Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
„Við gerðum það sem okkur var
sagt að ekki væri hægt, við hófum
kúabúskap með því að kaupa kýr
og kvóta,“ segir Skúli. Þau hjónin
breyttu loðdýrahúsi í fjós og gátu
með því dregið úr stofnkostnaði en
mikið þurfti þó að laga og bæta
við.
Skúli og Ólöf Ólafsdóttir, kona
hans, tóku við sauðfjárbúi á Tann-
staðabakka af foreldrum hans á
árinu 1984. „Faðir minn var góður
sauðfjárræktarmaður og mér þykir
alltaf vænt um kindurnar.“ Það átti
þó ekki fyrir Skúla að liggja að
helga sig sauðfjárræktinni eins og
forfeður hans höfðu gert, mann
fram af manni. Mjólkurframleiðsla
hófst á Tannstaðabakka 1992 og
kjúklingaeldi tíu árum seinna.
Annað kjúklingahús var reist 2006.
Þau urðu fyrir skakkaföllum í upp-
hafi kjúklingaræktarinnar og tóku
síðar upp samstarf við Reykjagarð
og ala nú kjúklingana sem verk-
takar.
Þótt kjúklingaeldið sé orðið
veigamikill þáttur í starfseminni
hefur Skúli mestan áhuga á jarð-
rækt. „Mér finnst skemmtilegast
að rækta góð og falleg tún og nota
tegundir sem skila orkumiklu og
lystugu fóðri,“ segir Skúli.
Hann segist leggja mikla vinnu í
túnræktina og fara sínar eigin leið-
ir í því efni. „Ég legg drenlagnir í
túnin til að losna við bleytu og er
smám saman að útrýma skurðum.
Það skiptir miklu máli að vera með
vel lagaðar túnsléttur. Fljótlegra
er að heyja og vélatraðkið verður
minna. Svo er þetta miklu fal-
legra,“ segir bóndinn.
Skammtímalausnir duga ekki
Hann segist horfa fram í tímann
við þessar framkvæmdir því þær
muni nýtast lengur en hann þurfi á
að halda. „Það gildir ekki að vera
með skammtímalausnir í landbún-
aði. Við verðum að sýna náttúrunni
virðingu,“ segir hann.
Skúli hóf kornrækt fyrir nokkr-
um árum en þá voru köld ár og
ræktunin gekk illa. Hann byrjaði
aftur fyrir þremur árum og fékk
tvö góð ár en tekur fram að ekki
sé útlit fyrir góða uppskeru á
Norðurlandi í haust, nema helst í
inndölum. Hann hefur þó tröllatrú
á að sú ræktunarbylgja sem hafin
er haldi áfram að rísa með aukinni
þekkingu.
„Ég tel að þeir sem fæðast hér á
landi eigi rétt á því að borða það
sem íslenska gróðurmoldin gefur
af sér,“ segir Skúli.
Hann bætir því við að veita þurfi
þeim sem vilja rækta aðgang að
besta ræktunarlandinu. Það sé
þjóðhagslega hagkvæmt. „Mér
finnst að eignarréttur á landi sé oft
ofmetinn. Peningamenn eiga ekki
að geta keypt besta rækt-
unarlandið og lokað það af. Það
verður að meta hag þjóðarinnar
meira en hag einstaklingsins,“ seg-
ir Skúli og rökstyður þessa skoðun
meðal annars með því að sinna
verði þeirri frumþörf mannsins að
fá að borða.
Nýtur þess að rækta falleg tún
Morgunblaðið/RAX
Heyskapur Skúla Einarssyni, bónda á Tannstaðabakka, þykir fallegra að
líta yfir stórar túnsléttur en sundurgrafnar og segir betra að heyja á þannig
túnum. Hann setur því drenlagnir í túnin í stað skurða.
bakter og öðrum matarsýkingum.
Skúli segir sérstaklega mikilvægt að
endurnýja elstu kjúklingahúsin í
landinu vegna þess að erfiðara sé að
halda þeim smitfríum en þeim nýrri.
„Menn reyna eftir bestu getu að laga
þau til og hreinsa í stað þess að
byggja ný. Það verður pattstaða í
þessu þangað til ESB-málin skýr-
ast,“ segir Skúli.
Hann telur að opnum markaðarins
sem fylgir aðild að Evrópusamband-
inu myndi leika kjúklingaræktina
grátt. „Það yrði fljótlegt fyrir stóra
framleiðendur í Evrópu að koma
okkur á hnén með undirboðum. Mat-
vælaverðið ræðst af því sem mark-
aðurinn þolir og því má reikna með
að það fari í sama farið þegar búið
verður að ryðja okkur úr vegi,“ segir
Skúli.
