Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forystumennog aðrirhelstu tals- menn ríkisstjórn- arinnar eru óheppnir með tímasetningar. Rétt þegar þeir eru að setja af stað áróðurs- herferðina um að hér sé allt á uppleið og mikill árangur að nást í atvinnu- og efnahags- málum, birtir Hagstofan nýjar tölur um þróun landsfram- leiðslunnar og fleiri hag- stærðir. Forsætisráðherra var með djarfar yfirlýsingar í skýrslu sinni til Alþingis um efna- hagsmál þegar þing kom sam- an eftir sumarleyfi. Þar fjallaði hún um spár um hag- vöxt og taldi að ýmislegt benti til að hagvöxtur þessa árs væri vanmetinn. Svo birti Hagstofan tölur sínar og þá mátti sjá að ekki væri aðeins um það að ræða að samdráttur síðasta árs hefði verið vanmetinn heldur einnig að nær útilokað væri að spár þessa árs gengju eftir. Ekki kemur svo sem á óvart að fullyrðingar forystumanna ríkisstjórnarinnar stangist á við staðreyndir, en það má þó teljast nokkurt áhyggjuefni að þeir hafi svo litla tilfinningu fyrir því sem er að gerast í hagkerfinu að þeir telji allt vera á mikilli siglingu. Það blóðugasta við þetta er þó tvímælalaust að þetta þurfti ekkert að fara svona. Ísland stendur vel að vígi að því leyti að hér er auðvelt að skapa mikinn hagvöxt með því að nýta auðlindir lands og sjávar á skynsamlegan hátt. Sú ríkis- stjórn sem nú situr hefur þá stefnu að gera hvorugt. Sjávar- útvegurinn, sem hefur verið sú grein sem hvað best hefur staðist samdráttinn og skapar gríðar- leg verðmæti, ekki síst vegna skynsamlegs stjórnkerfis, hef- ur mátt sæta ofsóknum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þeir sem vilja nýta auð- lindir á landinu eða undir yfir- borði þessi hafa einnig mátt þola fjandskap ríkisstjórn- arinnar, eins og glögglega má sjá í umfjöllun um Magma- málið svokallaða. Í stað þess að auðvelda fyrirtækjum að nýta auðlind- irnar til að skapa störf og hag- vöxt er fæti brugðið fyrir þau í bakherbergjum ríkisstjórnar hinnar gagnsæju stjórnsýslu. Ísland hefur mikið af hæfu starfsfólki, er með trausta inn- viði og skilvirka stjórnsýslu – eða var það að minnsta kosti áður en núverandi stjórnvöld komu að málum. Mat á póli- tískri óvissu í ólíkum löndum vann áður með Íslandi en vinn- ur nú gegn því. Og Ísland er með gjaldmiðil sem styður við uppbyggingu og auðveldar ferðina upp brekkuna ef stjórnvöld legðu ekki steina í þá götu. Með náttúruauðlindum sín- um er Ísland einstaklega vel til þess fallið að ná sér hratt og vel upp úr efnahagslægðinni. Það eina sem vantar er stjórn- völd sem þvælast ekki fyrir og hafa skilning á því að atvinnu- lífið þarf svigrúm og súrefni til að dafna. En það vantar að vísu mikið þegar þetta eina vantar. Ísland hefur nær allt sem þarf til að bæta efnahaginn hratt} Það eina sem vantar Einn af komm-issörum Evr- ópusambandsins, Þjóðverjinn Günt- her Oettinger, sem fer með orku- mál, segir í viðtali við Bild í gær að Grikkir þurfi hjálp við að komast upp úr forarvilpunni sem þeir hafi komið sér í. Hann bætir raun- ar um betur og segir að hug- leiða verði að beita óhefð- bundnum aðgerðum til að hvetja grísk yfirvöld til dáða. Þær hugmyndir hefðu verið viðraðar að hafa fána þeirra ríkja evrusvæðisins sem réðu ekki við fjárlagahalla sinn í hálfri stöng fyrir framan höf- uðstöðvar ESB. „Vissulega væri slíkt aðeins táknræn að- gerð,“ segir kommissarinn, „en hún myndi hafa mikinn fælingarmátt“. Hann bætir því við að önn- ur aðgerð gæti verið að senda vandræðaríkjum embættismenn sem tækju yfir þau störf „sem augljóslega óhæfir innlendir embættismenn hefðu gegnt“. Þar sem grískum embættismönnum hafi ber- sýnilega mistekist að inn- heimta skatta