Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.09.2011, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Á fundi Jafnrétt- isráðs Íslands hinn 7. september sl. var ákveðið að hætta að veita árlega jafnrétt- isviðurkenningu ráðs- ins. Eftirleiðis skal hún aðeins veitt annað hvert ár. Jafnréttisvið- urkenning ráðsins hef- ur verið veitt ein- staklingum, fyrirtækjum, stofn- unum, sveitarfélögum, hópum og félagasamtökum sem á einn eða á annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Eftirtaldir hafa hlotið viðurkenn- ingu Jafnréttisráðs: 2010 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, 2009 Kvennalandsliðið í knattspyrnu, 2008 Alcoa Fjarðaál, 2007 Menntaskólinn í Kópavogi, 2006 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, 2005 Háskóli Íslands, 2004 Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, 2003 Kvenréttindafélag Íslands, 2002 Orkuveita Reykjavík- ur, 2001 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, 2000 Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Bjarnfríður Leósdótt- ir, Helga Kress, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Svava Jakobsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, 1999 Eim- skip, 1998 Reykjavíkurborg, 1997 Hjallastefnan Hafnarfirði – Mar- grét Pála Ólafsdóttir, 1996 Íslenska álfélagið, 1995 Stúdentaráð Há- skóla Íslands, 1994 Hans Petersen, 1993 Íþróttasamband Íslands, 1992 Akureyrarbær. Ekki voru allir sammála í Jafn- réttisráði og greiddu þess vegna at- kvæði á móti tillögunni, þar á meðal sú er þetta ritar. Ákvörðunin er mér mikil vonbrigði og er bakslag í baráttunni fyrir auknu jafnrétti í landinu. Vissulega hefur Jafnréttisráði oft verið vandi á höndum við valið. Stundum hafa tilnefningar verið lengi að skila sér eða fáar borist ráðinu. Þá hafa ýmsir gagnrýnt litla umfjöllun fjölmiðla um þessa mikilvægu við- urkenningu. Ef þetta er staðan ætti það að vera okkur hvatning um að gefa þurfi í, í stað þess að leggja árar í bát með þeim rökum að enginn hafi áhuga eða sinni jafnréttismálum af neinu viti. Það þarf auðvitað að efla jafnréttisstarfið, breyta umgjörð viðurkenningarinnar, auka fræðslu og hvetja einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópa og fé- lagasamtök til þess að vinna eftir jafnréttislögum, að bættu jafnrétti. Gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, vinna að jöfn- um áhrifum karla og kvenna við ákvarðanatöku og stefnumótun og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu og atvinnu- líf. Árleg viðurkenning Jafnrétt- isráðs hefur einmitt verið liður í því að skapa ákveðna umfjöllun og vera öðrum til eftirbreytni. Því miður eru jafnréttismálin enn að berjast fyrir tilveru sinni, jafnvel þó að fyrstu lögin um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna hafi tekið gildi árið 1976 og fyrsta við- urkenningin, til Akureyrarbæjar, hafi verið veitt árið 1992 og ár hvert síðan. Til þess að vinna á móti þessari ákvörðun vil ég hvetja Samtök at- vinnulífsins til þess að efna til ár- legar jafnréttisviðurkenningar SA, en fulltrúi SA í Jafnréttisráði var einn þeirra sem greiddi atkvæði á móti tillögunni og taldi að við- urkenningin ætti að fara fram ár- lega. Bakslag hjá Jafnréttisráði Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur » Ákvörðunin er mér mikil vonbrigði og er bakslag í baráttunni fyr- ir auknu jafnrétti í land- inu. Una María Óskarsdóttir Höfundur varaforseti Kvenfélaga- sambands Íslands og fulltrúi þess í Jafnréttisráði. Hjá flestum vinn- andi stéttum telst það til sjálfsagðra mann- réttinda að hafa verk- fallsrétt. Verkfalls- rétturinn er þvingunarúrræði hins vinnandi manns til að knýja á um mann- sæmandi laun fyrir sína vinnu. Sumum tekst betur upp en öðrum því hinn vinnandi maður er misjafnlega áríðandi. Það er t.d. þannig með flugumferðarstjóra, sem hafa verkfallsrétt, að þeim virðist hafa tekist ágætlega upp með að tryggja sinni stétt mann- sæmandi laun. Það er nefnilega svo að ef þeir fara í verkfall þá hefur það gríðarleg áhrif á svo margt hér á landi. Svo eru það tollverðir, sem hafa ekki verkfallsrétt. En ef þeir hefðu hann þá hefði það svipuð áhrif og hjá flugumferðarstjórum. Munurinn á launum þeirra er hins vegar umtalsverður og við tollverði er ekki rætt fyrr en seint og um síðir, annað en með flugumferð- arstjórana. Þá eru það flugmenn. Þeir eru með verkfallsrétt og ef þeir færu í verkfall þá hefði það svipuð áhrif og með flugumferðarstjórana. Þeir eru með ágætis laun og við þá er rætt