Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU
Siglufjörður
Sigurður Ægisson
Bjart hefur verið yfir Siglufirði und-
anfarin misseri og virðist ekkert lát
á.
Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði
Ljóðasetur Íslands formlega að við-
stöddu fjölmenni hinn 8. júlí. Mánuði
síðar var fjöldi gesta kominn yfir eitt
þúsund.
Myndavélar voru teknar í notk-
un í Héðinsfjarðargöngum 15. júlí
sem liður í umferðaröryggisáætlun
stjórnvalda, um að draga úr öku-
hraða á þjóðvegum og fækka umferð-
arslysum. En heimskan á sér því
miður víða fylgjendur. Einn var
mældur þar inni nýverið á yfir 160
km/klst. Hámarkshraði er 70 km/
klst. Ökumaðurinn, sem er 18 ára,
var að eigin sögn í kappakstri við
aðra bifreið skömmu áður en mæl-
ingin fór fram.
Í júlí lauk fyrsta áfanga fornleifa-
rannsókna á Siglunesi, en þar var
kunn verstöð um aldaraðir, hugs-
anlega ein sú elsta á landinu.
Í ágústbyrjun hófust fram-
kvæmdir við byggingu borholuhúss
og fleiri mannvirkja við nýju hita-
veituholuna í Skarðsdal og við lagn-
ingu 3,2 kílómetra stálrörs frá henni.
Borholan er um 700 metra djúp og
gefur 25 sekúndulítra af 75 stiga
heitu vatni. Er ráðgert að hún verði
komin í gagnið fyrir áramót.
Mun fleiri bílar fóru um Héðins-
fjörð laugardaginn 6. ágúst en um
Öxnadalsheiði og Vatnsskarð, eða
2.099 að meðaltali um hvor tveggja
göngin, sem er met – þ.e.a.s. 2.091
um austari hlutann og 2.107 um þann
vestari. Þegar ráðist var í gerð gang-
anna áætlaði Vegagerðin að 350 bílar
færu um þau á dag og var það talið
nægja til að þau yrðu hagkvæm.
Andstæðingar framkvæmdanna full-
yrtu að sá fjöldi næðist aldrei. Nú
bendir hins vegar allt til þess að um-
ferðin verði 40% meiri en áætlað var.
Aðsókn í Síldarminjasafnið hefur
aldrei verið meiri en þetta árið. Safn-
ið var opnað í bráðabirgðahúsnæði
við Suðurgötu árið 1991 og komu
1.500-1.800 gestir fyrstu árin. Það
var flutt í Roaldsbrakka sumarið
1994 og það ár komu 4.250 gestir, þar
af 250 erlendir. Met var slegið árið
2004, þegar Hákon krónprins Nor-
egs vígði Bátahúsið; þá voru gest-
irnir yfir 14.000. Í fyrra voru þeir um
11.800. Á lok ágúst 2011 voru þeir
komnir hátt í 18.000.
Hinn 14. október næstkomandi
verða 150 ár liðin frá fæðingu sr.
Bjarna Þorsteinssonar sem nefndur
hefur verið „faðir Siglufjarðar“.
Verður þess minnst á viðeigandi hátt
bæði nyrðra og í höfuðstaðnum. Ævi-
saga hans er væntanleg um það leyti,
rituð af Viðari Hreinssyni.
Söfn bæjarins eru vel sótt
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Síldarminjasafnið Aðsókn hefur aldrei verið meiri í þetta þekkta safn en á
þessu ári. Á lok ágúst voru gestir orðnir hátt í 18.000 og metið mun því falla.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Flugdagur Flugmálafélags Íslands í
samstarfi við Isavia verður haldinn
á Reykjavíkurflugvelli, við Hótel
Natura, laugardaginn 10. sept-
ember milli klukkan 12:00 og 16:00.
Tilefni flugdagsins er 70 ára afmæli
Reykjavíkurflugvallar. Boðið verð-
ur upp á glæsilega flugsýningu
Flugmálafélags Íslands, ljós-
myndasýningu þar sem farið er yfir
sögu Reykjavíkurflugvallar auk
þess sem fjöldi flugvéla af öllum
gerðum verður til sýnis.
Um 25 til 30 sýningarvélar taka
þátt í flugsýningunni. Meðal atriða
er listflug, nákvæmnisflug á þyrlu,
lending, flugtak og yfirflug á Bo-
eing 757 frá Icelandair, sýning-
arflug Landhelgisgæslunnar, fall-
hlífarstökk, sýningarflug á
Þristinum, módelflug, listflug á
svifflugu, hópflug, fisflug og para-
mótorflug. Sérstakir heiðursgestir
flugdagsins verða sex breskir flug-
menn úr 269. flugsveit konunglega
breska flughersins sem hafði aðset-
ur hér. Aðgangur er ókeypis.
Allt að 30 vélar taka þátt í flugsýningu
á flugdegi á Reykjavíkurflugvelli í dag
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Norðurlandamót öldunga í skák hefst í dag, laugardag,
og lýkur hinn 18. september. Teflt er í skákmiðstöðinni
Faxafeni 12. Mótið er í senn það langsterkasta og fjöl-
mennasta frá upphafi en fyrsta NM öldunga var haldið
1999 í Karlstad í Svíþjóð.
