Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Hef opnað stofu
í Domus Medica sem
sjálfstætt starfandi
heimilislæknir.
Opið verður fyrir nýskráningar
sjúklinga í takmarkaðan tíma.
Tímapantanir í síma 5631038
Lárus Þór Jónsson
Ég hef oft haldið því
fram að hagfræðingar
séu guðfræðingar
samtímans. Í stað pre-
dikana presta hlýðum
við á predikanir hag-
fræðinga. Skelfumst
aðvaranir þeirra vegna
verðbólgu-draugsins
líkt og um andskotann
sjálfan væri að ræða.
Predikanir þessar eru
góðar og gildar eins langt og þær
ná.
Gæta sín þarf á að trú snúist ekki
í ofstæki. Bókstafleg túlkun getur
leitt til þess að meginboðskapur
tapast vegna bókstafstrúar. Fræði-
greinar geta lent í svipuðum ógöng-
um. Sérstaklega þær greinar sem
hafa svo margar breytilegar for-
sendur að varla er hægt að sjá þær
fyrir. Hættan liggur í því að menn
telja sig sjá fyrir allar forsendur og
trúi því á útreikninga í blindni. Eins
geta menn litið á kennisetningar
sem algildan sannleika án gagnrýni.
Á slík fræðimennska margt skyld-
ara með trúarbrögðum en vís-
indum. Ef niðurstaða á að heita
fræðileg verða menn
að láta forsendur
fylgja og gera sér
grein fyrir að ekki
þarf stórkostlegan at-
burð til að umbylta
þeim. Þær forsendur
sem taka verður með í
reikninginn eru oftar
en ekki háðar stjórn-
málaákvörðunum. En
hér erum við komin að
kjarna málsins sem
hvatti mig til þessara
skrifa. Eru forsendur
fyrir framtíð landbúnaðar á Íslandi?
Þessi spurning mun alltaf verða
pólitísk, sama hvað menn rökstyðja
hana hagfræðilega. Forsendurnar
sem byggt er á eru háðar stjórn-
málum og ófyrirsjáanlegum atburð-
um. Þó eru staðreyndir sem ekki
verða hraktar sem blasa við sem
ættu að vera forsendur í þessari
umræðu. Mannkyni fjölgar með vís-
isvexti en gæði jarðarinnar eru tak-
mörkuð. Jarðeldsneyti er takmark-
að og mun ganga mikið á þær
birgðir sem leiðir til hækkunar á
orkuverði. Hækkandi orkuverð ger-
ir vinnslu tilbúins áburðar dýrari.
Dýrari orka og áburður leiða til
hærra matvælaverðs. Landrými er
dýrt þar sem ákjósanlegast er að
stunda landbúnað.
Að gefnum þessum forsendum
getum við skoðað hvernig Ísland
stendur í alþjóðlegu samhengi.
Gæði landsins eru ekki fullnýtt. Ís-
lendingum fjölgar hægar en al-
mennt gerist í heiminum. Við búum
við stöðuga orku sem verður verð-
mætari vegna skorts á jarðelds-
neyti. Það er stjórnmálaleg afstaða
hvort það eigi að binda hana í hrá-
iðnaði í tugi ára eða nýta hana til
annarrar framleiðslu. Hvaða áhrif
það hefði á íslenskan landbúnað ef
köfnunarefnisáburðarverksmiðja
yrði reist hér á landi er ekki ljóst.
Stór kostnaður við framleiðslu
áburðar er orka til að vinna nitur
úr andrúmslofti og eru því líkur á
að slík verksmiðja væri hagkvæm
hér með hækkandi olíuverði. Vegna
hærra verðs á jarðeldsneyti hefur
dráttarvélaframleiðandinn New
Holland hannað rafmagnsdráttarvél
sem gengur fyrir vetni. Aukaafurð
af framleiðslu áburðar er vetni og
því væri möguleiki á spennandi
samverkun vetnisdráttarvéla og
áburðarframleiðslu. Það fæli í sér
ákveðið fæðuöryggi ef við fram-
leiddum áburð og vetni fyrir drátt-
arvélar framtíðarinnar. Hvað varð-
ar landrými er eðlilegt að spyrja sig
hvort Kínverjar hafi sett Ísland í
flokk með þróunarlöndum hvað
varðar jarðnæði, miðað við fréttir
síðustu daga. Íslenskur jarðvegur
er frjósamur eldfjallajarðvegur og
ferskt vatn er mikil auðlind. Aftur á
móti eru launakröfur miklar miðað
við önnur lönd. Engu að síður eru
framtíðarhorfur fyrir matvælafram-
leiðslu ekki jafnsvartar hér á landi
og annars staðar í heiminum. Við
höfum möguleika á lausnum en þær
eru ekki öruggar frekar en annað í
heimi þessum.
