Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 8

Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Blöð úti í heimi, sem hallast undirsjónarmið félagshyggju og vinstristefnu, sum hver ágætlega læsileg blöð, heita á máli íslenskra fréttaskýrenda „stórblöð“.    Stórblaðið New York Times, Stór-blaðið Washington Post, Stór- blaðið Le Monde.    Eigi Bretland í hlut er talað umhið áhrifamikla blað The Gu- ardian og hið áhrifamikla Independ- ent, því þótt þetta séu góð og gild vinstri blöð ná þau ekki með góðu móti „stóra“ stimplinum.    The Telegraph sem er breiðsíðameð mikla útbreiðslu er hins vegar oftast nær „hið hægrisinnaða Telegraph“, ef ekki verður komist hjá því að vitna í það, sem er þó oft- ast hægt.    Þessi skemmtilega stimplun gildirlíka um einstaklinga.    Ef maður þætti jafn ákaflega hall-ur undir hægrisinnuð viðhorf eins og „málvísindamaðurinn“ Noam Chomsky hallast til vinstri yrði talað um slíkan mann feimnislaust sem „hinn hægri sinnaða öfgamann“.    Og þá væri sem betur fer enginhætta á að slíkum yrði sér- staklega boðið hingað í tilefni ald- arafmælis H.Í.    Enda yrðu þá uppi slík mótmæliog ofsi í háskólanum að það yrði bara til leiðinda og veisluspjalla. Að vísu yrðu þá ekki mótmælendur á ferð heldur „aðgerðasinnar“. Háskóli Íslands Stimpillinn gildir STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 heiðskírt Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 6 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 léttskýjað Vestmannaeyjar 10 alskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 9 skýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 22 alskýjað Brussel 21 skýjað Dublin 21 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 22 skýjað París 22 skýjað Amsterdam 18 súld Hamborg 17 skúrir Berlín 17 skýjað Vín 20 skýjað Moskva 13 skýjað Algarve 31 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 27 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 18 skúrir Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:36 20:14 ÍSAFJÖRÐUR 6:37 20:24 SIGLUFJÖRÐUR 6:19 20:07 DJÚPIVOGUR 6:05 19:45 Neytenda- stofa skoði auglýsingu Umhverfisstofnun barst nýlega ábending um auglýsingu í Bænda- blaðinu 18. ágúst sl. á léttu klifur- hjóli sem sé „nýjung í smala- mennsku!“, „tætir ekki upp gróður“ og sé „umhverfisvænt“. Morg- unblaðið birti frétt um þessa auglýs- ingu. Fram kemur í frétt á vef Um- hverfisstofnunar að hún telji að með villandi upplýsingum í auglýsing- unni felist brot á upplýsingarétti neytenda og stofnunin hafi því vísað þessu máli til umfjöllunar Neyt- endastofu. Umhverfisstofnun vill að þessu gefna tilefni vekja athygli á að allur akstur utan vega, á vélknúnum öku- tækjum, er bannaður, nema á jökl- um, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. Í reglugerð eru tilgreindar undanþágur vegna sérstakra starfa, en ekki er heimilt að aka utan vega innan miðhálendis Íslands vegna starfa í landbúnaði, t.d. smölunar fjár. „Umhverfis- stofnun hefur því bent fyrirtækinu Kasma ehf. á að efni umræddrar auglýsingar er villandi og til þess fallið að hvetja til ólögmæts ut- anvegaaksturs hjá þeim sem smala fé,“ segir í frétt Umhverfisstofn- unar. í dag. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Nauðsynlegar lagabreytingar varð- andi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar hafa verið sam- þykktar á Alþingi. Útboð á sérleyf- um á Drekasvæðinu mun því hefjast 3. október eins og ráð var fyrir gert, segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Lögin tóku gildi á miðnætti í fyrri- nótt og í gær var fyrsta rannsókna- leyfið veitt. Það féll í skaut norska fyrirtækinu TGS-NOPEG. Leyfið felur í sér heimild til að safna yfir- borðssýnum af hafsbotni á Dreka- svæðinu og jafnframt er gefin heim- ild til að kanna fyrirhugaða sýnatökustaði með botnsjá. Leyfið veitir rétt til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæði. Á heimasíðu Orkustofnunar kem- ur fram að í samræmi við lagaákvæði hafi verið leitað umsagnar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis, sem leitaði umsagnar Hafrann- sóknastofnunarinnar, og umhverfis- ráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Leyfið gildir til og með 8. september 2012. Leitarleyfið veitir ekki einkarétt til rannsókna né heldur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjölfar rann- sókna. Orkustofnun fær afhent öll gögn, sem safnað er samkvæmt leit- arleyfinu, til varðveislu og getur not- að þau í þágu þekkingaröflunar ís- lenska ríkisins um auðlindir, en gætir jafnframt trúnaðar um þau gagnvart öðrum aðilum. Þess má geta að á þriðjudaginn verður opinn hádegisfundur um olíu- útboðið á Drekasvæðinu á Háskóla- torgi HÍ, stofu 101. Norskt fyrirtæki fær rannsóknaleyfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.