Morgunblaðið - 10.09.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Bílaumboðið Askja, Krókhálsi 11,
býður til jeppasýningar og reynslu-
aksturs milli kl. 12 og 16 í dag,
laugardag. Þarna verða Mercedes-
Benz jeppar til sýnis og reynslu-
aksturs.
Jeppasýning Öskju
Morgunblaðinu hafa borist eft-
irfarandi athugasemdir frá Ís-
landsbanka vegna fréttaflutnings
um söluferli á hlutabréfum Geysis
Green Energy í HS Orku:
„Íslandsbanki vísar á bug öllum
fullyrðingum um að bankinn hafi
rofið trúnað við tilboðsgjafa í
tengslum við söluferlið og hafnar
þeirri fullyrðingu afdráttarlaust að
hafa tekið við fyrirmælum frá
stjórnvöldum um fyrirkomulag
sölunnar.
Íslandsbanki annaðist ráðgjöf
við sölu á hlutabréfum Geysis
Green Energy í HS Orku. Það var
ákvörðun þáverandi stjórnar GGE
að selja hlutabréfin í lokuðu sölu-
ferli þar sem völdum aðilum var
boðið að gera tilboð. Markmið
bankans var að tryggja endur-
heimtur af útlánum til GGE yrðu
sem mestar þar sem bankinn hafði
veð í hlutabréfaeign félagsins í HS
Orku.
Það skal upplýst að á lokametr-
um söluferlisins höfðu borist tvö
tilboð í hlutabréf GGE í HS Orku.
Farið var yfir tilboðin og þau met-
in á hlutlægan hátt og gengið var
að því tilboði sem metið var
hærra.“
Segir bank-
ann ekki
hafa rofið
trúnað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fann í gærmorgun fullkomna
bruggverksmiðju í atvinnuhúsnæði
í Kópavogi. Einn maður var hand-
tekinn og játaði hann að hafa kom-
ið verksmiðjunni upp. Ekki er talið
að starfsemin hafi staðið lengi yfir.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns, fundust fimm 200 lítra tunn-
ur og stórt suðutæki af fullkominni
gerð. Um 800 lítrar af gambra
voru í tunnunum og nokkrir tugir
lítra af landa. Ómar Smári sagði
aðspurður við mbl.is að glöggur
lögreglumaður hefði runnið á lykt-
ina af brugginu.
Ómar Smári sagði að maðurinn,
sem handtekinn var, hefði viður-
kennt að hafa leigt húsnæðið og
sett verksmiðjuna upp. Talið er að
framleiðslan hafi verið á byrjunar-
stigi. Er málið talið upplýst.
Lögregla hefur ekki orðið vör
við mikið af landa í umferð á und-
anförnum mánuðum. Ómar Smári
segir að talið sé að landafram-
leiðsla sé frekar lítil og þá stað-
bundin. Hins vegar aukist hún oft
á haustin þegar framhaldsskólar
hefjast og menn geri sér vonir um
að hægt sé að selja unglingum
landa.
Glöggur lögreglumaður
rann á lyktina af brugginu
Morgunblaðið/Júlíus
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný sending
Sturtusett
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett
26.900,-
Ný sending
Ermar og peysur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-15
Eddufelli 2, sími 557 1730
Lokað í dag
www.rita.is
Norræna Atlantssamstarfið (NORA)
hefur að markmiði að styrkja sam-
starf á Norður-Atlantssvæðinu og
þannig skapa sterkt norrænt svæði
sem einkennist af öflugri sjálfbærri
efnahagsþróun.
Ein af leiðunum að þessu markmiði er
veiting styrkja tvisvar á ári til samstarfs-
verkefna með þátttöku að lágmarki
tveggja af fjórum aðildarlöndum (Græn-
landi, Íslandi, Færeyjum og sjávarbyggð-
um Noregs). Nú óskar NORA eftir verk-
efnahugmyndum með umsóknarfrest
þann 3. október 2011.
Í aðgerðaáætlun NORA fyrir árið 2011 er
sjónum sérstaklega beint að fámennum
samfélögum á starfsvæðinu. Þess vegna
vill NORA gjarnan fá umsóknir vegna
verkefna sem miða að framleiðslu eða
starfsemi í fámennum byggðum.
Þess utan geta umsóknir heyrt undir
fjögur megináherslusvið NORA, sem eru:
Auðlindir sjávar
Verkefni þar sem unnið er út frá sjálfbærni
og nýsköpun að bættri nýtingu afurða,
líftækni, sem og framleiðslu aukaafurða
og sjávarafurða.
Ferðaþjónusta
Áhersla á verkefni sem bjóða upp á nýja
þjónustu á sjálfbæran hátt, t.d. menn-
ingar- og náttúrutengd ferðaþjónusta.
Upplýsinga- og samskiptatækni
Verkefni þar sem þróun upplýsingatækni
er markmiðið.
Samgöngur og flutningar
Áhersla á verkefni sem bæta flutninga
og samgöngur á svæðinu og verkefni þar
sem bæta á öryggi og viðbúnað á hafinu.
Undir heitið „Annað svæðasamstarf“
heyra verkefni sem ekki falla að
áðurnefndum flokkum, en geta engu að
síður fallið að markmiðum NORA. Til
dæmis verkefni í landbúnaði, orkugeira
eða verkefni þar sem fengist er við önnur
sameiginleg úrlausnarefni á svæðinu.
NORA veitir styrki að hámarki 500.000
danskar krónur á ári og að hámarki í þrjú
ár. Lágmarksskilyrði er að þátttaka sé frá
að tveimur NORA-löndum, en það er eftir-
sóknarvert að löndin séu fleiri. Þá hefur
NORA á undanförnum árum lagt áherslu
á samstarf við nágranna til vesturs og þar
af leiðandi er jákvætt að verkefnaþátttaka
sé frá Kanada eða skosku eyjunum.
Umsóknarfrestur er mánudagurinn
3. október 2011.
Útfylla skal umsóknareyðublað sem sækja
má á heimasíðu NORA, www.nora.fo og
þar er einnig að finna leiðbeiningar undir
valtakkanum „Guide til projektstøtte“.
Þá er umsækjendum velkomið að leita
til skrifstofu NORA í Færeyjum, eða til
landskrifstofa í viðkomandi löndum um
nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tengiliður
á Íslandi er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir,
Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang
sigga@byggdastofnun.is
Senda á umsóknina rafrænt (á word-
formi) til NORA og sömuleiðis útprent-
aða og undirritaða umsókn með pósti.
Fylgigögn, eins og verklýsing og annað
ítarefni, sendist rafrænt (á word, excel
eða pdf-formi).
! "
! #
$ %&
Nordisk Atlantsamarbejde
'()* +), -./'.
- 0&& 12 3 -4 567 3 8119 :
; <57= >9 ?7 79 3 4; <57= >9 ?7 91
NORA styrkir
samstarf á Norður-
Atlantssvæðinu
Upplýsingar veitir stjórnandi kórsins
Garðar Cortes í síma 892 2497
Óperukórinn í Reykjavík
býður nýja félaga velkomna
Messa eftir Robert Sund
Frumflutningur á Íslandi
Requiem Mozarts
Í minningu Mozarts og íslenskra
tónlistarmanna
Frostrósir
Þátttaka í klassískum jólatónleikum
Jólatónleikar
Jólasöngvar og forsöngur í fjöldasöng
Mörg spennandi verkefni
framundan, m.a.:
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Ekta dúnúlpur m/hettu
frá kr. 39.900,-
ljósar og svartar
HAUSTYFIRHAFNIR