um kjarasamninga, fljótt og örugg- lega. Svo eru það stýrimenn hjá Landhelgisgæslunni. Þeir eru hluti af löggæslunni og viðbragðsaðilum þegar eitthvað bjátar á, hafa ekki verkfallsrétt og þeir hafa verið með lausan kjarasamning í rúm 2 ár. Stýrimenn hjá Landhelgisgæslunni eru stétt manna sem eru mjög mik- ilvægir. Þeir tilheyra áhöfnum skipa og flugflota gæslunnar, það er lífsspursmál að þeir séu til staðar og eiga þeir rétt á því að komið sé fram við þá af sanngirni og virð- ingu. Það er því nokkuð ljóst að verk- fallsrétturinn er öflugt tæki fyrir þá sem hafa hann. Verkfallsrétturinn virðist tryggja stéttum ákveðinn forgang að samningaborði og oftar en ekki betri kjör. Ég er lög- reglumaður og við höfum ekki verk- fallsrétt, við höfum verið með laus- an kjarasamning á níunda mánuð og eigum nú mál fyrir gerðardómi eftir að hafa staðið í árangurs- lausum viðræðum við samn- inganefnd ríkisins. Síðast þegar við vorum með lausan samning þá færðum við fjármálaráðherra „af- mælistertu“ þegar árið var liðið, án þess að við næðum samningum. Skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur skulu samningsaðilar gera viðræðuáætlun í síðasta lagi 10 vikum áður en gildandi kjarasamingur er laus. Slík viðræðuáætlun er lögbundin en er ekki fyrirhafnarinnar virði, fyrir stéttir sem ekki hafa verkfallsrétt. Slík áætlun er samkomulag milli aðila um hvernig skuli staðið að samn- ingaviðræðum. Það er yfirleitt það fyrsta sem ekki er staðið við, þá oftast af hendi samn- inganefndar launagreiðandans, eins og í okkar tilfelli, samninganefndar ríkisins. Það eru engin viðurlög við því að standa ekki við slíka samn- inga og í raun er það stór sparn- aður fyrir ríkið að ekkert gerist, eins lengi og hægt er. Og ekki er pressan fyrir hendi, engin þving- unarúrræði, ekki verkfallsréttur. Þegar loksins er samið þá er ekki nein afturvirkni, ríkið hefur nefni- lega ákveðið að samningar gildi að- eins frá síðustu mánaðamótum frá undirritun kjarasamninga. Nokkrar stéttir búa við það að í heild sinni mega þeirra félagsmenn ekki fara í verkfall. Síðan eru til að- ilar, bæði hjá ríki og bæ, innan stéttarfélaga með verkfallsrétt, sem lenda á lista yfir starfsmenn sem ekki mega fara í verkfall. Sá listi er um margt forvitnilegur og var síð- ast gefin út af fjármálaráðuneytinu 15. janúar 2010. Varðandi þær stéttir sem í heild sinni mega ekki fara í verkfall þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé ósanngjörn krafa að það sé hreinlega bundið í lög að þeirra kjarasamningar verði afturvirkir, að þeim tíma þegar eldri samningur rann út. Að þær fái einhvers konar áfangahækkanir frá þeim tíma þeg- ar farið er að semja við þær stéttir sem beita verkfallsboðun. Það verði því ekki hluti af sparnaðar- aðgerðum ríkisins að ræða ekki við þær stéttir fyrr en seint og um síð- ir. Rétt er að vekja athygli á skrif- um Snorra Magnússonar, formanns Landssambands lögreglumanna, á vef LL, www.logreglumenn.is, þar sem hann skrifar um verkfallsrétt- inn og vanvirðingu ríkisvaldsins. Verkfallsréttur telst til mannrétt- inda, hjá sumum Eftir Guðmund Fylkisson Guðmundur Fylkisson » Þær stéttir sem ekki hafa verkfallsrétt búa við það að við þær er ekki rætt, fyrr en seint og um síðir og þá bótalaust. Höfundur er aðalvarðstjóri á Fjar- skiptamiðstöð ríkislögreglustjóra www.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 56 20 2 09 /1 1 * Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost” á Kronborg og sigling um síkin með Jazzbandi Michael Böving. KAUPMANNAHÖFN AÐVENTUFERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA VERÐ 99.900 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI (AUKAGJALD FYRIR EINBÝLI: 13.400 KR.) Við ætlum að komast í sannkallaða danska jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar 27. til 30. nóvember. Icelandair skipuleggur ferðina í samstarfi við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmunds- son og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Þetta verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum okkur um í borginni og upplifum eitt og annað skemmtilegt undir fararstjórn Emils Guðmundssonar. + Bókanir á www.icelandair.is/hopar (númer hópsins er 1344) og nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða með því að senda tölvupóst á hopar@icelandair.is + Athugið að félögum Vildarklúbbs Icelandair stendur til boða að nota 15.000 Vildarpunkta sem 10.000 kr greiðslu upp í pakkaferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.