Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
23. - 25.sept. og 30.sept - 2.okt. 2011
www.karieythors.is; rosamatt@gmail.com; Sími: 894-2992
NLP Practitioner
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© Kári Eyþórs.
Kári Eyþórsson MPNLP
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Lilja Mósesdóttir alþingismaður
segir að Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, hafi farið
á skjön við stefnu VG í Magma-mál-
inu. Hann hafi staðfest það sjálfur í
Morgunblaðinu í gær. Hún segist
efast um tilgang flokksráðsfunda,
samþykktir þeirra séu hunsaðar,
eins og fjármálaráðherra hafi gert.
Lilja segir að viðræður Steingríms
og Ross Beaty, aðaleiganda Magma
Energy, um að Magma myndi ekki
ásælast nema 50% hlut í HS Orku
hafi átt sér stað eftir að fyrir lá
flokksráðssamþykkt um að ráð-
herrar myndu beita sér fyrir að
koma HS Orku í samfélagslega eigu.
„Ég velti því fyrir mér af hverju
Steingrímur átti viðræður við Ross
Beaty í september 2009, þegar þessi
samþykkt lá fyrir, því á þessum tíma
voru fulltrúar Grindavíkurbæjar og
Landssambands lífeyrissjóða í við-
ræðum við fjármálaráðherra um að
kaupa hlut Íslandsbanka í HS Orku
og það hefði tryggt samfélagslega
eign á fyrirtækinu,“ segir Lilja.
Ráðherra þarf að svara betur
Lilja telur að fjármálaráðherra
þurfi að svara betur fyrir ýmsa þætti
málsins. „Ég vil til dæmis fá betri
svör við þeirri spurningu hvers
vegna það tókst ekki að ná sam-
komulagi við Grindavíkurbæ og líf-
eyrissjóðina um þessi kaup haustið
2009.“
Hún segir að ein leiðin til að fá
svör við slíkum spurningum sé að
leita þeirra í óundirbúnum fyrir-
spurnartíma á Alþingi. Það sé þó
ekki vænlegur kostur, þar sem Lilja
er ekki í þingflokki og því erfitt fyrir
hana að komast þar að, þannig að
hún mun að öllum líkindum senda
skriflega fyrirspurn.
Lilja segir að margt af því sem
komið hefur fram um málið að und-
anförnu hafi ekki komið sér á óvart.
„Ég var búin að heyra það á óform-
legan hátt frá ýmsum, að samninga-
viðræður við Ross Beaty hefðu stað-
ið yfir á þessum tíma, þó að innlendir
aðilar hefðu allan tímann haft áhuga
á að kaupa hlutinn. En ég átti erfitt
með að trúa þessu, því flokkurinn
var svo einhuga í þeirri afstöðu sinni
að HS Orka ætti að fara aftur í sam-
félagslega eigu. En núna er ég búin
að fá eitthvað handfast og þetta eru
mikil vonbrigði með formann flokks-
ins sem fjármálaráðherra.“
Á flokksráðsfundi VG sem haldinn
var á Hvolsvelli 28.-29. ágúst 2009
var því beint til ráðherra flokksins að
tryggja hagsmuni þjóðarinnar með
því að halda HS Orku í samfélags-
legri eigu. Lilja segist efast um til-
gang þess að mæta á flokksráðsfundi
og móta þar stefnuna með grasrót-
inni þegar ekki er farið eftir þeim
samþykktum. „Ég geri ráð fyrir að
aðrir félagar í flokknum velti þessu
líka fyrir sér.“
Steingrímur þarf að svara
Lilja Mósesdóttir: Steingrímur J. gekk gegn samþykkt flokksráðsfundar VG
Var búin að heyra af viðræðum hans við Magma, en átti erfitt með að trúa því
„Þetta eru mikil
vonbrigði með for-
mann flokksins sem
fjármálaráðherra“
Lilja Mósesdóttir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Nokkrir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa út-
vistað íþróttakennslu til líkamsræktarstöðva. Skóla-
meistarar láta vel af fyrirkomulaginu. Þeir segja nem-
endur ánægða, mæting hafi stórbatnað og vel sé fylgst
með ástundun og iðkun nemenda, þó kennslan fari fram
utan veggja skólanna.
Einn þessara skóla er Borgarholtsskóli, en þar er ekk-
ert íþróttahús og fer íþróttakennslan meðal annars fram
í World Class í Spönginni. Bryndís Sigurjónsdóttir
skólameistari segir að samningur við stöðina hafi verið í
gildi í nokkur ár og að íþróttakennarar skólans séu í
stöðinni á tilteknum tímum, en að auki geti nemendur
mætt í stöðina þegar þá lystir á þeim tímum árs sem
skólinn starfar. Hún segir að vel sé fylgst með bæði mæt-
ingu og iðkun nemendanna, en rúmlega 1500 nemendur
stunda nám við skólann. „Það er skylda á öllum náms-
brautum að sækja íþróttatíma og það er alltaf merkt við
krakkana þegar þau mæta.“
En hvers vegna varð World Class fyrir valinu? „Við
ákváðum þetta vegna þess að stöðin er við hliðina á skól-
anum og nemendur eru enga stund að skjótast þangað
yfir,“ segir Bryndís. Auk þess að sækja tíma í World
Class fara nemendur skólans einnig í líkamsrækt í
Heilsuakademíunni í Egilshöll og stæla þar líkama sinn
með skautahlaupum og fótbolta. „Með þessari fjöl-
breyttu kennslu erum við að leggja grunn að lífsstíls-
breytingu nemendanna,“ segir Bryndís.
