nanna L. Zophoníasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Hásölum 13, Kópavogi. Kristinn Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Bergljót Kristinsdóttir, Andrés I. Guðmundsson, Sveinn Kristinsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Dagbjört Kristinsdóttir, Matthías Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ég var bara lítil stelpa þegar amma mín eignaðist kærasta sem átti eftir að vera hennar lífsföru- nautur. Ég man að ekki var ég voða hrifin þá en það átti eftir að breytast því betri og yndislegri mann hefði hún amma ekki getað eignast. Einsi stóð eins og klettur við hlið ömmu minnar alla tíð jafnt og amma mín stóð svo við hlið hans. Einsi var rosalega rólegur og yfirvegaður og man ég ekki eftir að hafa séð hann æstan eða reið- an við nokkurn mann. Börnunum mínum reyndist hann besti afi lang eins og þau kölluðu hann. Langar mig og fjölskyldu mína að þakka Einsa afa fyrir sam- Einar Sigurjónsson ✝ Einar Sig-urjónsson fæddist á Eskifirði 5. desember 1918. Hann lést á Dval- arheimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 18. ágúst 2011. Útför Einars fór fram frá Eskifjarð- arkirkju 26. ágúst 2011. veruna öll þessi ár. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir dagg- ardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Elsku ömmu minni, börnum Einsa og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúð. Elsku Einsi afi hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Ragnhildur Svansdóttir og fjölskylda. Hinsta kveðja frá Versailles Sá ég hvíta breiðu líða hægt um heiðar-vatnsins flöt. Beið ég hljóð og hrifin. – Hér mun óskin rætast sú, er var mér sælust farar-hvöt. Ragna Ólafsdóttir ✝ Ragna Ólafs-dóttir fæddist í Neskaupstað 7. maí 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 10. ágúst 2011. Útför Rögnu var gerð frá Neskirkju 19. ágúst 2011. Með þessum vísuorðum úr kvæðinu „Sá ég svani fljúga“ eftir Jakobínu Jo- hnsson vil ég kveðja með virð- ingu kæra vin- konu mína, Rögnu Ólafsdóttur, með djúpu þakklæti fyrir allar fallegar samverustundir sem við nutum, með þeim Ög- mundi, í Danmörku, á Íslandi og í Frakklandi. Við Claire og Mathilde vott- um Helgu og Ólafi ásamt fjöl- skyldum þeirra innilega sam- úð. François-Xavier Dillmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.