Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
VIÐTAL
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
„Það sem bankarnir og ríkisstjórnin gerðu á Ís-
landi fyrir hrunið var glæpsamlegt,“ segir
Noam Chomsky. „Það var byggt á ótrúlegum
tálmyndum um það hvernig hagkerfi virka.
Þetta var eins og að kasta þjóðararfinum fyrir
fráleitar trúarsetningar, markaðsbókstafstrú.
Það var augljóst að þetta myndi hrynja. Ég vil
taka fram að það sama á við um Bandaríkin,
þótt ekki sé í sama mæli. Seðlabankastjórarnir
Greenspan og Bernanke hefðu getað stungið á
húsnæðisbólunni en þeir sögðu að hún gæti ekki
verið vandamál vegna þess að markaðirnir
segja að allt sé í lagi. Þetta var bara trúarsetn-
ing og átti sér hvorki stoð í fræðunum né reynsl-
unni. Það sama gerðist á Íslandi.“
Chomsky er staddur hér á landi á vegum Há-
skóla Íslands og flutti í gær fyrirlestur í Há-
skólabíói um heimsmálin þar sem útgangs-
punkturinn var valdarán Augustos Pinochets í
Síle 11. september 1972 og hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann
svaraði nokkrum spurningum blaðamanns eftir
fyrirlesturinn.
Arabíska vorið og lýðræðið
Tæpum tíu árum eftir hryðjuverkin krefst al-
menningur í arabalöndum lýðræðis líkt og í
Austur-Evrópu árið 1989. Chomsky telur ekki
viðeigandi að líkja arabíska vorinu við atburðina
í Austur-Evrópu 1989. „Helstu valdakerfi
heimsins studdu uppreisnirnar,“ sagði hann.
„Það gerist nánast aldrei. Valdakerfi heimsins
kæfa venjulega tilraunir til að koma á lýðræði.
Þau studdu hins vegar tilraunirnar í Austur-
Evrópu vegna þess að það gróf undan óvini
þeirra.“
Hann segir að þess vegna viti allir um glæp-
ina sem Rússar frömdu í Austur-Evrópu, en fáir
viti um mun verri glæpi Bandaríkjamanna í
Mið-Ameríku. „Þetta var óvinur og þess vegna
studdum við lýðræði þar – upp að vissu marki.
Það má ekki vera of mikið lýðræði, en nóg til að
steypa stjórnunum sem þar voru,“ segir hann.
„Uppreisnirnar í arabaheiminum eru annað
mál. Þar er um að ræða ríki háð Bandaríkja-
mönnum, Bretum og Frökkum, sem styðja kúg-
unarstjórnir á meðan það er hægt.“
Ný staða í Rómönsku-Ameríku
Chomsky segir að erfitt sé að meta líkurnar á
að almenningi í arabalöndunum takist að knýja
fram lýðræði. „Það væri nær að líkja ástandinu
þar við Rómönsku-Ameríku undanfarin tíu ár,“
segir hann. „Þar hafa orðið mjög afgerandi
breytingar á undanförnum tíu árum. Þetta er í
fyrsta skipti í þau fimm hundruð ár sem liðin
eru frá því að landkönnuðirnir komu sem íbúum
álfunnar hefur tekist að rísa upp og koma á um-
talsverðu lýðræði.“
Chomsky bendir á að þar hafi áður verið
gerðar tilraunir og nefnir Síle, sem lék stórt
hlutverk í ræðu hans. „Þær tilraunir höfðu alltaf
verið bældar niður, en nú tókust þær og það eru
miklar breytingar í Rómönsku-Ameríku,“ segir
hann. „Eitt merkið um þessar breytingar er að
hverri bandarísku herstöðinni á fætur annarri
hefur verið lokað í Suður-Ameríku.“
Hættir að geta pantað valdarán
Chomsky segir að Bandaríkin hafi ekki styrk
til að gera neitt í málinu. „Bandaríkjamenn geta
ekki látið heri þessara landa ræna völdum eins
og hægt var í stjórnartíð Kennedys, Johnsons
og Nixons og Reagans.“
Þó hafa verið gerðar þrjár valdaránstilraunir
til að kæfa lýðræði, í Venesúela, Haítí og Hond-
úras, og það hafi tekist í tveimur síðastnefndu
löndunum. „En þetta eru máttlítil lönd og
Bandaríkjunum hefur ekki tekist að stöðva lýð-
ræðisþróun undanfarinna ára þótt þeir hafi
reynt,“ segir hann. „Nú held ég að sú tíð sé liðin
að Bandaríkin geti látið heri fremja valdarán, að
minnsta kosti í Suður-Ameríku.“
Chomsky telur að spár um aukin völd Kín-
verja séu ýktar. „Í Kína hefur átt sér stað stór-
kostlegur hagvöxtur, en ég held að margt
blekki,“ segir hann. „Það á ekki eftir að verða
tilfærsla á völdum þannig að kerfi þar sem Kín-
verjar drottna taki við af kerfi þar sem Banda-
ríkjamenn ráða lögum og lofum. Um þetta er
mikið rætt, en ég held að það séu ýkjur. Tökum
til dæmis staðlaða samanburðarkvarða um heil-
brigði og félagslega og efnahagslega þætti, þá
er Kína í 90. sæti við hlið El Salvador og Dóm-
iníska lýðveldisins. Þjóðarframleiðsla miðað við
höfðatölu er langt undir ríkjum Evrópu. Hag-
vöxtur landsins er gríðarlegur, en forsendurnar
eru veikar. Kína er aðallega samsetningarverk-
smiðja. Partarnir og tæknin koma annars stað-
ar frá, Taívan, Japan, Suður-Kóreu, Singapúr,
Evrópu og Bandaríkjunum. Þar á virðisaukinn
sér stað. Ef viðskiptahallinn við Kína er rétt
reiknaður og miðað við virðisaukann minnkar
hann um 25% og staða Taívans og Japans batn-
ar að sama skapi því að þar eru verðmætin. Þeir
munu fyrr eða síðar fikra sig upp tæknistigann,
en það er ekki auðvelt og þeir eiga í miklum
vandamálum innanlands.“
Veittu sér sárin sjálfir
Bent hefur verið á að hryðjuverkin 11. sept-
ember 2001 hafi orðið til þess að veikja stöðu
Bandaríkjanna. „Það er satt að vissu marki, en
ekki gleyma því að tjónið er sjálfskapað,“ segir
Chomsky. „Hefðu Bandaríkjamenn brugðist
öðruvísi við hefði það ekki haft þessi áhrif. Tök-
um bara stríðin tvö í Afganistan og Írak, sem nú
hefur verið reiknað út að hafi kostað fjórar billj-
ónir dollara. Ef útgjöld til öryggismála eru tekin
með má örugglega tvöfalda þá upphæð. Þetta er
ekki lág upphæð.
