Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Árið 2010 var algjört metár hjá sýslumanninum í Keflavík. Það er ýmislegt sem bendir til þess að árið 2011 verði svipað. Metið gæti fallið,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður í Keflavík, um fjölda uppboða það sem af er árinu á Suðurnesjum. „Auðvitað er þetta skelfileg upplif- un fyrir heilan landshluta... Tölur yfir fjölda uppboða á Suðurnesjum benda til þess að staðan sé lakari hér en víð- ast hvar annars staðar á landinu. Áhrifin af því að fólk hefur ekki haft vinnu í lengri tíma eru nú að koma að fullu fram,“ segir Þórólfur. Hátt í 90 uppboð á næstu vikum Eins og rakið er á kortinu hér fyrir ofan fóru 280 lokauppboð fram á Suð- urnesjum í fyrra og 188 það sem af er árinu. Við það bætast 86 uppboð sem fyrirhuguð eru á næstu fjórum vikum en lengra ná tölur sýslumanna yfir fyrirhuguð uppboð ekki. Flest uppboð á Suðurnesjum í fyrra varða einstaklinga en hlutfall fyrirtækja hækkar milli ára. Hjá Umboðsmanni skuldara feng- ust þær upplýsingar að um 11% af 3.700 umsóknum um greiðsluaðlögun væru frá Reykjanesbæ, eða um 400 alls. Sé sú tala lögð saman við fjölda uppboða á Suðurnesjum og fyrirhug- uð uppboð fram í októberbyrjun í ár kemur út talan 1.182. Þarf vart að taka fram að skuldavandinn snertir því hátt hlutfall fjölskyldna á Suður- nesjum. Athygli vekur að á sama tíma og hamfarir urðu á fasteignamarkaði Suðurnesja birtist nýtt fasteignamat í sumar sem er uppfært til hækkunar. Samkvæmt því fer endurreiknað fast- eignamat í Reykjanesbær ú 149.588 milljörðum króna í fyrra í 157.654 milljarða kr. í ár og hækkar því um 5,4% milli ára, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands. Leiguhúsnæði er ekki tiltækt Rúnar Már Sigurvinsson, rekstrar- fræðingur hjá Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fá úrræði þegar fé- lagslegt húsnæði er annars vegar. „Það er sláandi að sjá þessa tölur. Þær sýna að fjöldi fólks ræður ekki við afborganir af lánum. Ég gæti var- ið öllum stundum í viðtöl við fólk sem óttast að missa húsnæði sitt. Neyðin er slík... Reykjanesbær er með 150 fé- lagslegar íbúðir og eru þær allar í út- leigu. Bæjarfélagið hefur því lítið svigrúm til að útvega leiguhúsnæði fyrir þetta fólk.“ Umboðsmanni skuldara hefur bor- ist 3.701 umsókn um greiðsluaðlögun. Aðspurð hvenær ætla megi að búið verði að ganga frá umsóknunum segir Svanborg að á þessari stundu megi ætla að taka muni tíu mánuði að kom- ast í gegnum staflann. Hefur umboðsmaður gengið frá 74 samningum til þessa. Lokauppboð 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 34 2 46 0 49 1 35 2 13 8 11 7 1 98 36 6 43 6 1. 13 8 53 3 24 9 1000 800 600 400 200 0 *Uppboð á húsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila, þ.e. fyrirtækja, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. **Þ.e. uppboð sem hafa verið ákveðin. Uppboðsbeiðnir eru í mörgum tilvikum afturkallaðar áður en að uppboði kemur. Hér er um að ræða lokasölur eða svokölluð framhaldsuppboð. Uppboð eru háð samþykkisfresti og kann hluti þeirra því að afturkallast eftir að uppboð hefur farið fram. Sýslumaðurinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 500 400 300 200 100 0 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík 140 120 100 80 60 40 20 0 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 250 200 150 100 50 0 250 200 150 100 50 0 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Væntanleg uppboð næstu 4 vikur2 43 3 0 4 31 0 21 5 83 9 1 1 37 16 1 20 7 4 53 19 9 80 Tölur fyrir 2011 vísa til fyrstu 8 mánuða ársins 40 70 92 61 16 13 26 74 92 27 8 81 36 22 40 40 24 6 3 7 16 39 12 7 65 47 37 4 6 49 5 2 33 10 28 11 5 98 28 0 18 8 86 Uppboðshamrinum er slegið ótt og títt  Útlit fyrir metfjölda uppboða í Reykjanesbæ á þessu ári Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Frá Sandgerði Margir hafa misst fasteignir sínar á Suðurnesjum. „Góðir landsmenn. Skuldaaðlögun er eitt meginverkefni þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu 4. október í fyrra. Skuldavandi heimilanna var þá í brennidepli þjóðmálaumræðunnar og notaði Jóhanna tækifærið til að boða aðgerðir í þágu þeirra. Orð- rétt sagði forsætisráðherra: „Fólk sem ekki ræður við skuldir sínar á að geta fengið þær lagaðar að greiðslugetu og verðmæti eigna,“ sagði Jóhanna og gagn- rýndi bankana. „Ég verð að segja í hreinskilni að hinir nýju bankar hafa valdið mér vonbrigðum þegar kemur að skuldaaðlögun fólks og fyrirtækja … Það gengur ekki að eigur fólks séu settar á uppboð fyrr en allar aðr- ar leiðir hafa verið full- reyndar. Í ein- hverjum til- vikum er sú leið hins vegar óhjá- kvæmileg og þá verðum við að geta treyst á leigumarkaðinn og fé- lagslegar húsnæðislausnir,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. Hefur síðan sú þróun orðið á markaði að húsaleiga er mörgum ofviða, eins og rakið hefur verið í Morgunblaðinu. Skortur er á leigu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Uppboðsleiðin „gengur ekki“ BROT ÚR STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA Í FYRRAHAUST Jóhanna Sigurðardóttir Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf. Aðalræðumaður verður Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu). Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Buck eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. HVERT STEFNIR EVRÓPA? Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðarfundar föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is EUROPEAN BUSINESS OUTLOOK SAMTÖK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.