og að einka- væða ríkiseignir telur Oettinger eðlilegt að senda sérfræðinga frá öðrum ESB- ríkjum til að taka yfir þeirra störf. „Hinir erlendu embætt- ismenn gætu farið sínu fram án þess að taka tillit til and- stöðu eða vanhæfni,“ sagði komissarinn við Bild. Enda „þeir sem heimta hjálp frá öðrum ríkjum í nafni sam- stöðu hljóta að vera tilbúnir til að fórna hagsmunatengdri ábyrgð í ákveðinn tíma“. Fyrirlitning komm- issara ESB á smá- ríkjum þess á sér engin mörk } Því ekki gapastokkinn? F ésbókin má eiga það að hún er at- vinnuskapandi. Þess vegna ber að þakka Mark Zuckerberg og fé- lögum fyrir uppfinninguna, ekki síður en manninum sem fann upp ættarmótið. Tökum uppdiktað dæmi varðandi sam- skiptavefinn vinsæla. Segjum sem svo að gam- all félagi úr menntaskóla skelli bekkjarmynd frá því í den á fésbókina, til dæmis frá því dag- inn sem árgangurinn dimitteraði. „Glæsilegur hópur!!!“ skrifar einn úr bekkn- um nokkrum mínútum síðar og þrír gefa til kynna að þeir kunni að meta viðbrögðin, með því að ýta á „like“ augabragði eftir að fyrstu ummælin voru rituð. „Lítið breyst sýnist mér!!“ bætir ein stúlkn- anna úr bekknum við. Tveir kunna að meta það; tvö læk. Næst tjáir sig einn sem þótti sopinn góður: „Djöfull sem ég man ekki eftir þessum degi, frekar en mörgum öðrum í [skólanum]. Samt … rámar mig í eitt- hvað en ég veit ekki hvað.“ Eitt læk og: „Hmmm I wonder why!“ Aftur eitt læk, líklega frá þeim sem lítið mundi. Þá spyr önnur skólasystir sem bersýnilega hefur rýnt í bekkjarmyndina: „Hvað er Jón Jónsson að gera í gervi Páls Pálssonar!!!!!!!“ (Hægt er að merkja hverjir eru á myndinni og mestar líkur á því að sá sem það gerði hafi farið mannavillt; kannski orðinn svo gleyminn að hann man ekki með hverjum hann var í bekk. Ef til vill mætti hann svo illa í skólann á þessum árum að hann var aldrei viss. Ekki man ég það …) „Úpss. Mig minnti að Jón hefði verið stærri … (?)“ segir einn drengurinn og annar svarar að bragði: „Hann situr, þess vegna virk- ar hann minni en ég ;-)“ Loksins gerir ein stúlknanna tilraun til að gleðja alla gamlingjana á einu bretti: „Ég hef nú bara ekki séð fallegri útskrift- arhóp hm …“ Samt engin læk á það. Kannski eru allir sofnaðir, klukkan er langt gengin í átta. „Haha, já við erum nú sakleysisleg :). Ég verð nú alveg að viðurkenna að þessi dagur er í dálítilli þoku og var ég smástund að leita að sjálfri mér á myndinni :)“ smellir svo ein telpn- anna, blómarós utan úr sveit, á vefinn. Og einn sem býr langt í burtu, og var líklega með hug- ann einhvers staðar langt í burtu á sínum tíma, er síð- astur: „Ég er þarna greinilega en ég man ekkert eftir þessari töku … rámar þó í að hafa bambast um bæinn á hey- vagni, getur það verið? Það glittir í traktor þarna á bak- við … Zetor?“ Við blasir að sú litla ákvörðun bekkjarbróður að setja ljósmynd á vefinn dró svo mikið úr afköstum sumra úr hópnum að eitt starf að minnsta kosti hefur orðið til eða einhverjir fengið nokkra tíma í næturvinnu. Best að nota helgina í að kíkja á myndasafnið og atvinnuleysið verður jafnvel úr sögunni fyrir jól. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Atvinnuskapandi skrif STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Í slenska ríkinu, sveit- arfélögum og félögum í þeirra eigu er í dag heimilt að leigja út nýtingarrétt á auðlindum í jörðu til að há- marki 65 ára samkvæmt auðlindalög- um og núgildandi vatnalögum. Þar er áskilið að handhafi nýtingarréttarins eigi rétt á viðræðum um framleng- ingu leiguréttarins að helmingi leigu- tímans liðnum. Í öllu uppnáminu sem varð í kringum kaup Magma Energy Swe- den A.B. á HS Orku kom fram