Það er líka gild forsenda að líta
til þess að matvæli eigi að framleiða
þar sem það er hagkvæmast. Þó
verður að athuga að áhrif kenni-
setningarinnar um markaðslögmál
hafa verið takmörkuð í landbúnaði í
gegnum aldirnar. Hugtök eins og
fæðuöryggi flækja umræðuna og á
þetta hugtak sér trúlega sagn-
fræðilegan bakgrunn. Það væri
áhugavert sagnfræðilegt umfjöll-
unarefni að skoða hvers vegna iðn-
aðarþjóðir styrkja landbúnað og
þar á meðal Bandaríkin. Reynslan
sýnir að skortur á matvælum kippir
stoðunum undan allri þjóðfélags-
skipan. Sumir telja að ekki gildi
markaðslögmál um matvæli hjá
þjóðum heimsins heldur hern-
aðarlögmál. Sé landbúnaður lagður
niður verður ekki hlaupið að því að
endurreisa hann. Það þarf líka að
gæta þess að frumvinnsluvara get-
ur verið lifandi dýr sem má varast
að krefja of mikils með tilliti til
hagræðingarsjónarmiða. Íslenskur
landbúnaður býr við ströng skilyrði
um aðbúnað dýra og matvælaöryggi
(ekki það sama og fæðuöryggi).
Gagnrýni á alltaf rétt á sér og er
oftar en ekki af hinu góða. Menn
verða þó að gæta sín á að hafa mál-
flutning málefnalegan. Sérstaklega
ef þeir koma fram í nafni fræði-
greinar, til að grafa ekki undan
henni. Ummæli um að fæðuöryggi
sé tryggt með því að eiga birgðir af
mat hljóma barnalega. Vandinn
sem íslenskur landbúnaður stendur
frammi fyrir er ekki vegna tak-
mörkunar af náttúrunnar hendi
heldur virðist vera stjórnmálaleg
afstaða manna um hagkvæmni hans
eða nauðsyn. Gæta verður þó þess
að gefa sér ekki forsendur án þess
að gera sér grein fyrir þeim. Það er
eðli bóndans að fylla hlöðuna og
búa sig undir veturinn.
Mammons-prestar
Eftir Guðrúnu
Stefánsdóttur » Gagnrýni á umfjöll-
un hagfræðinga í
fjölmiðlum. Ekki nægi-
lega fræðileg, heldur
pólitískir hvatar sem
liggja að baki. Sett fram
sem fræðileg nálgun.
Guðrún Stefánsdóttir
Höfundur er bóndi.
Á undanförnum ára-
tugum hefur svæð-
isbundið samstarf
ríkja farið ört vaxandi
um víða veröld. Í flest-
um tilfellum eru það
nágrannaþjóðir með
náin menningarleg,
söguleg og við-
skiptaleg tengsl sem
koma á fót svæð-
isbundnu samstarfi.
Fyrir utan Evrópusambandið eru
NAFTA í Norður-Ameríku, ASEAN
í Suðaustur-Asíu og Mercosur í Suð-
ur-Ameríku þekktustu dæmin um
ríkjasamstarf.
Helsta skýringin á þessari þróun
er hnattvæðing, sem hefur haft í för
með sér aukin viðskiptatengsl og
samskipti á milli samfélaga og hag-
kerfa heimsins. Oft er talað um að
heimurinn sé að minnka, þar sem at-
burðir í fjarlægum löndum geta haft
víðtæk áhrif hinum megin á hnett-
inum. Ein frétt sem berst á örskots-
stund heiminn á enda getur haft
áhrif á ímynd og orðstír Íslands.
