Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 30

Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Þegar nokkrir eld- heitir ESB-sinnar hafa horfið á braut úr Framsóknarflokknum vegna Evrópusam- bandsmálanna að þeir segja er rétt að minna á að aðild að ESB hef- ur aldrei átt mikinn hljómgrunni meðal framsóknarmanna. Við skulum líta á eftirfar- andi stefnumótun Framsókn- arflokksins: „Örlagaríkasta mál þjóðarinnar í næstu kosningum mun verða afstaða íslenskra stjórnvalda varðandi samninga við Evrópusam- bandið. Hins vegar blandast engum hugur um það lengur, að stjórn- arflokkarnir stefna að einhvers kon- ar aðild Íslands að ESB. Þótt sé lát- ið skína í annað, nú fyrir kosningar. Aukaaðild að ESB, eins og rík- isstjórnin sjálf í skýrslu sinni og málflutningi hefur skilgreint hana, mundi leiða til yfirráða útlendinga yfir helstu atvinnuvegum og auð- lindum þjóðarinnar. Með því yrði sjálfstæði hennar og þjóðerni stefnt í beinan voða.“ Þannig ályktaði Framsókn- arflokkurinn á flokksþingi sínu 1963. Það var Steingrímur Hermannsson síðar formaður og forsætisráðherra sem fastast barðist fyrir þessari stefnumótun ásamt ungu fólki og náði henni fram, eins og segir í ævi- sögu hans skráðri af Degi B. Egg- ertssyni. Jafnframt má lesa harm hans í bókinni þegar klofningur varð í flokknum út af EES-samningnum 1994. Sá klofningur varð til þess að hann ákvað að hætta í stjórnmálum. Framsókn var einhuga flokkur Meðan Steingrímur stýrði flokkn- um og allir formenn á undan honum var þessi meginhugsun uppi og hvergi hvikað frá henni. Árið 1991 var kjörorð flokksins X-B ekki EB „Þetta varð fleygt og fékk gífurlega góðar undirtektir í flokknum,“ segir Steingrímur ennfremur í bókinni. Þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB í júlí 2009 var Steingrímur spurður álits. Hann sagði: ,,Ég bind enn vonir við það að þjóðin hafni því sem út úr þessu kann að koma.“ Þetta er hér rifjað upp til að minna menn á að meðan þetta sjón- armið réði ferðinni var flokkurinn einhuga og vann marga sigra,var stærsti flokkurinn í flestum kjör- dæmum landsbyggðarinnar kosn- ingar eftir kosningar. Í mínum huga og margra fleiri verður Steingrímur Hermannsson einn af þeim stærstu þegar stjórnmálasaga síðustu aldar verður skráð og nafn hans mun lengi uppi í umræðunni. Þessi lífsskoðun hans var sett fram af sann- færingu. Nú hefur sonur hans, Guðmundur, yf- irgefið flokkinn út af vaxandi andstöðu við ESB í flokknum. Flokkurinn stækkar, ESB-andstæðingar eru að koma til baka og telja sig jafn réttháa og að- ildarsinna að ræða þetta stærsta mál samtímans. Guðmundur hefur fullt frelsi til að aðhyllast ESB, það hafa líka flokksmenn Framsókn- arflokksins. En þetta er hið þunga stef – þetta er einn ríkasti þáttur í sögu flokksins. Málið er og verður deilumál, það var óðs manns æði að ætla að gera flokkinn að trúarhreyf- ingu um aðild að ESB, eins og síð- asti áratugur vitnar um í átökum og innri baráttu. Guðmundur er kannski bara krati og langaði heim í Samfylkinguna aftur, það þurfa að vera góðir menn í öllum flokkum. Þar eru margir hans bestu vinir og æskufélagar, hann varð varaþing- maður Samfylkingarinnar og að- stoðarmaður Dags B. Eggertsonar borgarstjóra áður en hann ákvað að gerast vinnumaður á höfuðbóli feðra sinna. Vissulega sakna ég hans, þótt mér hafi ekki þótt mikið fara fyrir honum, hvorki í flokknum né á Al- þingi sl. tvö ár. Ég var farinn að ótt- ast að svona væri í pottinn búið. Flokkurinn gekk í endurnýjun 2009 Halldór Ásgrímsson fór aldrei dult með það að hann vildi kanna að- ild að ESB. Þessi stefnubreyting olli straumhvörfum og upp komu nýjar átakalínur