Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 30

Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Matt Haig mun lesa upp í Iðnó fimmtudagskvöldið 8. sept- ember og ræða við Ara Eldjárn í Norræna húsinu laugardag- inn 10. september. Matt Haig hefur alls gefið út 6 bækur og kemur ein þeirra, The Radleys, út í íslenskri þýð- ingu í haust hjá Bjarti. Verið er að framleiða bíómynd sem byggist á bókinni. The Radleys fjallar um fjölskyldu sem er eins venjuleg og hugsast getur. Undir yfirborðinu leynist þó blóðþorsti sem foreldrarnir reyna að forða börnum sínum frá. Þýðandi bókarinnar er Bjarni Jónsson og mun hún koma út um næstu mánaðamót. Bókmenntir Radley-fjölskyldan gefin út af Bjarti Radley-fjölskyldan Kristín Marja Baldursdóttir mun lesa upp í Norræna hús- inu laugardaginn 10. sept- ember kl. 15.30. Bækur hennar hafa verið þýddar á 5 tungu- mál. Margar bóka hennar hafa komið út í Þýskalandi og í ár kom út nýjasta afurðin, Ster- nen eis, sem er þýðing á nýj- ustu bók Kristínar, Karlsvagn- inum. Bókin Karítas án titils hlaut árið 2006 tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hópur danskra ferðamanna hefur komið til Ís- lands til að skoða söguslóðir Karítasar, í Öræfum og á Borgarfirði eystri. Bókmenntir Kristín Marja les upp úr Karítas Kristín Marja Kristof Magnusson hefur þýtt fjölda íslenskra bóka yfir á þýsku. Nýjasta skáldsagan, Das was ich nicht, kom út í Þýskalandi árið 2010 og er væntanleg í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu að ári. Vinnutitill bókarinnar er Það var ekki ég og Bjarni Jónsson þýðir. Þýsk heimasíða höfundarins er: www.kristofmagnusson.de Þar má til dæmis sjá myndbönd þar sem höfundur les úr nýjustu bók sinni. Kristof Magnusson mun lesa upp í Iðnó mið- vikudagskvöldið 7. september og ræða við Ólaf Kristjánsson í Norræna húsinu sunnudaginn 11. september. Bókmenntir Þýðandi er höfund- ur hjá Forlaginu Kristof Magnusson Í dag og á morgun, miðvikudaginn og fimmtudaginn, 7. og 8. september mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika undir stjórn Vladimir Ashkenazy og ein- leikari verður Víkingur Heiðar Ólafsson. Eru þetta upphafstónleikar sinfón- íuhljómsveitarinnar fyrir þetta starfsár. Á efnisskránni verða Sergei Rakhman- inoff: Píanókonsert númer 3 og Dmítríj Sjostakovitsj: Sinfónía númer 5. Tónleik- arnir eru í tónleikaröð Sambands evr- ópskra útvarpsstöðva, og verður þeim meðal annars útvarpað í Ástralíu, Dan- mörku, Eistlandi, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, á Spáni og í Ungverjalandi. Ashkenazy er á heimavelli þegar litið er til efnisskrárinnar. Hann hefur hljóð- ritað píanókonserta Rakhmaninoffs í tví- gang sem einleikari, undir stjórn André Previn og Bernards Haitink, og útgáfurn- ar þykja enn meðal þeirra bestu á mark- aðnum. Heildarflutningur Ashkenazys á sinfóníum Sjostakovitsj kom út hjá Decca á níunda áratugnum og var nýverið endur- útgefinn í tilefni sjötugsafmælis hans. Í til- kynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir einnig; „Ekki er síður tilhlökkunar- efni að Víkingur Heiðar og Ashkenazy leiði nú saman hesta sína í annað sinn í hinum glæsilega þriðja píanókonserti Rak- hmaninoffs. Fáir píanókonsertar gera við- líka kröfur til einleikarans og sá þriðji, sem er bæði óvenjulangur og sérlega flók- inn enda sérsniðinn að risavöxnum hönd- um tónskáldsins. Með kvikmyndinni Shine komst konsertinn í hóp vinsælustu klass- íkera.“ Sinfónía númer fimm eftir Sjostakovitsj er einnig vel þekkt en hann samdi hana í miklum ótta útaf stjórn kommúnista í landi sínu og þykir verkið magnað. borkur@mbl.is Sérsniðinn að risavöxnum höndum  Sinfóníuhljómsveitin með upphafstónleika í kvöld og á morgun undir stjórn Ashkenazy Morgunblaðið/Golli Upphafstónleikar Hér er Ashkenazy með Víkingi Heiðari á æfingu í Hörpunni í gær. Denise Epstein, dóttir rithöfund- arins Iréne Némirovsky, mun lesa upp í Iðnó föstudagskvöldið 9. sept- ember og ræða við Friðrik Rafns- son, þýðanda skáldsögu henn- ar, í Norræna húsinu laug- ardaginn 10. september. Bókin Frönsk svíta eftir Irène Ném- irovsky kemur út um þessar mund- ir hjá Forlaginu. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var Némirovsky vinsæll höfundur í Frakklandi. Hún var dóttir vel stæðs bankamanns í Úkraínu en í rússnesku byltingunni þurftu þau að flýja land og flúðu til Frakklands. Némirovsky hafði alist upp í alls- nægtum í Úkraínu og talaði þegar frönsku áður en fjölskylda hennar settist að í París. Hún náði sterkum tökum á frönskunni og var orðin þekktur franskur höfundur þegar á þrítugsaldri. En í seinni heimsstyrj- öldinni voru bæði hún og eiginmað- urinn send í útrýmingarbúðir gyð- inga og létu lífið þar en þá var Iréne aðeins 39 ára gömul. Dætrum þeirra var þyrmt af þýskum hermanni og bjargað af nágranna hjónanna. Dóttir Némirovsky, Denise Ep- stein, er gestur Bókmenntahátíðar í ár en hún kynnir verk móður sinnar. Epstein var ung að árum þegar móð- ir hennar lést í útrýmingarbúðum nasista en hún náði að taka með sér á flótta tösku móður sinnar sem geymdi óútgefin handrit. Denise Epstein mun opna ljós- myndasýningu um ævi og ritverk móður sinnar næstkomandi mið- vikudag, hinn 7. september kl. 17, í Borgarbókasafninu í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina „Ég skrifa á brennheitu hrauni …“ en hún er skipulögð á vegum Alliance fran- çaise í Reykjavík og er liður í hátíð- arhöldum vegna aldarafmælis fé- lagsins á árinu og stendur til 30. september, aðgangur er ókeypis. borkur@mbl.is Úr klóm kommún- ista í klær nasista Iréne Nemirovsky Sitaru vakti fyrst al- þjóðlega athygli þeg- ar stuttmynd hans Waves hlaut verðlaun ... 32 » Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst í dag, miðvikudaginn 7. september, og stendur fram til sunnudagsins 11. september. Stella Soffía Jóhann- esdóttir er framkvæmdastjóri hátíð- arinnar og aðspurð hvað aðgreini þessa hátíð frá öðrum segir hún að það sé svo margt en helst vilji hún nefna hvað það séu sterkar konur á þessari hátíð. „Á hátíðinni í ár er óvenjumikið af öflugum konum,“ segir Stella. „Nóbelsverðlaunahaf- inn Herta Müller kemur, baráttu- konan og rithöfundurinn Nawal el Saadawi og Denise Epstein mætir og kynnir verk móður sinnar sem lést í fangabúðum nasista. Annað sem er sérstakt í ár er nýr dag- skrárliður um fjarverandi höfund. Hugmyndin er að hafa þar til um- fjöllunar höfunda sem annaðhvort komast ekki vegna þess að þeir búa við heft ferðafrelsi, pólitískar of- sóknir eða hafa látið lífið vegna þess. Í þetta skiptið er það rússneska blaðakonan Anna Politkovskaja,“ segir Stella. Politkovskaja var myrt í Moskvu 7. október 2006 en hún hafði fjallað af mikilli hörku um ástandið í Téts- níu og ekki síst um spillta stjórn Pútíns. Aldrei hefur komist upp hver myrti hana en flestum er ljóst að það var af pólitískum ástæðum. Fimmtu- dagskvöldið 8. september klukkan átta verður lesið uppúr bók hennar Rússland Pútíns, sem kom út hjá Urði bókafélagi sumarið 2009. Upp- lesturinn fer fram í Iðnó en fyrr um daginn verður rætt um verk Polit- kovskaju í Norræna húsinu. „Bókmenntahátíðin í ár er til- einkuð minningu Thors Vilhjálms- sonar, eins stofnenda hátíðarinnar,“ segir Stella. „Thor var formaður ís- lenska PEN-klúbbsins og ötull bar- áttumaður málfrelsis rithöfunda og þess vegna er þessi viðburður um fjarverandi höfund tileinkaður honum. Hugmyndin er komin frá Sjón og hann mun sjá um þennan dagskrárlið. En það er svo mikið í boði að menn verða að líta inn,“ segir Stella sem bendir á heimasíðu hátíð- arinnar fyrir frekari upplýsingar, www.bokmenn- tahatid.is. borkur@mbl.is Öflugir kvenrithöfundar streyma inn í borgina  Bókmenntahá- tíðin í Reykjavík hefst í dag Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Stella Soffía innan um allan þann texta sem mun flæða um borgina. Bókmenntahátíðin í Reykjavík er haldin í tíunda sinn nú í ár en hún er tileinkuð Thor Vilhjálms- syni. Það má segja að í ár sé sérstök veisla af því að Ísland er heiðursgestur í Frankfurt og svo fær Reykjavík bók- menntahátíðarstimpil á sama tíma. En Reykjavík mun bera bókmenntatitil UNESCO frá og með árinu í ár. Borgin stendur fyrir ýmsum viðburðum vegna þessa. Ljóst er að Frankfurt- armessan hefur orðið til þess að erlendir bókamenn horfa meira til þessarar bók- menntahátíðar en vanalega. Mun fleiri útgefendur munu mæta á Útgefendaþingið. Þýsku útgefendurnir eru mjög spennt- ir fyrir því enda eru að koma út hátt í 200 íslenskar bækur í Þýskalandi í ár. Amazon er að fara að gefa út 10 íslenskar bækur í Bandaríkj- unum. Mikil sam- vinna er í gangi á milli Bók- mennta- hátíðarinnar og Frankfurt- armessunnar. Samvinna á milli hátíða Í MINNINGU THORS Thor Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.