Önnur skýring á þessari þróun er
svokölluð dómínóáhrif, sem lýsa sér
þannig að þegar nokkur ríki taka sig
saman og hefja samstarf með það að
leiðarljósi að styrkja efnahagslega
stöðu sína eru önnur knúin til að
gera slíkt hið sama. Marghliða við-
skiptaviðræður á vettvangi al-
þjóðlegra stofnana á borð við Al-
þjóðaviðskiptastofnunina hafa enn
frekar ýtt undir þessa þróun. Enn
aðrir telja að hnattvæðingin hafi
getið af sér nýtt alþjóðakerfi, þar
sem fjölmargir aðrir gerendur en
þjóðríkin hafi komið fram á sjón-
arsviðið. Því má líta á svæðisbundið
samstarf ríkja sem viðbrögð við
flóknu samspili sem á sér stað milli
þjóðríkja, alþjóðastofnana, fé-
lagasamtaka og fjölþjóðafyrirtækja.
ESB hefur gengið lengra í stjórn-
málalegri og efnahagslegri sam-
vinnu en áður hefur þekkst. Þessa
þróun verður einnig að skoða í sam-
hengi við þær breytingar sem átt
hafa sér stað á umliðnum árum með
auknu flæði hugmynda, fólks, vöru
og fjármagns.
Afleiðingar hnattvæðingarinnar
eru ekki að öllu leyti jákvæðar. Nýj-
ar ógnir eins og loftslagsbreytingar,
smitsóttir og alþjóðleg glæpastarf-
semi þekkja engin landamæri og al-
þjóðleg samvinna er
eina leið ríkisstjórna til
að vinna bug á þeim. Al-
þjóðlega fjármála-
kreppan er nýlegt
dæmi um hversu ber-
skjölduð ríki eru gagn-
vart frjálsu flæði fjár-
magns milli
landamæra.
Í hnattvæddum
heimi eru alþjóðamál
heimamál og öfugt.
Ríkin þurfa að taka
virkan þátt í alþjóðasamstarfi til að
ná árangri innanlands. Með inn-
göngu í ESB afsala ríkin sér hluta af
fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofn-
ana sambandsins en á móti fá þau
aukna hlutdeild og vægi á al-
þjóðavettvangi. Í mörgum tilfellum
veitir alþjóðleg samvinna smáríkjum
efnahagslegt og pólitískt skjól fyrir
neikvæðum áhrifum hnattvæðing-
arinnar og hlutfallslegur ávinningur
þeirra af svæðisbundnu samstarfi er
oftast nær talsvert meiri en stærri
ríkja.
Ísland hefur tekið virkan þátt í al-
þjóðlegu samstarfi af ýmsu tagi,
fyrst á vettvangi Norðurlandaráðs
og EFTA, og með EES-samn-
ingnum gerðist Ísland aukaaðild að
ESB. Þróun alþjóðakerfisins tekur
örum breytingum og því þarf sífellt
að endurmeta hagsmuni, ógnir og
tækifæri. Eftir að Danmörk, Finn-
land og Svíþjóð gerðust aðilar að
ESB hefur samstarf Norður-
landanna beinst í ríkari mæli að
Evrópusamstarfinu. Ísland ætti að
skipa sér í sveit með þeim og leggja
sitt af mörkum við að gæta sameig-
inlegra hagsmuna smáríkja á norð-
lægum slóðum. Ísland hefur langt-
um fleiri tækifæri til að vinna
hagsmunum sínum brautargengi
með virkri alþjóðlegri samvinnu.
Hagsmunir Íslands
eru í Evrópu
Eftir Elvar Örn
Arason
Elvar Örn Arason
» Í hnattvæddum
heimi eru alþjóða-
mál heimamál og öfugt.
Ríkin þurfa að taka
virkan þátt í alþjóða-
samstarfi til að ná ár-
angri innanlands.
Höfundur er MA í alþjóða-
samskiptum.
Athafnir ríksstjórn-
arinnar gerast æ
furðulegri. Það nýj-
asta eru viðbrögð
hennar við áætlunum
kínversks aðila um
kaup á jörð á Íslandi.
Það var ekki fyrr bú-
ið að spyrjast út um
áætlanir þessa ein-
staklings um fjárfest-
ingar í íslenskum
ferðamannaiðnaði en
óhugnanlegar yfirlýsingar fóru að
birtast í fjölmiðlum. Þar lét einn
ráðherrann m.a. hafa eftir sér að
athuga þyrfti sérstaklega þessi
viðskipti í ljósi „uppruna manns-
ins“ og gaf í skyn að hættulegra
sé að eiga viðskipti við Kínverja
en aðrar þjóðir, þar sem þeir eru
að „kaupa upp heiminn“. Á sama
tíma birtist „frétt“ í RÚV, þar
sem Kínverjar voru gerðir tor-
tryggilegir og þjóðin vöruð við að
hafa samskipti við þá. Svipaðar
skoðanir hafa komið fram hjá öðr-
um ráðherrum ríkisstjórnarinnar
og frægt er orðið þegar Jóhanna
neitaði að taka á móti forsætisráð-
herra Kína og gaf þannig tóninn.