Stríðin hafa líka grafið undan stöðu Banda-
ríkjanna í heiminum. Vinsældir Baracks Obama
í arabalöndunum eru nú minni en vinsældir
George Bush á sínum tíma. Bandaríkjamenn
hafa skaðað orðstír sinn, stöðu og getu sjálfir.“
Chomsky segir að mikið sé rætt um fjár-
laghallann og skuldir Bandaríkjamanna og tel-
ur of mikið gert úr. „Skuldirnar eru lang-
tímavandamál sem má rekja til Ronalds
Reagans og George W. Bush,“ segir hann.
„Reagan breytti Bandaríkjunum úr helsta lán-
ardrottni heims í helsta skuldunautinn. Þegar
Bush tók við var afgangur á fjárlögum, en með
galinni fjármálastefnu – skattalækunum fyrir
hina ríku og taumlausri eyðslu í stríð – sneri
hann því við. En þessi vandamál má leysa.“
Eins og að kasta þjóðararfinum
Morgunblaðið/Kristinn
Umsetinn Málvísindamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn Noam Chomsky hélt í gær fyrirlestur í
Háskólabíói. Færri komust að en vildu og hlýddi fjöldi manns á mál hans í anddyri bíósins.
Noam Chomsky segir að aðdragandi bankahrunsins á Íslandi hafi byggst á ótrúlegum tálmyndum
um hvernig hagkerfi virki Bandaríkin veikari en áður en spár um heimsveldið Kína ýktar
Það var stór stund í uppsveitum Árnessýslu í gær þeg-
ar Bræðratunguvegur og Hvítárbrú voru formlega
vígð. Brúin var opnuð umferð 1. desember í fyrra en
beðið var með vígslu þangað til öllum framkvæmdum
var lokið. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
klippti á borðann með aðstoð Hreins Haraldssonar
vegamálastjóra.
Nýja Hvítárbrúin er 270 metrar að lengd. Tvær ak-
brautir eru á brúnni auk afmarkaðrar göngu- og/eða
reiðleiðar. Heildarvegalengd nýs Bræðratunguvegar
er um 7,5 km, frá Hrunamannavegi um Hvítá að Bisk-
upstungnabraut. Áætlaður heildarkostnaður vegna
verksins er 1.140 m.kr. Leiðin á milli Reykholts og
Flúða styttist um 26 km með brúnni og verður um 10
km löng.
Konurnar í sveitinni voru augljóslega ánægðar með
þessar bættu samgöngur. Þær létu ekki sitt eftir
liggja og mættu prúðbúnar og glaðbeittar á vígslu
brúarinnar í gær. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Bættum sam-
göngum fagnað
Öllum framkvæmdum lokið og stór stund í uppsveitum Árnessýslu þegar Hvítárbrú var formlega vígð í gær
Noam Chomsky er einn helsti málvís-
indamaður samtímans. Kenningar hans í
málvísindum hafa verið kallaðar mál-
fræðibylting Chomskys. Hann er ekki síð-
ur afkastamikill þjóðfélagsrýnir. Chomsky
er 82 ára og er prófessor emeritus við
Massachusetts Institute of Technology
þar sem hann hóf störf eftir að hann lauk
doktorsprófi 1955.
Boðið er upp á ýmsa viðburði í ár í til-
efni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands og
heimsókn Chomskys er einn af þeim.
Hann hélt í hádeginu fyrirlestur í nám-
skeiði um áhrif hugmynda sinna á rann-
sóknir og kenningar í hugvísindum og
fjallaði um stjórnmál í Háskólabíói síð-
degis. „Aftur og aftur hefur hann sýnt
okkur að gagnrýnin hugsun og pólitísk
upplýsing felur í sér að fara þurfi undir yf-
irborðið,“ sagði Ástráður Eysteinsson,
forseti hugvísindasviðs Háskólans, þegar
hann kynnti Chomsky í Háskólabíói.
Málvísindi og
þjóðfélagsrýni
TVEIR FERLAR CHOMSKYS