það sjónarmið að nýtingarrétturinn væri leigður til of langs tíma og því bæri að stytta hann. Dagaði uppi í nefnd Í apríl síðastliðnum lagði iðn- aðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir fram frumvarp til breytinga á vatna- lögum og auðlindalögum, þar sem lagt var til að leyfi til nýtingarréttar yrði stytt og var m.a. vísað til skýrslu um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ís- lenska ríkisins og stýrihóps um heild- stæða orkustefnu varðandi þau sjón- armið er leggja skyldi til grundvallar. Nýtingarleyfi vatns yrði stytt úr 65 árum niður í 40 ár. Nýtingarleyfi jarðhita yrði að sama skapi stytt nið- ur í 30 ár í stað 65 ára áður. Var mis- munandi nýtingartími skýrður í at- hugasemdum með frumvarpinu þannig að minni þekking væri til um nýtingu jarðvarma og leyfið því háð meiri óvissu. Einnig væri afskrifta- tími jarðvarmavirkjana styttri. Ákvæðum um framlengingu nýting- arréttar skyldi breytt þannig að heimilt væri að óska eftir framleng- ingu, allt til þess að tvö ár væru í að samningurinn rynni út. Hámarkstími framlengingar yrði 20 ár. Frum- varpið dagaði uppi í iðnaðarnefnd vegna andstöðu. Bæta gömlu vatnalögin Reglan um 65 árin og bann við sölu auðlinda í opinberri eigu kom inn árið 2008 með breytingu á auðlinda- lögum og núgildandi vatnalögum sem eru frá árinu 1923. Ný vatnalög voru samþykkt árið 2006 og áttu að koma í stað vatnalaga frá 1923. Gildistöku þeirra hefur a.m.k. þrívegis verið frestað og rennur nýjasti fresturinn út nú 1. október. Þau lög verða hins vegar felld niður, nái frumvarp til breytinga á núgildandi vatnalögum frá 1923 fram að ganga á Alþingi. Iðnaðarráðherra lagði í mars fram frumvarp til breytinga á vatna- lögum frá 1923 en því var vísað til iðn- aðarnefndar í apríl. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að ágreiningur hafi verið um hvað hafi átt að leggja til grundvallar í um- ræðunni um vatn, nýtingu þess og réttindi. Flutningsmenn frumvarps til nýrri vatnalaga frá 2006 hafi lagt áherslu á að einkaréttarleg sjón- armið hefðu styrkst síðustu áratug- ina. Andstæðingar þess teldu hins vegar að þróunin væri í þá átt að styrkja almannarétt og vatn væri tal- ið mannréttindi sem væru í sameign. Í áliti iðnaðarnefndar er fjallað um ráðstöfunarheimildir opinberra aðila og kemur fram að ekki sé kveðið á um til hversu langs tíma opinberum aðilum er heimilt að veita tímabund- inn afnotarétt til umráða og hagnýt- ingar á vatni. Núgildandi lög kveði á um 65 ár. Er lagt til að sá ára- fjöldi haldi sér og sé ákvæði þar um bætt við frumvarpið, þar sem frumvarp um styttri nýtingartíma hafi ekki náð fram. Frumvarpið er nú til umræðu á Al- þingi. Þarf nýtt frumvarp ef stytta á leigutíma Krýsuvík Jarðhitinn er ekki aðeins til orkuvinnslu. Það er mögnuð upplifun fyrir skynfærin að ganga yfir hvítslæðótt brennisteinskennt landslagið. „Það voru það mikil andmæli í umsögnum. Við tókum þetta nokkrum sinnum til umræðu og mitt mat var að það væri ekki meirihluti í nefndinni til að taka þetta út,“segir Kristján Möller, formaður iðnaðarnefndar og þingmaður Samfylkingar, en frumvarp um styttingu leigu- tíma á nýtingarrétti auðlinda dagaði uppi hjá nefndinni í vor. Norðurál, Samál, Landsvirkjun og HS Orka voru meðal þeirra aðila sem mótmæltu styttum nýtingarleyfistíma. „Við ræddum það. Við fengum umsagnir. Við fengum gesti og þetta fékk bara mikil andmæli,“ segir Kristján. Mikill meirihluti nefndarinnar hafi verið andvíg- ur þessu. Það sé þá ríkisstjórnar að ákveða hvað hún vill gera á nýju þingi. Styttingu andmælt NÝTINGARRÉTTUR Kristján Möller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.