Þessi afstaða ríkisvaldsins og
fréttaflutningur RÚV er mjög í
takt við áróður þýskra nazista á
sínum tíma. Þeir réttlættu ofbeld-
isverk sín gegn gyðingum m.a. á
þeim forsendum að
„Gyðingar væru að
leggja undir sig heim-
inn“. Dagblöð birtu
myndir af verslunum
gyðinga og vöruðu al-
menning við að eiga
viðskipti við þá.
Það þarf ekki að
fara mörgum orðum
um hversu hættu-
legan leik rík-
isstjórnin er að leika
með þessum áróðri.
Þegar alið er á ótta
og hatri meðal al-
mennings á öðrum þjóðum, þjóð-
arbrotum, starfsstéttum eða ein-
staklingum gerast voðaverk eins
og gerðust núna í sumar í Noregi.
Þau voðaverk voru réttlætt með
því gera hluta samfélagsins
tortryggilegan vegna „uppruna
þeirra sem múslíma“. Það eru til
einstaklingar sem halda því fram
að stórvarhugavert sé að eiga
samskipti við múslíma „því þeir
eru að leggja undir sig heiminn“
og „almenningur í Evrópu verður
að bregðast við“. Orð ráðherrans
og athafnir ríkisstjórnarinnar gera
ekkert annað en að réttlæta þeirra
málflutning og hatursáróður þótt
skeytinu sé beint að öðrum þjóð-
félagshópi, því skipta má út orðinu
„Kínverji“ fyrir orðið „múslími“
og málflutningurinn ríkisstjórn-
arinnar og þessara öfgamanna
verður óhugnanlega svipaður.
Það eru kínverskir einstaklingar
sem hafa tekið upp búsetu á Ís-
landi og reka hér fyrirtæki. Á þá
ráðherra við að varhugavert sé að
eiga viðskipti við þá í ljósi upp-
runa þeirra? Gerir ríkisstjórnin
sér grein fyrir að hún er einnig að
taka á óbeinan hátt undir raddir
þeirra sem eru að vara við fjölgun
múslíma í Evrópu og þeim áróðri
„að þeir eru að leggja undir sig
heiminn“? Á almenningur á Ís-
landi að eiga sem minnst sam-
skipti við þá sem eru múslímar á
Íslandi?
Hvað langt má ríkisvaldið ganga
í áróðri sínum til þess að ráttlæta
gerðir sínar? Hversu langt má rík-
isvaldið ganga í því að beita op-
inberum fjölmiðlum til þess að
koma óhugnanlegum áróðri eða
skoðunum sínum á framfæri?
Atlaga ríkisvaldsins gegn þeim
sem vinna í landbúnaði, sjávar-
útvegi og bankageiranum er grein
af sama meiði. Ríksvaldið telur sig
hafa rétt á því að gera heilu
starfsstéttirnar tortryggilegar
meðal almennings til þess að afla
skoðunum sínum fylgis. Lítið fer
fyrir málefnalegri umræðu eða
skoðanaskiptum, enda á ríkis-
valdið oftar en ekki erfitt með að
réttlæta gerðir sínar á vitrænan
hátt.
Það er stórhættulegt þegar
ríkisstjórn telur sig hafa rétt á að
koma sínum málum í gegn með
hatursáróðri ef það er ekki hægt á
annan hátt, hvort sem sá áróður
beinist að ákveðnum stéttum,
þjóðfélagshópum eða ein-
staklingum. Það er ábyrgðarhluti
að styðja þannig ríkisstjórn, hvort
sem er innan þings eða utan.
Óhugnanlegur áróður
ríkisstjórnarinnar
og fréttaflutningur RÚV
Eftir Birgi Örn
Steingrímsson »Hversu langt má rík-
isvaldið ganga í því
að beita opinberum fjöl-
miðlum til þess að koma
óhugnanlegum áróðri
eða skoðunum sínum á
framfæri?
Birgir Örn
Steingrímsson
Höfundur er
fjármálafræðingur, MBA.