Öll íþróttakennsla í Menntaskólanum í Kópavogi fer
fram í líkamsræktarstöðinni Sporthúsinu, sem er
skammt frá skólanum. Þetta fyrirkomulag hefur verið
við lýði undanfarin ár. „Það var erfitt að fá nemendur til
að mæta í hefðbundna íþróttatíma og við höfðum barist
við lélega mætingu í mörg ár,“ segir Margrét Friðriks-
dóttir skólameistari. „Við höfum aldrei átt íþróttahús og
vorum á flakki um bæinn. Íþróttahúsin í Kópavogi eru
mjög þéttsetin og okkur voru oft boðnir einhverjir jað-
artímar sem hentuðu nemendum engan veginn.“
Vel fylgst með mætingu og ástundun
Í skólanum eru 1100 nemendur og fá þeir allir kort í
Sporthúsinu. Margrét segist ekki vita hvort verið sé að
spara fjármuni með þessari útvistun, erfitt sé að segja til
um það, því að margir þættir skipti þarna máli.
Að sögn Margrétar fá nemendurnir kort í Sporthús-
inu, rétt eins og allir aðrir viðskiptavinir stöðvarinnar og
vel er fylgst með mætingu og ástundun þeirra. Hún segir
að ástæðan fyrir því að Sporthúsið hafi orðið fyrir valinu,
en ekki einhver önnur líkamsræktarstöð í bænum, sé að
samstarf skólans við stöðina eigi sér nokkra sögu og auk
þess sé Sporthúsið sú líkamsræktarstöð í bænum sem er
næst skólanum. „Við viljum að sjálfsögðu skoða alla
möguleika. En með því að vera með samning við einn að-
ila náum við kostnaðinum niður,“ segir Margrét.
Morgunblaðið/Eggert
Menntaskólaíþróttir Nokkrir framhaldsskólar hafa gert samninga við líkamsræktarstöðvar um íþróttakennslu.
Framhaldsskólar útvista
íþróttakennslunni
Íþróttir menntskælinga kenndar í líkamsræktarstöðvum
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til
áframhaldandi forystustarfa fyrir Samfylkinguna. Lands-
fundur flokksins verður haldinn 21.-23. október. Jóhanna
upplýsti um ákvörðunina í bréfi sem hún sendi til flokks-
félaga í gær. Í því segir hún m.a.: „Satt best að segja renn-
ur mér blóðið til skyldunnar að leggja áfram mitt lóð á
vogarskálarnar og mig langar að leiða til lykta þau fjöl-
mörgu mikilvægu mál sem við í Samfylkingunni höfum
sett á dagskrá stjórnmálanna á undanförnum árum.“
Jóhanna vill sitja áfram á formannsstóli
Jóhanna
Sigurðardóttir
Aðeins fjórðungur landsmanna
styður ríkisstjórnina, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og
Fréttablaðsins. 26% landsmanna
eru fylgjandi ríkisstjórninni en 74%
andvíg. Í frétt Stöðvar 2 í gær-
kvöldi kom fram að nánast enginn
munur er á milli afstöðu kynjanna
til stjórnarinnar.
Í könnun sem gerð var í apríl
nutu ríkisstjórnarflokkarnir stuðn-
ings 43% þjóðarinnar.
Flestir voru óákveðnir eða vildu
ekki svara þegar þeir voru spurðir
hvaða flokk þeir myndu kjósa ef
gengið yrði til kosninga nú. En af
þeim sem svöruðu sögðust rúmlega
50% kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 23%
Samfylkinguna, 14% Framsókn-
arflokkinn, 12% Vinstri græna og
1% Hreyfinguna.
Um var að ræða símakönnun sem
var gerð á fimmtudagskvöldið. Úr-
takið var 800 manns.
74% landsmanna eru andvíg ríkisstjórn-
inni – rúm 50% styðja Sjálfstæðisflokkinn
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra finnst ómaklega vegið að
ríkisstjórninni í ummælum forseta
Íslands í fjölmiðlum um síðustu
helgi. Ólafur Ragnar sagði í viðtali
við fréttastofu RÚV að stjórnin hefði
látið undan þrýstingi og ofbeldi Evr-
ópuþjóða með því að fallast á kröfur
Breta og Hollendinga. Kom fram í
kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að
Jóhanna ætlaði að ræða við forset-
ann um þetta mál við fyrsta tæki-
færi. Hún sagði þessi ummæli Ólafs
koma sér á óvart. „Það er alveg ljóst
að ef þetta er rétt eftir forseta haft
þá er þarna mjög ómaklega vegið að
ríkisstjórninni og fráleitt að halda
því fram að ríkisstjórnin hafi látið
aðrar þjóðir beygja sig,“ sagði Jó-
hanna í samtali við RÚV.
Ætlar að ræða við Ólaf við fyrsta tækifæri
Fresta þurfti
réttum um einn
dag í Undirfells-
rétt í Vatnsdal
vegna þoku í leit-
um. Réttað er í
Undirfellsrétt í
dag en venjulega
er byrjað á föstu-
degi. Tafir urðu
við smölun á Grímstungu- og
Haukagilsheiðum vegna þoku.
Jón B. Bjarnason, bóndi í Ási í
Vatnsdal og gangnastjóri á Hauka-
gilsheiði, segir að niðdimm þoka
hafi verið á þriðja dag og lítið hægt
að smala í Fljótsdrögum.
Einnig urðu tafir hjá gangna-
mönnum á Víðidalstunguheiði þar
sem slydda og þoka tafði leitir. Lít-
ið var hægt að smala á miðvikudag-
inn og seint var farið af stað á
fimmtudagsmorgun. Gangnamenn
á vesturheiðinni komust ekki til
byggða í fyrrakvöld og því þurfti að
fresta Valdarásrétt, sem átti að
vera í gær, til dagsins í dag.
Niðdimm þoka hefur
tafið gangnamenn