Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
fyrir íslenskt vísindasamfélag
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Siðareglur
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Rannís óskar eftir samstarfi við vísindamenn, rannsakendur og fræðimenn til að
skapa íslensku vísinda- og rannsóknarsamfélagi sterka siðferðilega umgjörð.
Rannís hefur að beiðni Vísinda- og tækniráðs sett fram tillögur sem er ætlað að vera
leiðbeinandi fyrir vönduð vinnubrögð í vísindum.
Allir sem telja sér málið skylt eru hvattir til að kynna sér það nánar á heimasíðu
Rannís, www.rannis.is/sidareglur og koma á framfæri athugasemdum
á netfangið sidareglur@rannis.is fyrir 15. október 2011.
Lífshamingja og
gleði, okkar bestu og
dýrmætustu stundir
með ástvinum fá
hjartað okkar til að
slá örar af gleði en
það gerir hræðslan
líka með sinni lam-
andi vantrú og bjarg-
arleysi þegar ljóst er
að dýrmætur ein-
staklingur nálægt
okkur hefur af ein-
hverjum völdum tapað lífsgleð-
inni, gert tilraun til eða tekið líf
sitt. Sorgin er takmarkalaus, djúp
og dimm og blákaldur veruleikinn
með öllum sínum ósvöruðu spurn-
ingum. Þetta þekki ég eins og svo
margir.
Við vonum alltaf það besta fyrir
okkur sjálf og þá sem við elskum
í hverju því sem við tökum okkur
fyrir hendur. Við kveikjum líka
von hjá öðrum sem þurfa á því að
halda meðvitað eða ómeðvitað og
það getur gert kraftaverk.
Ef ég hef tapað lífsgleðinni, er
búin að gefast upp á lífinu og far-
in að hugsa um að taka líf mitt þá
eru allar líkur á að ég sé smám
saman búin að vera að einangra
mig á einhverjum tíma. Ég fer
jafnvel að bíta af mér fólk og sýni
því hlið á mér sem það ekki þekk-
ir og geri það óttaslegið og fúlt.
Ég gef því ekki færi á að ræða
málin við mig lengur. Ég er búin
að gefast upp á að tala um það
sem plagar mig, það breytir engu
og ég reyni að kyngja kvíða-
kökknum sem hefur flutt lögheim-
ili sitt í háls mér og brjósthol, úti-
loka gallbragðið í munninum sem
stafar af áralöngum brjóstsviða
og segi þeim bara „að það sé allt í
lagi“. Þau eru alveg jafn bjarg-
arlaus í þessari aðstöðu og ég.
Ég hef margreynt að brjótast
út úr þeim vítahring sem lífs-
mynstur mitt er „eins og svo
margir nefna ástandið á mér“ og
klykkja jafnvel út með því að
benda mér á að „eymd sé val-
kostur“. Ég hef sett mér mark-
mið, fylgt áætlunum og pró-
grömmum en mér tekst ekki að
vinna á boðefnavandanum í lík-
amanum sem keyrir mig á kaf
aftur án þess að ég átti mig á því
og allt í einu er ég
komin á minn versta
stað og skil ekki hvað
gerðist.
Ég get verið gleði-
og áhugalausari en
hægt er að gera sér í
hugalund og á bágt
með að skilja hvernig
fólkið mitt endist til
að reyna að eiga við
mig. Það hafa komið
góðir tímar inn á
milli frá því að þessi
barátta hófst en nú
eru þeir hættir að
koma. Ég vil ekki valda sársauka
en mín vanlíðan er þess eðlis að
ég sé bara eina leið út. Ekki það
að mig langi til að deyja, alls
ekki. Líf mitt er bara svo til-
gangslaust eins og það er og til
svo mikils ama.
Þetta er engin skyndiákvörðun.
Ég er búin að vera að berjast
gegn þessari löngun oft áður. Það
sem hefur haldið aftur af mér
hingað til hefur verið tilhugsunin
um hvaða áhrif þetta hefði á fjöl-
skylduna mína og vinina. Ég hef
leitað mér hjálpar hjá fagfólki
aftur og aftur og fengið lyf og
viðtöl sem mér finnst engin hjálp
í til lengdar. Ég geng beint út í
ömurleikann úr viðtölunum og ég
á nóg af lyfjum heima til að slátra
fíl. Eru þetta kannski einhver
dulin skilaboð?
Ég hef lengi gengið á veggi og
hreinlega gefist upp. Líður eins
og úrhraki að ég passi hvergi inn
í af því að ég er eins og ég er. Ég
er veik í höfðinu, í huganum og
það er lítið hægt að gera fyrir
mig.
Við þurfum hjarta til að dæla
blóðinu um líkamann og við þurf-
um hugann til að virka í lífinu. Ef
hjartað bilar er hægt að skipta
um það og á fólk með hjarta-
sjúkdóma er litið allt öðrum aug-
um en ef hugurinn bilar. Þá er
fátt í stöðunni, læknavísindin hafa
ekki ennþá klofið þann vanda að
skipta um höfuð á fólki.
