Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 4
Morgunblaðið/Eggert Ótímabundið allsherjarverkfall fé- lagsráðgjafa sem starfa hjá Reykja- víkurborg hefst þann 26. september næstkomandi hafi ekki náðst samn- ingar fyrir þann tíma. 94% samþykktu verkfallsboðun Þetta var samþykkt í kosningu sem fram fór dagana 7. til 9. sept- ember. Alls greiddu 83% fé- lagsmanna í Félagsráðgjafafélagi Ís- lands atkvæði og af þeim samþykktu 94% verkfallsboðun. Hjá Reykjavíkurborg starfa 106 félagsráðgjafar sem vinna meðal annars á þjónustumiðstöðvum borg- arinnar, hjá Barnavernd Reykjavík- ur og á skrifstofu Velferðarsviðs. Félagsráðgjaf- ar boða verkfall 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Sjómannafélag Íslands hefur boðað til verkfalls félagsmanna sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun 23. september. 15-20 félagsmenn í SÍ starfa á skipum Hafrannsókna- stofnunar og hefur enginn árangur náðst í viðræðum um endurnýjun kjarasamnings þeirra, að sögn Birgis Hólm Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóra SÍ. Félagið vísaði kjaradeilunni til sáttasemjara síðastliðinn miðviku- dag og er boðað til sáttafundar næstkomandi þriðjudag. „Það er bara hafið stríð. Það er vonlaust að ræða málin,“ segir hann. „Við vorum með atkvæða- greiðslu í gær [fimmtudag] og lauk henni samdægurs. Það greiddu all- ir okkar félagsmenn atkvæði og sögðu þeir allir já við verkfalls- boðun. Allir eru í sóknarhug,“ seg- ir hann. Ótímabundið verkfall sjómann- anna hefst kl. 12 á hádegi 23. sept- ember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. ,,Vonandi gengur þetta fyrr en það er einhver tregða hjá ríkinu. Það var búið að hjakka í sama farinu í marga mánuði. Það gengur ekki,“ segir Birgir Hólm. SÍ boðar verkfall á skipum Hafró Morgunblaðið/Eggert Kjaradeila Allt situr fast í viðræðum SÍ og Hafrannsóknastofnunar.  Allir sögðu já við verkfallsboðun Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Innan stjórnar Skálholts kom til tals hvort reisa ætti Þorláksbúð á öðrum stað í Skálholti en þar sem húsið er að rísa við hlið kirkjunnar og á rúst- um eldri búðar. Sr. Kristján Björns- son, sem átti sæti í stjórn Skálholts, segir menn ekki hafa talið bygg- inguna þá lengur tengjast kirkjunni líkt og hún hefur gert allt aftur til 12. aldar á tímum Þorláks helga biskups. „Þarna er verið að end- urreisa sögu staðarins. Sögulegt gildi svona húss hefði því glatast hefði það risið á öðrum stað í Skál- holti,“ segir Kristján við Morg- unblaðið. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur bygging Þorláksbúðar verið gagnrýnd í aðsendum greinum og þá ekki síst staðsetning hennar upp við kirkjuna. Eftir að Þorláksbúð- arfélagið hefur látið reisa húsið, verður það afhent Skálholtskirkju til afnota. Verið er að reisa Þorláksbúð við Skálholtskirkju á tveimur stöðum, annars vegar er það sjálf hleðslan sem risin er við kirkjuna, en hins vegar tréverkið sem hefur verið í smíðum inni á verkstæði í Reykja- vík. Það verður síðan flutt í heilu lagi austur í Skálholt í næsta mán- uði. Stefnt er að vígslu Þorláksbúðar næsta sumar, líkt og fram kom í máli talsmanns Þorláksbúðarfélagsins, Árna Johnsen, í blaðinu í gær. Sr. Kristján Björnsson segir fram- kvæmdina hafa verið kynnta hjá öll- um réttbærum aðilum; stjórn Skál- holts, kirkjuráði, byggingarnefnd Bláskógabyggðar og Forn- leifavernd. Um þetta megi lesa í fundargerðum þessara aðila og sér vitanlega hafi athugasemdir hvergi verið færðar til bókar. Fram- kvæmdin eigi ekki að geta komið neinum á óvart. Stjórn Skálholtskirkju fer með málefni kirkjunnar og að sögn Krist- jáns hafa rústir Þorláksbúðar verið inni á deiliskipulagi svæðisins. „Þetta snerist aðallega um að fá leyfi hjá þeim sem fara með forn- minjar og einnig var leitað sam- þykkis þeirra sem fara með höfund- arrétt arkiteks kirkjunnar. Auðvitað sýnist sitt hverjum um þetta eins og allar framkvæmdir, en það var ekki talið þjóna tilgangi sínum að reisa húsið einhvers staðar annars staðar. Þorláksbúð tengist kirkjunni allt aft- ur til 12. aldar og hefur mikið sögu- legt gildi fyrir Skálholtsstað,“ segir Kristján og bendir á að fyrr á tíð hafi Þorláksbúð m.a. gegnt hlut- verki skrúðhúss og kirkju þegar eldri dómkirkjur brunnu. Tréverkið Bygging Þorláksbúðar fer fram á tveimur stöðum. Í Reykjavík er verið að smíða tréverkið en í það fer sérvalið timbur flutt inn erlendis frá. Kirkjan ræddi annan stað  Sögulegt gildi Þorláksbúðar mátti ekki glatast Skálholt Hleðsluveggir Þorláksbúðar eru tilbúnir og bíða eftir tréverkinu. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Séra Þórey Guðmundsdóttir, prestur hjá norsku þjóðkirkjunni í Stavanger, segir að Íslendingar einir Norðurlandaþjóða virði ekki norrænan samning frá 1959 um gagn- kvæm réttindi allra Norður- landabúa til heilbrigðis- þjónustu hvar sem viðkom- andi séu staddir á Norðurlönd- um. Þórey segir að um 3.000 Íslendingar búi í Stavan- ger og ná- grenni og margir þeirra hafi haft samband vegna samskipta við Trygginga- stofnun og Sjúkratryggingar Ís- lands. Krafa í norskum krónum frá Tryggingastofnun Hún bendir á að um leið og Ís- lendingur komi til Noregs hafi hann frjálsan aðgang að sjúkra- tryggingakerfi landsins og sé ekki einu sinni beðinn um skírteini þess efnis sem gildi annars innan EES. Heimsæki sami einstaklingur önn- ur lönd í Skandinavíu og vanti lyf fái hann þau á sama verði og í Noregi. Fari viðkomandi hins veg- ar til Íslands þurfi hann að greiða fullt gjald fyrir læknisþjónustu og lyf framvísi hann ekki þessu skír- teini. Þetta sé þvert á samninginn frá 1959. Hann gangi lengra en Evrópusamningurinn og því eigi hann að gilda. „Margir Íslendingar hafa kvartað yfir þessu við mig,“ segir Þórey. Í þessu sambandi nefnir Þórey einn skjólstæðing sinn sem búi hjá syni sínum í Noregi, en fái ellilíf- eyri á Íslandi og borgi þar skatt. Hann hafi farið til Íslands í sum- arfrí, þurft á sýklalyfjum að halda og hafi þurft að borga fullt verð fyrir þau. Hann hafi fengið kröfu í norskum krónum frá Trygginga- stofnun. „Það er fullkomlega ólög- legt,“ segir hún. Virða ekki norrænan samning  Segir sjúkratrygg- ingar á hálum ís Kerfið Lyfjakostn- aður getur hækkað mikið án trygginga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.