Til leiks eru skráðir 55 keppendur og þar á meðal þrír
stórmeistarar. Þar ber nafn Friðriks Ólafssonar lang-
hæst en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik teflir á kapp-
skákmóti hérlendis síðan 2002. Einnig taka þátt finnsku
stórmeistararnir Yrjo Rantanen og Heikki Westerinen.
Fjölmargir Íslendingar taka þátt í mótinu.
Öldungaskák hefur vaxið mikið hérlendis og erlendis síðustu ár og er þá
átt við karla 60 ára og eldri og konur yfir fimmtugt.
Teflt verður daglega og hefjast umferðir kl. 14 með einni undantekn-
ingu. Átta skákir í hverri umferð verða sýndar beint á netinu. Hægt er að
fylgjast með gangi mála á www.skak.is.
Friðrik Ólafsson meðal keppenda á
Norðurlandamóti öldunga sem hefst í dag
Friðrik Ólafsson
Laugardaginn 10. september nk.
verður Íslandsmeistarakeppnin í
ökuleikni haldin í 30. skipti. Keppn-
in fer fram á svæði Ökuskóla 3 við
Borgartún og hefst kl. 13. Um er að
ræða opna keppni og er öllum með
gild ökuréttindi heimil þátttaka.
Keppendur aka í gegnum fjögur
þrautaplön á sem skemmstum tíma
en jafnframt reyna þeir að gera
sem fæstar villur. Allir aka á VW
Golf í boði Heklu. Keppt er í
kvennariðli og karlariðli og veitt
verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Þetta er í 30. skipti sem Íslands-
meistarakeppnin er haldin en
fyrsta keppnin fór fram í Reykjavík
árið 1978 og hafa fjölmargir verið
krýndir Íslandsmeistarar á þeim
tíma, sumir oftar en einu sinni.
Allir geta tekið þátt
í Íslandsmótinu í
ökuleikni í dag
Ljósmyndir úr sjómennsku prýða fram-
vegis ganga á skurð- og þvagfæralækn-
ingadeild LSH við Hringbraut. Kristinn
Benediktsson ljósmyndari færði deild-
inni að gjöf ljósmyndir sem hann hefur
tekið af fiskveiðum úti á sjó í áratugi.
Kristinn hefur notið umönnunar starfs-
fólks á skurð- og þvagfæradeild 13G og
vildi með gjöfinni þakka fyrir sig. Hann
hefur farið í sex uppskurði á átta árum
og gaf eina ljósmynd fyrir hvern þeirra.
Á myndinni er Kristinn ásamt Elsu B.
Valsdóttur skurðlækni og Erlu Dögg
Ragnarsdóttur hjúkrunardeildarstjóra.
Gaf eina mynd fyrir hvern uppskurð
Hin árlega kaffisala í Kaldárseli við
Hafnarfjörð verður haldin sunnu-
daginn 11. september. Í Kaldárseli
fer fram starf á vegum KFUM og
KFUK.
Kaffisalan hefst kl. 13 með léttri
fjölskyldugöngu.
Á staðnum eru hoppkastalar og
andlitsmálning fyrir börnin. Einnig
verður hægt að kaupa grillaðar
pylsur.
Kaffi í Kaldárseli
Hinn árlegi haustmarkaður
Kristniboðssambandsins verður
haldinn á Basarnum í Austurveri,
Háaleitisbraut 68, laugardaginn 10.
september frá kl. 11-15. „Styðjið
gott málefni með því að versla ýms-
an varning, ferskvöru og heima-
bakað,“ segir í tilkynningu.
Haustmarkaður
STUTT
Göngumessa verður í Vest-
mannaeyjum á sunnudag helguð
minningu Keltanna sem fyrstir
sungu þar helgar tíðir og helguðu
Eyjarnar Drottni. Göngumessan er
samkirkjuleg og standa a.m.k. fjór-
ar kirkjudeildir að henni. Hún hefst
í Landakirkju kl. 13 á sunnudaginn
og er áætlað að dagskránni verði
lokið með kirkjukaffi í Hvítasunnu-
kirkjunni um tveimur tímum síðar.
Göngumessa
í Eyjum í
minningu Kelta
gítar
skóli ólafs gauks
Gítargaman
www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir
byrjendur sem lengra komna á öllum aldri, hefst 26. september
2011.
ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu
fyrir 16. september fá afslátt af kennslugjaldinu!
Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a. geisladiskur
með undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin.
Byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur slegið í
gegn!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á
meðan birgðir endast! Fullt verð á námskeiði 49.900. Einkatímar
59.900. Sérstakir tímar fyrir 7-9 ára.
Glænýtt og spennandi:
• Djassgítardeild
• Rafbassi
• Hljómborðskennsla fyrir yngri sem eldri, byrjendur og lengra
komna auk grunnnáms í djasspíanóleik. Kennarar: Jón Páll
Bjarnason, Helgi E. Kristjánsson og Carl Möller.
Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi.
Innritun er hafin
og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730, sendið tölvupóst á
ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum í Síðumúla 17