Ég hef heyrt svo ótal oft setn-
ingar eins og: Hertu þig nú upp,
vertu sterk, hreyfðu þig meira, þú
hefur gott af því að koma og vera
innan um fólk og veit að þetta er
allt satt og rétt en ég hef ekki
orku í neitt af þessu lengur og fæ
kvíðakast við tilhugsunina eina.
Ég hef verið litin hornauga og
verið hædd, þetta þykir ekki fínt
og grunnt er á fordómum.
Ég er ekki aumingi, sjálfs-
elskur ræfill eða duglaus mann-
eskja. Ég er hörkudugleg, var
lífsglöð og mikil félagsvera þang-
að til eitthvað gerðist sem ég ekki
réð við og fékk ekki skilning á
sjálf eða frá samfélaginu og ég
brotnaði.
Sem aðstandandi getur verið
erfiðara en nokkuð annað að
horfa upp á ástvin sinn veslast
svona upp. Það dregst kannski
ekki upp úr mér orð, vanlíðan mín
er snertanleg og ekkert sem þú
getur gert eða sagt til að hressa
mig við eða hreyfa við mér hvort
sem þú ert að springa úr reiði eða
ert yfirkominn af hræðslu yfir
ástandinu á mér. Það kemst ekk-
ert í gegn til mín. Mínar rang-
hugmyndir geta jafnvel verið
orðnar þær að það sé öllum fyrir
bestu að ég deyi, að ég sé að
valda fólkinu mínu svo miklum
erfiðleikum og sársauka en ég
segi samt ekki neitt.
Ég veit alveg að það er ekkert
til að skammast sín fyrir að líða
illa og þjást andlega, við kynn-
umst því flest einhvern tíman á
lífsleiðinni og ég veit líka að það
sviptir sig engin lífi að gamni
sínu.
En ég myndi skilja eftir mig
bréf þar sem ég bæði þig um að
fyrirgefa mér og bæði þig um að
ásaka þig ekki fyrir það sem
gerðist. Ég myndi vilja að þú
vissir hve vænt mér þótti um þig,
að þú varst mér dýrmætari en allt
og fyrir þig var ég þakklát. Ég
myndi biðja þig um að muna mig
eins og þegar ég var upp á mitt
besta, á okkar bestu stundum.
Gleymdu hinu, það gerir þér ekk-
ert gott, ég gat bara ekki meira.
Það gerir þetta
enginn að gamni sínu
Eftir Ingibjörgu H.
Baldursdóttur »Með hugleiðingum
mínum langar mig
að vekja athygli á
Alþjóðadegi sjálfsvígs-
forvarna í dag ...
Ingibjörg H
Baldursdóttir
Höfundur er grunnskólakennari.
Í þúsund ár hafði
mannkyn beðið eftir
frelsara sem var góð-
ur, miskunnsamur –
ígildi sólarinnar
sjálfrar. Þegar hann
fæddist var sólin þeg-
ar orðin 5 milljarða
ára gömul og þvermál
hennar orðið
1.392.000 km.
Vegalengdin frá sól
til jarðar er að meðaltali
149.600.000 km sem eru 108 þver-
mál sólar. Sporbaugur jarðar um
sól er því 216 breiddir sólar að
þvermáli að meðaltali. Það er ein-
kennilegt við þessi hlutföll, þau eru
þau sömu og finnast í mældum
vegalengdum mörg þúsund ára
kerfa sem tengjast trúarbrögðum
mannfólks á jörðinni. Þegar Krist-
ur kom til skjalanna, sameinuðust
allar vættir í kufli hans, mannkyn
hafði þokast að þessari niðurstöðu.
Eftir ástríðufulla leit var því fædd-
ur frelsari. Viðmið og hlutföll sem
áður bjuggu í náttúrunni fóru hægt
og bítandi að lúta valdi mannsins,
heimsmyndin sem áður var stikuð í
land var færð inn í hús. Innan dyra
Péturskirkjunnar er reyndar ekki
óslendi, þar er hins vegar hið eina
sanna kjörlendi kristinna manna.
Til er málsett teikning á guln-
uðum blöðum sem sýnir að kirkjan
er byggð um töluna 216; Þvermál
hrings um altari páfa er 216 fet.
Ítalir þekktu vel fræðin sem út-
skýrðu veröldina samkvæmt tölvísi
fornaldar. Þeir trúðu því að guð
væri dýrkaður í öllum hofum með
staðfestu tenings. Páfinn var eft-
irmaður Péturs, kletturinn er
kirkja Krists. Pétur er hornsteinn
kaþólskrar kirkju. Af sól-
armerkjum að dæma ætti því
heimsmynd sólúrsins vera í húsinu.
Heimsmynd var í samræmi við
stærð jarðar og stærð mannsins.
Tákn sólúrsins voru miðuð við
landfræðilega stöðu hans á jörðinni
og stjarnfræðilega stöðu jarð-
arinnar í sólkerfinu. Á þessum
hlutföllum byggði mannskepnan
heimsmynd sína, samkvæmt mæl-
ingu á tíma og rúmi.