í flokknum. Það fór fljót- lega að hrikta í grunnstoðum flokks- ins og ef ég man rétt þá var harka- lega tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsins á flokksþingum strax eftir aldamótin. Andstæðingar aðildar unnu sigra en ályktanir urðu að moðsuðu sem fór í taugarnar á mörgum flokksmönnum. Átök voru hafin sem smátt og smátt brutu flokkinn innan frá. Mér þótti alltaf eðlilegt að það væru uppi skiptar skoðanir um þennan málaflokk. Mikill minnihluti aðildarsinna gat hinsvegar ekki svínbeygt meirihlut- ann og þau sterku sjónarmið sem höfðu verið uppi í flokknum í hálfa öld. Þessi harði hópur fór mikinn og urðu árásirnar á okkur hina oft rætnar. Þótt ég ynni allar kosningar sem ég fór í í flokknum með yf- irburðum var glíman við samherjana þreytandi. Ég sá mig knúinn til að segja af mér formennsku og þing- mennsku haustið 2008 eftir hörð átök og rætin við þetta fólk á mið- stjórnarfundi. Það gerði ég til að vekja grasrót flokksins og sann- arlega gekk flokkurinn í endurnýjun lífdaganna með flokksþinginu 2009 og ungum formanni sem sá og sigr- aði. Kosningarnar til Alþingis um vorið sýndu umskipti eins og allar skoðanakannanir síðan. Fari Guðmundur í friði Sigmundur Davíð hefur í ræðu og riti bent á sögu og störf flokksins sem leiðarstjörnu inn í framtíðina. Óskari Bergssyni, sem hafði friðað borgarstjórnina og byggt á stuttum tíma upp öflugan borgarstjórn- arflokk Framsóknarflokksins, var bolað út með slægð og undirróðri af þessu harðsnúna liði. Enda féll Reykjavík úr hendi flokksins í borg- arstjórnarkosningunum með áhrif- um á allt höfuðborgarsvæðið. Bryn- dís Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi formaður SUF, hefur farið fyrir þessum hópi opinberlega síðustu þrjú árin en hún sagði af sér vara- þingmennsku í Suðurkjördæmi en ætlar að hanga á bæjarlaununum í Grindavík áfram og lét eftirmann sinn, formann SUF, segja af sér for- mennsku. Rök þeirra beggja voru léttvæg og snerust um dylgjur um formanninn. Þau hafa bæði misst traust sitt og trúnað í flokknum hvar sem þau verða. Nú þegar flokkurinn er að vaxa að virðingu og fylgi fyrir stefnufestu er mjög erfitt að sætta sig við skemmdarverk af því tagi sem þessi hópur hefur haft í frammi. Ég ætla að hafa Guðmund Stein- grímsson utan við þennan hóp. Þar greini ég aðrar og persónulegri að- stæður sem hann réði ekki við þegar til kom, fari hann í friði. Ennfremur kann að vera að innganga formanns Heimssýnar í þingflokkinn hafi hert á brotthvarfi hans. Um Framsóknarflokkinn, frjálslyndi og ESB Eftir Guðna Ágústsson » Þjóðin harðnar í af- stöðu sinni gegn þessari vegferð og myndi örugglega vilja fresta viðræðunum meðan ESB tekst á við sín innri mál um evru og framtíð ESB. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. formaður Framsóknarflokksins. Svo mikið er álagið í Hvalfjarðargöngunum að óhjákvæmilegt hef- ur verið að takmarka umferðina í gegnum göngin vegna mikillar slysahættu. Til þess að hægt sé að ráða við eldsvoða eins og þann sem braust út í Mont Blanc-jarðgöngunum fyrir tólf árum skiptir miklu máli að hann verði slökktur innan 3-10 mínútna eftir að hann kemur upp. Hér þarf að nota tækifærið og huga vel að eldvörnum og búa til flóttaleiðir sem auðvelda vegfarendum að forða sér út ef sprenging verður í göngunum. Mín tillaga er að áfram verði inn- heimt veggjald á hvern bíl til að hægt verði að fjármagna fyrirhuguð hliðargöng. Í júlí 2009 fóru meira en átta þúsund ökutæki á sólarhring undir Hvalfjörð. Sam- kvæmt þessu hafa far- ið í gegnum Hvalfjarð- argöngin þennan eina mánuð 248 þúsund bílar. Hafi að meðaltali verið fjórir menn í hverri bifreið, þá