Hann telur að með aukinni þekk-
ingu á ræktun korns hér á landi sé
það í sjónmáli að hægt verði að rækta
hýðislaust bygg með árangri en það
má nýta til framleiðslu á kjúklinga-
kjöti og eggjum. Bygg er þegar
nokkuð notað við svínakjötsfram-
leiðslu. „Ég tel að það yrði stórslys
að fórna heilli búgrein sem er að ná
fótfestu í framleiðslu á íslensku
fóðri.“
Góður árangur
Skúli er ánægður með stöðu grein-
arinnar, að öðru leyti. „Hér voru ný-
lega sérfræðingar frá stóru sænsku
stofnræktarbúi sem við skiptum við,
til að taka út búin. Þeir eru ánægðir
með árangurinn hjá okkur, segja að
við náum kjúklingunum stærri en bú-
in úti í Evrópu,“ segir Skúli. Sami
hænsnastofninn er um allan norður-
hluta Evrópu. Skúli segir skýringuna
á betri árangri hér væntanlega þá að
umhverfið hér er hreinna og minna
smitálag á fuglinum. „Þeir sem
stunda eldi kjúklinga eru orðnir
mjög meðvitaðir um þær hættur sem
steðja að. Þá er allt eftirlit auðveld-
ara vegna smæðar samfélagsins,“
segir Skúli.
Allt í biðstöðu vegna ESB
Kjúklingar vaxa betur á Íslandi en úti í Evrópu Formaður Félags kjúklingabænda segir það
stórslys ef búgrein sem brátt geti notað innlent fóður yrði fórnað á altari Evrópusambandsins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kjúklingabú Bú þeirra Skúla Einarssonar og Ólafar Ólafsdóttur á Tannstaðabakka stendur á mörgum fótum.
Leggja þau rækt við kjúklingana, eins og önnur húsdýr bæjarins. Eldið fer fram á gólfi í stórum skemmum.
Tannstaðabakki
» Jörðin Tannstaðabakki
stendur á Heggsstaðanesi við
Hrútafjörð, í Húnaþingi vestra.
» Hjónin Skúli Einarsson og
Ólöf Ólafsdóttur hafa fengið
um 14 þúsund grunnskólabörn
úr skólabúðunum á Reykjum í
heimsókn og frætt þau um bú-
skapinn.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Á meðan ESB-aðild er í deiglunni
eru menn afhuga því að fara í fram-
kvæmdir í landbúnaði, þótt það
þyrfti að gerast. Þessi umsókn setur
allt í biðstöðu,“ segir Skúli Einars-
son, bóndi á Tannstaðabakka í
Hrútafirði og formaður Félags kjúk-
lingabænda.
Aðeins hefur borið á umræðu um
að skort hafi kjúklinga í verslanir og
að flytja þyrfti meira inn. Sala á
kjúklingakjöti hefur aukist á undan-
förnum árum en framleiðslan stend-
ur að mestu í stað, eins og Skúli
bendir á. „Sölutölur segja okkur að
það þyrfti að auka framleiðsluna lít-
illega en enginn hefur áhuga á því á
meðan þessi umsókn er í gangi,“ seg-
ir Skúli.
Hann segir að opinberar tölur sýni
að 50 til 60 tonn af kjúklingakjöti séu
til í birgðum í landinu. „Það má lítið
út af bregða í framleiðslunni til að
það klárist og kannski ekki skrítið að
kaupmenn séu taugastrekktir þegar
birgðirnar eru ekki meiri,“ segir
hann.
Kæmu okkur á hnén
Skúli á rætur í hefðbundnum land-
búnaði og framleiðir mjólk, kindakjöt
og nautgripakjöt, ásamt kjúklinga-
kjöti. „Ef það verður tímabundinn
skortur á kjúklingakjöti mælum við
frekar með aukinni neyslu á öðrum
kjöttegundum, en að flytja inn erlent
kjúklingakjöt,“ segir hann.
Kjúklingabændur eru í stöðugri
baráttu við að halda frá sér kamfýló-
Skúli á Tannstaðabakka hefur leik-
ið í hljómsveitum frá því hann var í
gagnfræðaskóla. Hann segist ekki
hafa eins mikinn tíma fyrir spila-
mennskuna og áður en er með
trommusettið í fjósinu og tekur
stundum trommuæfingu fyrir gesti
sem þangað koma í fræðsluferðir
og slær sér þá upp hjá ungling-
unum.
Skúli fór ungur að læra söðla-
smíði á Selfossi og kynntist þar
konu sinni, Ólöfu Ólafsdóttur.
Hann lék þá í vinsælum dans-
hljómsveitum, eins og til dæmis
hljómsveitum Gissurar Geirs og
Stefáns P. „Ég byggði mér ein-
býlishús á Selfossi að mestu fyrir
spilapeninginn,“ segir hann.
Eftir að þau fluttu norður lék
hann í mörg ár með hljómsveitinni
Lexíu. Hljómsveitin hafði áður gef-
ið út plötu og lék víða um land.
Seinni árin hefur hann leikið í tríó-
um og dúettum en dregið sig
smám saman út úr spilamennsk-
unni og lætur þátttöku í karla-
kórnum Lóuþrælum að mestu
duga.
Honum telst til að hann hafi leik-
ið í 170 danshúsum um allt land á
ferlinum og margoft í sumum.
„Það er ótrúlegt hvað tónlistin
gefur mikið frjálsræði. Það er eins
og að komast í annan heim og ég
fæ útrás fyrir tilfinningarnar. Næ
að hreinsa úr mér allt pex og
streitu með því að setjast niður við
trommusettið fimm eða tíu mín-
útur á dag,“ segir Skúli.
Fær útrás við
trommurnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Útrás Trommusettið er ávallt tiltækt í fjósinu. Fimm eða tíu mínútna æfing
á dag kemur skapinu í lag. Skúli fær útrás fyrir tilfinningarnar.