Tölur eru hugsanir guðs. „Hinn
guðlegi vísdómur endurspeglast í
tölum sem þrykkt er á sérhvern
hlut,“ sagði Ágústínus kirkjufaðir.
„Uppbygging hinnar jarðnesku og
hinnar siðrænu veraldar er grund-
völluð á eilífum tölum.“ Landnám í
nýju landi og landnám guðs í heimi
manna var sams konar atburður. Í
hugarheimi Berninis, Michelang-
elos og þeirra félaga var sköpun í
samræmi við töluna 6, teninginn
216 og þvermál hrings sem mældur
var 216.000 fet. Allt kerfið var
bundið sólaruppkomu og sólsetri,
stjarnhimni og sjóndeildarhring.
Hugmyndafræðin byggðist á mörk-
un átta og nákvæmri landmælingu.
Grundvöllur laga og réttar varð
ekki skilinn frá réttum formum.
Upphafshvoll Péturskirkjunnar
er kapella heilagrar Veroniku í
suðvesturgeiranum undir kúpl-
inum. Gagnstætt henni í norðaustri
er kapella Longinusar, á milli
þeirra eru 216 fet. Í háaustur frá
kapellu Veroniku er kapella heil-
ags Andrésar, gegnt henni, 216 fet
í norðvestur er kapella heilagrar
Helenu. Marklínur skárust í miðju,
þar er altari páfa staðsett yfir gröf
Péturs postula, er-
indreka Guðs, sá stað-
ur heitir Steinkross á
Íslandi. Heimsmynd
Rangárvalla sem
fannst í launmáli Njálu
blasir við í Péturs-
kirkjunni í Róm í hlut-
föllunum 1:1000.
Kapella Veroniku
var sami staður og
Bergþórshvoll og
táknaði stystan dag,
tákn jóla, þar fæddist
ný sól. Nafn Veroniku þýðir, „sú
sem kemur með sigur“. Andlits-
mynd af Kristi var á slæðu hennar
sem hún sýndi öllum í vissu þess að
Kristur muni endurfæðast. Vero-
nika var skynsamur fræðari eins
og Njáll á Bergþórshvoli.
Kapella heilags Longinusar er
gegnt kapellu Veroniku líkt og
Stöng er gegnt Bergþórshvoli.
Tákn Longinusar er stöng hans,
spjótið sem hann notaði til að
drepa Krist. Í kapellu Longinusar
býr hugmynd Stangar. Stöng hét
bær Gauks Trandilssonar á Ís-
landi, þar er sólris á lengsta degi á
sólúri heimsmyndarinnar. Þegar
sól er hæst á lofti beinir Longinus
stöng sinni norðaustur, inn í ofn
hennar að ljósi Krists og drepur
hann á hátindi þroska hans. Í guð-
spjöllunum var Longinus varðmað-
urinn langi og blindi sem stóð vakt-
ina undir krossi Krists á
Hauskúpuhæð. Stöngin hittir sól í
síðuna og verður til þess að hún
hnígur og árhringur mun snúast
enn um sinn.
Gólf kirkjunnar er óslendi Rang-
árvalla, sléttan verður goðmagn
nýrrar veraldar. Heilagur Andres,
ígildi karlmennsku, býr í kapell-
unni í háaustur frá kapellu Vero-
niku, þar er Goðasteinn sem tákn-
ar komu vetrar samkvæmt
sólarupprás. Krossinn í flæðarmál-
inu sem Andrés var festur á hallar
45°. Í því miði 216 fet gegnt kap-
hellu Andrésar er kapella heil-
agrar Helenu móður Konst-
antínopels.
Helena var fræg fyrir að reisa
krossa hvar sem hún fór. Hún
reisti guði og eingetnum syni hans
„rétt“ krosstákn á þeim stað á sól-
úri heimsmyndarinnar sem sól-
setur á vori bar í sér komu sumars.
Þar var ávallt reistur kross Krists,
– fyrsta kirkja í hverju landi sem
tók hina kristnu trú, á Íslandi hét
hún Patrimonium Petri, en heitir
nú Skálholt. Línur á milli kapell-
anna sem bera uppi veröldina í
Péturskirkjunni skárust yfir graf-
hýsi Péturs, fulltrúa Krists á jörð.
Í miðju heimsmyndarinnar var
tákn jarðar sem var teningur. Þar
er Steinkross á Íslandi, altari Páfa
í Róm, þaðan eru 108(000) fet til
endimarka heimsmyndarinnar í
allar áttir.
Elsku blessað ljósið
Eftir Pétur
Halldórsson
Pétur Halldórsson
»Heimsmynd Rang-
árvalla sem fannst í
launmáli Njálu blasir
við í Péturskirkjunni í
Róm í hlutföllunum
1:1000.
Pétur Halldórsson er myndlist-
armaður, með áhuga á táknum og töl-
vísi fornaldar.
www.peturhalldorsson.com
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is