hafa farið 32 þúsund manns í gegnum göngin á hverjum sólarhring. Þetta er gríðarlegur fjöldi fólks, fullvíst má telja að vonlaust verði að koma í veg fyrir mikið manntjón ef eldsvoði brýst út í göngunum vegna umferðaróhapps. Í gegnum þessi neðansjávargöng hafa farið enn fleiri bílar á sólarhring en búist var við í upphafi. Mjög erfitt verður að forðast sprengingarhættu ef umferð í gegnum göngin stefnir fljótlega í 10 til 13 þúsund bíla á dag. Hættan á sprengingu í göngunum undir Hvalfjörð er alltof mikil til þess að hægt sé að bíða enn lengur eftir nýj- um hliðargöngum sem skulu vera samhliða núverandi göngum. Með því að hafa hliðargöngin ofar í berg- lögunum eru allir möguleikar á eld- varnarhurðum og flóttaleiðum sem vegfarendur þurfa að treysta á af- skrifaðir um ókomin ár. Í stað þess að grafa væntanleg hliðargöng sam- hliða núverandi veggöngum breyt- ast Hvalfjarðargöngin í dauðagildru sem enginn lætur bjóða sér. Sveitarstjórnirnar norðan Hval- fjarðar og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fyrir löngu átt að biðja um fund með fyrrverandi samgöngu- ráðherra til að taka á þessu vanda- máli sem þolir enga bið. Skamm- arlegt er að framkvæmdir við Sundabraut skuli ekki hafa verið ákveðnar fyrir löngu til að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins frá Tunguhálsi í Reykjavík ofan í botn Hvalfjarðarganganna. Þangað kemst slökkviliðið aldrei á 20 mín- útum í mikilli umferðarteppu í gegn- um Mosfellsbæ. Þetta segir manni að enginn vegfarandi myndi sleppa lifandi upp úr göngunum ef lög- reglu-, slökkviliðs- og sjúkrabílar komast ekki tímanlega að ganga- munnanum sunnan Hvalfjarðar. Á þessu vandamáli skal ríkisstjórnin taka hið snarasta. Íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Vesturlandi geta vel stöðvað áform Spalar hf. um að hliðargöngin verði lögð ofar í berglögum Hvalfjarðar ef þeir standa saman og senda sam- gönguráðherra undirskriftalista um að útbúa tvær flóttaleiðir meðfram hvorum tveggja göngunum, og eina á milli þeirra. Mikilvægt er að þeir haldi líka til streitu kröfunni um að komið verði fyrir eins mörgum eld- varnarhurðum í göngunum og hægt er. Þá verður fljótlegra fyrir vegfar- endur að forða sér stystu leið yfir í hliðargöngin og þaðan út ef hitinn fer vel yfir 1.200 stig. Í Mont Blanc- jarðgöngunum magnaðist eldurinn svo hratt að slökkviliðsmennirnir sem lögðu sig í mikla hættu misstu tökin á honum. Í Hvalfjarðargöng- unum gæti hitinn orðið svo mikill að vonlaust yrði fyrir slökkviliðið að komast að eldinum, jafnvel með besta hlífðarbúnaði sem völ er á. Ólíklegt er að ríkisstjórnin komi að þessu máli á meðan þingmenn Reykjavíkur og Norðvest- urkjördæmis neita að fylgja því eftir í samgöngunefnd Alþingis. Óþolandi er að þingmenn Norðvest- urkjördæmis skuli aldrei svara því hvort öryggi vegfarenda, lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla hefði verið betur tryggt ef tveir gangamunnar Vestfjarðaganganna sem liggja inn í Önundarfjörð og Súgandafjörð hefðu strax í upphafi verið tvíbreiðir og með löngum útskotum báðum megin líkt og nýju Fáskrúðsfjarð- argöngin. Öryggismál Hvalfjarðarganganna Eftir Guðmund Karl Jónsson »Mín tillaga er að áfram verði inn- heimt veggjald á hvern bíl til að hægt verði að fjármagna fyrirhuguð hliðargöng. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Veistu að eitt sinn varst þú aðeins draumur. Fallegur draumur í huga Guðs. Draumur sem rættist. Í hans aug- um ert þú nefnilega ekki slys, misheppn- aður aðskotahlutur eða eins og hvert annað óhapp, heldur þvert á móti. Í augum Guðs ert þú eilífðar verðmæti. Einstök náttúruperla sem ber að dást að og sýna virðingu, huga að, pússa og gæta. Það er enginn með sama göngulag og þú og veistu að þér er ætlað mikilvægt hlutverk í þessum heimi. Eins og þú ert og þar sem þú ert hverju sinni. Guð er nefnilega ekki eitthvert órætt, ósýnilegt, óréttlátt afl. Hann er andi sem klæddist mannlegu holdi, sem kom með erindi kærleikans inn í þessa ver- öld svo við kæmumst af. Þú ert kirkjan Þeir sem vilja þiggja nálægð hans og náðargjafir eru gjarnan kallaðir kirkjan. Kirkjan er nefnilega ekki bara fögur bygg- ing, dauð steinsteypa, tómt hús, safn eða skuldsettar org- elgeymslur, hafi einhver haldið það. Hún er heldur ekki annars nauðsynlegir vígðir þjónar, prest- ar eða biskupar. Því síður snýst hún um það hvort þér líkar eitt- hvað sem einhver prestur eða biskup kann að hafa sagt eða gert. Láttu því aldrei presta, biskupa eða einstaka launaða þjóna kirkjunnar verða til að fæla þig frá því að lifa í sam- félagi við hinn upprisna og lif- andi frelsara, Jesú Krist. Kirkjan er nefnilega félag fólks með ólík viðhorf. Fólks sem sam- einast í von á hinn upprisna og lifandi frelsara, Jesú Krist, og vill af einlægni leitast við að lifa honum og tilheyra í öllu því sem lífið kann upp á að bjóða. Fólki eins og mér og þér sem kallað er til þess að sinna jafningjafræðslu í samfélaginu, miðla upplifunum og persónulegri reynslu. Fólki sem þegið hefur kærleika Guðs og vill leitast við að lifa honum og láta hann berast. Fólk sem þannig er bæði þiggjendur og gefendur. Hlustendur, ráðgjafar og fyrirbiðjendur. Alltaf alls staðar Þú ert því kirkjan, alltaf alls staðar, í öllum kringumstæðum. Inni á heimili þínu, í fjöl- skylduboðum, fyrir framan sjón- varpið, í vinnunni, í sumarfríinu og hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Því þú tekur þér væntanlega ekki frí frá sjálfum þér. Við erum þannig öll limir á líkama Krists, greinar á lífsins tré, sem þiggur næringu sína frá stofninum, sem er Kristur sjálf- ur. Því skiptir það máli hvernig sam- skipti okkar eru, hvernig við töl- um saman, skiptumst á skoðunum og komum fram hvert við annað. Við erum jú öll samverkamenn, bræður og systur, öll í sömu fjöl- skyldunni. Hriplekir steinar með mikilvægt hlutverk Kirkjan er ekkert annað en mannvirki Guðs, stofnuð af Jesú Kristi. Hún byggist upp á lifandi steinum, eins og mér og þér. Hriplekum steinum með ólíka lög- un. Manneskjum sem bregðast, sofna á verðinum og jafnvel af- neita. Eldhugum sem gera mistök. Lifandi steinum sem efast um hlutverk sitt en þrá fyrirgefningu, réttlæti og sátt, viðurkenningu og frið. Manneskjum af holdi og blóði sem þrá að með þeim sé reiknað. Okkur er nefnilega falið mikilvægt hlutverk, svo máttur Guðs fái að fullkomnast í gegnum okkar veik- leika. Kirkja sem hugsar fyrst og fremst um eigið ágæti og það fyrst og fremst að viðhalda sjálfri sér með framkvæmd tæknilegra atriða staðnar og verður sjálf- umglöð og fyrr eða síðar minn- ingin ein um eitthvað sem var. Og kirkja sem stöðugt stendur í inn- byrðisdeilum við sjálfa sig getur ekki búist við að eiga von á góðu. En kirkja sem stendur vörð um að boða fagnaðarerindið um kær- leika Guðs sem Jesús Kristur birt- ir okkur og hefur það ávallt í for- grunni þarf ekki að kvíða. Hún mun lifa. Af því að hún er leidd af heilögum anda Guðs og hefur ver- ið viðhaldið af honum í um tvö þúsund ár. Lifandi steinar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Kirkjan byggist upp á lifandi steinum. Hriplekum steinum með ólíka lögun. Mann- eskjum sem bregðast, sofna á verðinum, efast og jafnvel afneita. Höfundur er rithöfundur og m.a. fv. framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.